Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 5 verið gagnslausar, segir Umbral, Cela var hvatvís og „gleymdi sjálfsagt jafnharðan sín- um illu fyrirætlunum.“ Það er ekki síst þegar opnast svona gáttir í viðtengingarhætti sem sést til ævisagnaritaranna gefa Cela nafn, sitt hvort nafnið. Róttækur höfundur Cela afgreiðir þetta í nokkrum setningum í minningabókinni frá 1993, talar um öfundar- og óvildarmenn sem hafi viljað svipta sig Nób- elsverðlaununum með því að hampa bréfinu og birta það rétt fyrir tilnefningu, gerir lítið úr málinu og ber fyrir sig æsku, hann var 21 árs þegar það var ritað. Að stríðinu loknu tók hann að birta sín fyrstu skrif, þau birti hann á vettvangi höfunda sem hlynntir voru fasistastjórninni. Fyrsta verk hans var smágrein, hylling fasismans og Franco. Smásögur fylgdu í kjölfarið. Fljótlega sótti Cela um starf við ritskoðun og fékk stöð- una. Hann var peningaþurfi, vantaði vinnu og blygðaðist sín aldrei fyrir starfið eins og hann lýsti yfir síðar á ævinni. Skoðun hans var sú að aldrei skyldi biðjast afsökunar á neinu, hann iðraðist ekki neins sem hann gerði á ævinni. Raunar skoðaði hann tímarit, ekki bækur, sem alls ekki var eins umdeilt starf. Þótt starfsferl- inum sé hampað af gagnrýnendum Cela er ólíklegt að hann hafi strokað út svo mikið sem stafkrók. Á þessum tíma er hann kominn vel af stað með La familia de Pascual Duarte sem í íslenskri þýðingu Kristins R. Ólafssonar nefn- ist Paskval Dvarte og hyski hans. Bókin kom út 1942 hjá litlu forlagi í Burgos, vakti fljótlega mikla athygli og breytti lífi höfundarins. Hún sló í gegn í annarri útgáfu, ekki síst eftir að gera átti upplagið upptækt. Sagt hefur verið um Cela að Paskval Dvarte sé eina eftirminni- lega sögupersóna hans, enda notaði hann önn- ur meðul en eftirminnilegar sögupersónur. Fagurfræðin er kennd við tremendisma. Fyrsta skáldsaga Cela vinnur með spænsku píkaresku hefðina, hún er varnarrit skálks, og af mörgum talin hans besta bók ásamt með La Colmena, sem einnig er til á íslensku, þýðand- inn er sá sami, bókin nefnist Býkúpan. Þessar tvær bækur höfundarins eru þær sem óum- deildastar eru sem meistaraverk spænskra bókmennta á 20. öld. Býkúpan byggist á fram- úrstefnulegri aðferð sem bandaríski rithöfund- urinn John Dos Passos hafði notað áður; í Bý- kúpunni eru yfir 300 sögupersónur sem allar eiga bakgrunn skáldsögunnar sameiginlegan: borgina Madríd. Ævisöguritaranum Ian Gib- son finnst þó mest til skáldsögunnar San Cam- ilo, 1936 frá árinu 1969 koma. Hún er einnig til- raunaverk, þótt með allt öðrum hætti sé; í henni var notuð aðferð svipuð þeirri sem James Joyce notaði, stream of consciousness eða vitundarflæði. Francisco Umbral hefur dá- læti á ferðasögum Cela, einkum Viaje a la Alc- arria (Ferð til Alcarria, 1948) en telur hann hafa verið hreint afleitan pistlahöfund (sjálfur hefur Umbral náð mjög góðum tökum á þeirri grein). Cela gaf út ógrynni bóka, drjúgur hluti þeirra samanstendur af textum sem skrifaðir voru fyrir blöð, greinum, pistlum … Að öllum líkindum hafði sænska adakemían áðurnefnd- ar þrjár skáldsögur í huga þegar hann var út- nefndur til Nóbelsverðlaunanna 1989. Árið 1956 stofnaði José Cela eitt áhrifa- mesta bókmenntatímarit Spánar, Papeles de Son Armadáns, og ritstýrði því með öðrum. Ritið var kannski ekki síst merkilegt fyrir þá sök að í því birtust textar spænskra höfunda í útlegð. Gibson telur þetta honum ekki til tekna; hann leggur áherslu á geysilegan metn- að og sigurvilja Cela, segir hann hafa stefnt á heimsfrægð og Nóbel frá því mjög snemma á ferlinum, tímaritið hafi verið mikilvægt skref í þá átt og skapað honum velvild meðal vinstri- sinnaðra rithöfunda í Evrópu. Enda þótt borg- arastyrjöldin sé oft til umfjöllunar í verkum Cela gagnrýndi