Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2003, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 2003 15 Næsta v ika Laugardagur Borgarleikhúsið kl. 15.15 Fyrstu 15:15 tónleikar vetr- arins. Tónleikarnir eru sam- starfsverkefni Voces Thules og Hafdísar Bjarnadóttur. Salurinn kl. 21 Sigrún Hjálmtýsdóttir og Valgeir Guð- jónsson fagna útkomu geisla- plötunnar Fuglar tímans. Selfosskirkja kl. 17 Samkór Selfoss fagnar 30 ára afmæli sínu. Stjórnandi er Edit Molnár. Með kórnum koma fram Berg- þór Pálsson og Miklós Dalmay píanóleikari, Karlakór Hreppamanna, undir stjórn Edit Molnár, Karlakórinn Þrestir, stjórnandi Jón Kristinn Cortes og Skagfirska söng- sveitin, stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson ásamt einsöngv- urum og undirleikurum. Gallerí Skuggi, Hverf- isgötu 39 kl. 14 Margrét Jónsdóttir listmálari opnar einkasýninguna: Misskilningur er svo áhugaverður! Opið alla daga nema mánudaga á kl. 13-17. Listhúsið Laugardal kl. 16 Rósa Vestfjörð Guðmunds- dóttir steinlistakona opnar sýn- ingu á verkum sínum. Verk Rósu eru steinar sem hún hefur um árabil safnað á ferðum sín- um um landið. Sýning stendur til 1. nóvember. Opið daglega kl. 11-18, laugardaga til kl. 14. Benedikt S. Lafleur kynnir ný glerverk sín kl. 13.30-17.30. Gallerí Kúnst, Skólavörðu- stíg 8 kl. 11 Teddi sýnir 23 trélistaverk sem öll eru til sölu. Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-16. Listasafn ASÍ v/ Freyju- götu kl. 17 Ósk Vilhjálms- dóttir og Anna Hallin bjóða uppá samfélagslegt gæsaspil á sýningunni: Inn og út um gluggann. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Kompan, Grófargili, Ak- ureyri kl. 14 Guðný Þórunn Kristmannsdóttir opnar sína þriðju einkasýningu. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og út- skrifaðist úr málaradeild 1991. Sýningin stendur til 2. nóvember. Opið kl. 14-17. Langagerði 88 kl. 14 Jens Kristleifsson heldur sýningu á teikningum og trédýrum í nýj- um sýningarsal. Opið miðviku- dag til sunnudags kl. 13-18, til 9. nóvember. Dramasmiðjan, Skúlatúni 4, kl. 15 Hlín Agnarsdóttir heldur fyrirlestur er nefnist Magnús og Snæfríður og er þar vísað til tveggja af aðal- persónum Íslandsklukku Hall- dórs Laxness en í bók Hlínar, Að láta lífið rætast – ást- arsaga, koma þær persónur við sögu. Sunnudagur Langholtskirkja kl. 17 Blómin úr garðinum: Söng- kvartettinn Út í vorið flytur vin- sæl kvartettlög fyrri ára í út- setningum Carls Billich, Magnúsar Ingimarssonar o.fl. Svo og nýrri útsetningar fyrir kvartettinn eftir Bjarna Þór Jón- atansson. M.a. verða fluttar nokkrar nýjar útsetningar á lögum Jóns Múla Árnasonar. Gerðuberg kl. 17 Ljóða- tónleikar með Guðrúnu Jó- hönnu Ólafs- dóttur mezzó- sópran og Inese Klotiñu píanó- leikara. Á efnis- skránni eru ís- lensk einsöngslög, verk eftir H. Wolf, Alban Berg og Ljóðaflokkurinn Haugtussa eftir Grieg. Salurinn kl. 20 Liene Cir- cene flytur Són- ötu í G-dúr eftir Schubert, Rondo a capriccio eftir Beethoven, Tón- ar í nóttinni eftir Vasks, Ballatan í h-moll og Fen- eyjar og Napólí eftir Liszt. Grófarhús, Tryggvagötu 15 kl. 14 Hausthátíð IBBY á Íslandi. Tilkynnt verður hverjir eru á heiðurslista IBBY samtak- anna 2004. Barnaspítala Hringsins verður afhent bóka- gjöf. Sagt verður frá tilurð bókarinnar Auga Óðins. Höf- undar og myndskreytar segja frá vinnu sinni við bókina. