Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 7
veikgeðja fólki, einkum ungu ómenntuðu
fólki sem er illa að sér í textum islam. Það er
nefnilega svo að „djihad“ er aðeins heimilt í
algerum undantekningartilfellum þegar ráð-
ist er harkalega á islam eins og gert var á
tímum Krossfaranna. Auk þess er „djihad“
umfram allt viðleitni gagnvart sjálfum sér
sem gengur út á það að öðlast visku. Ráðn-
ingamennirnir draga upp fyrir þessu unga
fólki fagra mynd af dásamlegri framtíð sem
bíður þess eftir dauðann, fara með tilbúin
vers eða hadit (orð spámannsins) sem þeir
hafa búið til eða snúið út úr. Ráðningamenn-
irnir koma ekki úr fátækrahverfunum. Þeir
fara inn í þau og ræða við unglinga sem ekk-
ert hafa að gera.
Ráðningamennirnir taka sér góðan tíma.
Það tekur meira en ár að búa til sjálfsmorðs-
árásarmann. Þeir byrja á því að vekja efnis-
legan áhuga þeirra, útvega þeim vinnu, fara
síðan með þá annað til að láta þá biðjast fyr-
ir annars staðar, segja sem svo að mosk-
urnar í fátækrahverfunum séu skítugar eða
að þar ráði einhverjir óþokkar húsum. Menn
hittast síðan í sérstökum húsum til að
biðjast fyrir, en einkum til að tala
saman. Þeim eru gefnar ástæður, ekki
til að lifa, heldur til þess að deyja. Við þá er
sagt: „Gerið eins og spámaður okkar, látið
ykkur vaxa skegg, setjið blæju á systur ykk-
ar, passið ykkur á öllu sem kemur frá Vest-
urlöndum, þið hafið þegar fengið ykkar
skammt af helvíti á þessari jörð, paradís bíð-
ur ykkar. Þannig eru þeir búnir undir það að
láta breyta sér í sprengju í mannsmynd,
jafnvel þótt þeir viti að islam bannar og for-
dæmir harkalega sjálfsmorð og morð. En
þeir eru hættir að hugsa. Þeir líta ef til vill á
dauðann sem lausn, útgönguleið úr þessu
helvíti. Þeir hafa engu að tapa. Þegar fram-
tíðin er órofin göng, fjölskyldan er ekki leng-
ur fyrir hendi, allt er sundurtætt eða skrum-
skælt, þá ganga hjarta og líkami í samband
við dauðann í sæluvímu, enda aldrei verið
pláss fyrir ástina.
Hugsun sem þessi er órafjarri sögu, hefð-
um og hugsunarhætti Marokkóbúa. Það að
fórna sjálfum sér í þágu islam, nokkuð sem
er ekki hluti af sálarlífi hvers einstaklings
fyrir sig, heldur samþykki um að láta aðra
fjarstýra sér, hefur nákvæmlega ekkert með
islam að gera, né heldur nokkur önnur
trúarbrögð. Við erum þarna komin inn í
hegðunarmynstur það sem einkennir áhang-
endur sértrúarsöfnuða, inn í dulúð og leynd
„gúrúanna“, þeirra sem stjórna öðrum bak
við grímu eða eru ósýnilegir.
Það er ekki einungis hægt að rekja rætur
hins illa til fátækrahverfanna. Það eru að
minnsta kosti tveir áratugir liðnir síðan isl-
amisminn byrjaði að vinna í samfélaginu.
