Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 7
ímynda sér árekstrana ef þessar hugmyndir eru ekki teknar til endurskoðunar.“ Hvernig farnaðist íslenskum konum í þessari þjóðernisvakningu? „Kvenréttindabaráttan gengur út á að konur vilja vera viðurkenndar sem frjálsir einstak- lingar sem eru færir um að fara með völd til jafns við karlmenn. Á 19. öld fór af stað í Evr- ópu sterk hreyfing um hið sérstaka eðli kvenna. Móðureðlið og sérstakt siðferðiseðli kvenna var þar ríkjandi og einnig var talað um skort á rök- hugsun og dómgreind. Það sem einkennir hinn pólitíska einstakling er einmitt hvorutveggja rökhugsun og dómgreind svo konur áttu sann- arlega undir högg að sækja með þessar hug- myndir gegn sér. Kvenréttindahreyfingin á Vesturlöndum var að berjast gegn þessum hugmyndum og beitti tvennum rökum í baráttu sinni. Annars vegar að þær eigi að fá réttindi til jafns við karlmenn vegna þess að þær séu menn og hins vegar að þær séu öðruvísi en karlmenn og hafi sérstakt eðli og hafi því sér- stöku hlutverki að gegna í samfélaginu. Þessi átök koma öll mjög skýrt fram í ís- lenskri kvenréttindabaráttu alveg frá upphafi. Það er reyndar mjög athyglisvert að íslenskir stjórnmálamenn og alþingismenn í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. voru margir hverjir mjög hlynntir kvenréttindum og beittu heldur ekki rökunum um sérstakt siðferði kvenna. Þeir héldu fram þeim rökum að konur væru menn og bæri jafn réttur af þeim sökum á við karl- menn. Kvenréttindahreyfingin á hinn bóginn nýtir sér hugmyndirnar um sérstakt siðferði kvenna mjög ákveðið og þó þetta hljómi kannski einkennilega í dag var þetta tilraun af hálfu kvenna til að snúa sér í hag þessari ríkjandi hugmynd um eðli kvenna. Samhliða þessu eru í gangi stöðugar umræður um and- legt atgervi kvenna. Þessi umræða fór lengi vel aðallega fram í íslenskum kvennablöðum, t.d. tímaritinu Framsókn sem gefið var út á Seyð- isfirði þar sem konur voru að mótmæla þessum hugmyndum. Kvenréttindabaráttan náði viss- um hápunkti árið 1911 þegar samþykkt voru lög um réttindi kvenna til menntunar og emb- ætta og einnig kosningarrétt og kjörgengi. Þau lög öðluðust gildi árið 1915 að undangenginni stjórnarskrárbreytingu. Það er sérstaklega at- hyglisvert að sumir þeirra karlmanna í stjórn- málum sem stutt höfðu kvennabaráttuna á fyrsta áratug aldarinnar sneru við blaðinu og gerðust andstæðingar kvenréttinda þegar ljóst var að konur fengju kosningarétt og önnur mannréttindi til jafns við karlmenn. Eftir 1915 eru engir karlmenn á Alþingi málsvarar kven- réttinda. Allar konur á húsmæðraskóla En kvenréttindabaráttan íslenska þróaðist björg H. Bjarnason sem var fyrsti kvenþing- maðurinn var andvíg hinni miklu áherslu á hús- mæðraskóla – og áhrifamikill hluti kvennahreyfingarinnar snerist gegn Ingi- björgu. Landsfundur kvenna 1926 skipar nefnd til að undirbúa húsmæðrafræðsluna og fer í samstarf með Búnaðarfélagi Íslands. Með stofnun Kvenfélagasambands Íslands 1930 sameinast kvenfélögin um þetta markmið, hús- mæðrafræðsluna. Þetta gerist í mjög nánu samhengi við hina íhaldssömu