Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004
U
mfjöllun um menningar-
stefnu, í skilningi breska
menningarfræðingsins To-
nys Bennetts, lýtur að at-
hugun á þeim margháttuðu
leiðum sem stjórnvöld fara
til að styðja, hagnýta og
stjórna menningarlegum
auðlindum. Menningarstefna í breiðum skiln-
ingi snýst þannig um samband menningar og
hvers konar formlegrar stjórnunar gegnum
þau markmið og reglur sem sett eru fram sem
og þær fjárveitingar sem varið er til menning-
armála. Í sögulegu samhengi hafa stjórnvöld
um aldir haft áhuga og afskipti af menningunni,
en með tilkomu þjóðríkja á 19. öld urðu menn-
ingarmál að sérskipuðu viðfangsefni stjórn-
mála og stjórnsýslu. Menningin varð að verald-
legri arfleifð þjóðarinnar og þar með alls
almennings. Ekki síst í tilviki Íslendinga varð
vitund um menningararfinn að einingarafli sem
nærði sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og til-
finningu hennar fyrir sérstöðu. Í byrjun 21.
aldar hefur sjálfsmynd sem byggist á menning-
arlegri einsleitni misst sannfæringarmátt sinn,
og víst er að hugmyndin um menningararf
verður flóknari til að mynda eftir því sem hlut-
ur innflytjenda verður stærri í íbúasamsetn-
ingu landsins. Ef til vill má segja að hnattvæð-
ingin hafi bæði stuðlað að meiri einsleitni í
veröldinni en jafnframt að flóknari og marg-
breytilegri sjálfsmynd fólks. Samhliða hefur
menningin orðið að markaðsvöru fjöldatúrisma
og heimskapítalisma.
Nálgast viðfangsefnið
frá ólíkum hliðum
Á ráðstefnu ReykjavíkurAkademíunnar í
Norræna húsinu verða menningararfur og
menningarstefna tekin til gagnrýninnar skoð-
unar með aðstoð tveggja erlendra fræðimanna,
sem vakið hafa verðskuldaða athygli á alþjóða-
vettvangi fyrir hugmyndir sínar. Alls munu níu
fyrirlesarar halda erindi á ráðstefnunni og
munu þeir nálgast viðfangsefnið frá ólíkum
hliðum auk þess sem ráðstefnunni lýkur á
hringboðsumræðum allra fyrirlesara. Dagskrá
ráðstefnunnar hefst föstudaginn 16. janúar kl.
15 með ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur menntamálaráðherra. Að ávarpi
menntamálaráðherra loknu stígur í pontu áð-
urnefndur Tony Bennett og strax á eftir
sænski þjóðfræðingurinn Barbro Klein, en þau
flytja opnunarfyrirlestra ráðstefnunnar. Benn-
ett nefnir erindi sitt, sem hann flytur á ensku,
The historical universal: Cultural capital and
cultural policy, sem þýða mætti sem „Hið sögu-
lega algildi: menningarauðmagn og menning-
arstefna“. Bennett hefur um árabil verið
fremstur í flokki fræðimanna sem hafa beitt sér
fyrir menningarfræðilegum rannsóknum á
samræðu stjórnvalda og menningar. Í fyrir-
lestri sínum mun hann vekja máls á fáeinum
lykilspurningum um tilgang menningarstefnu
og um pólitíska þýðingu slíkrar stefnumörk-
unar. Við rannsóknir sínar á menningarstefnu í
sögu og samtíð hefur Bennett meðal annars
hagnýtt sér kenningar franska félagsfræðings-
ins Pierres Bourdieus, en eftir hann liggja
rannsóknir á menningarþátttöku í samhengi
við félagslega lagskiptingu og mun Bennett í
fyrirlestrinum koma inn á þá þætti. Barbro
Klein mun einnig mæla á ensku í fyrirlestri
sem hún nefnir Reflections on nationbuilding,
heritage politics, and ethnic diversity, sem út-
leggja mætti sem „Hugleiðingar um mótun
þjóðernis, pólitík menningararfsins og marg-
breytileika þjóða og þjóðarbrota“ og fjallar
meðal annars um menningararf sem hugtak og
viðfangsefni í ljósi menningarlegs margbreyti-
leika í frjálslyndum nútímasamfélögum. Klein
er víðkunnur þjóðfræðingur og hefur á síðustu
árum mikið fjallað um þær breyttu aðstæður
sem ráðast af mótun fjölmenningarsamfélags-
ins á Norðurlöndunum og víðar.
