Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 7 Á RIÐ 1948 skrifaði George Orwell skáldsöguna 1984, sem margir vilja halda fram að sé ein helsta skáld- saga 20. aldar. Það ár var önnur heimsstyrjöld aldar- innar nýliðin, og kalda stríðið, sem virtist aðdrag- andi hinnar þriðju, rétt að byrja. Alræðisríki Hitlers hafði verið sigrað með aðstoð alræð- isríkis Stalíns, og í Sovétríkjunum kepptust menn við að endurskrifa söguna þannig að allar helstu framfarir mannkyns höfðu verið Rúss- um að þakka. Vesturveldin höfðu með miklum tilkostnaði myndað loftbrú til Berlínar til að bjarga íbúum borgarinnar, sem aðeins þremur árum áður höfðu verið svarnir óvinir þeirra, frá hinum lífshættulegu Rússum, sem þá höfðu verið traustir bandamenn. Óvinir gærdagsins voru vinir í dag, vinirnir þá voru orðnir hinir mestu óvinir. Þetta endurspeglast í skáldsögu Orwells, þar sem risaveldin þrjú, Oceania (líklega hinar enskumælandi þjóðir, með Bretland og Banda- ríkin í broddi fylkingar), Evrasía (líklega Sov- étríkin og meginland Evrópu undir forystu þeirra) og Austasía (ef til vill Kína) takast á í ei- lífu stríði, þar sem enginn er nógu sterkur til að vinna fullnaðarsigur. Skipt er um bandalög í gríð og erg, en yfirvöld láta sem óvinurinn hafi alltaf verið óvinur, vinurinn alltaf vinur. Þegn- um ríkisins er stjórnað af ótta við óvininn og svikara sem leynast alls staðar. Til að fram- fylgja eftirlitinu er sjónvarpsskjár á hverju heimili, sem virkar einnig sem eftirlitsmynda- vél og ómögulegt er að slökkva á. Sýn Orwells rætist Næstu árin virtist hin myrka heimsmynd Orwells vera að ganga eftir. Stríð braust út á Kóreuskaga þar sem Bandaríkin og Kína, bandalagsþjóðir í seinni heimsstyrjöldinni, tók- ust á, og óttinn við kommúnista var í hámarki á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum sjálfum, hin- um svokallaða „leiðtoga hins frjálsa heims“, voru nornaveiðar McCarthys í algleymingi. Lýðræðinu virtist fórnað í þeim tilgangi að verja það. En allt fór ekki á versta veg. Samið var um vopnahlé í Kóreu árið 1953, og ári síðar var McCarthy loks stöðvaður þegar hann gekk of langt og fór að leita svikara innan banda- ríska hersins. Þremur árum seinna var hann látinn. Árið sem sagan átti að gerast, 1984 (þó að að- alpersóna hennar segist reyndar ekki vera raunverulega viss um hvaða ár sé), virtist sem skáldsaga Orwells hefði einungis verið óljós martröð sem heimurinn hafði vaknað upp af. Kalda stríðinu lauk nokkrum árum síðar, og sjónvarpið var ekki notað af alræðisstjórnum til að styrkja vald sitt. Þvert á móti varð það einn helsti boðberi fagnaðarerindis markaðs- hagkerfisins. Upplýsingabyltingin gerði það að verkum að alræðisstjórnir áttu í erfiðleikum með að keppa við kapítalísku ríkin. Sovétríkin gátu, í kjölfar iðnvæðingar, haldið í við Vest- urlönd, og jafnvel haft betur, í að framleiða skriðdreka og fallbyssur. En þegar þróunin var komin á það stig að stöðugt upplýsingaflæði var nauðsynlegt til að framfarir gætu orðið í tækni, þar á meðal hertækni, urðu alræðisríkin gjaldþrota. Alræðisstjórnir eiga ekki heima á öld Netsins, nema þær fari þá leið sem Norður- Kórea hefur farið, að reyna að loka umheiminn algerlega úti, en það hefur aftur haft í för með sér að hún stendur nágranna sínum í suðri langt að baki á öllum sviðum, en til samanburð- ar má nefna að árið 1950 var hún sterkara ríkið. Bækur um staði sem eru ekki til George Orwell var ekki fyrsti maðurinn til að skrifa myrka dæmisögu til að vara við þróun samtímans. Tékkinn Franz Kafka hafði áður ritað söguna „Réttarhöldin“, þar sem hann var- aði við hættunni á því blinda skrifræði sem fylgdi eflingu ríkisvaldsins, og í Rússlandi hafði maður að nafni Zamyatin skrifað söguna „Við“, sem á margan hátt er beinn fyrirrennari 1984. Hafa slíkar bækur, sem fjalla um ímynduð þjóðfélög, verið kallaðar „staðleysubók- menntir“. En þegar kalda stríðinu lauk virtist sem ann- ar Breti, Aldous Huxley, hefði hitt naglann á höfuðið