Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 S IGURÐUR, hvað tekur nú við þegar þú hefur lokið við þessa miklu ljóðabyggingu? Ertu hættur að yrkja? Byrjarðu á öðrum bálki? Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur? „Ja, maður veit aldrei. En ég hef alltaf verið tilbúinn að mæta þeim degi þegar ég hreinlega get þetta ekki lengur. Það hefur þrisvar sinnum komið fyrir að ég sæi ekki betur en að ég hefði al- gjörlega misst tökin á ljóðforminu, ég gat ekki ort ljóð. Og þetta stóð í nokkra mánuði í hvert skipti.“ Geturðu lýst því nánar sem gerðist? „Ég náði ekki sambandi. Ég náði ekki inn á þennan undarlega snertiflöt sem ljóðlistin er milli tungumálsins sem almenningseignar og tungumálsins sem einkamáls, milli skynjunar og skilnings, milli vöku og draums og svo framvegis. Ég yrki um þetta í ljóðinu Snertiflötur A4 í Ljóðtímavagni sem er tilvísun í að maður yrk- ir ljóð með penna á þennan dásamlega bunka af A4, þennan hreina flöt sem bíður eftir því að eitthvað komi og ef það kemur þá kemur það en ef það kemur ekki þá er blaðið samt fallegt. Og ég er alveg tilbúinn til þess að við- urkenna að A4 sé bara fallegt autt. Ég veit ekkert og hef aldrei vitað neitt um framtíðina, um það hvað tekst og hvað ekki. Ég renni bara öngli í vatn og sé til. Þetta ger- ist ekki öðruvísi. Það er engin leið fram hjá því að taka upp veiðarfæri og setja í vatn.“ Gegnir öðru máli um prósa? „Þar er önnur innstilling, öðruvísi hand- verk. Ég hugsa að það sé að minnsta kosti hægt að blekkja sjálfan sig með því að maður sé að skrifa eitthvað af viti í prósa. Maður biður almættið um að taka ekki frá sér dómgreindina. Maður óttast það mest að missa hana, að geta ekki dæmt um það sjálfur hvað er gott og vont. Sumir fá þessa skapandi dómgreind í forgjöf en hjá öðrum þjálfast hún, hún er það eina sem þjálfast með ár- unum. Ég er ekki að segja að ég hafi ein- hverja dómgreind en ég vona að ég hafi hana og ég verð að treysta því. Ég get ekki treyst algjörlega annarra manna dómgreind með fullri virðingu fyrir öðrum mönnum.“ Í síðasta ljóði þessarar síðustu bókar bálks- ins vísar talan tólf til mánaðanna sem eru óþreytandi postular, endanleg tala á óend- anlegum vegi, það er allt opið og það er von, og tíminn heldur áfram að koma til þín með fangið fullt af gjöfum, augu sem hlýða kalli ljóðtímans, eins og þar segir. Þú boðar fram- hald? „Já. Ég reyni það. Ljóðið heitir Þrisvar fjórir. Tólf er þetta dásamlega skrýtna fyrirbæri margfeldi. Ég er fyrsti árgangur sem lærði hina svokölluðu nýju stærðfræði í Menntaskólanum hjá frá- bærum kennara sem hét Björn Bjarnason. Hjá honum lærði maður að margfeldi væri bara dulbúin samlagning. Og hjá honum komst ég að því að mengjastærðfræði er í raun hrein ljóðlist.“ Vaknaði áhugi þinn á stærðfræði þarna? „Þegar ég hef komist í tæri við þróaða stærðfræði, eins og í þessu tilfelli, þá er ég eins og eyðimerkurfari sem kemur að vatni. En samt hætti ég í stærðfræðideild af því að vantaði latínu og útskrifaðist úr máladeild. Togstreita hefur alltaf verið til staðar hjámér og einkennir ljóðabálkinn allan.Þar er einhver spenna á milli reglu ogóreiðu, skipulags – jafnvel stærðfræði- legs – og upplausnar. Bækurnar lýsa leit að svörum en á sama tíma ofsafenginni leit að spurn. Ég vil halda spurningunni opinni. Það er offramboð á svörum í samtímanum en ekki nægilegt framboð á lifandi, skapandi spurn- ingum. Í ofhlæði upplýsinganna er, held ég, mikilvægara með hverjum degi að halda spurningunni opinni.“ Fyrsta og augljósasta spurningin í þessu samtali hefði átt að vera: Sástu það fyrir þeg- ar þú gafst út fyrstu bókina 1975 að þær yrðu tólf og bundnar saman í þennan mikla flokk? „Nei, þetta var ekki fyrirfram ákveðið. Tit- illinn á fyrstu bókinni kom þessu öllu af stað. Eftir fyrsta þríleikinn vissi ég ekki hvort yrði eitthvert framhald. En síðan kom þríleikur númer tvö, ljóðnámu-bálkurinn. Þetta hefur því orðið til með samblandi af skammtíma- og langtímaáformum. Árið 1975 var satt að segja ekki mikið af trílógíum í umferð. Núna eru þær alls staðar. Þetta er auðvitað ævagamalt form en ’75 var það ekki áberandi. Með mér blundaði löngun til að hafa eitthvert samhengi í því sem ég var að gera, að gera ekki skyndiárás heldur skapa langvarandi núning. Ég var reyndar ágætur 800 metra hlaupari þegar ég var ungur. Það er mjög skrýtin vegalengd. Það er í raun og veru alveg við- urstyggilega erfitt að hlaupa 800 metra. Þú þarft að hafa eiginleika spretthlauparans og líka rosalegt úthald til þess að þola við á spretti alla þessa metra.“ Og þá hlýtur önnur spurning að vera um merkingu flokksins eða umfjöllunarefni. Fyrst koma fjögur eða fimm hugtök upp í hugann sem eru miðlæg: Ljóðið, tíminn, rým- ið, hreyfingin og staða ég-sins í þessu sam- hengi, það er þín sjálfs eða ljóðmælandans. Ertu að staðsetja sjálfan þig í þessum bók- um? „Það er gagnvirkni í bókunum, ég-ið er að búa sig til um leið og það er búið til af heim- Sigurður Pálsson hefur lokið ljóðabálkinum sem hófst með útkomu bókarinnar Ljóð vega salt árið 1975 með því að senda nú frá sér þriðju bókina í fjórða þríleiknum sem kenndur er við ljóðtíma en hún nefnist Ljóðtímavagn. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við Sigurð um ljóð- vegi, ljóðnám, ljóðlínur og lífið eftir ljóðtímann. Einnig var leitað álits hjá þremur lesendum. OFSAFENGIN Morgunblaðið/Kristinn „Ég var reyndar ágætur 800 metra hlaupari þegar ég var ungur. Það er mjög skrýtin vegalengd. Það er í raun og veru alveg viðurstyggilega erfitt að hlaupa 800 metra. Þú þarft að hafa eiginleika spretthlauparans og líka rosalegt úthald til þess að þola við á spretti alla þessa metra.“ Ljóð vega salt 1975 Ljóð vega menn 1980 Ljóð vega gerð 1982 Ljóð námu land 1985 Ljóð námu menn 1988 Ljóð námu völd 1990 Ljóðlínudans 1993 Ljóðlínuskip 1995 Ljóðlínuspil 1997 Ljóðtímaskyn 1999 Ljóðtímaleit 2001 Ljóðtímavagn 2003 LJÓÐABÆKUR SIGURÐAR PÁLSSONAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.