Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 C AMILO José Cela var einn af stóru rithöfundum tutt- ugustu aldarinnar á Spáni. Þegar slíkir höfundar deyja liggur spurning í loftinu sem yrði af fyllsta smekk- leysi orðuð sem svo af ein- lægum en ráðvilltum presti: Og hvað á líkið að heita? Cela dó 17. janúar árið 2002 og var grafinn í fæðingarbæ sínum í Galisíu. Sex bifreiðar óku þvert yfir Spán í kjölfar líkbílsins, þar af fjórar fullar af blómum. Jarðarförin fór fram að við- stöddu miklu margmenni og ef marka má ann- an ævisöguritara Cela var það býsna athygl- isverður atburður. Síðustu orð Cela eru sögð hafa verið ávarp til eiginkonunnar og fæðing- arbæjarins: „Marina, ég elska þig. Lifi Iria Flavia!“ Iria Flavia er bær sem auðvelt er að missa af, maður ekur þjóðveginn og kemur auga á skilti sem segir að maður sé kominn til þessa smábæjar á norðvesturhorni Spánar, Iria Flavia, segir skiltið, hægir ferðina og rétt þeg- ar maður er að búa sig undir að beygja og leit- ar að afleggjara kemur nýtt skilti sem segir að nú sé maður ekki lengur staddur í Iria Flavia, nafn bæjarins birtist yfirstrikað á öðru skilti. Örskömmu síðar er maður kominn til Padrón. Þar snýr maður við og gerir aðra tilraun en það sama endurtekur sig, fleygiferð framhjá Iria Flavia án þess að ná að stoppa þar, fleygiferð eins og hlaupandi gröf, ég hafði einmitt hugsað mér að skoða gröf, það er gröf síðasta Nób- elsverðlaunahafa Spánar í bókmenntum, Cam- ilo José Cela. Ég gerði þrjár tilraunir áður en mér tókst að komast til bæjarins sem er svo- sem ekki stór, lítið að sjá þar nema kirkjugarð- ur og safn, Cela stofnunin. Ef einhver hygðist skrifa sögu hinna stór- fenglegu líka væri Iria Flavia raunar mikil- vægur staður því Cela er ekki það fyrsta í sögu bæjarins. 19. aldar skáldkonan Rosalía de Castro var sennilega fædd í Santiago de Compostela, þótt Cela, sem var með hana á heilanum, héldi jafnan fram að hún hefði fæðst í Iria Flavia. Allavega bjó hún þar í grennd og var jörðuð í sama kirkjugarði og Cela. Þar hvíldi hún um langa hríð eða þangað til stjórn- málamönnum þótti ótækt að hafa hana þar og létu grafa hana upp og flytja með ærinni fyr- irhöfn til Santiago. Safnið um hana er raunar í Padrón, bænum við hliðina á Iria Flavia, en hún hvílir í Bonaval-garði í höfuðborginni San- tiago, hún er sameiningartákn héraðsins, tungu þess og menningar, skáldkona borgar- innar, segja þeir þar þótt þorpsbúar taki ekki undir það. Skáld eru hentugt pólitískt áróð- urstæki þegar þau eru dauð, kommúníska skáldið Alfonso Castelao var endurgrafinn, ef ég man rétt, í sama garði og varð býsna sam- mála stjórnmálamönnum samtímans þegar þangað var komið. En frægasta líkið í sögu Iria Flavia er Sant- iago, heilagur Jakob, postulinn, verndardýr- lingur Spánar. Einnig hann er sagður hafa haft viðkomu í Iria Flavia á leið sinni til Santiago de Compostela. Hann var hálshöggvinn í Jerúsal- em og líkið sent af tveimur lærisveinum hans yfir hafið á báti úr steini. Frá Iria Flavia var það síðan flutt í uxakerru til Santiago fyrir til- stilli goðsagnakenndrar keltadrottningar að nafni Lupa. Í Santiago de Compostela hvíla jarðneskar leifar hans enn, kannski, engar sannanir eru fyrir því að það sé hann en ekki einhver annar, síðan reis ein glæstasta dóm- kirkja kaþólskunnar utan um þær, borg í kringum kirkjuna, borgin var skírð eftir dýr- lingnum, þangað liggur fræg pílagrímsleið. Iria Flavia kemur fyrir í verkum Cela og sumir gagnrýnendur stóðu til skamms tíma í þeirri trú að hann hefði fundið bæinn upp. En hann er