Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003
BÓK Pauls Burrells, fyrrum
bryta Díönu prinsessu, vakti
mikla athygli í breskum fjöl-
miðlum fyrir
útgáfuna.
Bókin sem
nefnist A Roy-
al Duty, eða Í
konunglegri
þjónustu er að
mati Daily
Telegraph sér-
lega grípandi
lesning sem
erfitt er að
leggja frá sér. Þar segir Burrell
frá lífi þjónustufólks í Buck-
ingham-höll og líflegu skemmt-
anahaldi þess án vitundar hús-
bændanna. Reiðiköstum og
skapsveiflum Karls Bretaprins er
einnig lýst sem og tengslum
Burrells og prinsessunnar, sem
hafði hann ekki síður fyrir félaga
og vin en starfskraft.
Dauðasyndirnar sjö
GLUTTONY: The Seven Deadly
Sins, eða Matgræðgi: Dauðasynd-
irnar sjö eins og heiti hennar
gæti útlagst á
íslensku, er
nýjasta bók
Francine
Prose. Bókin
er hluti af rit-
röð sem al-
mennings-
bókasafn New
York-borgar
og Oxford-
bókaforlagið
gefa út, en þar er hópi mikilsmet-
inna einstaklinga í lista- og bók-
menntaheiminum veitt tækifæri
til að setja frá sér hugleiðingar
um eina dauðasyndanna. Í skrif-
um sínum leitar Prose í smiðju
bæði Dantes og Chaucers um leið
og hún gerir grín að þráhyggju-
legu viðhorfi nútímannsins til
fæðu sinnar, jafnt megrunarkúra
sem sælkerafæðu.
Meðferðamenning
FÉLAGSFRÆÐINGURINN
Frank Furedi tekur meðferða-
menningu samtímamans fyrir í
nýjustu bók sinni Therapy Cult-
ure: Cultivating Vulnerability in
an Uncertain Age, eða Meðferða-
menning: Alið á viðkvæmni á
óvissutímum. Furedi kannar hér
þetta sérstaka fyrirbæri og bend-
ir á að á árum áður hafi fólk
gjarnan leitað til vina, ættingja
eða trúar sinnar eftir aðstoð í erf-
iðleikum og auk þess sem menn
hafi almennt trúað á dyggð æðru-
leysisins. Með breyttum tímum
hafi fólk hins vegar tekið að líta á
sveiflur tilfinningalífs síns sem
einn mikilvægasta þátt tilveru
sinnar og með þeim breytingum
hafi vinsældir meðferða við öllum
mögulegum og ómögulegum
hlutum aukist, en að mati Furedi
er sú þróun langt frá því að vera
hættulaus.
Nútíma Gilgameskviða
JOAN London notar Gilgames-
kviðu í sinni nýjustu bók, Gilgam-
esh. Gilgameskviða, er elsta
kvæði sem vitað er um, og segir
sögu súmersks konungs sem á
allt sem hugur girnist utan
ódauðleika. Saga London er í
raun eins konar nútímaend-
urvinnsla á kvæðinu og hefur
hlotið góðar viðtökur bæði í Ástr-
alíu og Bandaríkjunum, en að
mati breska dagblaðsins Guardi-
an er frásögnin beitt og lifandi
með vel mótuðum setningum er
hæfa viðfangsefninu.
ERLENDAR
BÆKUR
Í þjónustu
hennar
hátignar
Paul Burrell
Francine Prose
U
NDANFARNA mánuði hafa ís-
lenskir fjölmiðlar veitt hverjir
öðrum ýmis tilefni til frétta-
flutnings. Mig langar til að
rifja upp þrjú þeirra.
Í vor gerðu yfirmenn Skjás
eins athugasemdir við pólitíska
slagsíðu í þættinum Silfur Eg-
ils sem þar var á dagskrá. Um hríð virtist óljóst
hvort þátturinn yrði tekinn af dagskrá eða rit-
stjórn Egils Helgasonar yfir honum skert en nið-
urstaðan var sú að Egill hélt sínu striki fram yfir
kosningar. Samningurinn við hann var hins vegar
ekki framlengdur og var ein ástæðan sögð sú að
vissum auglýsendum hefði hugnast þáttur Egils
svo illa að þeir hefðu ekki viljað auglýsa á Skjá ein-
um. Stöð 2 hefur nú hafið útsendingar á þætti
Silfri Egils, góðu heilli.
