Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Síða 14
GLUNDROÐI Momoyama- tímabilsins (1573–1615) í Japan er bakgrunnur sýningarinnar Turning Point: Oribe and the Arts of 16th-Century Japan eða Vendipunktur: Oribe og listirnar í Japan á 16. öld, sem nú má finna í Metropolitan- safninu í New York. Áherslur sýningarinnar eru vandlega úthugsaðar, en Momoy- ama-tíminn var tímabil þar sem stríðsherrar brenndu borgir jafnframt því að stunda blóma- skreytingar og keisarar áttu samneyti við nýríka kaupmenn. Hættulegir og metnaðarfullir sveimhugar reikuðu um stræti og vestrænir siðir og varningur voru boðnir velkomnir, m.a. biblíur, byssur og gull. Hvað listina varðar hafði þetta í för með sér að það sem áður var talið til lágmenningar hækkaði í metum, hið ljóta varð fallegt og nýjungar voru metnar umfram allt annað. Japan nútímans leit dagsins ljós. Þessum glundroða ná skipuleggjendur sýningarinnar vel fram og er athygli sýningargesta m.a. sérstaklega beint að meðalstórum munum. Það fer lítið fyrir geðshræringunni sem öllum þessum breytingum hefur fylgt á yfirborði munanna, líkt og búast má við af japanskri list, en engu að síður er hana að finna undir yfirborði skreyttra keramikskála, málverka og textílverka. Shakespeare að hætti Shakespeares ÚTSETNING Globe-leikhússins í London á Þrettánda kvöldi Williams Shakespeares er nú á leikferð um Bandaríkin, en leikhúsið hefur í uppfærslum sínum leitast við að endurgera verk skáldsins eins og þau hefðu komið áhorfendum Elísabetartímans fyrir augu. Útsetningar Globe-leikhússins hafa verið umdeildar allt frá því leikhúsið var opnað 1997. Þannig hefur flest er leikhúsinu við kemur verið dregið í efa, allt frá réttum stærðarhlutföllum þessa þaklausa leikhúss, stærð og staðsetningu súlnanna og sú almúgalega stemning sem reynt er að kalla fram meðal áhorfenda. Þrettándakvöld er hins vegar vel þess virði að gera sér ferð í leikhús að mati gagnrýnanda New York Times sem segir fáa geta staðist töfra stykkisins í meðförum leikhópsins. Áhorfendum kunni að bregða í fyrstu að virða fyrir sér uppfærslu sem eingöngu er leikin af karlmönnum. Uppfærslan undir stjórn Tim Carroll, þar sem minnstu smáatriðum í búningagerð er m.a. fylgt nákvæmlega eftir, búi hins vegar yfir sönnum töfrum Shakespeare þar sem leikararnir njóti þess að leyfa hrynjandi texta skáldsins að njóta sín án þess svo mikið sem að reyna að herma eftir samtíma samræðum. ERLENT Globe-leikhúsið í London. Japan nútímans Brot úr jap- önskum skermi. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 „VERÐANDI rými“ var heiti á ráðstefnu sem haldin var í ráðstefnusal höfuðstöðva Orku- veitu Reykjavíkur síðastliðinn laugardag á veg- um Nýlistasafnsins og Reykjavíkurakademí- unnar. Til umræðu var listrýmið, þ.e. hlutverk eða samspil rýmis, myndlistar og samfélags. Síðan á 18. öld hafa verið hönnuð rými til að hýsa myndlist. Í erindi sínu talaði Ólafur Gísla- son listfræðingur um þessi rými sem „gervi“ rými sem væru aðskilinð frá almenningi og jafn- vel sjálfum raunveruleikanum. Nefndi hann hof Forn-Grikkja til viðmiðunar þar sem guðirnir, náttúran og manneskjan voru álitin óaðskilj- anleg frá hvoru öðru. Athyglisverður rökstuðn- ingur hjá Ólafi var dæmi um Madonnumynd sem hafði hangið í kirkju um aldir og fólk til- beðið á hnjánum. Þegar myndin var svo sett á safn eða í hannað listrými þá varð sá ritúal fyrir bí og myndin glataði sínu upprunarlega gildi sökum þess eins að hafa verið færð úr einum stað til annars, eða úr einu rými til annars. Eyja í rými Hin móderníska hugmynd um listrými er „hlutlaust“ rými, hvítmálaðir veggir