Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 11 Hvað er neyslustýring? SVAR: Neyslustýring hefur verið notuð inn- an hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opin- berar álögur og í sumum tilfellum niður- greiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en ef hið opinbera gerði ekki upp á milli þessara vara. Við því er að bú- ast að minna sé neytt en ella af vöru sem há gjöld eru lögð á og að meira en ella sé notað af vörum sem eru niðurgreiddar. Stundum er tilgangurinn með slíkri neyslu- stýringu beinlínis að fá fólk til að nota minna af sumum vörum og meira af öðrum. Oft er neyslustýringin þó ekki takmark í sjálfu sér heldur afleiðing af skatt- lagningu sem fyrst og fremst er hugsuð sem leið til tekjuöflunar fyrir ríkið. Þá er algengt að saman fari há gjöld, sem ætlað er að hafa áhrif á neyslu, og miklar tekjur hins opin- bera af gjöldunum. Há gjöld á tóbak og áfengi draga þannig úr neyslu á þessum vörum og það er eitt af mark- miðunum með því að hafa gjöldin há. Þess utan afla gjöldin verulegra tekna í ríkissjóð. Gjöld sem lögð eru í sama hlutfalli á allar vörur hafa minni áhrif á neyslu því að þau hafa engin eða að minnsta kosti lítil áhrif á hlutfallslegt verð vara. Þetta á til dæmis við um virðisaukaskatt. Í flestum tilfellum leggst sama hlutfall ofan á verð allra vara og allrar þjónustu og skatturinn hefur því lítil áhrif á hvort menn velja eina vöru fremur en aðra. Þrepin í virðisaukaskatti eru þó tvö, 24,5% og 14%. Sumar vörur lenda í lægra virðisaukaskattsþrepinu og það hefur án efa einhver áhrif til neyslustýring- ar, það er fólk kaupir frekar vörur sem bera lágan virðisaukaskatt held- ur en háan. Þá eru ýmsar vörur án virðisaukaskatts, til dæmis þær sem menn framleiða til eigin nota og skattur á aðr- ar vörur ýtir væntanlega undir neyslu þessara vara. Það sama má segja um vinnu manna fyrir sjálfa sig. Sá sem málar eigið hús greiðir eng- an virðisaukaskatt af vinnunni en ef hann ræð- ur málara til þess þarf málarinn að innheimta virðisaukaskatt af vinnunni sem hann selur. Það ýtir undir að menn máli sjálfir (eða reyni að svíkja undan skatti). Skattar og niðurgreiðslur sem skekkja verðhlutföll eru almennt litin hornauga í hag- fræði. Þó er hægt að færa rök fyrir því að slík gjöld geti verið til bóta ef þau draga úr neyslu á vörum eða þjónustu sem hafa slæm áhrif á aðra en þá sem taka ákvörðun um neysluna. Sem dæmi má nefna vörur sem valda mengun. Þá telja margir réttlætanlegt að leggja lægri gjöld á vörur sem tekjulítið fólk ver hærra hlutfalli af tekjum sínum til kaupa á en tekju- hátt fólk. Réttlætingin er annars vegar að slík gjöld hafi áhrif til jöfnunar á kaupmætti og hins vegar að tekjuháir finni síður fyrir gjöld- unum en tekjulágir. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ. Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga? SVAR: Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úr- tak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rann- sóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig að við verðum að leita til annarra þjóða til að finna svar við spurningunni. Þegar rætt er um tíðni meiðsla í íþróttum og hve alvarleg þau eru, þarf að liggja skýrt fyrir við hvað er miðað. Ef meiðslatíðni er borin saman milli ólíkra íþróttagreina og aldurshópa þarf meðal annars að taka tillit til fjölda þátt- takenda í hverri grein ásamt æfinga- og keppnisálagi. Rannsóknir á tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum eru nokkuð misvísandi en það endurspeglar ólíkar aðferðir sem notaðar eru við söfnun gagna og skilgreiningu meiðsla. Flestar erlendar rannsóknir sýna að meiðsla- tíðni í íþróttum barna og unglinga eykst með hækkandi aldri, en þó finnast rannsóknir sem sýna tiltölulega lítinn mun milli aldurshópa. Einnig verða meiðslin almennt alvarlegri hjá eldri einstaklingum og taka lengri tíma að gróa. Ástæður þessa eru meðal annars aukin stærð og þyngd sem leiða til þess að stærri kraftar verka á líkamann. Aðrar ástæður eru til dæmis breytingar í vöðvum, sinum, liðbönd- um, brjóski og beinum, ásamt stigvaxandi ákefð og auknu æfinga- og keppnisálagi. Einn- ig hefur komið fram að íþróttameiðsli eru yfir- leitt algengari hjá þeim börnum og unglingum sem eru með minni færni en hjá þeim sem hafa meiri færni í íþróttum. Í samanburði við fullorðna er tíðni íþrótta- meiðsla meðal barna yfirleitt lægri, meiðslin taka skemmri tíma að gróa og eru líka öðru- vísi. Hjá börnum og unglingum á vaxtarskeiði eru beinin veikust fyrir á vaxtarlínum beina og þar koma stundum fram meiðsli sem ekki eru fyrir hendi hjá fullorðnum. Einnig eru álags- meiðsli, þar sem sinar festast við bein, talin al- gengari meðal barna og unglinga en meðal fullorðinna. Þessi meiðsli geta valdið tölu- verðri fjarveru og/eða skertri