Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 6
F yrstu þrír áratugir 20 aldarinnar eru ein mikilvægustu mótunarár íslensks samfélags,“ segir Sigríð- ur í upphafi samtals okkar, en hún hefur stundað rannsóknir á þessu sviði um árabil og nær áhugi hennar og vinna við þetta verkefni ein 12 ár aftur í tímann. „Ég er að fjalla um uppbyggingu hugmynda- fræðinnar um þjóðerni Íslendinga sem fór af stað í upphafi 20. aldar. Þar er ég að tala um þróun sem virðist hafa átt sér stað u.þ.b. hálfri öld síðar en í ýmsum Evrópulöndum. Nútíma- lýðræðisþjóðfélag er ekki nema 200 ára gam- alt.“ Kyngervi. Hvað þýðir það orð nákvæmlega? „Þetta er þýðing á enska orðinu gender og í þýðingunni mið af orðinu atgervi. Orðið táknar menningarbundna hugmynd um karlmennsku og kvenleika. Hvernig karlmennska og kven- leiki eru mótuð í orðræðunni menningarlega og félagslega.“ Alþýðufyrirlestrar Jóns J. Aðils Þú segir að tímabilið 1900–1930 sé eitt hið mikilvægasta í mótun þjóðernishugmynda ís- lendinga. Hvað áttu við? „Í byrjun aldarinnar breytast þjóðernishug- myndir Íslendinga meira en menn hafa al- mennt gert sér grein fyrir eða rannsakað öllu heldur í sagnfræðinni. Þetta eru hugmyndir sem voru fyrir hendi áður í íslensku samfélagi en þær styrkjast og eru bræddar saman í heil- steyptara sögulegt hugmyndakerfi heldur en áður var og þær eru breiddar út til fólks miklu markvissar en nokkru sinni fyrr. Sagnfræðing- urinn Jón Jónsson Aðils leikur lykilhlutverk í þessari þróun. Hann skrifaði og flutti alþýðu- fyrirlestra um íslenskt þjóðerni, sem höfðu gríðarleg áhrif. Fyrirlestrarnir voru gefnir út á þremur bókum á árunum 1903–1910, undir titl- unum Íslenskt þjóðerni, Gullöld Íslendinga og Dagrenning. Hann var á styrk frá ríkinu til að semja og flytja þessa fyrirlestra í tíu ár þar til hann varð fyrsti kennarinn í sagnfræði við Há- skóla Íslands þegar hann var stofnaður 1911. Jón Aðils var í þeim hópi menntamanna sem gegndu mjög mikilvægu hlutverki í löndum Evrópu á þessum tíma við uppbyggingu þjóð- ernishugmynda. Sérstaklega er greinilegt að hlutverk þeirra var mikilvægt meðal smáþjóða eins og Íslendinga, Tékka og Íra þar sem nauð- syn var á uppbyggingu hugmyndafræði um þjóðerni fyrir þjóðríkin sem voru í fæðingu. Þetta eru þjóðir sem hafa ekki mikla borgar- lega menningu til að byggja á og þær fara allar aðra leið; þær fara í söguna til að skapa þjóð- ernið, skapa goðsögn um gullöld þjóðarinnar. Hugmyndafræði Jóns Aðils byggist á því að að horfa til uppruna Íslendinga og skapa hug- mynd um eðli þjóðarinnar. Þetta er byggt á kenningum þýska heimspekingsins Johanns Gottfried Herder, sem lagði grunninn að því að horft væri á þjóðir útfrá því að þær hefðu sér- stakt lífrænt eðli. Ég greini síðan hugmyndir Jóns Aðils um hvernig hann horfir á eðli þjóð- arinnar á gullöldinni en hlutverk hans í byrjun 20. aldar er að endurreisa þetta upprunalega eðli þjóðarinnar og segja þjóðinni hvernig við erum í raun og veru. Kenningar hans eru þær að þjóðin hafi í upp- hafi búið yfir sérstöku eðli sem hafi síðan hnignað með erlendum yfirráðum og til þess að við getum blómstrað og náð þessu upprunalega eðli okkar þurfum við að stjórna okkur sjálf. Þetta er þýsk þjóðernishugmyndafræði Ficht- es sem byggðist á kenningum Herders og hélt því fram að ef þjóðirnar stjórnuðu sér ekki sjálfar þá hnignaði þeim. Þessu fylgja líka al- mennar hugmyndir um yfirburði hverrar þjóð- ar sem eru mjög ríkjandi í þessari hugmynda- fræði allri eins og hún hefur þróast í Evrópu þó að Herder hafi ekki haldið slíku fram.