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 15 Pétur H. Ármannsson er með sýning- arstjóraspjall um sýninguna: Úr byggingarlistardeild. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 17 Listaverk Sig- urjóns Ólafssonar í alfaraleið. Fimmtán ár eru liðin frá því að safnið var opnað almenningi í endurbyggðri vinnustofu lista- mannsins á Laugarnesi. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 og 17. Listasafn Íslands kl. 12.10-12.40 Rakel Péturs- dóttir verður með hádeg- isleiðsögn um sýninguna: Vef- ur lands og lita -Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Goethe-Zentrum, Lauga- vegi 18 kl. 20 Fulltrúi Goethe-Zentrums var á bóka- sýningunni í Frankfurt og kom heim með 50 nýútkomnar bækur frá þýskum, aust- urrískum og svissneskum for- lögum, einkum fagurbók- menntir. Stutt yfirlit verður yfir sýninguna og valdir titlar kynntir. Bækurnar eru til út- láns. Miðvikudagur Norræna húsið kl. 12.30 Háskóla- tónleikar: Jóel Pálsson og Sig- urður Flosason leika á saxófón, klarínettu og flautu. Inn- blástur: Frum- samin tónlist fyrir tvo tréblásara í bland við spuna. Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 20.30 Bókaforlagið Bjartur fagnar nýútkominni bók Berg- sveins Birgissonar, Landslag er aldrei asnalegt. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Ein- leikari og hljómsveitarstjóri er Philippe Entremont píanóleik- ari. Flutt verða verk eftir Wolf- gang Amadeus Mozart Píanó- konsert nr. 21 og eftir Sergej Prokofiev Sinfónía nr. 5. Bergþór Pálsson Liene Circene Jóel Pálsson Guðrún Jóhanna Morgunblaðið/Ásdís Zbigniew Dubik og Sigrún Eðvaldsdóttir. Í sófanum eru Helga Þórarinsdóttir og Sigurgeir Agnarsson. SIGURGEIR Agn-arsson er ungursellóleikari nýkom-inn heim frá námi. Hann hefur vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi fyrir góðan sellóleik. Hann leikur á öðrum tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða- kirkju kl. 20 annað kvöld. Með honum leika Sig- rún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Zbigniew Dubik á fiðlu og Helga Þórarinsdóttir á víólu. Flutt verða verk eftir Erik Mogensen, Béla Bart- ók og Ludwig van Beet- hoven. Kammermúsíkklúbb- urinn á sér bráðum hálfrar aldar gamla sögu. Hvernig er það fyrir ungan lista- mann að koma þar til leiks? „Það hefur verið mjög skemmtilegt og lærdóms- ríkt að vinna með þessum reyndu tónlistarmönnum. Ég er alltaf að safna í sarp- inn. Þegar ég var yngri fór ég margsinnis á tónleika hjá Kammermúsíkklúbbn- um. Það hvarflaði ekki að mér þá að ég ætti eftir að vera fyrir framan áhorf- endur. Það er spennandi að fá tækifæri til að vera þeim megin.“ Þið flytjið Strengjakvart- ett nr. 2 eftir Erik Mogen- sen, sem er útlærður gít- arleikari. Gætir þess í verkinu. „Nei, það finnst mér ekki, en verkið er nýtt fyrir mér, félagar mínir fluttu það fyrst árið 2001. Erik er mér samt ekki alveg ókunnur. Við bjuggum báðir í Boston fyrir nokkrum árum, þá flutti ég sólóverk fyrir selló eftir Erik. Verkið sem við flytjum nú semur Erik und- ir sterkum áhrifum frá ís- lenskri þjóðlagahefð og styðst við Liljukvæðið eftir Eystein Ásgrímsson munk. Síðan leikum við Strengja- kvartett nr. 6 eftir Bartók. Þetta er síðasti kvartettinn sem hann samdi og eitt af þessum krefjandi stykkjum. Þessi kvartett hefur ekki oft verið fluttur hér á landi. Ég hlakka mikið til að reyna mig við verkið. Í Kammermúsíkklúbbnum er lögð áhersla á að vera með ný og gömul verk í bland og síðast á dagskránni er verk eftir Ludwig van Beethov- en, Strengjakvartett í B-dúr op. 18 nr. 6.