Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004 Þ að er mat sumra að innan súr- realistahópsins (1924–1940) í París hafi konur einungis haft þrenns konar hlutverki að gegna: fyrirsæta, ástmær, menntagyðja (músa), farsælast ef þetta þrennt fór saman. Lee Miller og Dora Maar falla inn í þessa starfslýsingu; Miller var ástkona, aðstoðarljósmyndari og fyrir- sæta ljósmyndarans Man Ray um tíma, róm- uð fyrir fegurð sína eins og Dora Maar, sem var ástkona Picasso í sjö ár. Lee Miller og Dora Maar urðu ódauðlegar sem konur Pic- asso og Man Ray og um þær hefur jafnan verið fjallað sem kafla í lífi þessara fremstu listamanna 20. aldar. En auk þess að vera uppspretta andagiftar fyrir þá voru Miller og Maar hæfileikaríkir og sjálfstæðir listamenn, sem störfuðu í anda súrrealismans um tíma, fánaberar framsækinnar ljósmyndunar á blómaskeiði kvenljósmyndara í París. Ef fjallað er hér um Miller og Maar sam- an, má segja að margt tengdi þær: þær voru fæddar sama ár, 1907, báðar ljósmyndarar í innsta hring súrrealistaklíkunnar, Miller og Maar voru báðar hvað þekktastar fyrir port- rettljósmyndir sínar af Picasso og margir halda að það séu þeirra einu verk. Báðar voru þær fyrirsætur hjá Picasso og Man Ray. Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika lokuðu þær sig af á seinni hluta ævinnar og nánast afneituðu listsköpun sinni. Það er fyrst núna síðustu ár sem rýnt hefur verið í listferil þeirra og ævi, bæði í nýlegum ævisögum og sýningum á verkum þeirra og þær fengið verðugan sess í yfirlitsritum um ljósmynda- söguna. Að eigin verðleikum.1 Dora Maar (1907–1997) Hið rétta nafn Doru Maar var Henriette Théodora Markovitch. Faðir hennar var Kró- ati, arkitekt að mennt, en móðir hennar frönsk. Théodora fæddist í París, einkabarn foreldra sinna, en þau fluttu er hún var þriggja ára til Buenos Aires í Argentínu þar sem faðir hennar fékk vinnu við miklar bygg- ingarframkvæmdir. Er Théodora náði 19 ára aldri fluttist fjölskyldan til Parísar, með þrjú tungumál í farteskinu, frönsku, spænsku, ensku og heilmikla lífsreynslu. Théodora bjó snemma yfir mikilli listgáfu og námsferill hennar hófst í virtum ljósmyndaskóla í París áður en hún skráði sig í málaralist í hinum þekkta listaháskóla, Académie Julian. Þessi akademía hafði þann kost umfram aðrar að þar gátu konur stundað listnám, meira að segja máttu konur teikna nakin karlmódel. Théodora sótti einnig tíma hjá listmálaranum André Lhote, einum virtasta kennara í París, á sama tíma og ljósmyndarinn Henri Cartier- Bresson og tókst með þeim Cartier-Bresson góður vinskapur. Það er á þessum tíma sem Théodora styttir nafn sitt og tekur sér lista- mannsnafnið Dora Maar. Dora Maar valdi ljósmyndun fram yfir málverkið, bæði vegna þess að ljósmyndir hennar vöktu meiri athygli og á árunum 1929–1930, um svipað leyti og Dora hikar á milli listmiðla, er hápunktur hinnar nýju ljós- myndunar í Frakklandi; hluturinn sem slíkur öðlast mikilvægi, skerpa; fjölbreytileg sjón- arhorn og listræn nálgun urðu boðorð þess- ara púrista sem litu á ljósmyndun sem sjálf- stæðan listmiðil. Hróður listakonunnar Doru Maar barst skjótt til virtustu ljósmyndara tímabilsins og hefur hún samstarf m.a. við ljósmyndarann ungverska Brassaï. Lifibrauð hennar, líkt og fjölmargra annarra ljósmyndara, urðu port- rett, pantanir fyrir tískublöð, alls kyns aug- lýsingar sem hún vann að á ljósmyndastof- unni Kéfer-Dora Maar með ljósmyndaranum Peter Kéfer. Dora Maar opnaði svo sitt eigið stúdíó árið 1934 að 29, rue d́Astorg í París. Virtur listamaður – virk baráttukona Súrrealisminn og raunsæið í ljósmyndum Doru Maar eru í raun lýsandi fyrir þær tvær manneskjur sem toguðust á í henni; önnur geislandi af lífsgleði, krafti og kímni, hin þung og raunamædd, ólgandi hið innra með heiminn á herðunum. Götuljósmyndir Doru frá London, Barcelona og París lýsa eymd og fátækt þegar kreppan er í algleymingi og þótti mörgum í takt við þá Doru sem var virk í pólitík. Dora kynntist í flokkastarfinu súr- realistaljóðskáldinu og rithöfundinum