Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004 BÓKSALINN Shah Mohammad Rais, ein aðal söguhetja bókar Åsne Seierstad, Bóksalinn í Kabúl, féll ný- lega frá ákæru á hendur Seierstad. Rais hafði áð- ur hótað að kæra hana fyrir skrif sín um hann í samnefndri bók, en því hefur nú verið lýst opinberlega yfir að fallið hafi verið frá kæru og löngu þrefi um málið, m.a. um hvort Seierstad hafi misnotað traust fjölskyldunnar sem hún bjó hjá, þar með lokið. Bóksalinn í Kabúl hefur hlot- ið góðar viðtökur í Bretlandi og hefur setið hátt á sölulistum yf- ir bækur önnur en skáldverk það sem af er árinu, og hafa þegar selst um 300.000 eintök. Seierstad hlaut bresku EMMA- verðlaunin (Ethnic Multicultural Media Award) sl. mánudag, en verðlaunin eru veitt árlega fyr- ir þær bækur sem helst hefur þótt takast að miðla sögu og viðhorfum ólíkra þjóða og menningarhópa milli manna og kvenna um allan heim. Seierstad sjálf hefur hins vegar undanfarið dvalið á Balk- anskaga þar sem hún hefur ver- ið að viða að sér efni í end- urgerð fyrstu bókar sinnar, Med ryggen mot verden, sem kom út árið 2000 í Noregi, en þar fjallar hún um málefni ríkja fyrrum Júgóslavíu. Bacon í banni TÍMABUNDIÐ útflutningsbann hefur verið sett á mynd Francis Bacons, Study After Velasquez, eða Stúdía eftir Velas- quez, til að gefa breskum kaupendum möguleika á að fjármagna kaup á mynd- inni. Verkið, sem verðlagt hefur verið á 9,5 milljónir punda eða rúmlega 1,2 milljarða ís- lenskra króna, er að sögn vef- miðils BBC í útflutningsbanni til 27. júlí nk. og vera kann að bannið verði framlengt til 27. nóvember. Gripið var til þessara ráðstaf- ana til að gefa innlendum kaup- endum færi á að fjármagna kaup á verkinu, og sagði tals- maður nefndar sem fjallar um útflutning listaverka að gripið hefði verið til þessara ráða vegna „einstæðra listrænna gæða“ verksins. Bacon sjálfur taldi að myndin hefði eyðilagst, en verkið fannst ekki á ný fyrr en eftir dauða hans árið 1992. Bacon hætti sjálfur í tvígang við að sýna myndina og sendi hana þess í stað til söluaðilans sem sá honum fyrir litum og striga, þótt hann léti seinna í ljós að sér þætti það miður. Myndin er byggð á portretti spænska listamannsins Velasquez af páfanum Innocent X frá 1650. Bresk stjórnvöld hafa áður gripið til þess ráðs að setja út- flutningsbann á þekkt listaverk og var t.d. nýlega sett slíkt bann á portrett listamannsins Jan Steen af borgarstjóranum í Delft. Bóksalinn í Kabúl fellur frá ákæru ERLENT Stúdía eftir Velasquez eftir Francis Bacon. Åsne Seierstad Í HÖNNUNARSAFNI Íslands stendur nú yfir skemmtileg sýning byggð á enn skemmtilegri hugmynd – að sýna húsbúnað sem íslenskir mynd- listarmenn hafa hannað og smíðað eða látið smíða fyrir sig. Sýningin er áhugaverðust fyrir þá sem bæði hafa gaman af hönnun og eru vel heima í ís- lenskri myndlist fyrr og nú, að sjá hvernig lista- menn sem maður þekkir nálgast viðfangsefni með notagildirsjónarmiðið að leiðarljósi. Aðalsteinn Ingólfsson, sýningarstjóri og for- stöðumaður Hönnnarsafnins, segir í sýningarskrá að sýningin hafi orðið til í kjölfar margvíslegra skoðanaskipta við íslenska hönnuði og myndlist- armenn um grátt svæðið milli myndlistar og hönn- unar, sem hann segir mjög hefur verið til umræðu á alþjóðlegum sjónmenntavettvangi hin síðari ár. Á fjórða tug verka eru á sýningunni og of langt mál yrði að fjalla um hvert og eitt þeirra. Áhuga- sömum á hins vegar bent á greinargóða mynd- skreytta sýningarskrá. Listamennirnir á sýningunni hafa ólíkan bak- grunn. Sumir eru meiri hönnuðir en listamenn, aðrir eru eingöngu listamenn en búa til húsbúnað sem hluta af stærra samhengi, og aðrir lærðu handverk áður en þeir fóru út í myndlist.