Dag einn í sumar gerði stór hluthafi Norður-
ljósa athugasemd við að fréttastofa Stöðvar 2 hefði
í hyggju að birta frétt um að íslenskur banki –
helsti lánardrottinn stöðvarinnar – hefði boðið ein-
um ráðherra í laxveiði. Fréttastjóri fréttastofunn-
ar ákvað að sleppa boðaðri frétt, fréttamenn mót-
mæltu því harðlega og varð niðurstaðan sú að
fréttin var sýnd nokkrum kvöldum síðar. Hins
vegar leið ekki á löngu þar til Árna Snævarr, sem
var einn þeirra fréttamanna sem harðast gengu
fram í mótmælum, var sagt upp störfum. Sagðist
Árni telja ástæðuna fyrir brottvikningunni helst
vera ágreining sem hefði verið á milli fréttamanna
Stöðvar 2 og eigenda og stjórnar Norðurljósa um
sjálfstæði fréttastofunnar. Er Árni nú horfinn í bili
af íslenskum fjölmiðlavettvangi, illu heilli.
Í liðnum mánuði var því slegið upp sem forsíðu-
frétt í Fréttablaðinu að útvarpsstjóri hefði sent
nokkrum nánustu yfirmönnum sínum bréf þar
sem hann tók m.a. undir gagnrýni dómsmálaráð-
herra á útvarpsþáttinn Spegilinn á Rás 1, þess efn-
is að erlend umfjöllun í þættinum einkenndist
„fyrst og fremst af krónískum pirringi út í banda-
rísk stjórnvöld eða anitpatí á Bandaríkjunum og
því sem amerískt er, almennt talað“, svo vitnað sé í
bréfið. Markús tók ennfremur undir það viðhorf að
á þættinum væri vinstri slagsíða; sagðist raunar
kalla þáttinn gjarnan „Hljóðviljann“ í samtölum
við kunningja sína og nána samstarfsmenn. Um-
sjónarmenn Spegilsins, þau Friðrik Páll Jónsson,
Hjálmar Sveinsson og Helga Vala Helgadóttir,
ganga þó enn að störfum sínum með sama hætti og
fyrr, góðu heilli.
Þessi mál og fleiri sambærileg hafa vakið mig til
umhugsunar um framtíð íslenskra fjölmiðla. Sjálf-
ur er ég þeirrar skoðunar að fjölmiðlar eigi að taka
alvarlega hlutverk sitt sem „fjórða valdið“; að eitt
hlutverk þeirra sé að veita hinu opinbera og öðrum
valdastofnunum – þar með talið fyrirtækjum og
viðskiptablokkum – viðnám og aðhald. Góður fjöl-
miðlamaður, að mínu viti, hefur gagnrýna afstöðu
til sérhvers viðfangsefnis. Hann er alltaf í „stjórn-
arandstöðu“, sama hverjir sitja við stjórnvölinn og
hvar. Það er þessi gagnrýna afstaða sem veldur
því að mér finnst Spegillinn einhver besti útvarps-
þáttur á Íslandi og ég tel víst að það sé hún sem
hafi tryggt þeim Agli Helgasyni og Árna Snævarr
Edduverðlaun. Sömu gagnrýnu afstöðu finn ég
líka hjá ýmsum blaðamönnunum prentmiðlanna –
ég leyfi mér að nefna sérstaklega umfjöllun Reyn-
is Traustasonar og Agnesar Bragadóttur um viss
hitamál í íslensku samfélagi á síðustu árum. Það er
ekki þar með sagt að ég sé alltaf sammála öllu sem
frá þessu fólki kemur en ég met þá snerpu sem
einkennir störf þess.
Vissulega mun slíkt fjölmiðlafólk vera beitt
þrýstingi, sitja undir ámæli, vakna upp við óþægi-
legar símhringingar um miðjar nætur, vera sakað
um að ganga erinda pólitískra andstæðinga eða
samkeppnisaðila í viðskiptum. Það er líka vel
hugsanlegt að hluthafar einstakra fjölmiðla reyni
að hafa áhrif á frétta- og dagskrárstjórn með bein-
um hætti þegar þeirra eigin hagsmundir eða fjár-
hagslegir hagsmunir fyrirtækisins eru í húfi. En
þá er það hlutverk ritstjóra og fréttastjóra að
standa með sínu fólki; það er lykilatriði að traust
og einhugur ríki milli þeirra og starfsmanna. Þetta
er því brýnna eftir því sem íslenskir fjölmiðlar
safnast á færri eða einhæfari hendur.