“ Þú hefur fengið góða dóma fyrir leik þinn. Ert nýráðinn við Sinfóníu- hljómsveit Íslands og leikur einleik með henni í janúar nk. Hvernig áhrif hefur vel- gengnin á þig? „Ég er nú frekar jarð- bundinn maður, reyni bara að vanda mig og gera hlut- ina vel. Ég er búinn að vera í útlöndum sl. átta ár og það er frábært að koma heim. Ég er eiginlega að upp- götva Ísland á nýjan leik og það er tekið mjög vel á móti mér eins og t.d. í Kamm- ermúsíkklúbbnum. Það er búið að vera feikinóg að gera hjá mér. Já með Sinfó. Það var hringt í mig snemma í vetur og mér boð- ið að leika einleik með sveit- inni. Það var smárekistefna um verkið og niðurstaðan varð sú að ég flytti verk eft- ir Joseph Haydn. Ég hef einu sinni áður leikið ein- leik með Sinfóníuhljóm- sveitinni, það var þegar ég útskrifaðist úr Tónlistar- skóla Reykjavíkur árið 1995. Þegar ég leik í annað sinn verða næstum upp á dag níu ár á milli tón- leikanna. Það er mikill heið- ur fyrir mig að fá að starfa með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mikil samkeppni í þessum geira og ekki sjálf- gefið að fá vinnu. Í stað þess að hlaða upp skuldum hyggst ég nú snúa blaðinu við og gjalda keisaranum það sem keisarans er.“ Hvað er minnisstæðast frá Þýskalandsdvölinni? „Það var er ég lék einleik með sinfóníuhljómsveitinni í Bochum í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Þá voru tón- leikar til heiðurs Soffiu Gubaidulinu, en hún er eitt af allra stærstu nöfnum í nútímatónlistinni. Bærinn var að heiðra hana í tilefni af 70 ára afmæli hennar. Þar lék ég í verki fyrir selló og rússneska harmonikku, bajan, og strengjasveit. Soffia var sjálf á tónleik- unum og það verður mér ógleymanlegt.“ Glímuskjálfti sellóleikarans STIKLA Kammermús- íkklúbburinn í Bústaðakirkju MYNDLIST Gallerí Hlemmur: Jon Brunberg. Til 26. okt. Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23: Birgir Andr- ésson, Sigurður Sveinn Hall- dórsson og Hlynur Sig- urbergsson. Til 26. okt. Gallerí Skuggi, Hverf- isgötu: Margrét Jónsdóttir. Til 2. nóv. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur. Guðrún Gunn- arsdóttir. Hulda Stefánsdóttir. Til 2. nóv. Gerðuberg: Yfirlitssýning á verkum Koggu sl. 30 ár. Til 16. nóv. Hafnarborg: Pétur Hall- dórsson. Sigríður Erla Guð- mundsdóttir. Til 28. okt. Hallgrímskirkja: Gunnar Örn. Til 1. des. Hús málaranna, Eið- istorgi: Björn Birnir. Til 19. okt. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Nýsköp- unarverk grunnskólabarna. Til 29. okt. i8, Klapparstíg 33: Guð- rún Einarsdóttir. Undir stig- anum: Tomas Lemarquis. Til 1. nóv. Íslensk grafík, Hafn- arhúsi: Alan James. Til 2. nóv. Listasafn Akureyrar: Þjóð í mótun. Vestursalur: Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin. Til 2. nóv. Listasafn ASÍ: Ósk Vil- hjálmsdóttir og Anna Hallin. Til 2. nóv. Listasafn Borgarness: Jó- hannes Arason. Til 5. nóv. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Listasafn Íslands: Júlíana Sveinsdóttir. Sara Björnsdóttir og Spessi. Til 26. okt. Listasafn Reykjanes- bæjar: Stefán Geir Karlsson. Til 19. okt. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn: Ásmundur Sveinsson - Nútímamað- urinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi: Erró - stríð. Til 3.1. Samsýning alþýðu- listar og samtímalistar, í sam- starfi við Safnasafnið. Úr byggingarlistasafni. Innsetn- ing Bryndísar Snæbjörns- dóttur og Marks Wilsons. Til 2. nóv. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir: List án landamæra: Sex myndlist- armenn. 26. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Listaverk Sigurjóns Ólafssonar í alfaraleið. Til 30. nóv. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Ásgeir Lárusson. Til 30. okt. Ljósmyndasafn Reykja- víkur: Magnús Ólafsson ljósmyndari. Til 1. des. Norræna húsið: Skart- gripir norsku listakonunnar Liv Blåvarp. Til 19. okt. Safn - Laugavegi 37: Op- ið mið -sun, kl. 14-18. Til sýn- is á þremur hæðum íslensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins - Matthías Johannessen. Þjóðarbókhlaða: Humar eða frægð: Smekkleysa í 16 ár. Til 23. nóv. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Ríkarður þriðji, fim. Allir á svið, lau. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Veisl- an, lau., mið. Pabbastrákur, lau. Með fulla vasa af grjóti, sun. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, lau., sun. Öfug- um megin upp í, fös. Puntila og Matti, sun. Kvetch, lau., fös. Hættuleg kynni, frums. sun. Grease, mán., þrið., mið., fim. Íslenski dansflokkurinn: Þrjú dansverk: The Match, Symbiosis, Party, lau. Loftkastalinn: Erling, sun., þrið. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vinur minn heimsendir, fös. Iðnó: Sellófon, sun., fim. Ten- órinn, lau., fös. Ólafía, mið. Gamla bíó: Plómur í New York, fös. Möguleikhúsið: Tveir menn og kassi, sun. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi Fjöllistasýn- ingin: Hvenær er kven/ maður frjáls? frums. fös. Leikhúsið Mosfellsbæ: Hobbitinn, sun. MARGRÉT Jónsdóttir list- málari opnar einkasýningu í Galleríi Skugga, Hverf- isgötu 39 kl. 14 í dag. Sýn- ingin ber titilinn Misskiln- ingur er svo áhugaverður! Verkin eru unnin með egg- temperu á pappír og segir Margrét m.a. um verkin: „Ég vinn í myndröðum og fæst við rannsóknir, til- raunir, uppbrot og nýjar leiðir … fer undir yf- irborðið. Verkin hafa alltaf verið tjáning til- finninga minna og því mjög persónuleg, samtengd lífsþrautum mínum.“ Margrét hlaut starfslaun til eins árs á síðasta ári og dvaldi mest af þeim tíma í París og er sýningin afrakstur frá þeim tíma. Margrét sýndi síðast í Listasafni ASÍ árið 2001. Hún hefur verið starfandi myndlistarmaður í 30 ár. Margrét hefur starfað í Par- ís síðastliðin sex sumur og hefur vinnustofur á Íslandi og í Frakklandi. Gallerí Skuggi er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13–17. Sýningin stendur til 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Persónuleg verk tengd lífsþrautum Verk eftir Margréti Jónsdóttur. BÖRNUM gefst nú færi á að hlýða á barnabókahöfunda lesa úr nýj- ustu verkum sínum í Þjóðmenning- arhúsinu alla laugardaga til 13. desember Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Sögustunda. Hún ýtir átak- inu úr vör kl. 14 í dag með lestri á kafla úr eftirlætis barnabók sinni. Þá les Embla Ýr Bárudóttir upp úr bók sinni Blóðregn – Sögur úr Njálu. Myndasaga byggð á loka- þætti Njálssögu. Í bókinni lifna þekktar persónur við á nýjan hátt og þúsund ára gömul átök eru færð í mál og myndir nýrra tíma. Börn og sögustundir Vigdís Finnbogadóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.