með bók sinni Brave New World (Ver- öld ný og góð), sem kom út árið 1932. Meira að segja nafnið virtist hafa beina vísun, þegar Bush Bandaríkjaforseti talaði um New World Order. Varanlega stríðinu var lokið, enginn ut- anaðkomandi óvinur virtist hafa roð við Vest- urlöndum, sem kom einna berlegast í ljós í Persaflóastríðinu fyrra, þegar herir vestursins undir forystu Bandaríkjanna völtuðu yfir her Íraks, sem þá var sá fjórði stærsti í heimi, á innan við 100 klukkustundum. Markaðshag- kerfið virtist standa uppi sem óskoraður sig- urvegari, og Francis nokkur Fukuyama spáði um endalok sögunnar. Hér eftir myndu allir feta í fótspor sigurvegaranna, og stórátök heyrðu sögunni til. Í bók Huxleys er utanaðkomandi óvinurinn ekki til. Þeir sem búa utan við þjóðfélagið þar búa á einhvers konar verndarsvæðum, og skipta borgarbúa litlu máli, einhvers konar þriðja heims búar sem lítil ógn stafar af, að minnsta kosti hernaðarlega. Innan ríkisins er öllum kennt að vera hamingjusamir neytendur sem una sáttir við sitt og lítinn áhuga hafa á þjóðfélagsbreytingum. Ef þeir finna samt til óhamingju taka þeir inn lyf (sem heitir reyndar soma frekar en prozac), og ef það virkar ekki er það versta sem getur gerst að þeir verða sendir í útlegð til Íslands, frekar en til pyntinga í her- bergi 101. Kynlíf í staðleysubókmenntum En þetta er ekki eini munurinn á skáldsög- um Huxleys og Orwells. Stór munur er einnig á viðhorfi þjóðfélaga þeirra til kynlífs. Í 1984 reyna stjórnvöld eins og þau geta að draga úr slíkri hegðun í viðleitni sinni til að kæfa manns- andann, og slíkt er þar að auki sóun á orku sem ætti að nýta í þjónustu flokksins. Kynlíf er helst hægt að finna í rauðu hverfum öreiganna, en er umborið meðal flokksmanna ef það er stundað í þeim tilgangi að eignast nýja flokks- meðlimi. Í annarri bók sem gerist í myrkri framtíð, The Handmaids Tale eftir Margret Atwood, sem kom út árið 1985, í miðri „íhalds- byltingu“ Reagans, er Norður-Ameríku stjórn- að af kristnum ofsatrúarmönnum. Þar eru eig- inkonur yfirstéttarinnar upp til hópa orðnar ófrjóar. Til að eignast börn eru lágstéttarkonur fengnar inn á heimilin og liggja í fangi eig- inkonunnar meðan maðurinn hefur mök við þær, en skýrt er tekið fram að enginn eigi að njóta þess sem fram fer, þó að karlarnir eigi það til að stofna einkaklúbba þar sem menn geta sofið hjá tilvonandi barnsmæðrum án nærveru eiginkvenna. Í bók Zamyatins fær fólk úthlutað bólfélög- um af yfirvaldinu, svo að það verði til friðs. Í þessu má ef til vill finna samsvörun með stefnumótalínum (og jafnvel skemmtistöðum) nútímans, en yfirvöld hafa hingað til ekki haft afskipti af þeim til að sjá til þess að allir fái (það) eitthvað. Huxley gengur þó skrefinu lengra. Þar sofa allir hjá öllum, og eru litnir hornauga ef þeir gerast of eigingjarnir og ætla sér að eiga í ást- arsambandi við einungis einn aðila. Börnum niður í leikskólaaldur eru jafnvel kenndir kyn- lífsleikir. Það má jafnvel segja að með þessu hafi Huxley séð fyrir kynlífsbyltinguna, sem þó hófst ekki fyrr en rúmum 30 árum eftir að bók- in kom út, en bók þessi á að gerast um það bil 600 árum eftir útgáfu hennar. Hversu vel spádómar Zamyatins og Huxleys hafa gengið eftir má deila um, en þeir virðast þó vera nær því sem varð en Orwell og Atwood. Enda er besta leiðin fyrir yfirvald til að halda almenningi góðum að halda huga hans við kyn- líf. Sem dæmi má nefna að list þriðja ríkisins var að mörgu leyti mjög erótísk, mikið um stælta karlmenn og konur, og í Sovétríkjunum og enn fremur í Rúmeníu Ceauceuscus var fólk hvatt til að eiga eins mörg börn og mögulegt var fyrir flokkinn. Boð og bönn um kynlíf hafa þó verið notuð til að koma höggi á pólitíska andstæðinga, eins og valdaferill Bills Clintons er dæmi um, en tæp- um áratug seinna hefur virkað verr að beita þessu vopni gegn ríkisstjóraframbjóðandanum Arnold Schwarzenegger. Staðleysubókmenntir og bíómyndir Árið 1984 var skáldsaga Orwells kvikmynd- uð, með John