Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004 M argir tónlistarunnendur tengja nafn Béla Bar- tóks (1881–1945) helst við ungverska og rúm- enska þjóðlagatónlist, einföld píanóverk ætl- uð nemendum, og röð meistaraverka frá þriðja og fjórða áratugnum sem eru nútímaleg og hlustendavæn í senn: Konsert fyrir hljóm- sveit, Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu, eða strengjakvartettana sex. En Bartók átti sér fleiri hliðar sem listamaður og gekk í gegnum mörg skeið í tónsköpun sinni. Þegar hann stóð á fertugu árið 1921 var hann einn af forvígis- mönnum módernismans á meginlandi Evrópu og hafði í smíðum tvær fiðlusónötur af ómstr- íðustu gerð, sem eru með því róttækasta sem hann samdi um ævina. Árið áður var haft eftir honum að atónalítet – tónlist sem ekki væri bundin neinni tóntegund – væri „markið sem tónlist okkar tíma stefnir hiklaust að“. Ekki leið þó á löngu þar til hann fór að efast um yfirburði slíkrar tónlistar, eins og seinni verk hans bera með sér. Bartók var einnig vanur leikhúsmaður. Hann hafði samið óperuna Kastala Bláskeggs (1911– 12) og ballettinn Tréprinsinn (1914–16), og var báðum einkar vel tekið. Óperan er með óvenju- legri einþáttungum 20. aldarinnar, þungbúið sálfræðidrama um einsemd og samskiptavanda. Bláskeggur kemur til kastala síns ásamt hinni nýju eiginkonu sinni Júdit, sem tekur strax til við að kynna sér vistarverurnar. Eftir því sem hún lýkur upp fleiri hurðum kastalans gerir hún sér grein fyrir flekkaðri fortíð eiginmanns síns: við blasa pyntingarklefar, vopnabúr, blóði drifnir veggir. Hún gerir sér smám saman grein fyrir hrottafengnum örlögum fyrri eiginkvenna Bláskeggs, og þegar hún hefur lokið upp sjö- undu hurðinni slæst Júdit í hóp þeirra og skilur mann sinn eftir í myrkvaðri einverunni. Tré- prinsinn er aftur á móti öllu glaðlegra verk, fjörugur ævintýraballett um prins og prinsessu sem sigrast á margvíslegum erfiðleikum og fá að lokum að eigast. Þegar Bartók var um það bil að ljúka við Tré- prinsinn árið 1917 las hann frásögnina um mandarínann makalausa í ungversku bók- menntatímariti. Höfundur sögunnar, Menyhért Lengyel, hafði hugsað verkið sem ballett og vonaðist til að ungverska tónskáldið Ernö Dohnányi myndi semja tónlistina fyrir hinn fræga danshóp Ballets Russes. Úr því varð þó ekki, og sumarið 1918 gerðu Bartók og Lengyel með sér samning um verkið. Bartók kallaði verkið látbragðsleik, eða „pantomime“. Hann ætlaðist til að sviðsetningin væri blanda af lát- bragði og dansi, en væri þó ekki ballett í hefð- bundnum skilningi. Tónsmíðarnar gengu hratt og vel. Tónlistin hafði öll verið fest á blað 1919, en þá liðu fimm ár þar til Bartók lauk við að út- setja verkið fyrir hljómsveit. Mandaríninn umdeildi Sagan gerist í niðurníddri leiguíbúð í nafn- lausri stórborg. Þar búa þrír misindismenn sem þvinga fagra unga stúlku til að tæla karlmenn í íbúðina, þar sem þeir hyggjast ræna þá. Gamall kvennabósi er fyrstur til að verða fyrir barðinu á óþokkunum. Þegar hann sér stúlkuna tekur hann strax til við ástartilburði, en að lokum ganga þjófarnir í skrokk á honum og fleygja síð- an út. Næst birtist feiminn ungur maður. Stúlk- an dansar fyrir hann, varfærnislega í fyrstu, en dansinn verður ástleitnari með hverju skrefi. Aftur birtast þjófarnir og fleygja manninum út á götu. Þriðja fórnarlambið er skrautlega klæddur Kínverji sem hefur yfir sér ójarðnesk- an blæ. Ræningjarnir hræðast hann og fela sig þegar hann gengur upp stigann að íbúðinni. Skyndilega stendur mandaríninn í dyragætt- inni hreyfingarlaus, og stúlkan flýr skelfingu lostin yfir í hinn enda herbergisins. Smám sam- an vinnur hún bug á hræðslunni og býður manninum sæti. Hún tekur að dansa og smám saman leysir hún alla orku sína úr læðingi. Hún