Þeir lista- menn sem lagt hafa fyrir sig húsgagnahönnun samhliða listsköpun eru m.a. þeir Daníel Magn- ússon og Gulleik Lövskar, en báðir eru þeir hagir og hugmyndaríkir, en að sama skapi ólíkir. Daníel vinnur í tré og stál en Gulleik fer óvenjulegri leiðir í efnisvali. Gripirnir á sýningunni eru frá ýmsum tímum. Sá elsti síðan 1913, fagurlega útskorinn skápur eftir Gunnlaug Blöndal listmálara sem lærði fyrst útskurð áður en hann fór út í myndlistina. Skáp- urinn er sveinsstykki Gunnlaugs, mikil listasmíð. Þá eru þarna verk eftir fleiri gamla meistara; Ein- ar Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Sigurjón Ólafs- son, Ríkarð Jónsson og fleiri. Yngri listamennirnir blanda hugmyndafræði meira inn í sína hönnun en hinir eldri, eins og Hannes Lárusson, Haraldur Jónsson og Kristinn E. Hrafnsson, en verk þeirra allra bera þeirra verkum almennt fagurt vitni. Þá hefur dömu- binda-hægindastóll Sólveigar Sveinbjörnsdóttur sterk tengsl við nútímamyndlist og hugmynda- fræði hennar. Sum verkin þarna eru alls ekki gerð sem nytja- hlutir, eins og verk Haraldar, Sigurðar Guð- mundssonar og Magnúsar Pálssonar, og því spyr maður sig, með fullri virðingu fyrir hlutunum sjálfum, hvaða erindi þeir eigi á sýninguna. Þegar vikið er út frá einfaldri hugmynd eins og þeirri sem liggur á bak við þessa sýningu, á heildar- myndin það á hættu veikjast. Það er ekki vítt til veggja á Hönnunarsafni Ís- lands en þrátt fyrir það hefur þeim Aðalsteini Ing- ólfssyni og Jóni Axel Björnssyni tekist að koma sýningunni vel fyrir í rýminu. Handverk og hönnun En það er ekki bara í Hönnunarsafni Íslands sem grátt svæði er kannað. Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði eru mörkin á milli myndlistar, hönn- unar og handverks skoðuð á bráðskemmtilegri 10 ára afmælissýningu Handverks og hönnunar, en Handverk og hönnun er verkefni sem sett var á stofn til að efla handverks- og listiðnað. Handverk og hönnun er eins konar samstarfsvettvangur þar sem koma saman bæði menntaðir hönnuðir sem og handverksfólk víða af landinu. Fjögur ráðu- neyti koma að verkefninu. Hér er á ferðinni talsverð leikgleði og andríki í bland við hreina hönnun, frjálslega hönnun, ef svo má segja, þar sem minni áhersla er á notagildið, og hreina myndlist. Ákveðið hefur verið að fara þá leið að búa til tvær sýningar og samtalið þeirra á milli er það sem er einna mest spennandi við það sem fram fer í safninu. Annars vegar hafa þrír aðilar, þeir Aðalsteinn Ingólfsson, Eyjólfur Pálsson og Guðný Magnús- dóttir, valið listamenn saman á hefðbundna af- mælissýningu. Efniviður þeirra við valið var allt það sem gert hefur verið á þessum vettvangi sl. 10 ár. Hins vegar er það sýningin Category X. Þar eru listamenn sem eru með á afmælissýningunni í bland við aðra meðlimi Handverks og hönnunar sem ekki hlutu náð fyrir augum sýningarstjóra af- mælissýningarinnar. Sýnendur á Category X fengu alveg frjálsar hendur og gáfu hugmynda- fluginu lausan tauminn. Sú