Hann reynir að notfæra sér allar glufur sem
fyrirfinnast í þjóðfélaginu, eins og þá stað-
reynd að þar er ríkjandi hroðaleg spilling og
óréttlæti. Þeir menn sem stjórna islömsku
hreyfingunum hafa meiri áhuga á millistétt-
unum en þeim svörtu beltum sem liggja utan
um borgir eins og Casablanca, Tanger, Fès
eða Salé. Salafistahreyfingin, sú sem gerir
unga fólkið að bókstafstrúarmönnum, lýtur
stjórn menntamanna sem hafa lært guðfræði
við wahabískan háskóla Mohammeds
Assouds í Ryad. Útibú frá þeim skóla er að
finna í Nouakchot, í Máritaníu. Wahabism-
inn, sem dregur nafn sitt af trúarleiðtoga frá
Sádí-Arabíu um miðja 18. öldina, er afar
bókstafleg túlkun á islam og hafnar nútím-
anum, samtali milli ólíkra trúarbragða, opn-
un til annarra þjóðfélagshátta og menning-
arsvæða. Þegar egypskur kennari, Hassan
Al Banna (1906–1949), stofnaði hreyfinguna
„Múslimabræður“ árið 1928 byggði hann
hreyfinguna á skrifum hans, en hreyfingin
var síðar þróuð áfram af merkum egypskum
menntamanni, Sayd Qobt, sem var fæddur
árið 1929 og dó (myrtur af stjórn Nassers)
hinn 29. ágúst 1966. Þessir tveir menn áttu
eftir að hafa mikil áhrif á fjölmargar kyn-
slóðir ungra múslima sem finna sig hvorki í
þjóðernishyggju og trúleysi nasserismans né
í þeim gildum sem Vesturlönd halda á lofti.
Þeir sem standa whabismanum næst í Mar-
okkó nefnast Salafistar, það er að segja bók-
stafstrúarmenn. Sumir leiðtoga þeirra, eins
og Al Fizazi (Tanger), Abou Hafs (Fès) og
Kettani (Rabat), voru nýverið handteknir af
marokkósku lögreglunni. Hreyfingin er
grunuð um að hafa heilaþvegið fólk úr ýms-
um stéttum í landinu. Talið er að sjálfs-
morðshryðjuverkamennirnir fjórtán sem
unnu ódæðisverkið í Casablanca hinn 16. maí
hafi aðhyllst hugmyndafræði wahabistanna.
Það var mikill uppgangur í islamismanum
á sjöunda áratugnum, en hann fór hljótt.
Aukin notkun arabískunnar í kennslunni
varð til þess að þeir fyrstu fóru að gera
ákveðnar kröfur um nýja og breytta sjálfs-
mynd og menningu: gegn frönskunni og þar
með tvítyngi, en einkum gegn því að þeir
sem voru með arabísk próf væru settir til
hliðar, en þá braust reiðin út í því að menn
fóru að loka sig af og hafna Vesturlöndum.
Bæði í opinbera geiranum og einkageiranum
kusu vinnuveitendur fremur að ráða fransk-
menntað fólk en arabískmenntað. Í rauninni
á landið eftir að sveiflast milli þessara
tveggja tungumála, en innst inni veit fólk að
það kýst helst það sem kemur frá Evrópu.
Þá verður islam hluti af menningarlegri
sjálfsmynd, skjól, huggun. Inn á þetta
spiluðu fyrstu islamistarnir.
Sádí-Arabarnir hjálpuðu síðan og fjár-
mögnuðu ýmis áform af múslimskum toga
(góðgerðarsamtök, byggingu mosku í hverf-
inu, skóla þar sem Kóran er kenndur,
o.s.frv.). Á sama tíma komu aðrir menn frá
löndunum á Arabíuskaganum í vaxandi mæli
til Marokkó til að veita sér nokkar skemmti-
legar og líflegar nætur. Þegar borgarastyrj-
öldin braust út í Líbanon fundu þeir síðan í
Marokkó land sem tók vel á móti þeim og
var ekki of hnýsið um það hvernig þeir hög-
uðu sér. En þjóðin talaði, breiddi út kjafta-
sögur, hneykslaðist á því hversu litla virð-
ingu þessir menn báru fyrir marokkóskum
konum, hversu hrokafullir þeir voru og stór-
ir upp á sig. Það var farið fram á sífellt betra
siðferði í moskunum.
Islamisminn notfærði sér þetta til að
fleyta sér áfram í nafni dyggðarinnar og
virðingar fyrir konunni, en greip um leið
tækifærið og sveipaði hana blæju.
Þegar byltingin var gerð í Íran mátti sjá
myndir af Khomeini hengdar upp í mat-
vöruverslunum, leigubílum. Kassettur frá
Egyptalandi, Súdan eða Sádí-Arabíu gengu
milli manna. Stjórnmálamenn reyndu að
gera sem minnst úr fyrirbærinu.