þjóðernisstefnu og þar lék Jónas frá Hriflu ekki lítið hlutverk en hann var mjög hlynntur húsmæðraskólun- um og í ríkisstjórn hans og Tryggva Þórhalls- sonar rísa þrír nýir húsmæðraskólar á árunum 1927–1930. Það er mjög athyglisvert að allar umræður um húsmæðraskólanna eru nátengd- ar því þjóðernislega hlutverki kvenna sem er að hugsa um börnin og heimilin, varðveita siðferði þjóðarinnar og viðhalda hinni óspilltu sveita- menningu. Það er bundið í reglugerð um hús- mæðraskólana að þeir skuli hlúa að og viðhalda sveitamenningunni. Konur rökstuddu mál sitt með þessu og náðu eyrum ráðamanna með því að höfða til þessara gilda. Stefna hins opinbera í málefnum kvenna var skilgreind í nefndaráliti frá þessum tíma með því að allar ungar stúlkur í landinu skyldu ganga á húsmæðraskóla. Þetta var semsagt ekki talinn valkostur í menntun kvenna heldur eina leiðin sem þær skyldu fara. Það segir líka talsvert að á millistríðsárunum voru nokkuð innan við 10 íslenskar konur sem luku háskóla- námi.“ Hvaða áhrif hafði þetta? „Þetta hafði þau áhrif að konur fengu lítil áhrif í íslensku samfélagi og kvenréttinda- hreyfingin var í mikilli lægð í 40 ár, frá 1930–70. Það var ekki fyrr en með rauðsokkahreyfing- unni sem húsmæðrahugmyndafræðin fer að láta undan síga. Vissulega var ýmislegt að ger- ast en það var sannarlega hljótt um kvenrétt- indakonur. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessar hugmyndir um hlutverk kvenna í sam- félaginu voru blákaldur veruleiki fyrir tvær kynslóðir kvenna á 20. öldinni. Kvennahreyf- ingin þurfti því að takast á við mjög mótaðar og djúpstæðar hugmyndir um hlutverk kvenna þegar hún reis upp á 8. áratugnum. Hug- myndafræðin um hlutverk konunnar í sam- félaginu og þjóðernishyggjan ristu nær jafn- djúpt.“ Morgunblaðið/ÞÖK „Ég met það þannig að það hafi tekist á sviði kvenréttinda að koma í veg fyrir að konur fengju hlutdeild í einstaklingshyggjunni og fengju sess í opinberu lífi,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004 7 havar@mbl.is G ott er að heyra að grein mín MeðH.C. Andersen í bólið, sem birtisthér í Lesbókinni hinn 8. maí, hefurkomið af stað umræðu um þýðingar á ævintýrum Andersens. Í Lesbókinni 15. maí kom athugasemd við greinina frá Oddnýju S. Jónsdóttur, barnabókaritstjóra hjá Vöku- Helgafelli. Eru þær ekki byggðar á einhverj- um misskilningi? Í umræddri útgáfu Vöku-Helgafells var ekki tiltekið að breytingar hafi verið gerðar á æv- intýrunum. Þýðing Forlagsins var eina þýð- ingin sem tekið var fram að um endursögn væri að ræða. Ég bar mismunandi íslenskar þýðingar á ÁFRAM ÞÝÐINGAR Á H. C. ANDERSEN! E F T I R J Ó N Í N U Ó S K A R S D Ó T T U R Höfundur er bókavörður. ævintýrum H. C. Andersen saman við frum- texta ævintýranna sem höfundur þeirra H.C. Andersen skrifaði á móðurmáli sínu sem var danska og hlýtur þ.a.l. að vera frummál æv- intýranna. Útgáfa Vöku-Helgafells var þýdd yfir á íslensku úr millimáli sem var enska. H.C. Andersen samdi ævintýrin aðeins á einu tungumáli sem er því frummál þeirra. Ævin- týrin á öðrum tungumálum tel ég vera það sem kallað er þýðingarmál. Þessi atriði komu reyndar öll fram í grein- inni. síðan á mjög sérkennilegan hátt á þriðja áratug aldarinnar að því leyti að kvenréttindi eru tekin inn í hugmyndafræðina um hnignun samfélags- ins og sókn kvenna eftir aukinni þáttöku í op- inberu lífi og á atvinnumarkaði er talin eitt af hnignunareinkennum samfélagsins. Það er konan, heimilin og þjóðin sem eru talin í veði.