“ Hvað skilgreinir þjóð í þessum skilningi? Það þurfti að kenna fólki hér á Íslandi hvað í því fælist að vera þjóð. Tungumálið var al- mennt talið skilgreina þjóð og þó að við séum mjög skýrt landfræðilega afmörkuð sem þjóð fer fram mjög svipað ferli við mótun þjóðern- ishugmynda og annars staðar. Gullöldin leikur gríðarlega stórt hlutverk í þessari hugmynda- fræði sem ég er að rannsaka. Íslendingar voru mjög uppteknir af þessu og það má sjá mjög víða merki um gullaldarhugmyndina. Um 1930 eru þessar hugmyndir orðnar viðteknar og mjög fastar í sessi. Þjóðernishugmyndin var þá þegar mjög skýrt mótuð. Önnur hugmynd sem þróast samhliða þess- ari er að þjóðin hafi verið lýðræðisþjóð á gull- öldinni. Þetta eru hugmyndir sem við þekkjum öll mjög vel. Aðalþráðurinn er um norsku hetj- urnar sem gátu ekki þolað kúgun Haralds hár- fagra og flúðu Noreg til að njóta frelsis. Það er ein sterkasta hugmyndin um eðli Íslendingsins að hann verði að vera frjáls og geti ekki lifað undir stjórn annarra.“ Voru allir sammála þessari hugmyndafræði? „Það var alltaf sátt um að þjóðin yrði sjálf- stæð og aldrei var deilt um að Íslendingar færu þá leið að stofna sérstakt þjóðríki. Áhersla smáríkja sem voru að sækjast eftir sjálfstæði var gríðarlega sterk á þessa sömu leið. Kannski fórum við þessa leið af því að þjóðin var smá og fátæk og þurfti sterka hugmynd um þjóðerni til að styrkja sjálfstraustið. Kannski er sérstaðan í þjóðernishugmyndafræðinni íslensku fólgin í því hversu óumdeildar þær voru. Það voru allir sammála þeim. Það má reyndar finna mótmæli við fornaldardýrkuninni og þjóðernisrómantík- inni hjá Verðandimönnum í kringum 1880. Talsvert fyrr voru einnig menn, þ.á m. Jón Sig- urðsson, sem höfðu talsverða fyrirvara gegn gullaldarhugmyndinni og á fyrri hluta 19. aldar var hart deilt um þessa hugmynd í blöðum. Það má svo spyrja hvort hugmyndin er óumdeild þegar Jón Aðils setur hana í miðju hugmynda- fræði sinnar um þjóðernið eða hvort hún verð- ur óumdeild með honum. Einstakir kommún- istar mótmæltu þessari hugmyndafræði um þjóðernið, a.m.k. um 1930, og bentu á kúgun al- þýðunnar á gullöldinni og einstaka maður eins t.d. Einar H. Kvaran, sagði að hugmyndafræð- in að baki þjóðerninu væri reist á rómantískri fortíðardýrkun.“ Hreinleiki sveitamenningarinnar Menn tókust engu að síður á um hvers konar samfélag hér skyldi verða í sjálfstæðu landi? „Já, og þar urðu talsverð átök. Í rannsókn minni er ég þó ekki að skoða pólitísk átök milli hins hefðbundna hægri og vinstri. Á þriðja ára- tugnum mögnuðust upp alls kyns hugmyndir um hnignun og úrkynjun menningarinnar. Sveitamenning þótti svarið við þessu. Með sveitamenningu er átt við afturhvarf til einfald- ari lífshátta, gamalla gilda og fortíðarþrá, þar sem ekki var endilega horft til lífsins í sveit- unum eins og það var á þeim tíma. Þeir sem fremur horfðu á sveitalífið eins og það var, t.d. Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson, höfnuðu þessum hugmyndum um að lífið hafi verið betra í sveitunum í fortíðinni. Það gerði Theodóra Thoroddsen einnig í kvennablaðinu 19. júní.“ Var þetta ekki ákveðin íhaldssemi, ótti við tæknilegar framfarir og hraðfara samfélags- breytingar? „Jú, það er alveg rétt en ég held að okkur hætti til að vanmeta þessar hugmyndir og hversu sterk ítök þær áttu með þjóðinni. Þetta var allt annar heimur og önnur heimssýn en fólk hefur í dag. Hugmyndin um að sveitirnar væru gróðr- arstöð íslenskrar menningar, alþýðan yrði að búa í sveitunum við heimilisiðnað og lestur Ís- lendingasagnanna var ríkjandi á millistríðsár- unum. Það var blákaldur veruleiki fyrir fólki á þessum tíma að þjóðmenningunni hnignaði og hana þyrfti að vernda með þessum hætti. Meg- inpunktur í rannsókn minni er hinsvegar að þeir sem fóru fremstir í flokki fyrir þessari hugmyndafræði voru íhaldssamir menntamenn sem mynduðu kjarna hinnar ungu og uppvax- andi íslensku borgarastéttar í Reykjavík og höfðu alls engan áhuga á að hverfa til einfald- ara lífs í sveitum landsins. Þetta voru menn eins og Guðmundur Finnbogason, Sigurður Nordal, Ágúst H. Bjarnason. Jónas frá Hriflu tengdist einnig þeim hópi. Ágúst H. Bjarnason sagði að ungir menn ættu ekki að láta ginnast af kaupstaðarlífinu. Samfélagssýn þessara manna gekk út á að hér væri samfélag fá- mennrar borgarstéttar