Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 S ÝNING Guðnýjar Guðmunds- dóttur, Þýskur reiðskóli, verð- ur opnuð í Listasafni ASÍ í dag kl. 15. Guðný stundaði nám við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990– 1993 og lauk námi frá Hoch- schule für Bildende Künste í Hamburg árið 2001. Hún býr nú og starfar í Hamborg. Þýskur reiðskóli er fyrsta sýning Guðnýjar hér á landi að námi loknu, en hún hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum úti. Aðspurð hvað sjá megi á sýningunni segir Guðný að hún ætli að vera með teikningar sem hún hafi unnið á síðustu tveimur árum, auk ljósmynda og skúlptúra úr ýmsum efnum. Í Gryfjunni verða síðan teikningar sem Guðný vann í samvinnu við fyrrverandi skólafélaga sinn, Jonathan Meese. Um teikningarnar í salnum á efri hæðinni segist Guðný hafa þróað þessa tegund teikninga í nokkurn tíma. „Eins og sjá má er línan í myndunum mjög dauð, en fyrir tveimur árum tók ég meðvitaða ákvörðun um að reyna að hafa eins dauða línu og ég gæti í teikningunum til þess að reyna að ýta mynd- listinni burt frá sjálfri mér. Með því á ég við að ég hef engan áhuga á að láta myndirnar mínar fjalla um mig eða mínar tilfinningar, sem kæmu þannig fram í einhvers konar missterk- um línum. Ég hef ekki lengur áhuga á tjá mig um hluti sem ég hef einhvern persónulegan áhuga á eða því hvernig mér líður. Ég get ekki gert ráð fyr- ir því að fólk sem kemur og skoðar sýninguna hafi einhvern sérstakan áhuga á minni persónu eða mínum áhugamálum. Þess vegna ákvað ég að taka lífið úr teikningunni og reyndi að hafa bara eins jafnar línur og ég gæti og hugsa bara um það að ná einhverri ákveðinni stöðu á flet- inum og fór að teikna þessa byggingu sem sjá má á sumum myndanna.“ Þjóðfélagið sem reiðskóli Að sögn Guðnýjar tengist byggingamótífið öðru verki sem hún vann fyrir nokkrum árum og sýnir einnig á sýningunni nú. „Það verk fjallar mikið um það hvernig eitthvað verður til, s.s. byggingar, og í framhaldinu langar mig að ganga frá því verki með því að rífa þessa byggingu niður. En áður en ég gat byrjað á því varð ég að fá sem fullkomnasta mynd af þess- ari byggingu eins og hún birtist á fletinum. Ég er sem sagt ekki enn byrjuð á þessu niðurrifs- ferli, bara komin með nokkrar skissur, en það er það sem koma skal.“ Spurð um yfirskrift sýningarinnar segir Guðný hana vísa í ákveðið ástand. „Hún flétt- ast saman við vinnu mína með hesta og knapa í teikningunum mínum. Ég var að vinna með bók sem heitir Spánski reiðskólinn í Vín og þannig spannst titillinn út frá því. Þetta voru hlutir sem ég er að velta fyrir mér við sköpun verkanna sem þurfa ekkert endilega að end- urspeglast í verkunum sjálfum. Ég var t.d. að velta fyrir mér hvort þjóðfélög væru í reynd ákveðin tegund af reiðskóla. Maður verður til dæmis áþreifanlega var við það í Þýskalandi að fólk er flokkað niður þannig að þjóðfélagið virkar að nokkru leyti eins og vél. Vissulega er hægt að stökkva milli stétta, en það eru und- antekningar. Skólakerfið tekur þátt í að flokka einstaklinga allt frá barnsaldri og þannig er fólki beint inn á einhverjar brautir og inn í ákveðna stétt án þess að spurt sé hvort það henti því. Á sama hátt spyrðu