“ Þannig að þrátt fyrir að sækjast eftir sjálf- sögðum mannréttindum til jafns við karlmenn sætta konurnar sig við hlutverk sitt sem mæð- ur og húsmæður? „Já, þær gera það algjörlega og það eru eng- ar kvenréttindakonur íslenskar á 3. og 4. ára- tugnum sem berjast á móti því hlutverki. Þvert á móti er þeim mikið í mun að fullvissa alla um að þær ætli ekki að yfirgefa þetta hefðbundna hlutverk sitt. Umræðan um eðli kvenna nær al- veg áður óþekktum hæðum á þessum tímum og fyrirlestur Aðalbjargar Sigurðardóttur sem hún flutti á landsfundi kvenna árið 1926 er einn besti vitnisburðurinn um það. Þar heldur hún því blákalt fram að konur hafi hvorki rökhugs- un né dómgreind og landsfundinum þótti fyr- irlesturinn svo góður að það var skorað á Aðal- björgu að birta hann. Í greinum í Hlín var einnig sterklega haldið fram afstöðu íhalds- sinna um hlutverk konunnar og hvernig kven- réttindabaráttan væri hluti af þeirri hnignun menningarinnar sem yrði að verjast með til- tækum ráðum. Í rauninni má segja að hug- myndirnar á millistríðsárunum um að koma í veg fyrir innreið nútímalegra gilda takast ekki nema á einu sviði. Ég met það þannig að það hafi tekist á sviði kvenréttinda að koma í veg fyrir að konur fengju hlutdeild í einstaklings- hyggjunni og fengju sess í opinberu lífi. Þarna lagðist allt á eitt, orðræðan var gegn konum á öllum sviðum umræðunnar í íslensku samfélagi á þessum tíma. Húsmæðrahugmyndafræðin varð algjörlega yfirgnæfandi í málefnum kvenna á 3. áratugnum og kvennahreyfingin var samdóma um nauðsyn þess að stofna hús- mæðraskóla og eini ágreiningurinn meðal kvennanna sjálfra snerist um hvort konur ættu að vera húsmæður og þátttakendur í opinberu lífi eða bara inn á heimilunum. Húsmóðurhlutverkið var óumdeilt. Ingi- Skírt er barnið – þannig Guði gefið, gaf hann sig að kærleik til þess fyrst. Slíkra Guðs er ríkið – eigi efið orðrétt vitnar guðspjallið í Krist. Svo kom árið æskuheit að vinna upp tók hugann vilja sjálfið mitt. Barnavininn besta tókst að finna bæn og trú þar unnu hlutverk sitt. Viltu Jesú fylgja’ af fremsta megni? Faðir vor hann sendi líka mér, lífi öllu svo að vel því vegni, vel ég Kristur: Já, að fylgja þér. ,,Sjá ég verð með yður alla daga.“ Alnánd hans er fararblessun mín. Eigi lát mig freistni frá þér draga. Fyrirgefur syndir miskunn þín. Kristin lifum ár og æviskeiðin andagiftin vinnur þrautirnar. Hvítasunnu til vor liggur leiðin, líkt og þegar kirkjan stofnuð var. Á þriðju stærstu hátíð enn og aftur endurnýjum fermingar vort heit. Leiðı́ – styðji Andans æðsti kraftur, einn og sérhvern fermingar í sveit. PÉTUR SIGURGEIRSSON Lag: Dag í senn Höfundur er biskup. ANDAGIFT HVÍTASUNNU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.