Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 7 L aust upp úr miðjum aprílmánuði 2004 kom út bókin Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar. Sagnfræðirannsóknir 18. Ritstjór- ar Ingi Sigurðsson og Loftur Gutt- ormsson (Reykjavík, 2003 (sic!)) á vegum Sagnfræðistofnunar Há- skóla Íslands. Ég hafði beðið eftir verkinu með eftirvæntingu í nokkur ár þar sem mér var kunnugt um að það hefði verið í smíðum frá 1996 og auk ritstjóranna kæmu að rannsókn- inni margir öndvegishöfundar og fræðimenn í stétt sagnfræðinga. Ástæðan fyrir eftirvænt- ingu minni var einkum sú að ég hafði sjálfur ritað doktorsritgerð sem bar nánast sama heiti og ofangreind rannsókn og varið í hana þrem- ur árum áður en rannsóknarverk- efni þeirra Inga Sigurðssonar pró- fessors við sagnfræðiskor Háskóla Íslands og Lofts Guttormssonar prófessors við Kennaraháskóla Ís- lands fór af stað.1 Samtals hef ég rit- að og gefið út efni á þessu fræðasviði sem telur vel á þriðja þúsund blað- síðna, á síðustu fimmtán árum, bæði hér á landi og erlendis. Tel ég þá ekki með umfjöllun mína um einsög- una sem þó tengist sannarlega að- ferðafræðilegum tilraunum til að komast sem næst viðhorfum og skoðunum alþýðufólks og heimilda- útgáfur sem ég hef ritstýrt ásamt öðrum. Í þessum rannsóknum mín- um hef ég bæði fjallað um stöðu þekkingarinnar á sviði alþýðumenn- ingar auk þess að leggja fram sam- felldar röksemdafærslur um áhrif alþýðumenningar og læsis á hugar- heim fólks á nítjándu og tuttugustu öld sem byggðar eru á yfirgrips- miklum athugunum á margvíslegum efnisflokkum. Ýmsir aðrir fræðimenn hafa einn- ig látið mikið að sér kveða á vett- vangi rannsókna um alþýðumenn- ingu. Þar má nefna þá Davíð Ólafsson sagnfræðing, Matthew J. Driscoll bókmenntafræðing, Jürg Glauser norrænufræðing, Jón Karl Helgason bókmenntafræðing og Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ing, en í fjölbreyttri útgáfusögu þeirra er tekist með margvíslegum hætti á um þau viðfangsefni sem efst eru á baugi hjá þeim félögum Inga Sigurðssyni og Lofti Guttorms- syni. Viðfangsefni Rannsóknarsviðin sem um ræðir og tengjast ofangreindum viðfangsefnum mínum eru eft- irfarandi: (a) Hugmyndafræðileg þróun alþýðumenning- ar í alþjóðlegu ljósi, (b) áhrif bókmenningar á hugarheim barna og ungs fólks, (c) samspil vinnu, menntunar og tilfinningalífs fyrir framgang alþýðumenningar í landinu, (d) siðferðilegar fyrirmyndir í andlegu uppeldi barna og unglinga, (e) samtímaumræða um mennta-, skóla- og menningarmál og mikilvægi hennar fyrir framvindu alþýðumenningar, (f) staða og virkni sjálfsprottinnar menningar- viðleitni eins og hún birtist í gerð handrit- aðra sveitablaða, í framleiðslu persónulegra heimilda eins og dagbóka, bréfa og sjálfs- ævisagna sem og í opinberri samtímaum- ræðu í blöðum og tímaritum, (g) könnun á tengslum útbreiðslu læsis við formlegar og óformlegar miðlunaraðferðir hugmynda, (h) lagalegur rammi alþýðumenntunar og -menningar í landinu, (i) tengsl efnahagslegra stöðu fjölskyldna við menntahugmyndir yfirvalda og einstakling- anna sem áttu að njóta þeirra, (j) staða og áhrif formlegra félagshreyfinga í sambandi við framtíðarsýn alþýðunnar, (k) framleiðsla og dreifing ritaðs máls og þýð- ingu „óformlegra“ menningarstofnana fyr- ir þá starfsemi, (l) minnisrannsóknir og mikilvægi þeirra fyrir ályktanir í sambandi við alþýðumenningu, (m) aðferðafræðilegar tilraunir til að nálgast hugarheim alþýðunnar með þróun hug- myndafræði einsögunnar í tengslum við vísindalega notkun persónulegra heimilda. Ég hygg að ekki sé ofsögum sagt að ég hafi nánast einbeitt mér undanfarin einn og hálfan áratug að þessum rannsóknarsviðum með ein- um eða öðrum hætti í sjálfstæðum rannsókn- um, með kennslu í háskólum hér á landi og í Bandaríkjunum, með tilsjón tæplega fjörutíu B.A.