sýning ber því með sér þann frjálslega andblæ sem oft einkennir útskrift- arsýningar listaháskóla, þar sem menn eru ófeimnari en þeir lengra komnu við að láta vaða á eitthvað skemmtilegt. Af skemmtilegum verkum á Category X er verkið sem tekur á móti manni þegar maður kem- ur inn í safnið, Súr viðbrögð, þar sem myndaðar eru grettur barna sem eru að borða súran rab- arbara. Listamaðurinn, Kristveig Halldórsdóttir, býr einnig til „textílefni“ úr rabarbaranum og fleira grænmeti! Þá má nefna látlausa og nokkuð aðlaðandi hringi gerða úr leirplöttum, festum á mismunandi skærlitaða hringi úr tré, eftir Krist- ínu S. Garðarsdóttur. Skartgripir úr sápu eftir Kjartan Örn Kjartansson eru einnig skemmtileg- ir, sem og súkkulaðitaska og taska skreytt blóma- mynstri úr pillum eftir Bjargeyju Ingólfsdóttur. Þarna inni er líka daðrað við hina hreinu myndlist, eins og í hljóðverki Ástþórs Helgasonar gullsmiðs þar sem málmþynna snýst í hringi og slæst í vegg- inn. Í hönnunarhlutanum er einnig margt góðra gripa. Fyrst ber að nefna skóhönnun Maríu K. Magnúsdóttur sem fær sérstakan bás á sýning- unni undir frumgerðir af vörum sínum. Þetta eru skór úr selskinni og roði, efni sem virðist vera not- að í sífellt ríkari mæli af íslenskum hönnuðum. Undirrituðum finnst þessi ákveðnu efni reyndar frekar óspennandi, en þarna er metnaðarfullur hönnuður á ferðinni Það sem er eftirminnilegast af afmælissýning- unni er skartgripahönnun Kjartans Arnar Kjart- anssonar, Ástþórs Helgasonar, Guðbjargar Kr. Ingvarsdóttur og Huldu B. Ágústsdóttur. Allt mjög fallegir hlutir. Dead hönnun Jóns Sæmund- ar er einföld, sterk og stílhrein og brýtur upp heildina. Þá eru fígúrur Helga Björnssonar í Huppuhlíð á Hvammstanga listilega útskornar og gætu sómt sér vel á hvaða sýningu sem er, jafnvel á myndlistarsýningu! Þá eru hlutir Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur keyrðir áfram af skemmtilegri grunnhugmynd og fyrrnefnd verk Kristveigar í anddyrinu eru einnig eftirminnileg. Finnar Finnar hafa á síðustu árum gert sig breiða á myndlistarsviðinu og þaðan hafa streymt margir fyrirtaks listamenn. Mest áberandi upp á síðkastið hafa verið myndlistarmenn sem nota ljósmyndina sem miðil og/eða myndbandið. Margir hafa skipað sér framarlega í hópi helstu ungu listamanna í heiminum í dag og nægir þar að nefna Elinu Brotherus, Elja Liisa Ahtila og Esko Mannikko. Elina Brotherus er líklega kunnust þessara þriggja hér á landi, en hún hefur sýnt verk sín á einkasýningu í galleríi i8 og á samnorrænu mál- verkasýningunni Carnegie Art Awards. Á sýningunni Nýir veruleikar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fáum við loksins fleiri sýnishorn af þessari finnsku nýbylgju. Sá samnefnari sem finna má með verkunum á sýningunni og í raun al- mennt með finnskri listsköpun, er ákveðin tegund depurðar, einhver skringilegheit og drungi með smá trúarlegum undirtóni og dálítilli skvettu af hjátrú. Trúarþátturinn kemur kannski sterkast fram í verkinu Pílagrímsför eftir Heli Rekula þar sem ung hvítklædd stúlka, hálfgerð jesúmynd, stendur með gat á enninu eftir byssukúlu, rétt eins og hún sé orðin engill á himnum. Til beggja hliða eru síðan svarthvítar myndir af ávölum klettadröngum, sem gætu þó rétt eins verið mynd- ir af krumpaðri húð eða lófum og minna þannig á ljósmyndaverk John Coplans