Menn treystu á festu Hassans 2. konungs
og einkum á lögreglusveitir hans til að halda
islamistunum niðri. En á sama tíma þöndust
fátækrahverfin út í jaðri stórborganna.
Trúarhitinn fór vaxandi. Sífellt fleiri konur
settu upp blæju. Sumar voru neyddar til
þess af eiginmönnum sínum, aðrar kusu að
gera það „til að vera ekki áreittar af glæpa-
mönnum á götum úti“. Fólk var komið með
gervihnattasjónvarp og fór að horfa á rásir
sem eingöngu sendu út efni um islam og
múslimi um víða veröld.
Hefðbundnir flokkar, bæði til vinstri og
hægri, eru vanhæfir og ná ekki að bjóða
stærstum hluta ungmenna í Marokkó upp á
neinn raunverulegan valkost. Það er í þess-
ari glufu, í þessum ósigri, sem islamisminn á
eftir að blómstra.
Fátækrahverfin, sem hafa verið hulin ryki
eða menn hafa leitt hjá sér vegna þess að
þeir vilja ekki sjá þau, eru í rauninni ekkert
annað en svæði þar sem foringi eða undirfor-
ingi í sértrúarsöfnuði getur fundið það sem
hann leitar að: ráðvilltar sálir sem vilja allt
til vinna til að komast burt úr helvíti.
Grein þessi birtist í Die Zeit hinn
10. júlí sl. Friðrik Rafnsson þýddi.
Reuters
Fjórir menn voru dæmdir til dauða 19. ágúst sl. fyrir sjálfsmorðsárásina í Casablanca í Marokkó 16. maí sl. 45 létust í árásinni, þar af 12 úr sjálfs-
morðssveitinni. Myndin sýnir það sem eftir var af veitingastaðnum sem sprengdur var.
Tahar Ben Jelloun er marokkóskur rithöfundur,
en hefur búið og starfað í París frá 1969.
Meðal þekktustu bóka hans eru skáldsögurnar
Sandbarnið, Heilög nótt og samtalsbókin
Kynþáttafordómar, hvað er það pabbi?
(Mál og menning, 2002.)
mynd sagnameistarans Tarantínós?
Bíðum aðeins með að svara þessari spurn-
ingu og víkjum að annarri mynd sem nú er
einnig verið að sýna í íslensku bíóhúsi. Dog-
ville eftir Danann Lars Von Trier er að
flestu leyti eins ólík Kill Bill og hugsast get-
ur. Dogville líkist meira bókmenntaverki en
bíómynd. Að minnsta kosti virðist höfund-
urinn leitast við að draga úr hinum sjón-
ræna þætti verksins eins og mögulegt er.
Leikmyndin að smábænum Dogville, þar
sem sagan gerist, er krítuð með hvítu á
svartan gólfflöt; útlínur húsa, vegir og tré
eru teiknuð en einstaka veggir hafa verið
reistir, kirkjuturninn hangir niður úr loft-
inu og frauðplastshraukur táknar mikinn
fjallgarð sem bærinn stendur undir. Persón-
ur sýna með látbragði þegar þær ganga um
dyr og leikhljóð eru óspart notuð.
Þrátt fyrir að áhorfandinn kunni að þurfa
nokkurn tíma til þess að venjast þessari
óvenjulegu sviðsmynd (og á suma orkar hún
kannski framandleg alla myndina, og ef til
vill þykir hún hinn eiginlegi senuþjófur) þá
verður hún til þess að orðin fá að njóta sín
betur en í flestum öðrum kvikmyndum. Í
stað afgerandi myndmáls er það rödd sögu-
manns og samtöl persóna sem knýja mynd-
ina áfram. Á tjaldinu sjálfu gerist af-
skaplega fátt þessa þrjá tíma sem myndin
spannar, sagan um grunsamlega stúlku sem
kemur til lítils bæjar og biður sér hælis und-
an ásókn illmenna, vinnur hug og hjörtu
bæjarbúa fyrst í stað en verður síðan að
ambátt þeirra og hóru og leitar á endanum
grimmilegra hefnda, þessi saga gerist öll í
áleitnum orðum hjá Lars Von Trier.