ekki hest hvort það henti honum að gera einhverjar ákveðnar kúnstir á reiðsýningu,“ segir Guðný, en sýning hennar stendur til 23. nóvember nk. Samhliða sýningu Guðnýjar verður opnuð sýningin Sjö myndverk í Arinstofu Listasafns ASÍ. Þar er um að ræða sjö myndverk í eigu Listasafns ASÍ sem safnið hefur nýverið eign- ast, eftir listakonurnar Erlu Þórarinsdóttur, Hörpu Árnadóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Katrínu Sigurðardóttur, Olgu Bergmann, Sól- veigu Aðalsteinsdóttur og Þorbjörgu Þor- valdsdóttur. Í verkunum takast listakonurnar á við ýmsar efnisgerðir í tvívídd og þrívídd, vinna með vatnsliti og gler, ljósmyndir og silf- urpappír, vír og nælon, pappírsklipp og bleksprautuprent, saman eða sitt í hvoru lagi. Sýningin stendur til 14. desember nk. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13–17 og er aðgangur ókeypis. „TEK LÍFIÐ ÚR TEIKNINGUNUM“ Morgunblaðið/Ásdís Guðný Guðmundsdóttir með myndir sem hún vann ásamt Jonathan Meese í bakgrunninum. P ÍANÓKEPPNI Íslandsdeildar Evrópusambands píanókenn- ara, EPTA, verður haldin í ann- að sinn síðar í mánuðinum. Á áttunda tug landa eru í samtökunum, en þau gangast fyrir ýmiss konar fræðslustarfi og uppákomum. Fyrsta píanó- keppnin var haldin árið 2000 með styrk Reykjavíkur Menningarborgar og mennta- málaráðuneytisins. Arndís Björk Ásgeirs- dóttir er einn skipuleggjenda keppninnar. „Fyrsta keppnin var haldin í Salnum í Kópavogi í nóvember 2000, og þá keppti 21 ungur píanóleikari í þremur flokkum, en skil- yrði er að keppendur séu 25 ára eða yngri. Fyrirkomulag keppninnar reyndist vel, og því verður hún með sama sniði í ár. Flokk- arnir þrír eru miðstig, með nemendum í 4. og 5. stigi píanónáms; framhaldsstig, með nem- endum úr 6. og 7. stigi og loks háskólastig með nemendum í 8. stigi og þar fyrir ofan.“ Arndís Björk segir að viðtökur bæði nem- enda og kennara hafi verið feiknargóðar í ár, og að fjöldi keppenda tvöfaldist í ár – verði ríflega 40, með mesta fjölgun á framhalds- stiginu. Verðlaunahafar úr neðri stigunum frá því í hitteðfyrra koma til dæmis aftur í ár og keppa í hærri stigum. „Það er mikil spenna í kringum þetta og krakkarnir eru mjög metnaðarfullir í vali sínu á verkefnum í keppninni. Við fundum það síðast bæði hjá nemendum og kennurum að þessi keppni var þá óþekkt stærð, en eftirá voru kennarar afskaplega ánægðir með þær framfarir sem þeir nemendur sýndu sem tóku þátt í keppninni. Það þarf mikinn dugn- að til að undirbúa svona stórt prógramm. Nemendunum fannst þetta allt öðru vísi en að spila á prófi, en líka allt öðru vísi en að leika á tónleikum; það skapaðist sérstök stemmn- ing í kringum þetta og krakkarnir áunnu sér nýja og góða reynslu. Sum þeirra bestu tóku þátt í keppni erlendis skömmu eftir keppnina hér, þannig að þessi frumraun í Salnum reyndist þeim dýrmæt reynsla.“ Þetta er ekki bara spurningin um að vinna. Að sögn Arndísar Bjarkar skiptir sjálf þátt- takan miklu máli og er mikilvæg reynsla út af fyrir sig. Aðeins fimm krakkar úr hverjum flokki komast í úrslit, og samkeppnin er því talsverð. „Það er ekkert fyrirsjáanlegt í keppni af þessu tagi – allt getur gerst, og það er það skemmtilega við þetta.