og „tómir“ salir sem myndlistin fyllir upp í. Þessi rými eru þó alls ekki hlutlaus heldur gefa þau okkur for- skrift af því hvernig við eigum að nálgast listina og er forskriftin jafnvel ólík eftir því hvaða list- rými maður heimsækir. Það væri t.d. einkenni- legt að sjá sýningu á kitsch málverkum í Ný- listasafninu sem manni þykir sjálfsagt að sjá í Gallerí Fold. Að sama skapi væri einkennilegt að sjá „trash“ list í Fold sem eðlilegt er að sjá í Nýlistasafninu. Um sýningu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons, „Vögguvísur“, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, má einmitt segja að rýmið gefi manni nálgun við verkið, ekki aðeins vegna þess að þau vinna inn í rýmið heldur líka vegna þess að þótt innsetningin sé að hluta áþekk og við sjáum í náttúrgripasöfnum eða sögusöfnum þá má gera ráð fyrir því að hún hafi aðra meiningu en sýning í þess háttar hús- um. Þungamiðja sýningarinnar er uppstilling á grasbala, þar er lokað hengirúm sem gefur til kynna að einhver liggi þar og hvílist og um- hverfis hengirúmið eru uppstoppuð dýr, s.s. ref- ur, hagamús, hrafn o.s.frv. Að auki eru tvær ljósmyndir í ljósaboxi, myndband og á einum veggnum birtast dagbókatextar. Manni verður fljótt ljóst að um ferðalag sé að ræða sem lista- mennirnir vilja miðla til sýningargestsins. Þessi „náttúru“-uppstilling verður samt óhjákvæmi- lega óraunveruleg í sýningarsalnum og virkar frekar sem sviðsetning en innsetning. Það má þó vel lesa í verkið og vissulega hefur það áhrif þannig, en sem innsetning er rýmið ekki tekið fyllilega með í leikinn og uppstillingin eða svið- setningin verður sem eyja í rýminu. Þannig upplifði ég allavega sýninguna, eða réttara sagt sjálfan mig með verkinu í rýminu. Og svo ég vitni nú í erindi Halldórs Gíslasonar arkítekts þá er það ég, maðurinn, sem skapa til rýmið sem ég gengi í. Rýmið sem fór út fyrir sig Í sínu erindi gekk Halldór, líkt og Ólafur Gíslason, út frá þeim kenningum Heideggers að rými sé ekki til fyrr en maðurinn kemur inn í það. Halldór fjallaði annars vegar um hið af- markaða klassíska rými og hins vegar um at- burðar-rými (Event Space) þar sem listamað- urinn sjálfur tekur sér opinbert eða almennt rými og gerir það að listrými. Listakonurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálms- dóttir voru einnig með framsögu á ráðstefnunni og kynntu verkefni sitt „Inn og út um gluggann“ sem um þessar mundir er til sýnis í Listasafni ASÍ. Hafa þær tekið „hlutlaust“ list- rými Ásmundarsalarins og fært það í atburðar- rými með því að smíða módel af salnum, smækkaða eftirlíkingu, og komið því fyrir á ólíkum stöðum, s.s. kaffihúsi, súpermarkaði, spítala, húsdýragarðinum o.s.frv. Það má með sanni segja að listakonurnar vinni vel með rým- ið og kanni möguleika þess ítarlega. Tóku þær ferðalagið upp á myndband út frá sjónarhorni listrýmisins og þess á milli stilltu þær ýmsum hlutum inn í rýmið og mynduðu. Smáir hlutir urðu því stórir í samanburði við smækkað rými. Til þess að sýna svo myndskeiðið hafa þær Ósk og Anna smíðað annað rými í miðjum Ás- mundarsalnum sem er bæði P-hús fyrir módelið og sýningarrými sem tekur tvo í sæti. Hér er því komið „hlutlaust“ listrými inni í Ásmund- arsal sem ekki getur talist hlutlaus lengur þar sem hann er sjálfur kominn í aðalhlutverk, lif- andi að skoða sig um í samfélaginu. Rýmið sem sást ekki Jonathan Dronsfield, heimspekingur og sýn- ingarstjóri, sem flutti síðasta erindið á ráðstefn- unni talaði einmitt um hið „hlutlausa“ rými sem fer út fyrir sig, eins og Ásmundarsalur gerir með hjálp Óskar og Önnu, til þess að varpa nýju ljósi á