Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004 3 Gunnar Kvaran forstöðumaður Astrup Fearnley safnsins í Ósló, segir starfsemina þar vera hreint ótrúlegt ævintýri, en verk úr eigu safns- ins eru til sýnis í Listasafni Íslands um þessar mundir. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hann um starfsferilinn, safna- pólitík og nýja strauma í samtímalistum. Smásagan Inter-Rail eftir Sindra Freysson, leiðir lesendur inn í heim ferðalanga sem eru búnir að sitja í nægilega mörgum lestum til að vita „að í þeim er ferðalag hið algjöra einskismannsland“. Laun- helgar Ibsens eru enn til umfjöllunar í Lesbók. Að þessu sinni fjallar Trausti Ólafsson um 3. hvíta- sunnudagsmorgun Péturs Gauts og sam- band hans við Sólveigu. Þjóernis hug- myndir Íslendinga og hlutverk og staða kvenna innan þjóðríkisins eru til umfjöll- unar í doktorsritgerð Sigríðar Matthías- dóttur sem hún mun brátt verja við Há- skóla Íslands. Hávar Sigurjónsson ræddi við hana um rannsóknir hennar. FORSÍÐUMYNDIN: Forsíðumyndin er af hluta verks eftir Roni Horn er nefnist Hún, hún, hún og hún, en það er nú til sýnis á Kjarvalsstöðum. Þ að er margt sem stendur upp- úr eftir viku dvöl í höfuðborg Bandaríkjanna Washington D.C. Borgin kemur á óvart og er skemmtilegur dval- arstaður. Borgir í Bandaríkj- unum standast að mínu mati engan veginn samanburð við evrópskar borgir en í Washington bland- ast skemmtilega saman saga Bandaríkj- anna og pólitísk gróska samtímans. Borgin er iðandi af lífi og veitir fróðlega innsýn í hringiðu bandarísks samfélags. Svipbrigði borgarinnar eru mörg og eftir standa at- hyglisverðar myndir úr borgarlífinu. Pólitíkina ber hæst. Allir alls staðar virðast vera að ræða stjórnmál. Það er sama hvort maður er staddur á kaffihúsi, veitingastað, bar eða í partýi, umræðan snýst um stöðuna í þjóðmálunum. Skoð- anir fólks á forsetanum og hans fylgdarliði eru mjög skiptar og umræðan snýst meira og minna um það hvort Bush nái að halda völdum í nóvember. Fólki er heitt í hamsi og liggur ekki á skoðunum sínum. Margir eru áfjáðir í að vita hvað útlendingunum finnst um forsetann. Sumir hella síðan úr skálum reiði sinnar og úthúða forsetanum á meðan aðrir benda á hversu vel hann hafi staðið sig í utanríkis- og efnahags- málum. Ef maður efaðist um að lýðræð- isleg skoðanaskipti ættu sér stað í höf- uðborginni þá var maður á villigötum. Áhrifamestu minnismerkin í borginni eru ekki stytturnar af Lincoln og Jeffer- son, þó þær séu mikilfenglegar, eða Wash- ington-nálin, sem sést víða að úr borginni, heldur Veggurinn, minnismerkið um þá sem féllu í Víetnamstríðinu. Verkið er sér- staklega áhrifamikið en á því má finna nöfn allra Bandaríkjamanna sem féllu í stríðinu. Minnismerkið er ólíkt öðrum slík- um þar sem það gerir ekkert til þess að dásama þá sem féllu í átökunum heldur birtast manni fyrir hugskotsjónum með sérkennilegum hætti hörmungar stríðsins eftir því sem maður gengur fram hjá fleiri nöfnum. Alls eru nöfnin 58.200 og letruð á langan granítvegg. Nöfn fallinna fylgja ár- tölum og eftir því sem á stríðið líður fjölg- ar þeim verulega. Fyrsta árið er tala fall- inna innan við tuginn. Nöfnunum fjölgar síðan í hundruð og þúsundir. Fjöldi fólks stendur þögult við minnismerkið, sumir virðast vera að leita að nöfnum vina eða ættingja og það blika tár á vöngum. Aðrir hafa lagt við minnismerkið myndir af fölln- um, ljósrit af dagbókarbrotum og bréfum sendum af vígstöðvunum. Tilgangsleysi stríðsins og allra þessara mannfórna renn- ur upp fyrir manni og það sækir að ein- hverskonar ólýsanlegur einmanaleiki. Hugurinn hvarflar til Íraks og allra þeirra þúsunda sem þegar hafa fallið þar. Það er áhugavert að skoða þinghúsið í borginni sem hýsir bæði Öldungadeildina og Fulltrúadeildina. Fólki er heypt inn í 10 til 15 manna hópum. Hver hópur fær leið- sögumann sem fer skilmerkilega yfir sögu hússins og bandaríska stjórnmálasögu. Það sem vekur hins vegar mesta athygli og stendur eftir er að það tekur mun lengri tíma að fara í gegnum öryggisgæsl- una áður en aðgangur er veittur að þing- húsinu en það tók að skoða húsið sjálft. Öryggisgæslan í Hvíta húsinu vekur einnig athygli. Sérstaka eftirtekt vekur leyniskyttan sem stendur á húsþakinu, beint fyrir ofan íverustað forsetans, og miðar byssunni á hvern þann sem vekur grunsemdir í grennd við húsið. Þegar Hvíta húsið er skoðað rennur upp fyrir