hann aldrei einræðisstjórn Franco opinberlega, hvorki meðan hún ríkti né eftir dauða Franco. Umbral kallar hann íhalds- saman, enskaðalsættaðan fagurkera. Gibson kallar hann bara íhaldssaman og segir auðvelt að taka feil á strigakjafti og róttækni. Því Cela var mikill strigakjaftur. Að lifa skrifandi og skrifa lifandi Afhverju var Cela svona umdeildur? Það var vegna þess að hann var stöðugt að ögra. Ögr- anirnar snerust um kynferðismál og kúk og sitthvað fleira. Eftir minningarhátíð um skáld- ið Federico Garcia Lorca sagði hann að það hefði verið óttaleg hommahátíð, hann hefði svosem ekkert á móti hommum en léti bara ekki taka sig í rass. Ummælin vöktu mikla reiði, ekki aðeins á meðal spænskra homma. Allar kynslóðir rithöfunda sem á eftir Cela komu voru ómerkilegar, sagði Nóbelsverð- launahafinn, ekkert í þá spunnið sem höfunda og þeir hefðu enga sjálfsvirðingu og þæðu fé hjá sósíalistaflokknum, aldrei hefði hann þegið ölmusu frá einum eða neinum. Sonur hans reyndi að bera í bætifláka fyrir hann, sagði að Cela hefði raunar ekkert lesið af ungu höfund- unum, læsi mest lítið og fylgdist ekki með, allra síst eftir að hann fékk Nóbelinn. Ekki þótti þetta bæta úr skák enda þótt sumir tækju undir það. „Hann var fullkomlega fáfróður um evrópskan samtímaskáldskap“ er titill á viðtali við Gibson (La voz de Galicia, 22. maí, 2003). „Það verður að fyrirgefa honum af því að hann er svo klár strákur,“ var klisja sem loddi við hann, löngu eftir að hann var hættur að vera strákur, segir Gibson, löngu eftir að blóts- yrði sem höfðu verið fáheyrð á opinberum vett- vangi á Franco-tímanum voru á hvers manns vörum. En hann gerði sitt besta. Í minninga- bók segir Cela frá skyndilegri óbeit sem hellt- ist yfir hann eftir nótt með vændiskonu sem hafði veitt honum góðan beina. Hann langar skyndilega að kyrkja hana en fer úr húsinu á meðan hún sefur. Ekki þó án þess fyrst að kúka á flygilinn í íbúðinni og skeina sér á kan- arífugli sem hann tók úr búri sem hékk í stof- unni. Fuglinum henti hann vönkuðum og hálf- rænulausum í sófann. Til hvers segir hann þessa sögu? spyr Gibson. Ekki kemur hann vel út úr henni. Önnur saga: Cela sagði þá skrítlu af sjálfum sér að hafa dregið á tálar stúlku sem hataðist út í spænska heimsvaldastefnu. Þegar stúlkan nálgast hápunktinn skipar Cela henni að hrópa „lifi Spánn!“ annars muni hann draga hann út. Og þar fram eftir götunum. Sögur Cela þurfa ekki að vera sannar. Anektóður lágu vel fyrir honum, eins og sjá má í skáldsög- um hans. Eftir að hann kom heim frá því að taka á móti Nóbelnum árið 1989 talaði hann mikið um Cervantesar-verðlaunin, virtustu spænsku bókmenntaverðlaunin, sem hann hafði ekki fengið. Cela gaf algeran skít í þessi verðlaun. „Cervantesar-verðlaunin? Það er eins og að spyrja konung hvort hann vilji krýnast sem prins!“ Eftir að Cela fékk verðlaunin, seint og um síðir, árið 1995, hætti hann að agnúast út í þau og reyndi að blammera með einhverjum öðrum hætti. Ég get sogað tíu lítra af vatni upp í rassgatið á mér, sagði hann í viðtali fyrir nokkrum árum. Öfundaður og ofsóttur helgimyndabrjótur sem gagnrýndi kynferðislega bælingu, skelm- ir, aðdáandi svæsinnar fasistastjórnar, einræð- isstjórnar í miðri Evrópu, Cela hefur það eitt út á einræðisherrann að setja að hann sé ekki nógu duglegur að ríða; en sennilega bráði fas- isminn af Cela og hann var ekki eini rithöfund- urinn sem dáðist að honum ungur, eða var það tóm tækifærismennska? „Snillingur í að lifa skrifandi og skrifa lifandi,“ segir Francisco Umbral. José Cela var meistari og lærifaðir í krafti, orku, hann var maður þykjustunnar, segir Umbral, fas hans bar vott um „sífellda heift í garð heimsins, þannig fas var eitt sinn markaðsvænt, ef svo má segja, hluti ímyndar, en er nú orðið fólki