-ritgerða, M.A.-ritgerða, einstaklings- verkefna og nýsköpunarverkefna, með rit- stjórn ritgerðasafna eins og bókarinnar Ein- sagan – ólíkar leiðir, með fyrirlestrahaldi í háskólasamfélaginu og hjá félagasamtökum og með útgáfu frumheimilda sem birtst hafa í sex bókum í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðu- menningar (þrjár bækur eru væntanlegar í þeirri ritröð á næstu mánuðum). Þetta rann- sóknarsvið – alþýðumenning – hefur því sann- arlega verið mitt hjartans mál. Einkennileg vísindi Nú bregður svo við að þegar hin nýja bók háskólaprófessoranna, Inga Sigurðssonar og Lofts Guttormssonar, er opnuð þá blasir við að lítið sem ekkert er minnst á rannsóknir mínar þó að þær séu nákvæmlega á því sviði sem bókin fjallar um. Það er ekki nóg með að um verk mín sé að mestu þagað heldur er því jafn- vel haldið fram að sáralítið hafi verið rann- sakað á þessu sviði hér á landi. „Fram að þessu“, segir í inngangskafla þeirra Inga og Lofts, „hefur lítt verið fengist við athugun á því að hvaða marki lestrar- og bókmenning breyttist á 19. öld, ekki aðeins hvað varðar efn- isinntak (trúarlegt/veraldlegt efni), heldur lestrarháttinn, frá upplestri til lesturs í ein- rúmi.“2 Í framhaldinu ræða þeir um mikilvægi rannsókna á viðtökum lestrarefnis og hvernig lesturinn orkaði á hugarheim lesandans. Ég fullyrði að þetta hefur einmitt verið stór hluti af rannsóknarefnum mínum eins og sjá má í bókinni Menntun, ást og sorg og fjölda ann- arra bóka og greina sem ég hef birt á und- anförnum árum.3 Það undarlega er að þeir Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson veita til dæmis athygli bókinni Íslensk þjóðfélagsþró- un, sem gefin var út árið 1993, og lýsa í örfáum orðum megininnihaldi þessa ritgerðasafns án þess að gera að umtalsefni greiningu mína á al- þýðumenningu á tímabilinu 1850–1940. Í stað þess komast þeir að eftirfarandi niðurstöðu um efnistök ritgerðasafnsins: „Hér var þó lítill gaumur gefinn að menningarbreytingum á tímabilinu – þeim sem enski fræðimaðurinn Raymond Williams kenndi við „langvinnu bylt- inguna“ – einkum þeim sem birtust í stór- auknu vægi handritaðs og prentaðs máls í samskiptum manna og félagslegri starfsemi yfirleitt.“4 Ekki er gott að segja hvað hafi ráðið því að prófessorarnir kusu að sniðganga fimm- tíu og fimm blaðsíðna grein mína sem ber hið lýsandi (og kunnuglega) nafn „Alþýðumenning á Íslandi“ – láta sem hún hafi aldrei verið birt í umræddri bók!5 Afskiptir fræðimenn Fræðimennirnir sem að framan voru nefnd- ir, þeir Davíð Ólafsson, Matthew J. Driscoll, Jürg Glauser, Jón Karl Helgason og Viðar Hreinsson, eru einnig undir sömu sök seldir. Til okkar flestra er vísað í framhjáhlaupi í bókinni – í atriði sem oftast tengjast lítið sem ekkert meginþáttum rannsóknanna – auk þess sem Viðar, Jón Karl og Glauser liggja algjör- lega óbættir hjá garði. Í þessu viðfangi má vísa sérstaklega í grein okkar Davíðs Ólafssonar sem fjallar um