raunveruleikann. Til samlíkingar notaði hann abstraktlistina sem skilgreind er „hlut- laus“ og er það sú for- skrift sem okkur er gef- in þegar við skoðum abstraktlistaverk. Sam- kvæmt Dronsfield blind- ar abstraktlistamaður- inn sig fyrir því sem hann sér í þeim tilgangi að geta svo séð á nýjan máta. Erindi hans var því í mótsögn við erindi Ólafs Gíslasonar og gekk hann út frá því að allt rými væri það sama, að ekkert væri meira gervi en annað og að listrými væri alls ekki skilið frá raunveruleikanum. Tilviljunarkenndur stuðningur við framsögu Dronsfields var uppá- koma Ragnars Jónsson- ar, myndlistarnema á þriðja ári LHÍ, sem framdi gjörning í Orkuveitunni skömmu áður en fyrirlesarinn fór í púlt. Ragnar blindaði sig í bókstaflegri merkingu með því að loka sig inni í hvítum kassa sem hafði gat á öllum hliðum þar sem hann gat troðið höndunum út og málað ab- straktmynd á kassann að utanverðu. Einungis áhorfendur sáu því myndsköpunina en ekki sjálfur myndlistarmaðurinn. Þetta var vel út- færður gjörningur hjá þessum unga listamanni, einfaldur og í góðu samræmi við umræðuna sem var í gangi. Gulrótarrýmið Hápunktur þessara vangaveltna um rými var þó gjörningur Hannesar Lárussonar sem stóð yfir frá upphafi til enda ráðstefnunnar. Eins og Ragnar þá var Hannes blindur á það sem var fyrir utan rýmið. Hann lokaði sig af í litlu rými, opnu að ofan, sem var hannað við innganginn í ráðstefnusalinn. Ráðstefnugestir gátu gengið undir þessa litlu byggingu og horft upp þar sem listamaðurinn gekk fram og til baka á gegnsæju gólfi. Undir iljunum hafði hann myndir af gul- rótum málaðuðum á svampa, en táknmynd gul- rótar segir sig sjálft, það sem lokkar eða hvetur áfram. Á höfðinu bar listamaðurinn upptökuvél, umvafða taui eins og túrban, sem hann þurfti að rétta af í tíma og ótíma. Skammt frá var svo sjónvarp sem sýndi „live“ upptökuna af arkí- tektúr eða hönnuðu rými höfuðstöðva orkuveit- unnar og hljóðið við myndbandið var fótatökin og marrið sem glumdi oft nokkuð hátt inn í ráð- stefnusalinn og fór því aldrei framhjá ráð- stefnugestum að gerningurinn ætti sér stað þótt þeir væru uppteknir við annað. Maður vissi allan tímann af Hannesi innilokuðum í lítilli kytru, fann jafnvel til með honum eða pirraðist út í hann eftir að hafa hlustað á hann þramma fram og til baka í 7 klst. Allan tímann var lista- maðurinn samt að vísa á rýmið fyrir utan, þ.e. rýmið sem ráðstefnugestirnir voru í, með hljóði, mynd og auðvitað athöfn. Fyrir mitt leyti þá var gjörningur Hannesar Lárussonar það eftirminnilegasta á ráðstefn- unni. Hann gaf engin svör um listrýmið en opn- aði möguleika þess og fyllti mann af spurn- ingum. Sama má reyndar segja um sýningu Óskar og Önnu og svo ég vitni aftur í Jonathan Dronsfield, sem sagði „List getur aldrei svarað eigin spurningum, hún heldur áfram að vera spurning“. Má segja að sú hafi líka verið nið- urstaðan á ráðstefnunni hvað viðkemur listrým- inu. Rýmið eins og það leggur sig Vögguvísur Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons í Hafnarhúsinu. Frá sýningu Óskar Vilhjálmsdóttur og Önnu Hallin. Frá gjörningi Hannesar Lárussonar. Jón B.K. Ransu MYNDLIST Listasafn ASÍ RÝMISINNSETNING ANNA HALLIN OG ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Sýningu lýkur 2. nóvember. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús RÝMISINNSETNING BRYNDÍS SNÆBJÖRNSDÓTTIR OG MARK WILSON Opið alla daga frá 10–17. Sýningu lýkur 2. nóvember. Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur GJÖRNINGAR HANNES LÁRUSSON RAGNAR JÓNSSON Framdir 25. október

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.