Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003 13 Þ jóðminjasafn Íslands opnar í dag í Þjóðmenningarhúsinu sýn- inguna Þjóðminjasafnið – svona var það í tilefni 140 ára afmælis safnsins. Nú hillir undir að safn- ið verði opnað á ný með nýjum grunnsýningum og breyttum áherslum og því við hæfi að líta um öxl, skoða sögu Þjóðminjasafnsins og hlut- verk í íslensku samfélagi í gegnum tíðina. Á sýningunni verður staldrað við á þeim tíma sem safnið var í risi Safnahússins við Hverf- isgötu, sem nú heitir Þjóðmenningarhúsið, á árunum 1908–1950 og endurskapað brotabrot af gömlu sýningunni og þeirri stemmningu sem þar ríkti á fyrri hluta 20. aldar. Notaðar hafa verið ljósmyndir sem teknar voru á staðnum og birtust í Leiðarvísi – sýningarskrá frá 1914 eftir Matthías Þórðarson, þáverandi þjóðminjavörð. Þröngt var um safnið á loftinu og var gripunum raðað saman í þéttar þyrp- ingar sem skapaði ákveðin áhrif sem vand- fundin eru á safnasýningum í dag. Upphaf safna Í texta á sýningunni og í sýningarskrá er sagt í stuttu máli frá upphafi safna og safn- astarfi almennt svo og frá sögu Þjóðminja- safnsins auk þess sem Þór Magnússon, fyrr- verandi þjóðminjavörður, skrifar bernskuminningu úr safninu. Í sýningarskrá er greint frá upphafi Þjóðminjasafnsins: ,,Eftir miðja 19. öld átti sér stað mikið upp- gangsskeið og þjóðernisvakning á Íslandi. Verslun var gefin frjáls, innlend stjórnsýsla tók á sig fastari mynd og framfarir urðu á sviði skóla- og heilbrigðismála og bókaútgáfu. Fólksfjölgun varð að sama skapi mikil og sam- félagið tók stórstígum breytingum. Kaupstað- ir efldust, einkum Reykjavík sem höfuðstaður landsins og nýir hugmyndastraumar léku um staðinn. Þjóðminjasafn Íslands var stofnað árið 1863, er stiftsyfirvöldum í umboði íslensku þjóðarinnar var fært nokkurt safn forngripa að gjöf, með þeim skilyrðum að komið yrði á fót íslensku forngripasafni. Hvatinn að stofn- un safnsins var meðal annars sá að frá Íslandi höfðu horfið fjölmargir dýrmætir fornmunir sem annaðhvort enduðu á erlendum söfnum ellegar í fórum einstaklinga. Nokkrum mönn- um rann blóðið til skyldunnar að stöðva þá þróun og því var hafist handa við að koma á fót íslensku safni. Þar voru fremstir í flokki Sig- urður Guðmundsson málari og Helgi Sigurðs- son, prestur á Jörva, en hann gaf einnig marga gripi til safnsins. Þeim gramdist hirðuleysi landsmanna um menningarsögulegar minjar og í greinaskrifum hvöttu þeir til stofnunar ís- lensks forngripasafns, meðal annars til þess að koma í veg fyrir að landið yrði gjörrúið ger- semum sínum. Sigurður Guðmundsson var manna beittastur í eggjan sinni til þjóðarinnar og í hugvekju til þjóðarinnar í Þjóðólfi 1862 skrifaði hann um mikilvægi slíks safns, „[t]il þess að vjer skiljum þjóðerni vort og sögu landsins bæði að fornu og nýju…“ Að sama skapi voru honum hugleikin tengslin við einn helsta menningararf þjóðarinnar, Íslendinga- sögur.“ Bakgrunnsþekking æskileg Um Leiðarvísi Matthíasar Þórðarsonar frá 1914 segir á sama stað: ,,Matthías gerir text- ann lifandi með því að vitna til margs konar heimilda, sögu Íslands og Evrópu, listasögu, biblíusagna og Íslendingasagna. Fornleifa- fræði og sagnfræðilegar skýringar fá aftur á móti ekki mikið rými í texta Matthíasar. Hann gerir ekki tilraun til þess að lýsa þeim tímum sem gripirnir eru frá og lýsa hag þjóðarinnar og setur ekki fram neinar söguskýringar eða túlkanir. Matthías segir fyrst og fremst sögu þeirra gripa sem eru á sýningunni og það er nánast gert ráð fyrir að sýningargestir felli þá saman við eigin kunnáttu um sögu lands og þjóðar. Þannig er í raun krafist nokkurrar bakgrunnsþekkingar og sér í lagi er gert ráð fyrir góðri þekkingu á fornsögunum sem reyndar var mjög almenn á þessum tíma. Núna, 90 árum eftir útgáfu Leiðarvísis Matthíasar, hillir undir að Þjóðminjasafn Ís- lands verði opnað með nýjum sýningum í húsakynnum safnsins við Suðurgötu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á allri framsetn- ingu og efnistökum. Þar sem gripir og saga þeirra var áður fyrr í aðalhlutverki, útskýrð með vísun í sögur og sagnir, mun Íslands- sagan sjálf verða höfð í forgrunni og gripum ætlað að varpa ljósi á hana. Markmið með nýj- um