þarna, maður finnur hann á endanum, hann er kominn á kortið, það raunverulega. Það eru engar líkur á að Cela verði fluttur úr grafreitnum sem hann valdi sér sjálfur, þó veit maður aldrei, saga bæjarins er með mestu ólíkindum, já, eiginlega eins og klippt út úr skáldverki eftir Halldór Laxness. Hið dýrðlega lík Hverskonar maður var Camilo José Cela? Hver var maðurinn á bakvið verk eins og Pask- val Dvarte og hyski hans og Býkúpuna? Um það eru ekki allir á eitt sáttir, margir segja hann hafa verið viðkvæman snilling, heillandi persónu, ögrandi höfund og róttækan hugsuð, en þeir eru líka til sem telja hann hafa verið siðblindan og menningarsnauðan framagosa, hégómlega smásál, tækifærissinna, samvisku- og sannfæringarlausan með öllu … Einn virt- asti hispanisti heims telur að þegar upp er staðið hafi hann verið hugmyndasnauður miðl- ungshöfundur og að fæst af verkum hans muni lifa. Ian Gibson spænskufræðingur sendi frá sér fyrir nokkrum mánuðum ævisögu Cela og nefnist hún Cela, maðurinn sem vildi sigra. Í viðtölum hefur hann sagst heillaður af persónu Cela og hafa á henni óbeit í senn; rit sitt sé per- sónuleg útgáfa af ævi rithöfundarins, ekki Ævisagan, hin stóra ævisaga Cela er enn órit- uð, að sögn Gibsons. Hann notar enda ekkert af þeim heimildum og hand- ritum sem finna má í Cela stofnuninni í Iria Flavia sem styr hefur jafnan staðið um. Gibson er ekki einn af þeim sem hafa aðgang að skjölum þar, enginn furðar sig svosem neitt á því. Þetta er ekki fyrsta ævisaga Nóbelsverðlauna- hafans og verður ekki sú síðasta. Áð- ur hefur t.d. sonur Cela, Camilo José Cela Conde, skrifað bók um föður sinn og sjálfur skrifaði Cela svo minninga- bók í tvígang, fyrst árið 1959, svo 1993. Báðar þær bækur eru að jafnmiklu leyti skáldskapur og endurminningar. Fræg ævisaga – eða alræmd, kannski aðallega vegna titilsins – er svo bók Francisco Umbral sem kom út skömmu eftir að Cela dó. Bókin, sem nefnist Cela: Hið dýrðlega lík, hef- ur verið kölluð sorprit og sögð lágkúruleg, svik við Cela. Umbral er rithöfundur og dálkahöf- undur hjá dagblaðinu El Mundo, hefur fengist við blaðamennsku meðfram skáldsagnaritun, en er mjög virtur rithöfundur; að mati Cela sjálfs er hann á meðal fárra frambærilegra höfunda á Spáni. Umbral var vinur og læri- sveinn Cela. „Ég er líkt og munaðarlaus,“ lýsti Umbral yfir við lát hans. Svo settist hann niður að skrifa um hið dýrðlega lík og afraksturinn kom á bók heilum þremur mánuðum eftir dánardag Cela. Hið dýrðlega lík er ekki löng bók og ævi- saga er varla réttnefni, hún byggist ekki á rannsóknum eins og bók Gibson heldur per- sónulegum hugleiðingum Umbral um vin sinn og minningabrotum, enda gefur hún sig ekki út fyrir annað. Og fremur en lágkúruleg er hún háleit, einkennileg blanda af hyllingu og lasti, skrautreið um menningarsöguna í alhæfinga- stíl með tilvitnana- og nafnaflaumi. Umbral skrifar alltaf þannig. Hann er snobbaður fag- urkeri og fullkomlega samkvæmur sjálfum sér. Og verðugur lærisveinn Cela að því leyti að hann talar jafnmikið eða meira um sjálfan sig en viðfangsefnið í Hinu dýrðlega líki. Þótt bækurnar tvær um ævi Cela eigi það sameiginlegt að vera ekki getið á heimasíðu Cela-stofnunarinn- ar eru þær eins ólík- ar og hugsast getur. Í bók Gibson er kaldhæðinn húmor sem kannski skýrist af því að Gibson er Íri. Stundum gerir hann stólpagrín að Nóbelsskáldinu sem birtist lesand- anum sem hégóm- legur framagosi, Gibson er oft ansi grimmur við per- sónu Cela, athugan- ir hans á verkunum eru mest á minn- ingabókunum, hann hikar ekki við vega og meta skáldverk- in