hæfni til þátt- töku í íþróttum. Í svissneskri rannsókn frá 1995 þar sem at- hugaðar voru nokkrar algengar íþróttagreinar kom fram að meiðslatíðni hjá unglingum (14– 20 ára) var hæst í ísknattleik, því næst kom handknattleikur, knattspyrna, körfubolti, svigskíði, blak, júdó og frjálsar íþróttir. Önnur rannsókn, frá 1998, gefur til kynna að þrátt fyrir tiltölulega lága meiðslatíðni í fimleikum geti meiðsli orðið alvarlegri þar en í mörgum öðrum íþróttagreinum. Almennt má ætla að nokkuð sé um íþrótta- meiðsli barna og unglinga hér á landi, en rann- sókna er þörf svo hægt sé að meta tíðnina og bera saman meiðsli í ólíkum íþróttagreinum. Árni Árnason, lektor í sjúkraþjálfun við HÍ. HVAÐ ER NEYSLU- STÝRING? Hvað er peningaþvætti, af hverju segjum við ‘halló’ þegar við svörum í símann, hvað eignast leðurblökur mörg afkvæmi og hvað er átt við með samráði í sam- keppnisreglum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Almennt má ætla að nokkuð sé um íþróttameiðsli barna og unglinga hér á landi, en rannsókna er þörf.UPPHAFLEGT nafn þessarar rúnar var uruz, en það stóð hvorki fyrir járngjall,skugga né regnskúr, eins og ráða má af gömlum kvæðum, heldur villta uxateg-und, úruxa, sem fannst víða í Evrópu fram til elleftu aldar. Þessi uppruni kemurskýrt fram í engilsaxneska rúnakvæðinu og í því norska þótt þar sé dýrateg- undin önnur. Ekki er vitað með vissu af hverju úruxanafnið var tekið upp í heiti rúna- stafrófsins, en Ralph W. V. Elliott getur tveggja möguleika í bók sinni um rúnir (1959). Í fyrsta lagi bendir margt til að skepna þessi hafi verið notuð við fórnir með Germönum svo hún kann að hafa talist til heilagra dýra. Í annan stað hefur veiði skepnunnar þótt mikil manndómsraun, enda gátu fræknir veiðimenn sér mikla frægð, samkvæmt Gallastríðum Sesars, en þar kemur fram að skepnan sé smærri en fíll og líkist nauti að útliti; hafði hún mikið afl og þyrmdi hvorki mönnum né dýrum. Getur Sesar þess að germanskir þjóð- flokkar hafi notað silfurslegin úruxahorn sem bikara við helgiathafnir. Rúnin kann því að hafa tengst þreki eða líkamlegu atgervi frá upphafi. Upphaflegt heiti rúnarinnar féll í gleymsku á miðöldum þótt form hennar og merking héldust að einhverju leyti. Hún laut áfram ríki náttúrunnar, villtu dýri og gráti skýja, og hefur ver- ið tengd við frumkúna Auðumlu sem stóð fyrir frumrænan formsköpunarkraft, nærandi frjósemi sem gerði sköpun guða og manna mögulega í fylling tímans. Sé þessi tenging rétt þá táknar rúnin kraft sem skírir, formar og eflir það sem áður var sundrað og formlaust. Hún kann jafnframt að standa fyrir skipulagsþrá sem býr með hverjum einstaklingi, löngun til að mynda og breyta, búa til form þar sem ekkert var fyrir. Slíkur kraftur getur hins vegar orðið að hættulegu afli við ákveðnar aðstæður. Hann þarf á andstæðu sinni að halda, líkt og kraftur Férúnar, vörn, tregðu eða varðveisluhneigð. Að öðrum kosti entist ekkert skipulag til lengdar, heimurinn breyttist úr einu formi í annað án afláts. Vera má að oþila-rúnin forna búi yfir nauðsynlegu viðnámi, en nærtækara er að hugsa sér aðra rúnatvennd eins og síðar getur. Íslenska rúnakvæðið styður þessa tilgátu, en samkvæmt því felur Úr bæði í sér myndun og tortímingu: Regnið leysir upp ís vetrarins, hrím þursins, og myndar ný form að vori, en jafnframt getur það sundrað því sem var skapað, eyðilagt gróður jarðar, ef kraftur þess brýst úr böndum. Af þeim sökum er það bæði nefnt „skara þverrir“ og „hirðis hatur“ í kvæðinu. Þetta tvísæi á sér væntanlega grundvöll í fornum náttúruhugmyndum. Að sköp- un eigi sér sífellt stað eins og sjá má af árshringnum. Náttúran sé ástúðleg og gjöful en jafnframt grimm og háskaleg; hún sé hvort tveggja í senn – ást og sameining annars veg- ar, en heift, tortíming og einsemd hins vegar. Hún næri manninn og bani honum á eitri, lýsi af sumarsól og af vetrarmána; hún sé í senn gýgur og gyðja, þögn upphafsins og æði endalokanna. Hún verndi og fóstri að sumarlagi, en afmái þegar vetrar og fiskisæl vötn breytast í dauðfúl saltvötn, snauð af lífi, þegar menn og skepnur falla úr hor. Oftast vori þó með miklum sólskinum og grænloga jarðar í mynd laufs og blaða. Í rúnalækningu Egils Skalla-Grímssonar er Férún og Úrsrún stillt saman; hin seinni stendur fyrir hamslausan myndunarkraft en sú fyrri vísar á formskapaða náttúru, mennskt skipulag, sem veitir nauðsynlegt viðnám. Úrsrúnin kemur auk þess fyrir í galdratáknum sautjándu aldar. RÚNAMESSA LESBÓKAR Morgunblaðið/Einar Falur „Hún [Úrsrúnin] laut áfram ríki náttúrunnar, villtu dýri og gráti skýja, og hefur verið tengd við frumkúna Auðumlu sem stóð fyrir frumrænan formsköpunarkraft, nærandi frjósemi sem gerði sköpun guða og manna mögulega í fylling tímans.“ ÚR RÚNALÝSING 2:16 M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.