Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 Það er ákveðið baksvið í þessari bók sem er veikindi þín undanfarin misseri, þú fékkst blóð- tappa í heila og greindist stuttu seinna með krabbamein. Veikindin hafa greinilega sett mark á skáldskapinn. Þ að eru nokkur ljóð fremst í bók- inni ort fyrir veikindin en síðan kemur strax í þriðja hluta hennar ljóðið Ferð sem er ort af manni sem hefur fengið heilaáfall eða blóðtappa í heila. Hann freistar þess að lýsa þeirri reynslu í ljóð- inu. Framarlega í því er talað um sjúkrahúsvist og maðurinn er að skrifa niður hugsanir sínar þar. Fyrst í stað hafði hann ekki getað skrifað. Áfallið var það mikið að hann hafði gleymt ýmsu sem gerðist. Það sem hann man kemur fram í ljóðinu.“ Ljóðið lýsir undarlegu ferðalagi, ljóðmæland- inn siglir um mörg höf á voldugu en reikulu skipi, hann stefnir á nýjan og nýjan áfangastað, alltaf ókunnan og vaknar síðan hér á venjuleg- um morgni, á raunverulegum degi; og skýringin sem býr að baki: „Þú slóst í för lifenda / með höf- uð sem sneri niður / og fætur í skýjum.“ „Já, fyrst eftir áfallið þóttist ég vera staddur um borð í skipi, spítalinn var skip og ég ávarp- aði starfsfólk hans eins og það væri í áhöfn þess,“ segir Jóhann og hlær. „Mér fannst ég vera á ferðalagi. Læknar hafa nefnt það við mig að ég muni furðulega mikið frá þessum tíma. Um leið og ég fór að braggast skrifaði ég fyrsta uppkast að þessu ljóði en fátt stendur eftir af því nú. Þegar ég gat farið að lesa það sem ég hafði skrifað var það að mestu ónýtt nema fáein- ar línur. Það var mjög erfitt að yrkja um þessa reynslu, það var ekki hlaupið að því að fanga hana í orð.“ Þú yrkir um þessa reynslu í fleiri ljóðum, til dæmis talar þú um heilann sem „breytist“ sífellt í ljóðinu Hér (Sjúkrahús), það lýsir þér í lok- uðum heimi, þú ert sambandslaus. „Já, það má segja að heimur áfallsins sé ein- mitt mjög lokaður. Sjúklingurinn er að berjast við að ná sambandi við annað fólk sem er mjög erfitt. Það er flókið að lýsa þessu með orðum. Það var meira um hugsanir en tjáningu. En ég náði mér furðufljótt eftir þetta. Ég misti málið um stund og lamaðist að hluta en þetta kom allt saman aftur. En það er sann- arlega ólíkur heimur sem blasir við manni eftir þessa reynslu en áður, allt annar heimur. Og maður lifir það líka að þeir sem þekkja mann sjá mann eins og í allt öðru ljósi, það er komin viss fjarlægð.“ En það er svo sem ekkert nýtt að þú fjallir um persónulega reynslu í ljóðum þínum með svo afgerandi hætti. Þú hefur alltaf verið per- sónulegur í yrkingum þínum; hversdagsleikinn hefur verið eitt af þínum helstu umfjöllunar- efnum; skáldskapurinn ævinlega bundinn dag- lega lífinu. Það má minna á Dagbók borgaralegs skálds og aðrar bækur þínar með opna ljóðinu á áttunda áratugnum. „Það er raunverulega þetta sem skáldið get- ur ort um, sitt eigið líf og sitt eigið umhverfi. Ég á mjög erfitt með að yrkja eftir einhverri ákveð- inni uppskrift. Ég sé hjá öðrum skáldum að slíkt getur orðið tilgerðarlegt. Lífið og umhverfi manns, hið daglega umhverfi, það kallar á skáldskap. Í Dagbók borgaralegs skálds og öðr- um bókum opna ljóðsins er beinlínis verið að skrifa eins konar dagbók.“ Ein þessara bóka, og raunar sú síðasta á átt- unda áratugnum, heitir Lífið er skáldlegt. „Þess er freistað að hið venjulega líf hafi skáldlegt gildi, að það sé ekki einhver uppskrift að hinu skáldlega, að það þurfi ekki endilega að sækja upp í efstu hæðir til þess að fá innblástur í skáldskap. Skáld geta líka ort um það sem þau þekkja af eigin raun, þau geta speglað það og túlkað.“ Var það þetta umfjöllunarefni sem kallaði á opna ljóðið á áttunda áratugnum, hið lausamáls- lega form og hversagslegan stílinn? „Það má segja að það hafi verið lífið sjálft sem kallaði á það. Eins má segja að á þessu tímabili hafi þetta verið eins konar uppreist gegn mód- ernismanum, hinu mjög torræða ljóði. Þarna var gerð tilraun til að yrkja skiljanlega, frá- sögnin kom til sögunnar. Og þetta voru að mínu mati að miklum hluta ljóð fyrir þá sem ekki lesa ljóð. Uppreistin fólst í skiljanleikanum.“ Þú hlaust æði misjafnar viðtökur við þessum tilraunum. Hvernig lagðist það í þig? „Ég satt að segja bjóst við öðrum viðtökum. Þær voru að hluta góðar en einnig var talsverð andstaða. Án þess að ætla mér það var ég kom- inn í hlutverk byltingarmanns.“ Þú hefur skáldaferilinn undir öðrum for- merkjum, þú yrkir torræð ljóð undir áhrifum frá súrrealisma og þegar þriðja bókin þín kom út 1961, Malbikuð hjörtu, báðu útgefendurnir þig um að skrifa skýringar með ljóðunum sem þú gerðir. „Já, súrrealisminn náði aldrei verulegri fót- festu hér. Á þessum tíma var algengt að halda því fram gegn ljóðum ungra skálda að þau væru algjörlega óskiljanleg. Ég held að forráðamenn þess forlags sem gaf Malbikuð hjörtu út hafi verið með það í huga. Þarna væri bók sem eng- inn mundi skilja. Þeir vildu að ég hyggi á þenn- an þráð. En í þessari bók voru reyndar ljóð sem átti ekki að útskýra. Þau voru ætluð skynjuninni fremur en skilningnum. Þau áttu að vera ljóð sem ákveðin bygging en ekki endilega til þess að skiljast. Vissulega hef ég ort fleiri ljóð af þessu tagi en með opna ljóðinu verða straumhvörf, ég var að reyna að ná til fleiri. Að sumu leyti varð ég fyrir vonbrigðum með viðtökurnar því þessi ljóð náðu til takmarkaðri hóps en ég reiknaði með.“ Hefurðu einhverja skýringu á því? DJÖFULGANGUR SAMTÍMANS OG ÓSIGUR MANNSINS „Meðan maðurinn lendir í lífsháska hefur ljóðið hlutverk,“ segir Jóhann Hjálmarsson í samtali við ÞRÖST HELGASON um nýja ljóðabók sína, Vetrarmegn, en hún er sú síðasta í svoköll- uðum Eyrbyggju- þríleik skáldsins. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Maðurinn lendir í göldrum í Marlíðendum. Í Hljóðleikum verður hann orðlaus, hann lif- ir eitthvað eða sér eitthvað sem veldur því að hann verð- ur algerlega orðlaus. Í Vetr- armegni leggur firði, menn komast ekki leiða sinna, þeir eru stöðvaðir af, þeir eru lok- aðir inni, sambandslausir. Og þar er ekki aðeins verið að lýsa íslenskum vetri heldur og veikindavetri.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.