Í Kill Bill er þessu þveröfugt farið; þar
segja persónur fátt og þótt sögumaður grípi
nokkrum sinnum frammí fyrir stórfenglegu
myndmálinu er það fyrst og fremst það sem
blífur hjá Tarantínó. Fjarstæðukennd en
hnitmiðuð og frábær samtölin sem Tarant-
ínó er frægur fyrir eru ekki jafn fyrirferð-
armikil í Kill Bill og fyrri myndum hans
þremur. Stundum – eða, þegar hann gefur
sér tíma til þess að líta upp úr blóðbaðinu
og leggja persónum sínum orð í munn þá er
hann í gamla essinu sínu. Snemma í mynd-
inni fer Brúðurinn hefndarþyrsta, sem Uma
Thurman leikur, heim til fyrrum félaga síns
í morðsveit Billa, Vernítu Green eða Eit-
ursnáksins (Copperhead), til þess að ganga
frá henni, og það upphefst mikill bardagi en
þá kemur fjögurra ára dóttir Vernítu heim
úr skólanum:
Brúðurin: „Þú getur slakað á. Ég ætla
ekki að drepa þig fyrir framan dóttur þína.“
Eitursnákurinn: „Þú ert skynsamari en
Bill taldi mér trú um.“
Brúðurin: „Það er miskunn, samúð og fyr-
irgefningu sem mig skortir, ekki skynsemi.“
Heimsókninni lýkur eigi að síður með því
að Brúðurin myrðir Vernítu og stendur yfir
alblóðugu líkinu þegar hún segir við dótt-
urina af yfirveguðum kulda:
„Það var ekki ætlun mín að gera þetta að
þér sjáandi. Mér þykir það leitt. En trúðu
mér, móðir þín átti þetta skilið. Þegar þú
vex úr grasi og ef þú verður þá enn reið út
af þessu, þá verð ég tilbúin þegar þú kem-
ur.“
Hefnd. Brúðurin var skotin í höfuðið af
Bill á brúðkaupsdegi sínum. Verðandi eig-
inmanni hennar og öllum öðrum viðstöddum
í kirkjunni er slátrað af morðsveit Billa. Síð-
ustu orð hennar áður en skotið ríður af eru
þess efnis að Bill eigi barnið sem hún gangi
með. Hún vaknar úr dái fjórum árum síðar,
fóstrið er farið og hún ákveður að leita
hefnda.
Blóðug hefndin er umfjöllunarefni Tar-
antínós. Og tilfinnanlegur skortur á mis-
kunn, samúð og fyrirgefningu. En í stað
þess að reyna að orða heimspeki hefnd-
arinnar og tilfinningadoðans sem henni
fylgir þá bregður Tarantínó upp myndasýn-
ingu á hvíta tjaldinu sem er engu lík – gljá-
andi sverð og hnífar, byssur og kylfur af
ólíklegustu gerðum, mannslíkamar svigna,
bogna, brotna, bútast í sundur og blóðið er
úti um allt og framkallar eldrautt sólarlag
hins efsta dags á tjaldinu.
Það sem maður á að halda um Kill Bill er
því ekki endilega það að hún sé aðeins af-
þreying fyrir dofna tölvuleikjakynslóð (sem
var vel að merkja að springa úr hlátri á sýn-
ingunni sem greinarhöfundur sá sl. viku)
eða fullaugljós tilraun til þess að ganga
fram af meðvituðum foreldrum þessarar
kynslóðar, heldur að hún sé stílfærð, en þó
ekki svo mjög stílfærð útlegging á ástand-
inu eins og það er nú um stundir þegar
hefndin ræður ríkjum og menn sprengja
sjálfa sig og aðra í tætlur og morðsveitir
eru gerðar út austur og vestur um ból að
drepa rangláta sem réttláta – og miskunn
eða samúð eða fyrirgefning eru löngu
gleymdar hugmyndir.
Þegar upp er staðið fjalla Kill Bill og
Dogville því um sama efnið þótt þær geri
það með afar ólíkum hætti; þær eru báðar á
sinn hátt kuldalegt og afhjúpandi viðbragð
við vondum heimi.
throstur@mbl.is