ekta og því að sjálfsögðu ekki eins áhugavert. Uppgerð býr yfir meiri krafti en raunverulegur sannleikur …“ Umbr- al dregur upp mynd af viðkvæmum manni sem er ekki það sem hann gefur sig út fyrir að vera opinberlega. Cela var örugglega talsvert upp- tekinn af ímynd sinni, hugsaði stöðugt um hana, jafnmikið og um bækurnar, segir Gib- son. Ímyndin fór niður á við á síðari hluta ævi hans. Þegar líður á ævi Cela fara ævisögurnar að verða lygilegar og minna á sápuóperur. Já, raunar dúkkaði Nóbelshöfundurinn eitt sinn skyndilega upp sem kynnir í framhaldssápu, í eina viku, öllum að óvörum, sagði hann sjón- varpsáhorfendum hvað hefði gerst í síðasta þætti sápu að nafni Cristal. Á efri árum skildi Cela við eiginkonu sína til margra áratuga, konu sem hafði mikil og hvetjandi áhrif á skrif hans og var ritari hans og helsti yfirlesari allt þeirra hjónaband, og kvæntist kornungri konu, rithöfundinum Mar- inu Castaño, sem hann hafði haldið við um nokkurt skeið, og fjölskyldan lítur á sem nokk- urskonar Önnu Nicole Smith. „Guðdómleg hefnd!“, segir Umbral og fíníserar það ekki neitt frekar; hann vísar til þess að fyrri eig- inkonan, sem nú er nýdáin, hafði haldið framhjá Cela áratugum áður, því glopraði hún út úr sér við slúðurblað fyrir nokkrum árum. Síðari konunni og fjölskyldunni varð ekki vel til vina, deilur þeirra urðu fyrst sóðalegar eftir að hann dó og þau sonur hans tóku að deila um meðal annars hver erfði markgreifatitil Cela, markgreifans af Iria Flavia. Sonurinn erfði hann en segist í nýlegu viðtali frekar hafa vilj- að erfa Nóbelinn. Nokkrum árum síðar stóð Cela í einhverju subbulegasta ritstuldarmáli sem komið hefur fyrir dómstóla. Málið, sem enn stendur yfir, er í sem stystu máli á annan hvorn veginn af þess- um tveimur: 1) Bókaútgefandi fær Cela til að skrifa bók sem hann hyggst, fyrirfram, láta vinna til samkeppnisverðlauna á sínum vegum og lætur hann fá handrit sem borist hefur í þessa sömu samkeppni; Cela umritar handritið í snarheitum með hjálp konu sinnar og gefur því sinn stíl, sendir verkið í keppnina sem það sigrar eins og til var efnt en nokkru síðar kærir höfundur upprunalega handritsins Cela og út- gáfufyrirtækið fyrir ritstuld. 2) Kona nokkur í A Coruña veitir því athygli að talsverð líkindi eru með skáldsögu eftir Cela, La cruz de San Andrés, og söguþræði í handriti sem hún hafði sent í sömu samkeppni og skáldsaga Cela hef- ur sigrað í. Hún kærir því bæði Cela og útgáf- una í þeirri trú að líkindin séu annað og meira en það sem þau eru, einskær hending. Þótt Gibson eyði mjög miklu rými í þetta mál kemst hann ekki til botns í því, meðal ann- ars vegna þess að síðari eiginkonan sem fer með málefni Cela-stofnunarinnar veitir ekki aðgang að handritum að skáldsögunni sem gætu leitt málið til lykta. Ekki eru allir hrifnir af verki Gibsons. Gagn- rýni gamla vinstri blaðsins El País var fremur harðorð, það yrði að lesa bók Gibsons með bækur Cela við höndina og taka öllum niður- stöðum hans með mesta hugsanlegum fyrir- vara. Gagnrýnandi El Mundo slátraði bókinni, sagði hana einkennast mest af öllu því sem ekki væri nefnt, gríðarmiklu púðri er eytt í rit- stuldarmálið og meintan fasisma en til dæmis hvergi nefnt að Cela hýsti eftirlýsta vinstri- sinnaða menntamenn á heimili sínu á Franco- tímanum. Önnur æviatriði væru blásin upp og rangsnúin, allt lagt út á alversta veg. Þessi bók væri skrifuð beint í kjaftinn á þeim hópum sem hötuðust við Cela og af engum áhuga á að nálg- ast margbrotinn persónuleika hans. Í mínum augum, augum leikmanns, virðist Gibson ganga býsna langt í að heimta einhverskonar játningu af Cela og agnúast út í að finna ekki Sannleikann í minningabókunum, pólitíska játningu og yfirlýsingu um afstöðu í trúmálum. Kannski hafði Cela sáralitla