Íslenskir fyrirlesarar
Laugardaginn 17. janúar verður ráðstefn-
unni fram haldið í Norræna húsiPPnu og hefst
dagskráin kl. 11. Þá verður komið að íslenskum
fyrirlesurum að taka upp þráðinn frá föstudeg-
inum og fjalla um menningarstefnu og menn-
ingararf í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Er-
indi flytja Birgir Hermannsson
stjórnmálafræðingur, Guðný Gerður Gunnars-
dóttir, borgarminjavörður og þjóðháttafræð-
ingur, Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðing-
ur, Jón Ólafsson heimspekingur, Svanhildur
Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgar-
stofu, Sveinn Einarsson, stjórnarmaður hjá
UNESCO, og Úlfhildur Dagsdóttir bók-
menntafræðingur.
Söfn eru mikilvægur vettvangur menning-
arminja, sem rannsóknarstofnanir og sem
miðlar menningararfs. Í erindi Guðnýjar Gerð-
ar Gunnarsdóttur mun hún drepa á sögu menn-
ingarsögulegra safna og velta fyrir sér hlut-
verki þeirra í nútímasamfélagi. Guðný Gerður
mun ræða hvernig hlutir sem teknir eru til
varðveislu í safni fá nýtt hlutverk þegar þeir
eru gerðir að safngripum og hvað gerist þegar
hversdagslegir nytjahlutir verða safngripir og
þar með hluti íslensks menningararfs. Menn-
ingarsöfnum er gjarnan ætlað að miðla sögu
þjóðarinnar en ekki einvörðungu sögu tiltek-
inna hópa eða stétta. Söfnunum er ætlað að
höfða til almennings sem ætlar að þar sé dregin
upp mynd af þeirra sögu. En hvaða sögu eru
söfnin að segja, er það „sagan öll“ eða einungis
valdir hlutar hennar eða saga valinna þjóð-
félagshópa? Skiptir það einhverju fyrir slík
söfn að vaxandi hluti íbúa landsins á sér menn-
ingarlegan bakgrunn í annars konar samfélög-
um en þeim var að finna á Íslandi á fyrri tíð?
Skiptir það einhverju máli fyrir söfnin að í vax-
andi mæli er hlutverk þeirra að miðla menning-
ararfinum til erlendra ferðamanna?
Menningartengd ferðaþjónusta
Menningarferðamennska er einnig á dag-
skrá í erindi Svanhildar Konráðsdóttur, en hún
fjallar um ýmsar hliðar menningartengdrar
ferðaþjónustu og hlutverk höfuðborgarinnar
sem menningarlegrar miðstöðvar og upp-
sprettu nýsköpunar. Svanhildur mun velta fyr-
ir sér hvaða sögu íslenskrar menningar
Reykjavík segir og hvernig innlendir lykilað-
ilar miðla hugmyndum og skapa ímynd ís-
lenskrar menningar. Þá ræðir hún þýðingu
menningarinnar fyrir tilurð vörumerkisins
Reykjavík á alþjóðlegum ferðamannamarkaði
og hvaða tækifæri eru til staðar til að skapa
Reykjavík trúverðuga ímynd sem menningar-
borg, en sem kunnugt er hefur Reykjavík ný-
lega verið markaðssett erlendis undir slagorð-
inu Pure energy, hrein orka, sem á ekki síður
að vísa til íslenskrar menningar en umhverf-
isþátta.
Samfara vaxandi áhuga á ímyndasköpun
hverskonar á ólíkum sviðum samfélags hafa
fræðimenn tekið að beina sjónum að þætti sjón-
rænnar miðlunar menningarinnar, t.d. á sýn-
ingum safna eða í markaðssetningu landsins
fyrir ferðamenn. Í samfélagi samtímans mætir
manni áreiti af myndrænum toga við hvert fót-
mál. Gagnrýnið myndlæsi verður því í vaxandi
mæli nauðsynlegur þáttur í virkri þátttöku ein-
staklingsins í samfélaginu. Í erindi Úlfhildar
Dagsdóttur vekur hún máls á þætti mynd-
menningar í nútímanum. Úlfhildur telur mynd-
læsi orðinn nauðsynlegan hæfileika í samfélagi
þar sem myndrænt áreiti og upplýsingar á
myndrænu formi eru orðnar snar þáttur í dag-
legu lífi. Í skólakerfinu er þessu sviði sýndur
lítill áhugi þótt gagnrýnin nálgun að myndefni
verði að teljast sérstaklega þýðingarmikil með
tilliti til þess ógnarvægis sem myndinni er
gjarnan gefið. Ímyndin hefur önnur og sterkari
áhrif en hið ritaða orð þar sem almennt er gert
ráð fyrir að minni fjarlægð sé milli áhorfanda
og til dæmis kvikmyndar en lesanda og til
dæmis bókar. Gagnrýnin nálgun á myndefni
felur því ekki aðeins í sér gagnrýninn mynd-
lestur heldur einnig gagnrýni á þau viðhorf til
myndefnis sem eru ráðandi í vestrænum sam-
félögum, og móta sýn okkar á myndefni og
sjónarhorn almennt.
