Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 7
L
listahátíð í Reykjavík hóf rúmlega
tveggja vikna göngu sína í gær með
setningarathöfn í Listasafni Ís-
lands. Þetta árið leggur hátíðin sér-
staka áherslu á sviðslistir, og eru
því leiklistarhópar og dansflokkar
sérstaklega margir og frambæri-
legir á hátíðinni í ár. En einnig eru
hingað komin þó nokkur stór nöfn úr tónlist-
arheiminum og dýrmæt myndlist prýðir sali í
öllum landshlutum.
Óhætt er þó að segja að sviðslistahópar eigi
afar stóran þátt í fyrri viku Listahátíðar.
Rustavelli-leikhúsið, sem er þjóðarleikhús
Georgíu, reið á vaðið í gærkvöldi með sýningu
sinni á Þrettándakvöldi Shakespeares í Þjóð-
leikhúsinu, sem verður endurflutt í kvöld.
Þetta klassíska stykki er sagt vera tekið frum-
legum tökum í leikstjórn Roberts Sturua, sem
hefur verið valinn einn af fremstu Shake-
speare-leikstjórum allra tíma.
Litríkur laugardagur
Í dag verður svo litríkur laugardagur í mið-
borg Reykjavíkur, þar sem barnaleikhúshá-
tíðin Austan við sól og vestan við mána hefur
göngu sína með skrúðgöngu risanauts og 180
skólabarna, kennara þeirra og foreldra. Loft-
fimleikaflokkur Vesturports og Artbox sýna
línudans milli bygginga í borginni og örtón-
leikaröð stendur frá kl. 13 til 16.30 í Hljóm-
skálanum, þar sem flutt verður tónlist frá öll-
um heimshornum. Einnig opnar
útskriftarsýning nema í Listaháskóla Íslands í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og
grunn- og listskólanemar ásamt arkitektum
draga upp aðrar víddir af Laugaveginum,
meðal annars í formi veggspjalda.
Myndlist um allt land
Verðhæstu listaverk sem hafa komið hingað
til lands eru nú til sýnis í Listasafni Íslands og
ber sýningin heitið Í nærmynd, en verkin eru
úr smiðju nokkurra af þekktustu myndlistar-
mönnum samtímans. Í dag verða jafnframt
opnaðar nokkrar aðrar verðmætar myndlist-
arsýningar á Íslandi. Kaþarsis er heiti sýn-
ingar Gabríelu Friðriksdóttur í i8, en myndin
sem prýðir kynningarefni Listahátíðar í ár er
einmitt úr hennar smiðju, og Kenjarnar eftir
Francisco Goya verða sýndar í Listasafni Ak-
ureyrar. Í Listasafni ASÍ munu Ragnar Kjart-
ansson og Magnús Sigurðarson vera með inn-
setningu og uppákomu sem nefnist Trúnaður.
Karlakór St. Basil dómkirkjunnar – turna-
kirkjunnar á Rauða torginu í Moskvu – syngur
í Hallgrímskirkju tvívegis í dag, kl. 17 og á
miðnæturtónleikum kl. 23. Kórinn heldur jafn-
framt tónleika í Reykholti á morgun. Kórinn
skipa langskólamenntaðir tónlistarmenn og
einsöngvarar sem hafa helgað líf sitt rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunni, en þeirra á með-
al er ein vinsælasta poppstjarna Rússlands og
ungur drengur með mikla og tæra sópranrödd.
Hamelin storkar náttúrulögmálum
Píanóleikarinn Marc-André Hamelin heldur
einleikstónleika í Háskólabíói í dag og á morg-
un. Hamelin er fjölmörgum íslenskum tónlist-
arunnendum að góðu kunnur, enda sagður
storka náttúrulögmálunum með snilli sinni á
flygilinn.
Á morgun verður opnuð finnsk ljósmynda-
sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og ber
hún heitið Nýir veruleikar. Nafnið vísar til
þess að hluti viðfangsefnisins er tengdur hin-
um pólitíska og félagslega raunveruleika sem
ríkti í Finnlandi eftir fall Sovétríkjanna, sem
og aðildar Finnlands að Evrópubandalaginu.
Annað kvöld verður svo frumsýnd mynd um
svissneska myndlistarmanninn og „tengdason
Íslands“ Dieter Roth í Háskólabíói.