en alþýðan byggi í sveitunum. Það sem vekur athygli er hversu lít- ið mótvægi þessi íhaldssama hugmyndafræði á millistríðsárunum fékk í rauninni hjá þjóðinni. Hún náði ótrúlegri útbreiðslu og fótfestu. Það voru mjög áhrifamiklir og öflugir hópar og tímarit sem eru samtaka í að breiða hana út og má þar nefna helstu tímarit menntamanna s.s. Eimreiðina, Skírni og Iðunni. Hvert þessara tímarita kom út í 2000 eintökum árið 1928 og það er mikil útbreiðsla í hundrað þúsund manna samfélagi. Þá hélt tímaritið Skinfaxi, sem ungmennafélagshreyfingin gaf út, þessum sömu hugmyndum á lofti og hafði mikla út- breiðslu og einnig var ársritið Hlín vettvangur fyrir þessar hugmyndir og það rit kom út í sex þúsund eintökum og virðist hafa farið inn á flest sveitaheimili landsins. Þessi hugmynda- fræði náði þó í rauninni aldrei fram að ganga því þjóðin flutti í þéttbýlið og samfélagið iðn- væddist.“ Yfirburðir íslensku þjóðarinnar Þú færir rök fyrir því að eðli hins sanna Ís- lendings sé sérstaklega bundið við hinn borg- aralega karlmann. „Já, eins og Íslendingseðlið er skilgreint í orðræðunni samsvarar það sjálfsmynd hins menntaða borgaralega karlmanns sem nýtur fullkomins einstaklingsfrelsis. Þegar ég skoða orðræðuna um sveitamenninguna byggi ég á rannsóknum sem hafa verið gerðar víða erlend- is á viðhorfum borgarastéttarinnar til alþýð- unnar. Þar kemur m.a. skýrt fram ákveðin mót- sögn sem felst í því að annars vegar er skýrt mótuð hugmynd um frelsi einstaklingsins og að hann eigi ekki að lúta neinum öðrum manni. Hins vegar er brýnt fyrir alþýðunni að láta hagsmuni heildarinnar víkja fyrir einstaklings- hagsmunum.“ Þjóðernishugmyndir og kenningar í Evrópu á 3. og 4. áratug aldarinnar tengjast mjög upp- gangi fasismans. Var eitthvað slíkt uppi á ten- ingnum hér? „Þótt þetta sé ekki rannsóknarverkefni mitt eru íslenskar íhaldssamar þjóðernishugmyndir skyldar evrópskum þjóðernishugmyndum en þær þróuðust sums staðar út í fasisma. Yfir- burðahugmyndir eru almennt einkenni þjóð- ernishugmynda eins og sagnfræðingar hafa sýnt fram á og eru sterkar í þjóðernishug- myndum smáþjóða. Íslenska þjóðin er hluti Evrópu að þessu leyti. Tékkar hafa t.d. mjög svipaða vísun í gullöld sína og byggja sérstöðu sína á henni. Þjóðir vísa gjarnan til einhverra sérstakra þátta í sögu sinni til að rökstyðja að þær standi öðrum þjóðum framar. Okkar hugmyndafræði um yfirburði vísar til þeirrar sérstöku blöndu Norðmanna og kelta, sem leiddi af sér þetta sérstaka stjórnskipulag og lýðræði, fæddi af sér einstakar bókmenntir og gerir okkur æðri og merkilegri en aðrar þjóðir.“ Getur verið að þessi hugmyndafræði sem þú ert að lýsa og er enn í dag kjarninn í þjóðern- ishugmyndum okkar, standi okkur fyrir þrifum í því fjölmenningarlega samfélagi sem hér er að mótast? „Það er m.a. þess vegna sem ég tel að sé mjög nauðsynlegt að rannsaka þessa þætti í sögu okkar og hugmyndafræði. Það er mjög stutt síðan þetta gerðist og ungt fólk í dag sem ég hef verið að kenna í Háskóla Íslands þekkir þessar hugmyndir rétt eins og mín eigin kyn- slóð gerir þannig að þær eru enn við lýði í sam- félaginu. Þetta er hugmyndafræði sem gengur m.a. út á yfirburði íslensku þjóðarinnar og ef hér á að myndast fjölmenningarsamfélag þar sem fólk með ólíkan menningarbakgrunn og af öðrum litarhætti á að búa, þá er auðvelt að Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur ver doktorsritgerð sína Hinn sanni Íslendingur – þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930, við heimspekideild HÍ næstkomandi föstudag. Í ritgerðinni er annars vegar fjallað um mótun þjóðernishugmynda Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar og hins vegar um hlutverk og stöðu kvenna innan þjóðríkisins. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við Sigríði um efni þessa rannsóknarverkefnis. KARLMENNSKA, KVENLEIKI OG ÍSLENSKT ÞJÓÐERNI 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.