sam- hengi ólíkra röksemdafærslna í rannsóknum á sviði alþýðumenningar á Íslandi og birtist í evrópsku greinasafni sem ber heitið Writing Peasants.6 Í þessari grein kynnum við líka til sögunnar hugmynd um mikilvægi alþýðufræ- ðimanna fyrir samfellu íslenskrar alþýðu- menningar, sem nokkurs konar óformlegra menningarstofnana sem dældu út lesefni til áhugasamrar alþýðu. Til þessarar greinar er ekki vísað í umræddri bók jafnvel þó Loftur Guttormsson ræði lauslega þýðingu skrifar- anna í íslensku nítjándu samfélagi og að sjálf- sögðu án þess að setja þá í það samhengi sem við Davíð gerðum eða taka afstöðu til hug- mynda okkar.7 Davíð hefur að auki verið sér- lega virkur fræðimaður frá því að hann lauk meistaraprófsritgerð sinni frá Háskóla Íslands árið 1999, sem fjallaði um þróun dagbókaskrifa hér á landi. Rannsóknir hans hafa brotið í blað á umræddu sviði og opnað fræðimönnum nýja sýn að mögulegri notkun persónulegra heim- ilda við rannsóknir á alþýðumenningu. Margar greinar Viðars Hreinssonar á sviði alþýðumenningar svo og ævisöguritun hans um Stephan G. Stephansson skáld marka djúp spor í sögu umrædds rannsóknarsviðs.8 Rann- sóknin á högum Stephans G. fjallar einmitt um hvernig hin íslenska alþýðumenning nýttist ungum manni sem hélt út í heim í glímu hans við alþjóðlega menningarstrauma. Rannsóknir Viðars eru sérlega athyglisverðar og bregða nýju ljósi á stöðu alþýðumenningar í landinu – dæmi um frumlega nálgun á erfitt viðfangs- efni. Af framangreindum þremur fræðimönn- um hafa prófessorarnir flest orð um Matthew J. Driscoll þar sem sagt er að skilin milli hand- rita og bóka séu óljós „[…] eins og rannsóknir Matthews J. Driscolls hafa nýlega birt skýr dæmi um.“ Tilvísun er síðan í hið vandaða rit Driscolls sem nefnist The Unwashed Children of Eve sem ætla mætti að mikilvægt hefði ver- ið að gera fyllri skil.9 Ýmis verk svissneska prófessorsins Jürg Glauser eru á sviði alþýðumenningar síðari alda. Hann ritaði til dæmis síðari doktorsrit- gerð sína (habilitation-ritgerð) um efni á sviði handritamenningar og prentaðra alþýðurita (Folkebøger) en hún ber nafnið Ausgrenzung und Disziplinierung. Þá ritaði Glauser athygl- isverða grein í rit sem er vel þekkt á Íslandi sem nefnist „The End of the Saga: Text, Tradition and Transmission in Nine- teenth- and Early Twentieth-Cent- ury Iceland.“10 Loks má geta þess að Jón Karl Helgason, sem er meðal annars höfundur bókarinnar Hetjan og höfundurinn, hefur fjallað um viðtökusögu íslenskrar alþýðumenn- ingar; hvernig Íslendingasögurnar voru lesnar og nýttar af alþýðu landsins á síðari hluta nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu.11 Rannsóknir hans hafa vakið athygli enda opnar hann nýja og spennandi leið að margbrotnu rannsóknarsviði. Rannsókna Jóns Karls og Glausers er að engu getið í bók þeirra Inga Sigurðssonar og Lofts Guttorms- sonar og ekki er gott að sjá að fræði- legar ástæður liggi þar að baki, fremur en í tilvikum okkar hinna. Það sem við, fræðimannahópur- inn sem að ofan er talinn, eigum allir sameiginlegt er að hafa fjallað um alþýðumenningu með margvíslegu móti, lagt fram heildstæðar kenn- ingar um framvindu hennar hér á landi og binda þá umræðu saman við fræðilegar hræringar úti í heimi. Fræðimennirnir í þessum hópi hafa allir gert tilraun til að brjóta upp rannsóknarsviðið og nálgast mikil- vægar spurningar sem því