grunnsýningum Þjóðminjasafns Íslands er að draga upp sem skýrasta og heillegasta mynd af menningarsögu Íslendinga. Til grundvallar við sýningargerðina liggur ein meginspurning, sem gestir leita svara við: Hvernig verður þjóð til? Með þeirri sýningu sem hér getur að líta, er leitast við að bregða ljósi á þá mynd sem dreg- in var upp af menningarsögu þjóðarinnar, eins og hún birtist gestum safnsins í salarkynnum þess hér á Safnahúsloftinu fyrir hartnær einni öld. Sýndir eru afmarkaðir hlutar þeirrar sýn- ingar sem sett var upp árið 1909 og einskorð- ast munaval við það sem sést á ljósmyndum í Leiðarvísi. Segja má að Þjóðminjasafn Íslands gefi gestum sínum núna færi á að líta um öxl, á sögu safnsins og starf þess, jafnframt því að leiða hugann að því sem framundan er.“ Um hönnun sýningarinnar sá Finnur Arnar Arnarson, grafísk hönnun var í höndum Finns Malmquist hjá Fíton og sýningarstjóri er Sig- rún Kristjánsdóttir, Þjóðminjasafni. Um textagerð sá Guðbrandur Benediktsson. Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir, og menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, munu flytja ávörp og opna sýninguna og nýjan vef safnsins. Hollvinasamtök þjóðminjasafnsins Minjar og saga munu í tilefni dagsins færa safninu veglega gjöf. Afmælissýning Þjóðminjasafns- ins og ný vefsíða safnsins eru unnin í samstarfi við Landsvirkjun, bakhjarl Þjóðminjasafnsins. TIL ÞESS AÐ VJER SKILJ- UM ÞJÓÐERNI VORT JÓLASÝNING Árbæjarsafns hefur hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Dagskrá verður tvo sunnu- daga, á morgun og 14. desember. Kl. 14.30 á morgun verður sögustund fyrir börn í Lækj- argötu 4. Þá les Kristín Helga Gunnarsdóttir úr nýrri bók sinni Strandanornir. 14. desem- ber mun Iðunn Steinsdóttir lesa úr sínum bókum kl. 14. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa að skera út laufabrauð og gestum verður boðið að smakka. Uppi á baðstofu- lofti verður spunnið, prjónað og saumaðir roðskór. Þar verður einnig jólatré vafið lyngi. Í Kornhúsinu verður sýningin um sjötta áratuginn opin og á efri hæðinni fá börn og fullorðnir að föndra og búa til músa- stiga. Í Ullarhúsinu er kertasteypa. Í Hábæ verður hangikjötið komið í pottinn og gest- um boðið að bragða á nýsoðnu keti, í stof- unni er sýndur útskurður. Í Efstabæ er jóla- undirbúningurinn kominn á fullan skrið og skatan komin í pottinn. Prentari er að störf- um í Miðhúsi og þar eru einnig sýnd gömul jólakort. Jólahald heldra fólks við upphaf síðustu aldar er sýnt í Suðurgötu 7. Þar er einnig gullsmiður að störfum og Elsa E. Guðjónsson sýnir útsaum. Jólatré af ýmsum toga Í Lækjargötu verða einnig sýnd jólatré af ýmsum toga ásamt jólaskrauti fyrri tíma. Í Listmunahorninu sýnir Nikulásarkot þjóð- legt jólahandverk og Krambúðin verður með kramarhús, konfekt og ýmsan jólavarning til sölu. Dillonshús býður upp á veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti. Kl. 14 verður messa í safnkirkjunni og kl.15 hefst jólatrés- skemmtun. Börn úr Ártúnsskóla syngja jóla- lög og síðan verður dansað í kringum jóla- tréð á torginu og eru gestir hvattir til að taka þátt. Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, HANGIKETIÐ KOMIÐ Í POTTANA Í ÁRBÆNUM Jólatréð skreytt í Árbæjarsafni. verða á vappi um safnsvæðið frá kl. 14–16.30 Á sunnudag, 7. desember, verður Söng- vaka á aðventu í gömlu safnkirkjunni kl. 15.30. Þá syngja Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson valin jólalög. Opið er frá kl. 13–17 báða sunnudagana. KIRKJUKÓR Grensáskirkju heldur af- mælis- og aðventutónleika kl. 20 annað kvöld, sunnudagskvöld. Kórinn fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári. Á tónleik- unum verða flutt aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Þá verður fluttur þáttur úr Gloríu eftir Vivaldi og Sicut locutus est úr Magnificat eftir Bach. Einnig kemur fram stúlknakór Grensáskirkju undir stjórn Ástríðar Haraldsdóttur og syngur m.a. þætti úr jólakantötu eftir Mons Leidvin Takle. Þá munu Ingibjörg Ólafs- dóttir, Hellen Helgadóttir og Matthildur Matthíasdóttir syngja þrísöng. Stjórn- andi og orgelleikari er Árni Arinbjarn- arson. GLORÍA Í GRENS- ÁSKIRKJU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.