Læsi sem leið til félagslegrar virkni ber
einnig á góma í fyrirlestri Hallfríðar Þórarins-
dóttur sem fjallar um málstefnu sem menning-
arstefnu og tekur til athugunar hvers konar
stjórntæki íslensk málpólitík er. Íslenskri
tungu er gjarnan hampað sem grunnþætti í
sérstöðu íslenskrar menningar, og vissulega
væri menningarumhverfið mjög frábrugðið því
sem nú er ef hér á landi væri ráðandi tungumál
stærra málsamfélags. Íslensk málstefna hefur
verið ríkur þáttur í menningarstefnu hins op-
inbera undangengna öld. Kjarni hennar hefur
miðast við að vernda tunguna fyrir erlendum
áhrifum og setja henni fastar reglur með vísan
til upprunaleika. Hallfríður veltir fyrir sér með
hvaða hætti íslensk málpólitík gegnir því hlut-
verki að draga mörk um íslenska þjóðmenn-
ingu og hvernig henni er miðlað í gegnum ýms-
ar stofnanir samfélagsins svo sem skóla og
fjölmiðla og á hvern hátt slíkt rímar við aðrar
menningarpólitískar áherslur á borð við virð-
ingu fyrir menningarlegum margbreytileika.
Harmonískt samband
Við mótun menningarstefnu er öðrum þræði
tekist á við sjálfsskilning fólks og samfélags og
í skilgreiningunum birtast okkur gjarnan
valdaafstæður samfélagsins. Eftir sem áður er
menningarhugtakið gjarnan skilið í ákveðinni
mótsögn við togstreitu, deilur og átök: Menn-
ingin er talin fela í sér harmonískt samband
þeirra sem henni tilheyra. Þessi skilningur á
menningu virðist óháður því hvort áherslan er
á fjölmenningu, menningarlega fjölbreytni,
einsleitni eða þjóðmenningu. Í fyrirlestri sínum
mun Jón Ólafsson fjalla um þann skilning á
menningu sem kemur fram í því að telja menn-
ingarlega togstreitu vera böl og færa rök fyrir
því að hann þrengi að og takmarki hugsun um
menningu. Í því samhengi mun Jón ræða sið-
fræðikenningar sem tilraunir til að útrýma
vanda frekar en að skapa leiðir til að glíma við
hann í ljósi þess að margir siðfræðingar telja að
siðfræðin eigi ekki að gera annað en að huga að
almennum leikreglum mannlegra samskipta,
en það felur í reynd í sér að hún eigi að láta all-
an menningarmun afskiptalausan.
Menningin er ekki einungis vettvangur tog-
streitu innan afmarkaðra menningarsvæða. Á
tímum hnattvæðingar verður augljóst að við-
gangur menningar er ekki bundinn landamær-
um ríkja. Á undanförnum áratugum hefur vit-
und um þörf fjölþjóðlegrar stefnumótunar í
málefnum sem snerta menningu, s.s. læsi, höf-
undarrétti, miðlun upplýsinga og vernd menn-
ingarlegrar fjölbreytni, farið vaxandi í alþjóða-
samfélaginu. Á vettvangi Menningarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna hefur á undanförnum ár-
um átt sér stað margháttuð stefnumótun sem
meðal annars lýtur að því að styrkja stoðir
menningarlegrar fjölbreytni í veröldinni.
Sveinn Einarsson situr fyrir Íslands hönd í
stjórn UNESCO og mun í erindi sínu ræða um
starf alþjóðastofnana á þessu sviði og tæpa á
þeim ólíku sjónarmiðum og vandamálum sem
þar er við að etja.