Ríkisútvarpið stendur að því leyti betur að vígi
að það er hvorki í eigu einstakra stjórnmálaflokka
eða fyrirtækja heldur íslensku þjóðarinnar. Það á í
senn að vera sá vettvangur þar sem öll sjónarmið
eiga að njóta sín og öruggasta griðland hinnar
gagnrýnu afstöðu. Hlutverk útvarpsstjóra er ekki
aðeins að tryggja hið fyrrnefnda – að gæta þess að
sannarlega öll sjónarmið fái að njóta sín – heldur
einnig og ekki síður að skapa jarðveg fyrir hið síð-
arnefnda – spyrna kröftuglega á móti utanaðkom-
andi þrýstingi á stofnunina og starfsmenn hennar.
Það á ekki að spyrjast að útvarpsstjóri sé að upp-
nefna þætti starfsmanna sinna og afar óheppilegt
ef hann hnerrar í hvert skipti sem ráðherra fær
kvef.
FJÖLMIÐLAR
UM KVEFPESTIR
Góður fjölmiðlamaður, að mínu
viti, hefur gagnrýna afstöðu til
sérhvers viðfangsefnis. Hann er
alltaf í „stjórnarandstöðu“.
J Ó N K A R L H E L G A S O N
I Viðfangsefnið er að orða einhvern veruleika, enað endingu standa þau öll innan í gríðarlegum
babelsturni með engum gluggum, og þau sjá ekkert
nema veggina sem teygja sig hátt, hátt upp og svo
þakið eins og asklok. Þau vona og trúa því að þessi
turn muni standa til eilífðar, en þau vita ekki –
nema þá löngu seinna, þegar mesti byggingarmóð-
urinn er runninn af þeim – að allt í kring rísa aðrir
turnar sem hver hefur sinn innilokaða bygging-
armeistara. Þessir turnar standa svo lengi sem von
og trú leyfa. Síðan hrynja þeir til grunna eins og all-
ir turnar gerðir af babli.
II Eru þetta fræðin? Tímabundin eins og alltstreð. Eða eigum við frekar að líta svo á að tím-
inn vinni ekki á hugmyndum okkar heldur með
þeim? Að með tímanum þróist eitthvað, verði eitt-
hvað nýtt til á grunni einhvers sem áður var hugs-
að? Og að endingu komumst við þá að einhverri
niðurstöðu um manninn og heiminn og lífið? End-
anlegri niðurstöðu?
III Við gætum hugsanlega sæst á það að gluggarværu mikilvægir. Það þarf að vera einhver
samræða á milli hugmynda, menn verða að sjá úr
einni byggingunni yfir í aðra, það þýðir ekki að
múra sig inni.
IV En hvenær og hvers vegna múrar fólk siginni? Er það ekki þegar það telur sig hafa
fundið einhverja endanlega lausn, eitthvert svar
sem virðist leysa allar gátur mannlífsins? Jú, og slík
svör eru stórbyggingar steyptar á altækum, alræð-
um grunni – og þær eru algerlega gluggalausar.
Inni í stórbyggingum eru auðvitað sagðar stórsögur
og vegna þess að þykkur múrinn umlykur hlust-
endur dag og nótt þá skortir þá útsýn til þess að geta
dregið þær í efa.
V Það er alltaf ákveðin hætta á einangrun þegarfólk sest niður til að hugsa. Fólk einangrast í
eigin hugarheimi, í eigin fagi, í kreðsunni sinni.
Einangrun er ágæt upp að vissu marki en þegar
hún er orðin að gluggalausu virki þá er hún vond.