“ Mikilvægt að hafa íslensk verk með Allir keppendur þurfa að leika eitt verk eftir Bach, eða annað barokktónskáld; klass- ískan sónötukafla; verk frá rómantíska tím- anum eða 20. öldinni. Þegar komið er í úrslit þurfa allir keppendur að hafa líka íslenskt verk á reiðum höndum, og keppendur í há- skólaflokknum þurfa jafnframt að leika nýtt verk, sem samið er sérstaklega fyrir keppn- ina. Það er því eina skylduverkið í keppninni. „Nýja verkið í ár er eftir Hauk Tómasson, og óneitanlega hlýtur það að vera gaman fyr- ir tónskáld að heyra fimmfaldan frumflutn- ing á verki á einum degi. Við veitum sérstök verðlaun fyrir besta flutninginn á þessu verki.“ Arndís Björk segir það mjög meðvitaða ákvörðun að allir úrslitakeppendur þurfi að leika íslenskt verk. „Við viljum ýta undir það að íslenskir píanónemendur kynnist íslenskri píanótónlist. Það er ekki sjálfgefið að þeir geri það í náminu. Píanókennarar eru mis- duglegir við að hampa okkar eigin músík. Það kemur líka í ljós þegar farið er að skoða í þessa sjóði, að það er heilmikið til af íslensk- um píanóverkum.“ Haukur Tómasson kallar verk sitt Brotna hljóma, og segir Arndís Björk að píanókenn- arar taki keppnina mjög alvarlega og margir leggi mikið á sig til að koma nemendum sín- um sem lengst áfram í keppninni. „Það eru dæmi um kennara með fjóra til fimm nem- endur í keppninni; kennara sem hafa verið að vinna að þessu allt frá því í sumar.“ Forkeppnin hefst miðvikudaginn 26. nóv- ember og stendur í tvo daga, og þá keppa all- ir. Á föstudeginum er frí, en úrslitakeppni á laugardeginum. Úrslit verða kynnt sunnu- daginn 30. nóvember og þrenn verðlaun veitt í hverjum flokki. „Rúrí hannar verðlauna- gripinn fyrir okkur, og það ætti að verða keppikefli fyrir keppendurna að næla sér í þann grip.“ Í ár er keppnin styrkt af menntamálaráðu- neytinu, Kennarasambandi Íslands, Íslands- banka og Kópavogsbæ. „Íslandsbanki styrkti okkur til dæmis til að panta nýja verkið frá Hauki, en annars hefur þetta verið fremur þungur róður. Við erum að vonast til að fleiri sveitarfélög sjái að sér og styrki verkefnið, því hér er ungt fólk að gera góða og upp- byggilega hluti.“ Yfirdómari í keppninni í ár er Peter Top- erczer, rektor tónlistarakademíunnar í Prag, en Arndís Björk segir hann mjög hagvanan í ýmiss konar píanókeppni – meðal annars Tsjaíkovskíjkeppninni. Hingað kemur hann beint frá því að dæma í Alþjóðlegu haust- keppninni í Prag sem lýkur 24. nóvember. Ís- lenska dómnefndin er skipuð sama fólki og í hitteðfyrra, Halldóri Haraldssyni, Önnu Þor- grímsdóttur og Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur, en Þorsteinn Gauti Sigurðsson kemur nýr inn í stað Gísla Magnússonar. Auk verðlaunagripsins fá þeir sem hreppa fyrstu verðlaun í hverjum flokki stúdíóupp- tökur í Ríkisútvarpinu. „Allir verðlaunahafar fá líka verðlaun frá Máli og menningu, Japís og Tólf tónum, sem voru sérlega rausn- arlegir við vinningshafana síðast, og það sama má segja um Tónastöðina.“ Píanókeppni Íslandsdeildar Evrópusambands píanókennara haldin í annað sinn í lok mánaðarins Keppendafjöldi hefur ríflega tvöfaldast Arndís Björk Ásgeirsdóttir píanókennari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.