Tónlistartorg Kringlunnar hefur göngu sína
á mánudag, en þar verður á hverjum degi kl.
17 leikin tónlist, flutt af ólíkum tónlistarmönn-
um. Þann dag fundar Marc-André Hamelin
með íslenskum píanókennurum í sal Tónlistar-
skólans í Reykjavík, en fundurinn er öllum op-
inn.
Leiklestur á frönskum og belgískum verk-
um fer fram í Borgarleikhúsinu 18. og 19. maí,
en þar verða lesin verk eftir Catherine Anne,
Jean-Marie Piemme, Jean Louvet og Noëlle
Renaude. Verkin eru lesin í íslenskri þýðingu.
Þriðjudaginn 18. maí heldur Guðný Guð-
mundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, jafnframt uppá 30 ára starfs-
afmæli sitt með tónleikum í Íslensku óperunni.
Fegursta rödd samtímans
Hibiki heitir danssýning þekktasta sviðs-
listahóps Japana, Sankai Juku, sem sýnd verð-
ur í Þjóðleikhúsinu 19. og 20. maí. Um er að
ræða sex krúnurakaða karlmenn, risavaxnar
glerlinsur og nokkur tonn af hvítum sandi, en
hreyfingar mannanna hafa verið skilgreindar
sem millistig milli Tae Kwon Do og balletts. Þó
byggist aðferð hópsins á hinni japönsku Buto-
danshefð, og er umfjöllunarefni sýningarinnar
arfleifð hörmunganna í Hiroshima.
Hin rússneska Olga Borodina – fegursta
rödd samtímans samkvæmt The New York
Times – stígur á svið Háskólabíós ásamt Sin-
fóníuhljómsveit Íslands 19. maí og aftur 22.
maí. Á efnisskránni eru óperuaríur, þar á með-
al Seguedilla úr Carmen sem Borodina hefur
þótt túlka afar vel, og tónaljóðið Phaéton eftir
Saint-Saëns.
Líkamar í Borgarleikhúsinu
Á Kjarvalsstöðum verða opnaðar tvær
myndlistarsýningar 20. maí, Ný verk úr fórum
Francesco Clemente og ljósmyndasýningin
Her, Her, Her and Her eftir Roni Horn.
Næstkomandi föstudag koma svo fram í
fyrra skipti bæði Tómas R. og Jagúar á Nasa,
þar sem leikin verður tónlist Tómasar í útsetn-
ingu Samúels J. Samúelssonar, og Körper eða
Líkamar, víðfræg sýning eins fjögurra leik-
stjóra Schaubühne-leikhússins í Berlín, Söshu
Waltz. Í Körper er brellum og sjónhverfingum
beitt, sem sagðar eru eiga engan sinn líka, en
sýningin byggist á áhrifum þeim sem Waltz
varð fyrir þegar hún skoðaði gyðingasafnið í
Berlín. Báðar sýningar verða endurteknar
laugardaginn 22. maí.
DAGSKRÁ LISTAHÁTÍÐAR 17.–21. MAÍ
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Tónleikar í tilefni 30 ára starfsafmælis Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands,verða haldnir þriðjudaginn 18. maí í Íslensku óperunni.
Kanadíski píanóleikarinn Marc-André Hamel-
in leikur í Háskólabíói í dag og á morgun.
St. Basil karlakórinn frá Moskvu heldur þrenna tónleika á Listahátíð, í Hallgrímskirkju kl. 17 í
dag, miðnæturtónleika á sama stað í kvöld kl. 23 og í Reykholtskirkju 16. maí.
Olga Borodina þykir hafa eina fegurstu rödd
samtímans. Hún syngur með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands í Háskólabíói 19. og 22. maí.
Hljómsveitin Jagúar heldur tónleika með verkum Tómasar R. Einarssonar í útsetningum Sam-
úels J. Samúelssonar á Nasa næstkomandi föstudag og laugardag.
Morgunblaðið/Golli
Hibiki er heiti danssýningar þekktasta sviðslistahóps Japana, Sankai Juku, sem sýnd verður í
Þjóðleikhúsinu 19. og 20. maí. Í sýningunni, sem fjallar um hörmungarnar í Hiroshima, koma
sex krúnurakaðir karlmenn, risavaxnar glerlinsur og nokkur tonn af hvítum sandi við sögu.