VINýlega sagði maður úr heimi tískunnar viðneðanmálsritara að ekkert hefði gerst í þeim
heimi síðan á níunda áratugnum. Þá voru mjög af-
gerandi línur dregnar, sítt að aftan, útvíðar buxur
urðu þröngar og það var pönk og það var diskó. Það
fór hrollur um skrifarann. Á tíunda áratugnum og
allt fram til þessa dags hafi afskaplega lítið gerst,
sagði maðurinn, að minnsta kosti hafi ekki verið
neinar afgerandi línur, í raun sé allt leyfilegt og
frekar lögð áhersla á persónulegan smekk, ein-
staklingsbundið útlit. Þessum manni þótti hin per-
sónulega áhersla greinilega ágæt, fjölbreytnin væri
vissulega góð en það hefði samt verið meira spenn-
andi að lifa tískulífi á níunda áratugnum, það var
einhver háski fólginn í því að vera annað hvort inni
eða úti, að þræða einstigið.
VII Svo virðist sem þessi leiði yfir fjölbreytninnisæki á fleiri en tískufólk. Menningin öll
saknar hinna skýru lína, listirnar sakna hinna
skýru lína, pólitíkin saknar hinna skýru lína, fjöl-
miðlarnir sakna hinna skýru lína, fræðin sakna
hinna skýru lína – fólk saknar hinna „stóru“ hug-
mynda til að sameinast um eða rífast um. Á meðan
fólk er bara að ræða saman virðist ekkert gerast. En
turnar eru alltaf að rísa og turnar eru alltaf að
hrynja.
NEÐANMÁLS
VETRARDAGSKRÁR sjónvarpsstöðvanna
eru nú óðum að hellast inn í stofur lands-
manna. Það vekur einkum athygli mína hve
Ríkissjónvarpið er með staðlaða og gam-
aldags dagskrá. Það er eins og Sjónvarpið
hafi ekki áttað sig á hvað nútímasjónvarp
gengur út á. Jafnvel hið uppsoðna amer-
íska sjónvarp, Stöð 2 hefur stungið Sjón-
varpið af hvað þetta varðar. Pop Idol,
skyggnilýsingar, Ísland í dag, morg-
unsjónvarp er meðal efnis sem margur
menningarvitinn myndi hrista höfuðið yfir
en er þó nútímalegt sjónvarp sem hefur
sópað áhorfendum að stöðinni.
Ríkissjónvarpið vaggar hins vegar áfram
á olíuöldum ríkisúthafsins í öruggri vissu
þess að ekki geti komist leki að bátnum,
hvað þá að hann geti sokkið. Gamlir þætt-
ir Sjónvarpsins þreytast óðum. Spaugstofan
rembist en finnur ekki ferskleika enda erfitt
fyrir hóp miðaldra karlmanna að vera
fyndnir einu sinni í viku án þess að vera
dálítið búralegir. Þessi fréttastofuuppstilling
þeirra virkar ekki heldur. Var ekki einhvern
tímann verið að tala um að Sjónvarpið
byrjaði á kvennaspaugstofu í stíl við Smack
the pony? Það væri svolítið nútímalegt og
skemmtilegt. Eða mun Stöð 2 kippa þeirri
hugmynd um borð líkt og þeir drógu Egil
hrákaldan upp úr íshröngli Skjás eins?
Ekki var ég hrifinn af skiptingu silfursins
milli tveggja daga, en Stöð 2 er þó búin
að innbyrða Egil og við vitum öll hvað Egill
getur á góðum degi. Ég vil þó að hann
haldi sig við langan þátt einu sinni í viku.
Okkur vantar gáfumannaþætti, langa og
djúpa eins og maður sér í frönsku og
bresku sjónvarpi.
Hvað er eiginlega að gerast með Kast-
ljós Sjónvarpsins? Þessi þáttur náði aldrei
flugi sem skilgreiningaþáttur úr samtím-
anum eins og Newsnight hjá þeim á BBC2,
heldur varð fljótlega að eins konar Spaug-
stofu fréttastofunnar. Þá voru stjórnendur í
góðu skapi. Nú er eins og stjórnendur séu
allir í líkfylgd og vilji alls ekki vera lengur
með í þessum þætti. Nema Kristján sem
ber af í sjarma og gáfum – og þar af leið-
andi í spurningum.
Ingólfur Margeirsson
Kreml
www.kreml.is
SJÓNVARP
RÍKISÚTHAFSINS
Morgunblaðið/Ásdís
Andkristur!?