huglægt. Bók Umbrals markast aftur af stuttum sköpunartíma sín- um, hún er nokkuð endurtekningasöm og virðist að ein- hverju leyti sett saman úr eldri text- um og áður birtum. Umbral hefur það fram yfir Gibson að hafa þekkt Cela, myndin verður ná- lægari, Gibson vinnur meira með hina opin- beru ímynd. Og bók Umbral er innblásin og full af andagift, inniheldur hugleiðingar um persónu og verk Cela í stóru, menningarsögu- legu samhengi. Blóm Að vísu var ég á ferð í myrkri. Hvern fjárann var ég að þvælast til Iria Flavia? Í leit að ævi skálds, kannski? Loks tókst mér að finna af- leggjara, ómerktan, illa upplýstan. Og svo rambaði ég á kirkjugarðinn þar sem Camilo José Cela var grafinn í febrúar 2002, rétt rúmu ári áður en ég var þarna á ferð. Þetta er lítill kirkjugarður við litla sveitakirkju, kannski er garðurinn rétt þrefaldur kirkjugarðinum í Við- ey að stærð. Þegar ég kom að var fólk að tínast út um sáluhliðið og úr kirkjunni, einhverri at- höfn var að ljúka, fólk stóð fyrir utan og spjall- aði, sumir inni í garðinum. Gröf Cela átti að vera auðþekkjanleg, hann valdi sér sjálfur leg- stað undir fallegu ólífutré, en ég fann hana ekki strax; í garðinum voru nokkur tré og þeg- ar ég taldi mig hafa leitað undir þeim öllum spurði ég konu sem var með þeim síðustu að fara úr garðinum og inn í þorpið. Ég reyndist þá standa fyrir framan gröf Cela. Legsteinninn var einkennilega máður miðað við stuttan tíma, varla var hægt að lesa áletr- unina – það var líka myrkur. En þetta var mik- ill steinn og fallegt grafstæði. Það fyrsta sem vakti athygli mína var að þetta var eina gröfin sem ekki var með fjölda blóma. Ein, hvít rós lá þarna eins og slytti sem einhver hefði kastað frá sér, fáein rauð blöð vottuðu um nærveru annarrar. Annað vakti líka fljótt athygli mína, dálítill pollur á steininum. Þessi pollur, hann var svolítið grunsamlegur. Gat verið að ein- hver hefði … semsé saurgað leiði Nóbelsverð- launahafans? Hvernig dettur mér slíkt og ann- að eins í hug? Því skyldi einhver gera það? Jú, Cela var ótrúlega heitt hataður af mörgum. Skemmdarverk hafa verið unnin á styttu af honum í galisískri borg, á hana var krotað níð um Cela: fasisti! Og sitthvað fleira ljótt. En ég hugsaði með mér að sennilega hefði staðið blómavasi á gröfinni, hann svo oltið um koll og einhver fjarlægt hann en pollurinn orðið eftir. Og blómin? Hvar voru þau? Vinur minn sagði mér síðar að hann hefði komið að gröf Cela daginn eftir að hann var jarðsettur. Þá voru ekki blóm nema á gröf hans sem var þakin með þeim – en þorpsbúar voru hinsvegar í óða önn að taka blómin og dreifa á hinar grafirnar. Ef hann hefði … Þessi dularfulli pollur og tvær túlkanir hans: José Cela hafði litla persónutöfra, hann var sérlega ógeðfelldur og fráhrindandi einstak- lingur, kaldur, sjálfhverfur hrokagikkur. Að sögn sumra. Cela var einstaklega sjarmerandi, segja aðrir, víðmenntaður, samræðusnillung- ur, ástríðumaður sem kunni listina að ögra. Hann var öfundaðasti maður Spánar, meistari spænskrar tungu, brautryðjandi í bókmennt- um Spánar og heimsins … Báðir ævisöguritararnir draga í efa hversu algóður höfundur hann hafi verið. Mistækur, skrifaði arfavondar bækur inni á milli, sumar hundleiðinlegar að sögn Gibsons sem að auki er þreyttur á að heyra talað um meistara spænskrar tungu, auðvitað eru rithöfundar flinkir með tungu sína, skárra væri það nú. Gibson og Umbral telja til bækur eftir Cela sem eru í raun og sann frábærar að þeirra mati og muni lifa, en það segir þó eitthvað um rit- höfundinn að þeir nefna ekki sömu bækurnar. Camilo