Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 9
art) þar sem líkami listamannsins er efniviður
hans. Hann hóf snemma að nota vídeóvél til að
skrásetja gjörninga sína en fór síðan að nota
vélina sem tjáningarmiðil. Hann hefur annars
tileinkað sér alla hugsanlega listmiðla, unnið
með objekta jafnt sem texta, tákn jafnt sem
arkitektúr, hvað svo sem þjónar hugmyndum
hans.
Nauman er algerlega sér á báti í myndlist-
arheiminum og nýtur ómældrar virðingar þar.
Hann virðist alltaf vera með í myndlistarum-
ræðunni, tekst að endurnýja sig í sífellu og
hefur verið frjór í þau fjörutíu ár sem hann
hefur starfað að listsköpun. Þess má geta að
Bruce Nauman verður næsti og síðasti lista-
maðurinn (í bili a.m.k.) til að setja upp verk í
túrbínusal Tate Modern í London, þar sem
Ólafur „okkar“ Elíasson sýndi veðurverkefnið
fræga.
Charles Ray (f. 1953)
og Robert Gober (f. 1954)
Charles Ray fetaði ungur í fótspor kons-
eptlistamanna og tvítugur að aldri gerði hann
„Plank piece“ sem er m.a. til sýnis í listasafn-
inu og minnir á margt sem Bruce Nauman,
William Wegman og jafnvel Sigurður Guð-
mundsson voru að gera í þá daga. Síðari verk
Rays bera sterk einkenni popplistar. Kímni er
aldrei langt undan og líkaminn er í fyrirrúmi,
en þá sem form og ímynd en ekki áþreifanlegt
eða lífrænt fyrirbæri.
Robert Gober skapar aftur á móti mjög
áþreifanlega skúlptúra. Hann stendur eilítið út
úr þessum hópi af listamönnum póstmódern-
ismans. Sækir í aðrar skúlptúrhefðir en sam-
tímamenn hans á sýningunni, sem eiga rætur
að rekja til Louise Bourgeouis og súrrealisma
frekar en Andys Warhols og popplistar. Verk
Gobers byggjast á æskuminningum hans, eru
endurgerðar æskuminningar. Oft eru hvers-
dagslegir hlutir, s.s. vaskur og rúm, ætlaðir
sem myndlíkingar. Þetta eru samt ekki til-
búnir hlutir, heldur vinnur hann þá frá grunni
svo þeir verða „líkamlegri“.
Felix Gonzalez-Torres
(f. 1957, d. 1996)
Felix Gonzalez-Torres er aðallega kunnur
fyrir listaverk sem virkja þátttöku sýning-
argesta sem/og safna. Helst eru það verk sem
samanstanda af sælgætismolum sem gestir
geta borðað og plakötum sem gestir mega taka
með sér heim. Safnið þarf síðan að passa að
þyngd listaverkanna sé ávallt sú sama með því
að kaupa meira sælgæti og prenta fleiri plaköt.
Með þessu móti er listamaðurinn að ýkja hlut-
verk þeirra, þ.e. forvörslu safnsins og (list)
neyslu sýningargestsins. Torres sér söfn og
gallerí sem athafnarými og hefur m.a. gert
verk fyrir gallerí þar sem kaupandinn fær
reglulega sendan böggul frá galleríinu. Bögg-
ullinn er tómur og sjálft listaverkið er í raun
póstsendingin, eða athöfnin. Þessi verk Torres
eiga ýmsar samstæður í flúxus- og konseptlist.
En líkt og Gober tengir hann verkin eigin lífi á
mjög persónulegan hátt. Þyngd sælgætis-
verksins í Listasafni Íslands er t.d. 130 kg og
miðast við samanlagða þyngd Torres og sam-
býlismanns árið 1991 þegar verkið var fyrst
sýnt. Sá síðarnefndi lést það ár úr eyðni eins
og Torres gerði svo fimm árum síðar. Hafa
margir því viljað tengja hverfandi molana og
plakötin við tæringu líkamans af völdum sjúk-
dómsins.
Cindy Sherman (f. 1954)
Undir lok níunda áratugarins kom ljósmynd-
in eins og sprengja inn í myndlistarheiminn og
hlaut loks almenna viðurkenningu sem gjald-
gengur listmiðill. Þar stóð hvað hæst listakon-
an Cindy Sherman sem kalla má súperstjörnu
í myndlistarheiminum, ekki síður en Jeff Ko-
ons. Sherman var sambýliskona Roberts Lon-
gos, myndlistar- og kvikmyndagerðarmanns,
snemma á níunda áratugnum. Segist hún ávallt
hafa fallið í skugga hans, verið bara kærasta
Longos, og að ekki hafi verið tekið eftir sér í
myndlistarheiminum fyrr en þau slitu sambúð.
Fyrstu verkin sem vöktu athygli á listakonunni
voru svokallaðar „United film stills“, sem eru
sviðsettar ljósmyndir í líkingu við kyrrmyndir
úr gömlum kvikmyndum án þess þó að þær
vísi til sérstakra kvikmynda. Þetta eru ljós-
myndir af listakonunni sjálfri sem ólíkar ko-
nuímyndir og varð Sherman því fljótlega tákn-
gervingur feminisma í póstmódernismanum. Í
öllum myndum listakonunnar er hún sjálf fyr-
irsætan. Eru myndirnar sjálfsmyndir listakon-
unnar sem ímyndir eða önnur sjálf (alter egos)
sem hún sækir úr kvikmyndum, auglýsingum
o.fl.