Hurt í hlutverki hins ólánssama Winstons Smiths, og Richard Burton í hlut- verki hins illa O’Briens. Hvort Írahatur hafi spilað inn í þegar Englendingurinn Orwell skírði persónur sínar skal ósagt látið, en líklegt er að áhorfendum hafi létt mikið við lok mynd- arinnar að þessi myrka sýn hafi ekki orðið að veruleika, að minnsta kosti ekki hérna megin járntjalds. Hljómsveitin Eurythmics var feng- in til að poppa myndina upp, en annars virtist hún lítið erindi eiga við samtímann. Rúmum tíu árum síðar varð hins vegar bók Huxleys fyrirmyndin að kvikmyndinni Demol- ition Man, þar sem aðalkvenhetjan Lenina Huxley er skírð í höfuðið á bæði Huxley sjálf- um og aðalkvenpersónu hans. Í myndinni spila útvarpsþættir lög úr gömlum auglýsingum meðan áheyrendur syngja með, kynlíf er ein- ungis stundað með hjálp raftækja, og Pizza Hut sá hag sinn í því að kaupa sig inn í myndina sem helsta skyndibitakeðja þessarar framtíð- arsýnar. Svo virðist sem kvikmyndin eigi að gerast í mun nálægari framtíð en Huxley skrif- ar um. Annar munur er sá að aðalhetja mynd- arinnar berst ekki við yfirvöld með Shake- speare-tilvitnunum, eins og Bernard Marx í bók Huxleys, heldur er þar vöðvatröllið Sylv- ester Stallone á ferð, sem beitir talsvert öðrum meðölum. Í Veröld ný og góð virðist sem kapítalisminn og kommúnisminn hafi vaxið hvor inn í annan. Fólk ber nöfn spámanna alheimssósíalismans en tilbiður heilagan Ford. Í annarri bók sem gerist í mun fjarlægari framtíð, eða eftir 800.000 ár, Tímavélinni eftir HG Wells, hafa þessar tvær stefnur vaxið það mikið í sundur að tvær mismunandi dýrategundir hafa myndast, hinir friðsömu og saklausu Eloiar, afkomendur öreiganna, og hinir grimmu Morlockar, afkom- endur yfirstéttarinnar, sem nærast á líkömum hinna fyrrnefndu. Í nýjustu kvikmyndun bók- arinnar, leikstýrt af barnabarni Wells, koma stjórnmálastefnur lítið við sögu, nema hvað að uppgröftur á tunglinu leiðir til þess að það hrynur og miklar hamfarir fylgja í kjölfarið, sem leiðir aftur til þess að mannkynið greinist í fyrrnefndar dýrategundir. Staðleysubókmenntir og nútíminn Markaðshagkerfið og áætlunarbúskapurinn uxu hvorki lengra sundur né saman, þvert á móti gerði hið fyrrnefnda út af við hinn síð- arnefnda eftir langvinna baráttu. En hvaða bókmenntir hafa þá haft mest spádómsgildi fyrir daginn í dag? Við upphaf nýrrar aldar virðist hinn nýi heimur Bush eldri í molum. Bandaríkin, undir stjórn sonar hans, vígbúast nú gegn utanað- komandi ógnum sem aldrei fyrr. Spádómur Fukuyama um endalok sögunnar hrundi til grunna hinn 11. september 2001. Spádómur annars fræðimanns, Samuels P. Huntingtons, um baráttu hinna mismunandi menningar- heilda, svo sem vestrænnar, íslamskrar, og sínóískrar, virðist líklegri kostur. Innan hins vestræna heims búum við ef til vill í veröld ekki ýkja langt frá skopstælingu Huxleys á mark- aðskerfinu. En handan landamæranna leynast hætturnar. Með stríðinu gegn hryðjuverkum, sem engan enda er að sjá á, virðist sem hið var- anlega stríð sé komið aftur. Ef til vill er það hér sem bók Orwells hefur mest viðvörunargildi. Því hættunum að utan fylgja hætturnar að inn- an. Þegar hætturnar leynast víða virðast sumir trúa því að fórna þurfi lýðræðinu til að vernda það. Ef til vill á 1984 því enn þann dag í dag meira erindi til okkar en við myndum kjósa. HEFUR SÝN ORWELLS RÆST? E F T I R VA L G U N N A R S S O N Höfundur er sagnfræðingur. EÐA BÚUM VIÐ Í VERÖLD NÝRRI OG GÓÐRI? Morgunblaðið/Árni Sæberg „Árið sem sagan átti að gerast, 1984, virtist sem skáldsaga Orwells hefði einungis verið óljós martröð sem heimurinn hafði vaknað upp af.“ Úr uppfærslu Stúdentaleikhússins. Um þessar mundir er Stúdentaleikhúsið að sýna leikgerð eftir skáld- sögu George Orwells, 1984. Af því tilefni er hér farið yfir hvað hefur ræst og hvað ekki af fram- tíðarsýn Orwells, og einnig er skoðað spá- dómsgildi annarra bók- mennta sem hafa fjallað um framtíðina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.