heitins sem myndaði sjálfan sig allsnakinn. Samsetning Rekula, sem minnir á altarismynd, er fagurfræðilega alveg sér- staklega heillandi. Trúin er einnig meginstef í verkum Jan Kaila í myndaröðinni Engill þar sem eldri maður spókar sig á ísilögðu vatni á nærföt- unum með áfasta englavængi. Hjátrúin birtist hvað helst í verki Veli Granö, Kirsti, en þar fjallar hann um formæður sínar sem höfðu yfirnáttúru- lega hæfileika, gátu læknað með handayfirlagn- ingu og þvíumlíku eins og sést gert í ágætu mynd- bandsverki í sérsal. Sérstakar mannlýsingar eru einnig ákveðið ein- kenni í finnskri listsköpun, og á sýningunni eru dæmi um það. Í verki Juha Metso, Líf Alberts, sjáum við svipmyndir úr lífi Albers Liukkonien, sem er áhugaleikari í smábænum Kotka. Ljós- myndirnar eru skemmtilegar sem slíkar, og rammar góðir. Sú leið listamannsins að nota Al- bert sem leikara í sviðsetningum dregur listrænt vægi myndanna niður. Af sömu tegund þá sjáum við í ansi skemmtilegri ljósmynd Veli Granö, Ríki hlutanna, mann með skefjalausa söfnunaráráttu. Nokkuð undarleg, jafnvel óhugguleg, mynd af manni sem safnar hlekkjum og fót- og handjárn- um. Myndin leiddi hugann ósjálfrátt að fangelsum og misþyrmingum, en minnti mig jafnframt á heimildarmynd um danskan mann sem safnaði regnfötum og naut þes að klæðast þeim, hverju laginu utan yfir annað. Finnar tala, að okkur finnst, eitt af sérkennilegri tungumálum okkar ná- grannaþjóða. Tungumál er undirstaða tveggja verka á sýningunni, verka fyrrnefndrar Elinar Brotherus, þar sem hún reynir að fóta sig í Frakk- landi, og límir minnismiða á frönsku með nöfnum ýmissa hluta í kringum sig. Hún er að reyna að passa inn í nýtt umhverfi, inn í annað tungumál. Þá má nefna verk Jorma Puranen, en hann rann- sakar í verkinu Tungumál er annað land, sam- hengið milli tungumáls og landslags. Mynd hans er tekin á Grænlandi, textar á fánum eru á austur- grænlenskri mállýsku og lýsa ýmiss konar veð- urlagi. Í rauninni er þetta eins og mynd úr sjón- varpi með skýringartexta undir. Að síðustu ber að nefna hér verk Marjaana Kella af hnökkum fólks. Í texta segir að listakonan dáleiði gjarnan módelin, en ég sé ekki hvaða máli það skiptir, ómögulegt er að átta sig á því í hvaða ástandi fyrirsæturnar eru. Það er pirrandi að horfa alltaf í hnakkann á fólki, en um leið má segja að þetta sjónarhorn sé það sem gefur verkunum spennu. Sýningin í heild sinni er mjög skemmtileg og safnið orðið nokkuð aðlaðandi þó að setja megi út á smáatriði. Til dæmis er lofhæð heldur lítil, og barnahornið, jafn frábært framtak og það er, mætti setja einhvers staðar þannig að það verði ekki hluti af sýningunni, nema þá að því sé ætlað að vera það. Ég hvet alla til að skoða þær þrjár sýningar sem hér hefur verið fjallað um. Þær eru allar vel heim- sóknarinnar virði. Grátt MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur LJÓSMYNDIR ÝMSIR LISTAMENN Opið alla daga kl. 12–19 Til 29. ágúst. Hönnunarsafn Íslands ÝMSIR LISTAMENN HÚSBÚNAÐUR Opið alla daga kl. 13.30–17 Til 30. maí Listasafn Árnesinga ÝMSIR LISTAMENN ÝMSIR HÖNNUNARGRIPIR Opið alla daga nema mánudaga kl. 14–18. Til 20. júní Verk eftir Helga Björnsson. Frá sýningu á finnskri samtímaljósmyndun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þóroddur Bjarnason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.