Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 7 gjarnan hafa knappari stíl á fréttaskeytunum og sleppa þar ýmsum smáorðum, sem kosti peninga, en auðvelt sé að ráða í hver eigi að vera. Með von um áhrif gagnrýninnar og virðingu er bréf bandalagsins undirritað. Prívatskeyti eður ei En vonin og virðingin hafa dregið skammt. Á fundi í Blaðskeytasambandinu 30. september 1907 var samþykkt „að hætta við Ritzau og segja honum upp frá nýári næsta.“ Þess í stað var formanni falið að freista þess að fá séra Hafstein Pjetursson til „að senda stórviðburði, er fyrir féllu, og íslenzkar fréttir hinar helstu, gegn 100 kr. ársþóknun, auk blað- anna sendra gefins.“ Hafsteinn gat ekki tekið starfann að sér og sendi formaður Blaðskeyta- bandalagsins þá dr. Valtý Guðmundssyni afrit af bréfinu til séra Hafsteins og bað hann að ráða mann með sömu kjörum til starfans upp á vænt- anlegt samþykki félagsins. Dr. Jón Stefánsson var þá ráðinn fréttaritari í Kaupmannahöfn til reynslu, „en eigi þótti ástæða til að halda hon- um áfram.“ Var þá enn leitað til Valtýs og hon- um sérstaklega bent á Sigfús Blöndahl bóka- vörð. Svo virðist þó sem dr. Valtýr hafi sjálfur setið uppi með fréttaritarastarfið öðru sinni. Síðasta fundargerðin í bók Blaðskeytabanda- lagsins er frá 18. maí 1908. Á þeim fundi tekur formaðurinn, Björn Jóns- son, upp ummæli úr Lögrjettu út af birtingu „privatskeytis“ í Ísafold 13. maí, er Lögrjetta vítti og eignaði dr. Valtý, er blaðinu þótti eiga illa við, en hann væri símfregnriti allra blað- anna í Blaðskeytabandalaginu. Björn Jónsson vill að Lögrjetta leiðrétti um- mæli sín um dr. Valtý, „enda væri það ekki sannað, að dr. Valtýr hefði sent fréttasímskeyti og sjálfur kvaðst formaðurinn ekki vilja eða hafa heimild til að neita því eða játa, hvort dr. Valtýr hefði sent skeytið, enda kvaðst hann ekki hafa notað það fyr en útséð var um, að að- alskeytið kom ekki að morgni 13. þ.m. Fulltrúi „Lögréttu“ (Guðmundur Björnsson landlækn- ir) lofaði að koma leiðréttingu í blaðið á þann hátt að dr. Valtýr hefur ekki aðhafst neitt í þessari skeytasendingu, er aðfinnsluvert væri, en taldi hins vegar miður rétt af ritstjóra Ísa- foldar að bjóða ekki þeim blöðum, er voru tilbú- in til prentunar („Reykjavík og „Lögréttu“) að birta skeytið samtímis svo því að taka hlutfalls- lega þátt í kostnaðinum við sendingu þess.“ Þessi deila bindur endahnútinn á fundar- gerðabók Blaðskeytasambandsins. Fundarritarar eru Hannes Þorsteinsson og Þórhallur Bjarnarson og formaðurinn Björn Jónsson skrifar undir. Aðeins einu sinni er getið um fundarmenn og kemur þar fram, að Benedikt Sveinsson hefur verið á fundinum 30. september 1907 og aðrir fundarmenn Björn Jónsson, Hannes Þorsteins- son, Þórhallur Bjarnarson og Davíð Östlund. Deilan sem getið er um í síðustu fundargerð- inni kann að hafa valdið því að eitthvað hafi sax- ast á limi Blaðskeytabandalagsins. Guðjón Friðriksson segir í bók sinni, að vorið 1909 hafi félagsblöð Blaðskeytasambandsins verið orðin jafnmörg og í upphafi; fjögur talsins: Ísafold, Ingólfur, Þjóðólfur og Þjóðviljinn. Heimsstríð og skeytastríð Ekki er annað að sjá en værð hafi lagzt aftur yfir fréttaflutning íslenzku blaðanna af erlend- um vettvangi. Þau höfðu reyndar sem fyrr ís- lenzka fréttaritara erlendis; í Kaupmannahöfn, en fjárhagurinn stóð símskeytasendingum fyrir þrifum, þannig að blöð, sem fengust um borð í erlendum skipum, urðu aftur meginheimildir. En heimsstyrjöldin breytti landslaginu held- ur betur á nýjan leik og hleypti fjöri í sam- keppnina um erlendar fréttir. Þegar hér er komið, eru dagblöðin tvö talsins; Vísir og Morg- unblaðið. Vilhjálmur Finsen var áhugasamur og útsjónarsamur um að afla Morgunblaðinu erlendra frétta og framtak hans sló líka í Vísi. Morgunblaðið hafði ráðið fréttaritara í Kaup- mannahöfn, Osló og London, og Vísir komst í samband við fréttastofuna Central News í London. En Íslendingar fengu aldrei nóg af stríðs- fréttunum og skeytastríð dagblaðanna leiddi til þess að aftur