Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 Strauk þig stinnur vængur, strauk hendur þínar en án tilgangs – þetta var ekki nafnspjaldið þitt. – Eugenio Montale: Motetti síminn er þögn rödd þín berst sjálfkrafa sem einvera ég er ólæs á hjarta mitt það er orðvana skömmu fyrir innrás titra lauf á vori undir málmkenndum himni sem víravængir snerta vefnaður hljómkerfa sætari og ofsafengnari en hendur valda BILLIE HOLIDAY og varðstu hrædd við hann fnykinn í dimmu hjarta blómsins sem þú nældir á bak við eyrað og át höfuðskelin sig út gegnum fegurð þína hvenær sem þeir þrýstu andlitum sínum inn í þig og sáu í drukknandi andliti þínu hvernig hold þeirra meyrnaði inní þér og hvernig hinn tæri tónn harðnaði eins og barn og vildi ekki láta undan þér jafnvel eftir að allt var gefið ALISON CROGGON ÁRNI IBSEN ÞÝDDI Alison Croggon (f. 1962) er almennt talin helsta skáld sinnar kynslóðar í Ástralíu. Hún er Melbourne- búi, hefur sent frá sér skáldsögur, leikrit, óperutexta, þýðingar úr þýsku og frönsku og gagnrýni. Nýj- asta ljóðasafn hennar The Common Word kom út nú í haust. Alison Croggon er stödd hér á landi og á fimmtudagskvöldið, 6. nóvember, kl. 20:00 les hún úr verkum sínum í húsi Rithöfundasambandsins, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, ásamt þýðandanum Árna Ibsen. SVIK Hér í húsi árstíðanna villist veröldin á milli hæða. Það er langt síðan miðstöðvarklefinn þagnaði og eld- urinn í fjallinu dó. Ég kem til þín og kveiki ljós, græn einsog slæður himinsins, einsog augu katt- arins, einsog orðin sem fæðast þegar varir okkar snertast og myrkrið logar á hæðinni í fjallinu. Þ EGAR ég kom aftur til Klakks- víkur sextán árum seinna, í febrúar 1993, var ég hissa á því hvernig húsin höfðu hópast einsog álfar út úr hæðunum. Heil fjallshlíð skartaði glænýj- um húsum. Það var einsog gulli hefði rignt yfir bæinn. Trúboðinn, sem rak Sjómannaheimilið, var farinn að eldast og sonur hans tekinn við. Hann var samt þarna ennþá, en hann mundi ekki eftir mér þegar ég sagði honum að ég hefði búið þarna fyrir sextán árum. Hann sagði að það merkti aðeins eitt, að ég hefði hagað mér vel. Ég velti þessu örlítið fyrir mér. Það gat vel verið að hann hefði rétt fyrir sér. Á meðan allt var í fluggír og nóg að gera var samkeppnin ekki hörð þegar að prúð- mennsku kom. Hver meðal pönkari var eins- og sunnudagaskólastrákur innan um alla jaxlana sem stundum skutu upp kollinum og gerðu flestir stuttan stans. Það voru ekki langt að komnir Frakkar eða Ítalir, sem áttu erfitt uppdráttar. Því síður Íslendingar eða Danir. Skotum var tekið opnum örmum. Nei, hér sem víðar voru það Grænlendingar sem lentu á botn- inum og hlutu sína útlegðardóma. Þó voru þetta prúðmenni upp til hópa, en sumir alveg mállausir, og þar með sam- bandslausir. Þeir voru á risatogurum og voru samfleytt í sex mánuði úti á sjó. Þetta voru kallaðir saltfisktogarar. Um borð var aflinn verkaður og saltaður. Við landkrabb- arnir unnum við að skipa upp úr þessum togurum. Á milli þessara túra höfðu áhafnirnar tvær til þrjár vikur í landi. Einn Grænlend- ingurinn fékk herbergi á Sjómannaheim- ilinu. Eftir túrinn hafði hann mikið fé milli handanna og fór í raftækjaverslun Anfinns við aðalgötuna og keypti sér hljómtæki. Þetta var sumarið sem Elvis Presley dó, svo grænlenski sjómaðurinn keypti sér nokkrar Presley-plötur. Hófust nú miklir tónleikar. Við sátum fyrir utan í kvöldkyrrð- inni og hlustuðum á sjálfan konunginn, en fregnin af dauða hans hafði bergmálað í skipalestunum nokkrum dögum fyrr. Á meðan Love me tender sveif um kvöld- kyrrðina heyrðust allt í einu þung högg. Trúboðinn sem rak Sjómannaheimilið barði á dyrnar hjá Grænlendingnum. Höggin voru slík og munnsöfnuðurinn með þvílíkum hætti að Grænlendingurinn hélt að trúboð- inn ætlaði að drepa sig. En trúboðinn, sem stjórnaði Sjómanna- heimilinu, var að vísu aðeins að segja græn- lenska sjómanninum að lækka, en lætin voru slík og Grænlendingurinn svo hræddur að fyrst fleygði hann græjunum út um gluggann og kom síðan sjálfur. Því næst hljóp hann upp fjallshlíðina, en þá var ekki búið að byggja öll nýju og fínu húsin, sem fólk var nú óðum að yfirgefa vegna skorts á atvinnutækifærum og gjald- þrota. Já nú voru bátarnir bundnir við bryggju og helmingur íbúanna án atvinnu. Helsta vonin var sú að brátt fyndist olía, en margir voru á því að Bretar myndu slá eign sinni á hana út af einhverjum óljósum mörkum á hafsbotni sem ég ætla ekki að tjá mig um. Það er bátasmiður í Klakksvík sem segir mér frá þessu, og ég segi við hann: „Þið far- ið bara í stríð við Breta.