fleygir sér á mandarínann, sem tekur að skjálfa af æsingi. Þjófarnir ráðast á mandarínann, ræna hann og reyna að kæfa hann með púðum. Þegar þeir halda að hann sé látinn gægist höfuð mandarínans aftur út úr púðahaugnum og ræn- ingjarnir og stúlkan standa skelfingu lostin. Þjófarnir ráðast að honum og einn þeirra sting- ur hann þrisvar sinnum með ryðguðu sverði. En mandaríninn gefur ekki upp öndina, heldur horfir á stúlkuna með augum sem geisla af ást og þrá. Að lokum gerir stúlkan sér grein fyrir hvernig málum er háttað. Hún lætur eftir ósk mandarínans og faðmar hann, og fullnægir þannig löngun hjarta hans. Honum tekur að blæða og hann hnígur loks dauður niður. Sagan vakti deilur og Bartók átti í miklum erfiðleikum með að fá verkið sett á svið. Enda ekki furða: söguþráðurinn gengur aðallega út á tilgangslaust og miskunnarlaust ofbeldi, rán, og óheflaða erótík, en er um leið hörð ádeila á nú- tímaheiminn, ekki síst borgarmenninguna þar sem ástin fær ekki þrifist. Spennuþrungin tón- list Bartóks gerði lítið til að hjálpa upp á sak- irnar. En að lokum báru tilraunir Bartóks ár- angur og Makalausi mandaríninn var frumfluttur í Köln 27. nóvember 1926. Verkið vakti ómælda hneykslan. Fjöldi áheyrenda gekk út meðan á verkinu stóð, Konrad Aden- auer borgarstjóri lét opinberlega í ljós von- brigði sín með sýninguna, og verkið var bannað eftir aðeins eina sýningu. En ólíkt París (þar sem svipaðir atburðir höfðu átt sér stað 13 ár- um áður þegar Vorblót Stravinskís var flutt í fyrsta sinn) var Köln ekki einn af miðpunktum tónlistarheimsins. Óeirðirnar í Köln vöktu enga athygli fyrir utan bæjarmörkin, og Makalausi mandaríninn féll svo að segja tafarlaust í gleymsku. Þegar Bartók stóð á fimmtugu 1931 var ákveðið að setja verkið á svið í Búdapest, en sýningunni var aflýst eftir lokaæfinguna þar sem yfirvöldum þótti sér misboðið með verkinu. Önnur tilraun var gerð 1941, en þá setti kirkjan sig upp á móti öllu saman. Þegar Bartók þótti útséð um að verkið myndi nokkru sinni njóta sannmælis gerði hann úr því konsertsvítu fyrir sinfóníuhljómsveit, en í henni er um þriðjungur upprunalega tónverksins látinn fjúka. Verkið var ekki aftur sett á svið fyrr en 1946, ári eftir andlát tónskáldsins. Bartók lét ávallt í ljósi mikla ánægju bæði með Makalausa mandarínann, bæði hvað varð- aði söguþráðinn (sem hann kallaði „stórkost- lega fagran“ árið 1919) og tónlistina. Árið 1927 skrifaði hann: „Að mínu mati er þetta besta verk mitt fyrir hljómsveit fram til þessa.“ Eftir því sem árin liðu varð það Bartók sífellt meira gremjuefni að Makalausi mandaríninn lægi óhreyfður. Það þarf heldur engan að undra að söguþráðurinn hafi verið Bartók hjartfólginn, því að spennan milli borgarmenningar og bændasamfélags var honum ætíð umhugsunar- efni. Bartók leit á sjálfan sig sem módernista í fyllsta skilningi þess orðs: hann var borgar- barn, nútímatónskáld og vísindamaður, sem reiddi sig á hina nýtilkomnu hljóðritunartækni við allar rannsóknir sínar. En samt sem áður kunni hann best við sig meðal fátækra bænda í sveitum Ungverjalands, og leitaði sífellt aftur þangað til að nálgast uppruna sinn. Bílflautur og seiðandi dans Tónlist Bartóks við Makalausa mandarínann er afar myndræn og fylgir atburðarásinni í einu og öllu. Hún er á köflum prímítív, jafnvel barb- arísk – og sver sig í ætt við önnur verk Bartóks af sama toga, t.d. píanóverkið Allegro barbaro og scherzó-þáttinn úr strengjakvartett nr. 2. Verkið er sett saman úr stuttum atriðum, og minnir stundum jafnvel á kvikmyndatónlist. Í öllu verkinu eru aðeins tvö löng dansatriði: ann- ars vegar þegar stúlkan tælir mandarínann, en hins vegar við eltingaleikinn sem fylgir í kjöl- farið. Í Makalausa mandarínanum gætir sterkra áhrifa frá Igor