Meðal þess sem UNESCO hefur fengist við
er að standa að formlegri skrá um svokallaðar
heimsminjar, sem tekur til áþreifanlegra nátt-
úru- og menningarminja. Á undanförnum miss-
erum hefur verið í undirbúningi af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda að sækja um að Þingvöllum
verði bætt á þessa skrá. Orðræðan um Þing-
velli er viðfangsefni Birgis Hermannssonar, en
hann mun í erindi sínu ræða um stöðu Þing-
valla í íslenskri þjóðernisorðræðu og mismun-
andi fræðilegar nálganir að því viðfangsefni.
Ópólitískt yfirbragð
Menningararfurinn hefur yfir sér ópólitískt
yfirbragð, sem safn óumdeildra gersema alls
almennings og uppspretta sjálfsmyndar lands
og lýðs. Stjórnmálamenn hafa óhikað getað
nýtt sér það táknræna gildi sem bundið er
menningararfinum til að koma á framfæri hug-
sjónum sínum og stefnumálum. En menningar-
arfurinn er jafnan háður þeirri orðræðu sem
uppi er á hverjum tíma um innihald hans og
gildi. Vitund um menningararfinn mótast með-
al annars af þeirri stefnu sem stjórnvöld setja
og þeim hagsmunum sem í húfi eru hverju
sinni. Í nútímanum er menningararfurinn mót-
aður af orðræðu ólíkra hagsmuna hvort sem er
á alþjóðavísu, þar sem meðal annars takast á
sjónarmið markaðshyggju og viljinn til að varð-
veita menningarlega sérstöðu þjóða og þjóð-
arbrota, eða innanlands, þar sem til dæmis tak-
ast á sjálfsmyndarsköpun þjóðar og
byggðalaga, markaðssetning til að draga að
ferðamenn og hugmyndin um að varðveita
merkar minjar.
Ráðstefnan er haldin af ReykjavíkurAka-
demíunni í samstarfi við menntamálaráðu-
neyti, Reykjavíkurborg, Lesbók Morgunblaðs-
ins, Hugvísindastofnun og Stofnun stjórnsýslu
og stjórnmála við Háskóla Íslands, og með
stuðningi bresku og sænsku sendiráðanna í
Reykjavík. Ráðstefnan er liður í röð þverfag-
legra rannsóknarstefna sem ReykjavíkurAka-
demían mun framvegis standa að á hálfs árs
fresti. Aðgangur að ráðstefnunni er öllum op-
inn og ókeypis.
MENNINGAR-
ARFUR – MENN-
INGARSTEFNA
Í Norræna húsinu dagana 16.–17. janúar stendur
ReykjavíkurAkademían fyrir opinni ráðstefnu, Menn-
ingarstefna – Menningararfur – Menningarfræði, þar
sem fyrirlesarar munu velta upp grundvallarspurn-
ingum um menningararf og menningarpólitík á tím-
um fjölmenningar og hnattvæðingar.
Morgunblaðið/Ómar
Öxarárfoss steypist ofan í Almannagjá.
E F T I R Ó L A F R A S T R I C K
Höfundur er sagnfræðingur.
Föstudagur 16. janúar
Kl. 15.00: Ávarp menntamálaráðherra,
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Tony Bennett: The historical univer-
sal: Cultural capital and cultural po-
licy. Barbro Klein: Reflections on na-
tionbuilding, heritage politics and
ethnic diversity.
Laugardagur 17. janúar
Kl. 11.00: Jón Ólafsson: Togstreitan í
menningunni. Hallfríður Þórarins-
dóttir: Málpólitík – menningar-
pólitík: Hver ræður, hvað ræður,
hvers vegna? Svanhildur Konráðs-
dóttir: „How do you like Iceland?“
Menningarleg ímyndarsköpun og
vörumerkið Reykjavík. Úlfhildur
Dagsdóttir: Að lesa (í) myndir?
Myndlæsi og myndlestur.
Kl. 13.15: Hádegishlé.
Kl. 14.30: Guðný Gerður Gunnarsdóttir:
Menningararfur á safni. Birgir Her-
mannsson: Hvað eru Þingvellir? Um
menningarlegan grundvöll íslenska
þjóðríkisins. Sveinn Einarsson:
UNESCO og menningarleg fjöl-
breytni.
Kl. 16.30: Pallborðsumræður með öllum
fyrirlesurum.
Dagskrá
ráðstefnunnar