Georges Bataille, heillaðist af pólitískum sannfæringarkrafti og sameiginlegum skoð- unum og hefja þau stutt ástarsamband. Auk þess að vera í byltingarhópnum Contre-atta- que ásamt m.a. Claude Cahun ljósmyndara, berst Dora Maar með Bataille í róttækri vinstrihreyfingu, Masses, gegn uppgangi fas- ista og fyrir allsherjarverkfalli í Frakklandi. Hún er ráðin í framhaldi sem ljósmyndari við gerð kvikmyndarinnar Glæpur Herra Lange (Le Crime de Monsieur Lange). Kvikmyndin, sem Jean Renoir og Jacques Prévert gerðu, var áróður gegn ofríki stjórnvalda og hvetur verkamenn til aðgerða. Kvikmyndin varð að miklum hluta til þess að alþýðufylkingin Front Popular vann kosningasigur árið 1936. Með sambandi sínu við Bataille hverfur Dora inn í hringiðu súrrealistanna og hefur samstarf við hópinn. Hún kynnist klíkunni með forsprakkanum André Breton ásamt ljóðskáldinu Paul Eluard og ljósmyndaranum Man Ray. Bataille og Breton áttu ekki skap saman, voru ávallt í hatrömmum deilum og greri aldrei um heilt. Breton þótti Bataille klúr ofstopamaður en Bataille þótti Breton kveif og forpokaður í kynferðismálum. Lengi hefur verið litið á Bataille sem nánast bann- sett skáld sakir brennandi erótískra skrifa og sjálfur var hann gefinn fyrir ofbeldi, sjálfs- píningar og dauðaáráttu. Dora Maar var langt í frá saklaus jómfrú heldur veraldarvön kona sem virti að vettugi hefðir og bannorð í þessum efnum sem og öðrum, var þekkt fyrir djarfar klippimyndir (montage) og erótískar myndir sem hún tók fyrir fullorðinsblöð. Dora Maar sótti ekki einungis í óviðeigandi og flókin myndefni heldur líka í fólk sem lék sér að lífsins fjöreggi og storkaði örlögunum. Dora Maar var virt í röðum súrrealistanna; ljósmyndir hennar vöktu mikla athygli á sýn- ingum hópsins, hún var áberandi bæði í bar- áttu sinni og allri framgöngu, klæddist íburð- armiklum höttum og lagði mikið upp úr fingrafegurð sinni með háum hönskum og löngum nöglum sem hún litaði í skærum lit- um (Picasso málaði t.d. Dora Maar með grænu neglurnar, 1936). Flestum bar saman um að hér færi ákaflega hæfileikarík, glæsi- leg og gáfuð kona með ríka sköpunarþörf, ör og skapmikil, stolt og full af eldmóði í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Dora Maar tengdist öðrum konum innan hópsins sterk- um vinarböndum, m.a. hinni „hneykslanlega fögru“ listakonu Jacqueline Lamba, svo not- uð séu orð Breton um eiginkonu sína, og Nusch eiginkonu Paul Eluard. Þrátt fyrir stutta viðkomu í súrrealista- hópnum bera verk Doru Maar ætíð merki súrrealismans, jafnvel áður en hún gengur til liðs við stefnuna. Eftir Doru liggur fjöldi málverka og ekki síst ljósmynda; sjálfsmynd- ir, portrett, landslagsmyndir, ljósmyndir sem Lee Miller og Dora Maar urðu ódauðlegar sem konur Picasso og Man Ray og um þær hefur jafnan verið fjallað sem kafla í lífi þessara fremstu listamanna 20. aldar. En auk þess að vera uppspretta andagiftar fyrir þá voru Miller og Maar hæfileikaríkir og sjálfstæðir listamenn, sem störfuðu í anda súrrealismans um tíma. Í þessari grein er fjallað um Doru Maar en eftir viku verður sagt frá Miller. „Á EFTIR PICASSO, AÐEINS GUГ E F T I R H Ö N N U G U Ð L A U G U G U Ð M U N D S D Ó T T U R Rogi André, Dora Maar, 1941. Dora Maar, Ubu konungur, 1936. Í eigu Pompidousafnsins í París. Þessi ljósmynd var sett á póstkort súrrealistanna. Ubu var kynntur sem heillagripur og fjarstæðukennd hetja hópsins árið 1936 og hampað á fjölmörgum sýningum. Ubu er fóstur en Dora vildi aldrei segja af hvaða dýrategund; ef til vill hugarfóstur? Dora Maar, Engar atvinnuleysisbætur (No Dole), 1934. Úr óþekktu einkasafni. Ein af húmanískum raunsæismyndum Doru, tekin í London; andstæðurnar á þessari mynd eru hrópandi, undirstrika fallvaltleika lífsins. Í kjölfar kreppunnar miklu árið 1929 misstu margir aleigu sína, eins og þessi herramaður, ærið ríkmannlega klæddur á götu úti en þó að selja eldspýtur. Á spjaldi hans stendur No Dole, work wanted (Engar atvinnuleysisbætur, vantar vinnu).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.