José Cela fæddist árið 1916 í Padrón í Galisíu á Norðvestur-Spáni, í Iria Flavia, en svo nefndu Rómverjarnir þorpið og hluti þess heldur því nafni. Nokkurra daga gamall veikt- ist Cela alvarlega og var við dauðans dyr. Afi hans lét senda lest eftir lækni til Santiago de Compostela, en ættinni tilheyrði lestarfélag með því mikla nafni „Sociedad de Ferro-Carril Composteleano de la infanta Doña Isabel, de Santiago al Puerto de Carril“. Læknirinn hrifsaði drenginn úr greipum dauðans og hann var skírður í snatri. Hvað á barnið að heita? Móðir Cela tók miklu ástfóstri við frumburð sinn, hann fékk þá tilfinningu af uppeldinu að hann væri sérstakur og ætlað að gera eitthvað sérstakt. 1925 flyst fjölskyldan frá Galisíu til Madríd. Cela lærir bókmenntir í háskólanum. Árið 1936 skellur spænska borgarastyrjöldin á og José Cela skráir sig í her Franco. Seint þó og um síðir, sjálfviljugur og af einskærri tækifæris- mennsku, segir Umbral og ímyndar sér samtal við skráninguna: – Gott og vel, en afhverju komuð þér ekki fyrr? – Ég var að bíða eftir að sjá hver myndi sigra. Hermennskan varð stutt að sinni, ef ekki snautleg, Cela varð fyrir dá- litlu hnjaski, fór á spítala og fékk vottorð um vanhæfni til þátttöku í borgarastríðinu. Meiðsl hans í þágu málstaðarins áttu eftir að verða honum notadrjúg í samskiptum við fasista- stjórnina. Sárin versnuðu heldur í frásögn hans og sagan skolaðist til á alla lund, í texta sem Nóbelsverðlaunanefndin sendi frá sér áratugum síðar er talað um herkvaðningu og alvarleg sár á vígvellinum. Brautskráður af spítalanum stundaði Cela hóruhúsin í A Coruña, á því hafði hann mikið dálæti bæði fyrr og síðar, eins og hann lýsir fjálglega í endurminningabókum sínum tveim- ur. Cela hafði þó stund aflögu til að skrifa al- ræmt bréf. Bréfið sendi hann 30. mars árið 1938 til „Cuerpo de investigación y vigilancia“, njósnabatterís Franco. Í því lýsir hann vilja sínum til að þjóna fósturjörðinni með þeim hætti sem heilsan leyfi og sækir um starf hjá stofnuninni. Hann kveðst hafa búið 13 ár í Madríd, þekkja til og geta gefið mikilvægar upplýsingar um einstaklinga og starfsemi þar. Cela býðst með öðrum orðum til að njósna um rauðliða í Madríd, menntamenn og vini sína, og gefa upplýsingar sem gátu leitt til handtöku þeirra og aftöku. Ekki kom til þessa, honum var ekki einu sinni svarað, og Cela kláraði her- þjónustu sína. En atriðið er að sumra mati lyk- illinn að persónu José Cela, öll ævi hans þar eftir markist af vondri samvisku. Biografem kallaði franski fræðimaðurinn Roland Barthes þetta: Atvik í ævisögu, hversu smávægilegt sem það er, sem varpar – eða er látið varpa – ljósi á persónuleika og lífshlaup eins manns eins og það leggur sig. En bréfið er þó ekki annað en þetta: vilji, ekki veruleiki, hugsun sem ekkert varð úr. Gibson greinir á við Umbral í túlkuninni á því hvað hefði orðið ef Cela hefði njósnað. Uppljóstranirnar hefðu OG HVAÐ Á LÍKIÐ AÐ HEITA? E F T I R H E R M A N N S T E FÁ N S S O N Nýlega dáinn Nóbelsverðlaunahafi, afar umdeildur í lifanda lífi hjá þjóð sinni, dáður jafnt sem hataður, fjölskylda hins látna í uppnámi, tveir gjörólíkir ævi- sagnaritarar, annar í heimildaleysi, skjöl lokuð inni á safni og ekki öllum heimil, bein og óbein afskipti stjórnmálaafla af skáldinu gengna, kannast einhver við þetta? Jú, hér er að sjálfsögðu verið að tala um spænska rithöfundinn Camilo José Cela. Ævisögurnar tvær um nóbelshöfundinn Camilo José Cela og höfundarnir, Ian Gibson til vinstri og Francisco Umbral.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.