manni hvað sjónvarpið gerir allt stærra og mikilfenglegra en það er í raun og veru. Húsið er ekki stórt og skrifstofa forsetans, fréttamannaherbergið og Rósagarðurinn eru mun minni en kvikmyndavélarnar gefa í skyn. Veggir hússins eru prýddir glæsi- legum bandarískum listaverkum, völdum af forsetanum og tugum ef ekki hundr- uðum mynda af forsetanum sjálfum, sem skipt er um reglulega. Starfsfólk forsetans fær að velja mynd til að hengja tímabund- ið upp á skrifstofu sinni þegar skipt er um myndir á göngum hússins. Löng bið er eft- ir sumum myndanna og forsetinn aug- ljóslega í miklu uppáhaldi hjá eigin fólki. Leiðsögumanninum var mikið í mun að leyfa okkur að gægjast inn í lítið hlið- arherbergi hjá skrifstofu forsetans, þegar verðirnir sjá ekki til, þar sem Bill og Mon- ica áttu sínar góðu stundir. Áhugaverðum stöðum innan húsins fer augljóslega fjölg- andi. Þegar komið er út fyrir Hvíta húsið stendur fjölmennur hópur fyrir utan hliðið og fer með bæn. Fólk skiptist á að biðja fyrir forsetanum og fordæmir þau illu öfl sem eru að reyna að sverta hann og hans störf. Hópurinn tekur undir og signir sig reglulega. Í Washington eru flestar kirkjur á íbúa í Bandaríkjunum enda virðist vera kirkja á hverju götuhorni í sumum hverfum borg- arinnar. Kirkjurnar eru fullar af fólki, á öllum aldri, nær því hvert einasta kvöld og mikið líf í kringum þær um helgar. Fólk kemur prúðbúið til messu og skrautlegir hattar kvenfólksins vekja sérstaka athygli enda ríkir veruleg samkeppni um glæsi- legasta höfuðfatið. Það er best að kynnast borgum með því að láta heimamenn sýna áhugaverðustu hlutina að þeirra mati. Í hjólreiðatúr var pólitíkin heimamönnum ofarlega í huga og ferðinni heitið að minnismerkjunum um forsetana og fallna hermenn, Pentagon, heimili Rumsfelds varnarmálaráðherra og Kerrys forsetaframbjóðanda og að Hilton- hótelinu þar sem reynt var að ráða Reag- an af dögum. Einnig var farið í áhugaverð hverfi eins og gamla hluta borgarinnar sem ber nafnið Georgetown og Capitol Hill, þar sem finna má skrifstofur þings, ráðuneyta og ríkisstofnana. Auk þessa var nauðsynlegt að skoða gömlu blökku- mannahverfin. Fjöldi blökkumanna í Washington skýr- ist að því að borgin veitti þeim um nokkurt skeið skjól fyrir þrælahöldurum. Sögulega tilheyrir Washington suðurríkjum Banda- ríkjanna þó að segja megi að hún sé hálf- gert eyland á milli hins íhaldssama Virg- iníufylkis og meira frjálslyndis í Marylandfylki. Menning blökkumanna blómstraði í borginni allt fram til loka 7. áratugarins þegar heilu hverfin í borginni voru brennd til grunna í óeirðum eftir að Martin Luther King var skotinn til bana. Óeirðanna má enn sjá víða merki og í sum- um borgarhverfum eru fjöldi húsa enn rúsir einar eftir átökin sem urðu milli blökkumanna og lögreglu. Blökkumenn í millistétt fluttust í úthverfin eftir eyðilegg- inguna, íbúahverfi miðborgarinnar dröbb- uðust niður og breyttust í fátækrahverfi. Gömlu blökkumannahverfin eru þó óðum að byggjast upp og breytast í nýtískulega íverustaði uppanna. Washington hefur losað sig við þá ímynd að hún sé borg fátæktar, eiturlyfja og pólitískrar spillingar. Miðbæjarlífið blómstrar og tekist er á um strauma og stefnur í pólitíkinni sem aldrei fyrr. Í borginni finna allir þeir ólíku hópar sem byggja Bandaríkin eitthvað við sitt hæfi. Sameiningartákn Bandaríkjanna eru hins vegar aldrei langt undan og einkenna borgina í raun þegar betur er að gáð. Þetta sést bæði á fjölmörgum söfnum borgarinnar og í borginni sjálfri. Áherslan er á glæsilega forseta sem sameinuðu þjóðina hver á sinn hátt og alla þá fjöl- mörgu einstaklinga sem fallið hafa fyrir hendi óvinarins við það að verja Bandarík- in gegn utanaðkomandi ógn. Skilaboðin eru að föðurlandsást sé lykillinn að fortíð- inni sem og framtíðinni. Dvöl í höfuðborg- inni veitir einkar athyglisverða sýn inn í hugarheim Bandaríkjamanna og það fjöl- skrúðuga mannlíf sem einkennir Banda- ríkin. SVIPMYNDIR FRÁ WASHINGTON RABB B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N baldurt@hi.is ÞORSTEINN FRÁ HAMRI MYND ÚR SKÓGI Sjáið tréð. Og nú tindrar morgunbjarminn í baug um laufhaddinn fagra! Nei, annað og meira en ársól og tré: sköpun, lausn vor og líf … Máría, móðir skærust. Þorsteinn frá Hamri (f. 1938) er skáld. Ljóðið er úr bókinni Vetrarmyndin sem gefin var út árið 2000. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.