komust á legg tvenn blaðskeyta- bandalög í Reykjavík. Í ágúst 1914 stofnuðu Morgunblaðið og Ísa- fold Fréttafélag Reykjavíkur ásamt með ýms- um kaupsýslumönnum og samdi félagið við fréttastofu Reuters í London. Úti á landi voru stofnuð félög til viðskipta við Fréttafélag Reykjavíkur, m.a. á Akureyri, þar sem Dag- blaðið nýtti sér fréttaskeyti Reuters. Vísir brást við Fréttafélaginu með því að stofna Fréttastofuna í Reykjavík, sem gerði samning við Central News í London. Guðjón Friðriksson segir, að svo virðist sem blöðin Ing- ólfur, Lögrjetta og Þjóðviljinn hafi gerzt fé- lagar í Fréttastofunni og einnig Norðurland á Akureyri og Austri á Seyðisfirði. Einhver samkeppni var á milli skeytafélag- anna um nýja félaga, en í bók sinni rekur Guð- jón Friðriksson, að landstjórnin hafi styrkt skeytamóttökuna með 600 krónum, sem framan af hafi farið til Morgunblaðsins og Ísafoldar, en Vísir ekki komizt þar í, þrátt fyrir vilja land- stjórnarinnar. Kom þar að ráðherra skipti styrknum milli blaðanna. Blöðin létu sér þó ekki brezku fréttirnar nægja, heldur reyndu þau eftir mætti að hafa fleiri járn í eldinum; m.a. taka þýzkar fréttir upp úr norskum og dönskum blöðum og einnig bárust blöðunum þýzk blöð beint. En Morgunblaðið átti eftir að komast í feitt, sem varð til þess að Reutersfréttum á síðum þess fækkaði jafnt og þétt unz þær hurfu alveg. Eric Cable hét maður og var sendur til Ís- lands sem sérstakur brezkur ræðismaður. Cable og Vilhjálmur Finsen, ritstjóri Morgun- blaðsins, hittust skömmu eftir komu Bretans til Íslands og segir Vilhjálmur frá því, að þar hafi Cable umsvifalaust boðið Morgunblaðinu með nokkurs konar einkarétti allar opinberar stríðs- tilkynningar bandamanna. Morgunblaðið yrði svo að veita hinum blöðunum aðgang að skeyt- unum eftir að þau höfðu birzt í Morgunblaðinu. Vilhjálmur segist vart hafa trúað því að Morg- unblaðinu byðust fyrir ekki neitt slík „skúbb.“ Fyrsta tilkynningin birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember 1914. Vísismenn brugðust við hart til þess að brjóta einkarétt Morgunblaðsins á bak aftur, en gekk illa, þótt Vísir fengi upp á vasann bréf frá brezka utanríkisráðuneytinu, þar sem fram kom að Cable hefði átt að láta öllum íslenzkum blöðum tilkynningarnar í té. Cable gat ekki þvælzt endalaust fyrir Vísi og félögum hans. Guðjón Friðriksson segir, að í kjölfar þessara átaka hafi Vísismenn og bandamenn þeirra ákveðið að endurreisa Blaðamannafélag Ís- lands, en ritstjórar Morgunblaðsins og Ísafold- ar tóku ekki þátt þar í, heldur sögðu félagið að- eins vera skeytafélag nokkurra blaða. Bretar hertu svo ritskoðunarskrúfuna og í marz 1915 skýrði Morgunblaðið frá því að stofn- að hefði verið skeytafélag um fréttir frá Central News, en einum og hálfum mánuði síðar sagði blaðið félag þetta dautt, þar sem Central News hefði haft lítið sem ekkert annað fram að færa en skeyti brezku stjórnarinnar. Fréttastofa blaðamanna Fréttastofa Blaðamannfélags Íslands var rekin í Reykjavík 1924–38, fyrst undir stjórn Skúla Skúlasonar og síðar Axels Thorsteins- sonar. Stofnaðilar voru Alþýðublaðið, Morgunblað- ið, Lögrjetta, Tíminn og Vísir og síðar bættust Ísafold og Vörður í hópinn. Fréttastofan þjón- ustaði einnig blöð úti á landi með erlendar frétt- ir og sendi innlendar fréttir til útlanda. En einsleitnin í erlendu fréttunum var ekki þolandi til lengdar og með aukinni sjálfstæðri fréttaöflun blaðanna, fjaraði starfsemi frétta- stofunnar út. Þar með var settur punktur aftan við sögu blaðskeytasambanda íslenzku blaðanna. freysteinn@mbl.is Fundargerðir frá fundum í Blaðskeytabandalaginu í lok 1907. Fundarritarar voru Þórhallur Bjarnason og Hannes Þorsteinsson og formaðurinn, Björn Jónsson, undirritar fundargerðirnar líka. Niðurlag samnings um samnot blaðahrað- skeyta, lágmark auglýsingagjalds o.fl. og á hægri síðunni er bráðabirgðasamningur milli Akureyrarblaðanna 2) og Blaðskeytasam- lagsins í Reykjavík um blaðskeytaviðskipti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.