Stravinskí, ekki síst frá Vor- blótinu, sem Bartók hafði raunar aldrei heyrt leikið af hljómsveit þegar hann samdi Mand- arínann, en þekkti engu að síður í píanóút- drætti. Áhrifin endurspeglast fyrst og fremst í meðferð Bartóks á hryn, síendurteknum stefja- bútum, og í meðferð hans á hljómsveitinni, sem magnar upp gríðarmikinn hávaða þegar mest gengur á. Rétt eins og Stravinskí sótti mörg stefja Vorblótsins í rússnesk þjóðlög fór Bartók í smiðju ungverskrar bændamenningar í leit að eigin stefjaefni í ballettinn. Ungversku þjóðlög- in eru aldrei langt undan, þótt umhverfi þeirra hér sé annað en við eigum að venjast í öðrum verkum tónskáldsins. Verkið hefst á stuttum inngangi sem gefur umsvifalaust til kynna ys og þys götulífsins: tónlistin bókstaflega þeytist um í óstöðvandi hringiðu. Gegnum suðandi mannþröngina heyr- ist meira að segja í háværum bílflautum, sem eru leiknar af básúnum. Smám saman hægist um og fyrsta ránstilraun þrjótanna þriggja hefst með klarínettueinleik. Bartók byggir upp ákveðið form innan verksins með því að láta all- ar ránstilraunirnar hefjast á sams konar tónlist í einleiksklarínettu, sem síðan fer í ólíkar áttir eftir því hvernig leikurinn þróast. Tónlist fyrsta fórnarlambsins (kvennabósans) er snaggaraleg en henni lýkur á skyndilegu upphlaupi hljóm- sveitarinnar (þegar honum er hent út á götu). Eftir nýtt klarínettsóló byrjar tónlistin hægt og feimnislega (ungi maðurinn), en aftur gýs hún upp þegar hið nýja fórnarlamb tekur að æsast, þar til honum er fleygt aftur út. Eftir þriðja klarínettuinnganginn birtist mandaríninn í dyragættinni. Um leið heyrist „mótív“ hans í fyrsta sinn – fallandi þríundir í básúnum sem eiga eftir að heyrast margsinnis þar til yfir lýk- ur – stundum ógnandi, stundum blíðar, en ávallt í andstöðu við tónlist stórborgarinnar. Dans ungu stúlkunnar er aldrei ofsafengnari en í þriðja skiptið – svo mjög að fórnardansinn úr Vorblótinu kemur næstum sjálfkrafa upp í hug- ann. Það er eitthvað við þennan dans sem jaðr- ar við að vera villimannlegt, líkamleg áreynslan er áþreifanleg og tryllt andrúmsloftið verður ljóslifandi gegnum tónlistina. Það fer heldur ekki milli mála hvenær ribbaldarnir stökkva fram og ráðast á mandarínann. Þá taka við af- gerandi högg í hljómsveitinni og nákvæm lýs- ing Bartóks á hinu gegndarlausa ofbeldi sem á eftir kemur er í senn óhugnanleg og æsispenn- andi. Tónlist Bartóks við Makalausa mandarínann er ekki auðveld – hvorki fyrir hljómsveit né áheyrendur – en hún er djörf og ólgandi, og býr yfir gífurlegum krafti. Þótt sagan virðist sér- kennileg er boðskapur hennar skýr: hin vél- ræna harka borgarlífsins snýr náttúrulegum tilhneigingum mannfólksins upp í villimennsku og eyðileggingu. En stúlkan og mandaríninn eru náttúrubörn, óflekkaðar tilfinningaverur og því í andstöðu við hið úrkynjaða mannlíf stór- borgarinnar. Þessa örskotsstund sem þau mæt- ast í faðmlagi fá flekklausar tilfinningar þeirra loks útrás; þau upplifa manngæsku, kærleik og samlíðan. Í því felst, þrátt fyrir allt, nokkur von. Helstu heimildir: Amanda Bayley, ritstj.: The Cambridge Companion to Bartók (Cambridge, 2001). Malcolm Gillies: Béla Bartók, í New Grove Dictionary of Music and Musicians (London, 2001). MAKALAUSI MANDARÍNINN Næstkomandi fimmtudagskvöld leikur Sinfóníuhljóm- sveit Íslands tónverk Béla Bartóks við „látbragðsleik- inn“ Makalausa mandarínann frá 1917. ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON segir frá þessari merku tón- smíð, sem var síðasta sviðsverkið sem Bartók samdi og sem hann taldi vera eitt af sínum bestu verkum. Béla Bartók tónskáld. Makalausi mandaríninn var frumfluttur í Köln 27. nóvember 1926. Höfundur er kennari í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.