“ „Nei, við erum ekki Íslendingar,“ segir hann og glottir feimnislega. En auðvitað eru Færeyingar og Íslend- ingar nauðalíkir. Thor er spurður að þessu, og hann segir að svo sé, munurinn sé kannski helst sá hvað Færeyingar séu hræddir við djöfulinn, sem sé skrýtið, því að Íslendingar hafi aðallega haft hann í sendi- ferðum. En hvernig sem djöflinum annars líður og hvar sem olíu er að finna, þá var kreppa í Færeyjum þessa febrúardaga 1993. Talað var um þjóðargjaldþrot. Öll hjól höfðu snú- ist með rosa hraða, en nú var allt stopp. Eitt fjall var kallað blokkflautan af því að búið var að bora svo mörg jarðgöng í gegn- um það. Í vissum vindáttum heyrðist í því einsog flautu, stundum þverflautu en oftast blokkflautu. Það var engu líkara en tröllskessurnar úr Búkollu hefðu verið þar að verki. Kannski voru yfirvöld að leita að mjólkurkúnni sem Karlsson týndi endur fyrir löngu. Í litlum bæ, skammt fyrir utan Þórshöfn, blasti við hálfkláruð höfn, gjörsamlega óþörf, en stjórnmálamaðurinn í byggðarlag- inu var búinn að lofa íbúunum henni og auð- vitað stóð hann við orð sín. Bankarnir hirtu líka hvert húsið af öðru, en húsin kostuðu ekki neitt, svo bankarnir fengu bara skuldir. Margir komu bara með útidyralyklana og skildu þá eftir hjá gjald- keranum, hoppuðu síðan upp í næstu flugvél og sögðu: „Burt, burt,“ einsog Baudelaire forðum. En það er dansað í kreppunni, hringdans, söngur og gleði. Menn eru ekkert alltaf að væla, þó það líti þannig út í blöðunum. Við göngum dimma götu í litlum bæ. Ís- lendingahópur. Tónlist berst um loftið. Hús- ið iðar af kátínu og dansi. Hér hlýtur að vera hátíð, einsog segir í Heimsljósi. Dans- inn dunar. Fyrst hringdans, svo rokkdans. Úr lúgu selur þéttvaxinn maður vodka í ís- boxum. „Íslendingar,“ segir hann. „Já,“ svörum við. „Þá þurfið þið ekkert bland,“ segir hann og réttir okkur box. Úti er kreppa en fólkið heldur áfram að vera til. Það slettir úr klaufunum. Það segir sögur og hlær. Þetta er ekki hnípin þjóð. Þetta er ekki gjaldþrota hagsúla, ekki örvasa línurit. Líklega eru hagfræðingarnir heima hjá sér. Eitt fallegasta ljóð Róa Paturssonar er ljóðið um regnið. Ljóðið um litlu stúlkuna sem segir að það rigni um allan heim. Við Rói höfum hist nokkrum sinnum og lesið upp saman. Í ljóðabókinni Líkasum eða Einsog eru mörg frábær ljóð. Einsog þetta ljóð um regnið, regnið sem fellur um allan heim. Ljóðabókin Líkasum kom út árið 1985 og fyrir hana hlaut Rói Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið eftir. Síðan hefur hann ekki gefið út neina bók og jafnvel sagst vera hættur að yrkja. Rói var mikið til sjós á yngri árum og vann eitt sumar á Bessastöðum, var húskarl hjá Ásgeiri Ásgeirssyni. Hann orti mikið en auk þess hefur hann prófgráðu í heimspeki. Frá því um 1985 hefur hann verið skóla- stjóri við Lýðháskólann í Þórshöfn. Ég er kominn aftur til Þórshafnar frá Klakksvík. Ég hringi í Róa frá kaffihúsi í miðbænum. Við mælum okkur mót á heimili hans við Lýðháskólann. Skólinn er í stóru húsi og þar er heimavist. Rói sýnir mér skólann. Þarna er unnið með handverk og tækni, myndbönd og margmiðlun, allt afar nútímalegt, og frjáls- ræðisblær lýðháskólans svífur yfir vötnum. Í samkomusal nemenda eru stólar og borð, en á þykkri súlu í miðjum salnum hangir þjóðsöngur Færeyja, handskrifaður af nemendum. Yfir hægra hornið er búið að hengja mynd. Á myndinni eru þrír menn sem greinilega eru staddir á flugvellinum. „Hverjir eru þetta?“ spyr ég Róa. „Þetta eru fulltrúar Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins,“ segir Rói. Ég virði þá betur fyrir mér. Þetta eru ábúðarmiklir menn. „Sá í miðið er Íslendingur,“ segir Rói. Hann er með sólgleraugu og hatt. Hinir tveir eru Japanir, talsvert lágvaxnari. Ég lít í átt að glugganum. Það rignir fyrir utan gluggann. Það rignir í Þórshöfn. Það rignir um allan heim. Morgunblaðið/RAX „Þetta er ekki hnípin þjóð. Þetta er ekki gjaldþrota hagsúla, ekki örvasa línurit. Líklega eru hag- fræðingarnir heima hjá sér.“ Frá Færeyjum. RÉTTU MÉR NORÐUR- LJÓSIN II Hér segir frá Grænlendingi sem stekkur út um glugga, fjalli sem gat flautað og heimsókn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Höfundur er rithöfundur. E F T I R E I N A R M Á G U Ð M U N D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.