pólitíska sannfær- ingu og var áhugalaus með öllu um trú. Hann var þó allavega „einkar staðfastur í afstöðu sinni til spænskrar tungu“, bendir Gibson á, en þannig flímaði blaðamaður El País eftir að hafa komist að því að tækifærisræða sem Cela hélt á Spáni um móðurmálið var orð fyrir orð samhljóða annarri sem hann hafði haldið sex árum áður í Mexíkó. Ævisögu Gibsons má skoða sem einn þátt í mikilli baráttu um eignarhald yfir Nóbelsverð- launahafanum, skrifaða af vinstrimanni, stefnt gegn tangarhaldi stjórnmálamanna sem fæstir hafa lesið neitt eftir Cela, hluta slagsins um tangarhald á Nóbelsverðlaunahafa. Og hvað á líkið að heita? Gröf með hvítri rós og dálítilli ráðgátu. Samt var þetta falleg gröf og einhvernveginn dálítið sætt að þorpsbúar skuli færa sér blómin í nyt. Hafði ég eignast einhverja smá hlutdeild í gröf Cela með því að heimsækja hana? Eignast maður eitthvað í höfundi með ævisögu? Með því einu að lesa hana? „Sumum er gert að ganga blómum stráða braut, öðrum er skipað að leggja leið sína meðal þistla og þornfíkjuj- urta,“ skrifaði Cela í sinni frægustu bók, enn er Paskval Dvarte fólki ráðgáta. Ég ek burt frá Iria Flavia, renni út á þjóðveginn, neónskiltin ljóma, einhverntímann lærðist mér að neón- skilti á þjóðvegi merkir annaðhvort hóruhús, sem eru kölluð club og eru lítt dulbúin ef mað- ur kann að ráða í táknin, eða kirkju, stundum eru kirkjur á þessum slóðum, en þó enn frekar yfir í Portúgal, með neónkrossum sem jafnvel blikka. Skrýtið hvernig hið helgasta og hið lægsta mætast. Svæðið í kringum Padrón er sannkölluð paradís neónljósanna. Og hvað á líkið að heita? Hverjum tilheyrir Camilo José Cela? Stjórnarflokknum? Cela- stofnuninni? Eiginkonunni ungu? Syninum? Vinstri menntamönnum? Ian Gibson? Franc- isco Umbral? Þjóðinni? Cela er óvenjulegur rithöfundur að því leyti að hann átti í mjög nánu sambandi við valdhafa. Kistuberar í jarð- arför hans voru ráðherrar stjórnarflokksins, Partido Popular, en úr sósíalistaflokknum mætti ekki sála. Rithöfundurinn Rosa Mont- ero skrifaði: „Cela hafði gríðarlega bók- menntahæfileika, en mér virðist sem hann hafi fyrir alllöngu tekið valdið fram yfir bókmennt- irnar, og þessvegna hefur hann í mínum aug- um verið dauður í mörg ár. Og nú hafa valds- menn jarðað hann með uppblásinni og innantómri viðhöfn, jarðað hann sem það sem hann var: Einn þeirra.“ Og hvað á líkið að heita? Kannski segir það mikla sögu að sá sem heimsækir gröf Cela skuli velkjast í vafa – þó ekki sé nema andartak – um hvort blómavasi hafi þar oltið um koll eða einhver pissað á legsteininn höfundinum til háðungar – nú eða heiðurs. Á persónu hans eru svo ólíkar skoðanir, svo ólíkar túlkanir á ævi hans, að illgerlegt er að mynda sér skoðun á honum. Skiptir yfirleitt máli hvernig mann- eskja hann var? Hann skrifaði nokkrar frá- bærar bækur, okkur eru aðgengilegar þær tvær sem hafa verið þýddar, þetta eru mjög merkilegar bækur, afbragðsbækur, er það ekki nóg? Er það nóg? Og hvað á líkið að heita? Allavega var hann dálítið skemmtilegur fír, ævi hans litrík, eig- inlega mun betur til þess fallin að skrifa skemmtilega ævisögu en lífshlaup velflestra rithöfunda. Og hann er kjöreign, kapítal sem ólíkir hópar togast á um og hengja orð sín á: Ef maður talar um eitthvað þá eignast maður það um leið. Ég vil eignast hvíta, dálítið tætta rós á leiði og ráðgátu sem aldrei verður leyst. Bækur sem vísað er til: Ian Gibson: Cela, el hombre que quiso ganar, Aguilar, Madríd, 2003. Francisco Umbral: Cela: Un cadáver exquisito, Planeta, Barcelona, 2002. Höfundur er rithöfundur. AP Frá útför Camilo José Cela 18. janúar 2002 í dómkirkjunni í Iria Flavia á norðaustur Spáni. Enginn úr menningarelítu Galisíu mætti við útförina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.