Richard Prince (f. 1949)
Richard Prince er þekktur fyrir yfirtökulist
(appropriation art), en hana má rekja aftur til
dada-stefnunnar þegar Marcel Duchamp gerði
fyrstu tilbúnu (ready made) listaverkin árið
1913 og svo popplistar (neo dada) sjötta ára-
tugarins, s.s. Brillókassa Andys Warhols, sem
eru handmálaðir en líta út nákvæmlega eins og
venjulegir brillókassar. Hugmyndin um yfirtö-
kulist kemur út frá áðurnefndum hugmyndum
Baudrillards um veruleika og ofurveruleika og
miðast við þegar listamaður tekur sér mynd-
efni sem tilheyrir einhverju öðru og gerir að
sínu. Með slíkum hætti notar Jeff Koons t.d.
fjöldaframleiddar kitsch-styttur, en list Koons
telst einmitt til yfirtökulistar.
Yfirtökulist Richards Prince felst í því að
endurgera myndir úr tímaritum, teikna upp
brandara og sögur og taka ljósmyndir úr blöð-
um og stækka upp. Þetta eru jafnan sam-
félagslega gagnrýnar myndir sem sýna viðhorf
og ímyndir, s.s. hinn frjálsa „macho“ kúreka
og mótorhjólatöffara.
Louise Lawler (f. 1947)
og Sherry Levine (f. 1947)
Listin sjálf er oft viðfangsefni yfirtökulista-
manna, eins og verk Louise Lawler og Sherry
Levine eru dæmi um.
Í rúm tuttugu ár hefur Louise Lawler tekið
ljósmyndir af listaverkum við misjafnar að-
stæður, s.s í galleríum, í heimahúsum, á upp-
boðum og í geymslu safna. Lawler rannsakar
þannig hvernig breyttar aðstæður hafa áhrif á
listina og viðhorf okkar til listaverka.
Rannsóknir Sherry Levine hafa hins vegar
snúist um frumleika og höfundarrétt. Hún
vakti fyrst alþjóðlega athygli og umræðu á ní-
unda áratugnum fyrir að sýna ljósmyndir af
þekktum ljósmyndum eftir bandaríska ljós-
myndarann Walker Evans, sem hún þá nefndi
„Eftir Walker Evans“. Myndir Evans voru
upphaflega teknar á kreppuárunum til að sýna
og skrásetja visst ástand. Myndir Levine skrá-
setja aftur á móti sjálft listaverkið og hafa því
mjög skýra tilvísun í hugmyndir Baudrillards.
Sjónrænn munur á myndum Levine og Evans
er enginn, aðeins nálgun listamannanna er
ólík. Tími skiptir þarna sköpum og fyrir liggur
spurning um frummynd og eftirmynd, veru-
leika og ofurveruleika.
Tákn síns tíma
Það er forvitnilegt að sjá hvernig tíminn
breytir listaverkum og hvernig umræða hvers-
dagsins hefur áhrif á þau. Ímynd Michaels
Jacksons, sem nú situr undir ásökunum og
ákærum um níðingsskap, er t.d. allt önnur í
dag en fyrir 26 árum þegar Jeff Koons gerði
styttuna umtöluðu. Af þeim sökum hefur
„skurðgoðið“ allt annað gildi, alveg eins og
þegar íþróttamyndir Andys Warhols voru
sýndar í Galleríi Fold í fyrra, og mynd af O.J.
Simpson hékk á meðal mynda af Pele og Mu-
hammed Ali. Við skoðum styttuna af Jackson
líka öðruvísi þegar við vitum hve mikið trygg-
ingarverðmæti hennar er. Ekki má svo gleyma
Bubbles sem er löngu horfinn eftir að Jackson
fékk leið á honum. Styttan er þannig séð tákn-
mynd liðins tíma en að sama skapi lifir hún
sjálfstæðu lífi í tíma. Ryksugurnar sem Jeff
Koons notar í verkinu „New hoover convert-
ibles“ eru nú gamaldags og eflaust ófáanlegar í
dag. Þetta voru hins vegar ódýrar ryksugur
sem hægt var að kaupa í öllum heimilisvöru-
verslunum þegar þær voru sýndar fyrst. Und-
irritaður sá líka Made in heaven-sýninguna
þegar hún kom til Amsterdam á sínum tíma og
var þvílík röð fyrir utan og æsingur áhuga-
samra svo mikill að annað eins hafði ekki sést.
Í dag er enginn æsingur yfir þessum verkum,
þau eru skrásett menningarverðmæti og hluti
af vestrænni menningarsögu. Umræðan um yf-
irtökur er líka liðin. Hún hefur verið skrásett
sem póstmódernísk umræða á níunda og tí-
unda áratugnum og er sennilega síðasta skil-
greiningin á einhverju sem kalla má stefnu eða
viðhorf í samtímalistum sem hefur fest sig í
sessi. Umræðan náði þó ekki hingað til lands
nema í afar litlum mæli.
OFURVERULEIKINN
Michael Jackson og Bubbles, yfirgengilegt skurðgoð eftir Jeff Koons frá árinu 1988.
lutverki Madonnu.
Höfundur er gagnrýnandi.