tengjast á nýjan og óvæntan hátt. Knýjandi spurningar Nú er spurt: Hvernig er hægt að réttlæta starfsaðferðir af þessu tagi í verki sem unnið er af og undir forystu tveggja há- skólaprófessora með margra ára samfelldum styrk úr þremur virðulegum vísindasjóðum – í rannsókn sem teygir sig yfir heil níu ár – og gefið er út af stofnun innan Háskóla Íslands? Hvers virði eru fræði sem leggjast svo lágt að sniðganga áralangar rannsóknir fræðimanna á sama fræðasviði? Samkvæmt mínum skilningi brjóta vinnubrögð af þessu tagi í bága við allar heiðarlegar aðferðir í akademíunni og er dap- ur vitnisburður um óvönduð fræði sem nauð- synlegt er að fordæma. Neðanmálsgreinar: 1 Sigurður Gylfi Magnússon, The Continuity of Eve- ryday Life: Popular Culture in Iceland 1850–1940. Dokt- orsritgerð frá Carnegie Mellon háskólanum í Bandaríkj- unum, 1993. 2 Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson, „Inngangur.“ Alþýðumenning á Íslandi, bls. 27. 3 Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi á 19. og 20. öld. Sagnfræðirannsóknir 13 (Reykjavík, 1997). 4 Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson, „Inngangur“, bls. 10. Fræðimaðurinn sem vísað er til, Raymond Willi- ams, ritaði sína bók The Long Revolution árið 1961! 5 Sigurður Gylfi Magnússon, „Alþýðumenning á Íslandi 1850–1940.“ Íslensk þjóðfélagsþróun 1880–1990. Ritgerð- ir. Ritstjórar Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Krist- jánsson (Reykjavík, 1993), bls. 265–320. 6 Sjá „Barefoot Historians: Education in Iceland in the Modern Period.“ Writing Peasants. Studies on Peasant Literacy in Early Modern Northern Europe. Ritstjórar Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og Bjørn Poulsen. Landbohistorisk Selskab (Århus 2002), bls. 175–209. 7 Loftur Guttormsson, „Framleiðsla og dreifing ritaðs máls“, bls. 59–60. 8 Sjá Viðar Hreinsson, Landneminn mikli. Ævisaga Stephans G. Stephanssonar. Fyrra bindi (Reykjavík, 2002); Andvökuskáld. Ævisaga Stephans G. Stephansson- ar. Síðara bindi (Reykjavík, 2003). 9 Matthew J. Driscoll, The Unwashed Children of Eve. The Production, Dissemination and Reception of Popular Literature in Post-Reformation Iceland (London, 1997). Sjá Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson, „Inngangur“, bls. 25. Einnig er vísað örstutt í Driscoll í meginmáli á bls. 60. 10 Jürg Glauser, „The End of the Saga: Text, Tradition and Transmission in Nineteenth- and Early Twentieth- Century Iceland.“ Northen Antiquity. The Post-Medieval Reception of Edda and Saga. Ritstjóri Andrew Wawn (London, 1994). Þetta rit er fullt af efni sem tengist rann- sóknum á alþýðumenningu. 11 Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu (Reykjavík, 1998). ÁDREPA UM ALÞÝÐUMENNINGU Höfundur er doktor í sagnfræði og fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. E F T I R S I G U R Ð G Y L FA M A G N Ú S S O N Hvers virði eru fræði sem leggjast svo lágt að snið- ganga áralangar rannsóknir fræðimanna á sama fræðasviði? er spurt í þessari grein sem fjallar um ný- útkomna bók, Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930, sem höfundur telur vitnisburð um óvönduð fræði sem nauðsynlegt er að fordæma. Morgunblaðið/Ásdís Nokkrar þeirra bóka sem greinarhöfundur telur litið fram hjá í riti Inga Sigurðssonar og Lofts Guttormssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.