Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004 11
Er einhver munur á
vinstra og hægra heilahveli?
SVAR: Við fyrstu sýn virðast heilahelming-
arnir tveir, vinstra og hægra heilahvel, vera
nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur
þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim.
Sem dæmi má nefna að hjá örvhentu fólki eru
hvirfil- og hnakkablað hægra heilahvels og
ennisblað vinstra heilahvels mjórri en gagn-
stæðu megin. Annað hvelið er því oftast betur
þroskað og það er sagt vera ríkjandi.
Auk áðurnefnds breytileika í gerð heila-
hvelanna er starfrænn munur einnig fyrir
hendi. Hjá flestum er vinstri helmingurinn
mikilvægari fyrir stjórnun hægri hluta lík-
amans, tal- og ritmál, færni með tölur, vísindi
og rökhugsun. Hægri helmingurinn er mik-
ilvægari við stjórnun vinstri hluta líkamans og
honum tengjast listrænir hæfileikar, skynjun
rúms og mynstra, innsæi, ímyndunarafl og
myndun huglægra mynda af sjón, hljóðum,
snertingu, bragði og lykt.
Vitneskja okkar um verkaskiptingu heila-
hvelanna hefur aðallega fengist með því að
skoða heilamyndir sjúklinga sem hafa fengið
heilablóðfall eða aðra heilasjúkdóma. Með því
að rannsaka hvaða breytingar verða grein-
anlegar í kjölfar skemmda á mismunandi
svæðum í heilanum hafa vísindamenn getað
áttað sig nokkuð á hlutverki hinna ýmsu
svæða. Einnig hafa sjúkrasögur látinna sjúk-
linga og krufningar og skoðun heila í kjölfarið
gefið miklar og góðar upplýsingar.
Þannig uppgötvaði til dæmis Frakkinn Paul
Broca (1824–1880) svæði í vinstra heilahveli
sjúklings sem hafði misst málið eftir að hafa
fengið heilaáfall árið 1861. Að sjúklingnum
látnum var hann krufinn og heilinn skoðaður
af Broca. Þá kom í ljós að svæði, sem síðan
hefur verið nefnt Brocasvæði, var skemmt.
Þetta er svæði orðmyndunar og þar er tal-
hreyfingum stjórnað, það er hreyfingum
tungu, vara og raddbanda. Skemmd í Broca-
svæði veldur, tal-, lestrar- og skriftarörð-
ugleikum frekar en truflun á málskilningi.
Síðan hefur komið í ljós að Brocasvæðið er
aðeins að finna í ríkjandi heilahveli hvers og
eins, það er að segja í hægra hveli hjá örv-
hentu fólki og vinstra hjá þeim sem eru rétt-
hentir. Það er því að finna í vinstra hveli lang-
flestra þar sem flestir eru rétthentir (um 85%
manna).
Stuttu eftir uppgötvun Broca fannst annað
mikilvægt svæði í ríkjandi heilahveli, kallað
Wernickesvæði eftir Carl Wernicke (1848–
1905) sem var þýskur læknir. Wernickesvæð-
ið gegnir lykilhlutverki í málskilningi okkar
en skemmdir á því koma fram sem erfiðleikar
við að skynja og skilja talað eða skrifað mál.
Þótt heilahvelin tvö séu aðskilin og gegni
ekki sömu hlutverkum starfa þau ekki óháð
hvort öðru. Þau eiga samskipti í gegnum
hvelatengslin. Oft er miðað við hvorri hend-
inni er frekar beitt þegar rætt er um ríkjandi
heilahvel en ekki er um algilt samband að
ræða milli handar og heilahvels. Þetta sést
meðal annars á því að sumir eru jafnvígir á
báðar hendur og aðrir nota aðra höndina við
sumt en hina við annað.
Þuríður Þorbjarnardóttir líffræðingur.
Hvers vegna er talað um
grasekkjur og grasekkla
þegar makinn er í burtu?
SVAR: Orðin grasekkja, grasekkjumaður og
grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau
eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi
Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar.
Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983),
sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt
með spurningarmerki sem var til merkis um
að þau væru óæskileg í málinu. Í útgáfu Eddu
frá 2002 er spurningarmerkið horfið og orðin
standa þar athugasemdalaust.
Dönsku orðin eru græsenke og græsenke-
mand og talin komin úr þýsku, Graswitwe og
Graswitwer, en algengari í þýsku eru mynd-
irnar Strohwitwe og Strohwitwer.
Orðin þekkjast einnig í ensku grass widdow
og grass widdower. Skýringin á tilurð
orðanna og merkingu þeirra er talin sú að
upphaflega hafi verið átt við stúlku sem
gamnað hefði sér úti í náttúrinni (í grasi eða
heyi) með pilti sem síðan hefði yfirgefið hana.
Merkingin færðist síðar yfir á þá eða þann
sem er einn um hríð af því að makinn er fjar-
verandi.
Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður
Orðabókar Háskólans.
ER EINHVER
MUNUR Á
VINSTRA
OG HÆGRA
HEILAHVELI?
Hvernig virka forritunarmál eins og C++, hvað
nefnast tíðnisvið gervihnatta, hvað er blóðtappi,
hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot, myndast árhringir í trjám sem
vaxa við miðbaug og hver er stærsti gígur sólkerfisins? Þessum spurn-
ingum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vís-
indavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDI
Associated Press
Myndirnar, sem eru teknar árið 1955, eru af
heila Alberts Einsteins. Rannsókn á heilanum
leiddi í ljós að sá hluti hans sem talinn er
tengjast stærðfræðilegri rökhugsun reyndist
vera stærri en venjulegt er.
1903:
KRÖFUR
NÚTÍMANS
Sagt var frá því í Þjóðólfi 29.
maí 1903 að ný bygging-
arsamþykkt fyrir Reykjavík-
urbæ væri í smíðum og að
sum ákvæði hennar væru at-
hugaverð, til dæmis það að húseigendum væri
skylt að láta af hendi lóðir svo að götur yrðu
20 álna (12,5 metra) breiðar og að hverju húsi
skuli fylgja lóð eigi minni en hússtæðið. „En
menn verða að búast við að þurfa eitthvað af
mörkum að leggja til að gera bæinn smátt og
smátt myndarlegri útlits og samkvæmari
kröfum nútímans en hann nú er, bæði frá
sjónarmiði heilnæmis og fegurðar.“
1912:
FEGURÐ TIL
SÝNIS
„Aldrei mun hann hafa selt
jafn lítið á neinni sýningu
eins og nú. Og aldrei hefur
hann haft jafn mikla fegurð
til sýnis.“ Þannig var komist
að orði í Ísafold 29. maí 1912 um „myndasýn-
ingu“ Ásgríms Jónssonar listmálara, sem
blaðið taldi vera orðinn snilling. „Hann væri
betur haldinn með því að vera háseti á fiski-
skipi en listamaður sem víst er um að með
tímanum varpar ljóma yfir þjóð vora, enda er
hann þegar farinn að gera það.“ Lagt var til
að Alþingi keypti nokkur málverk af honum ár
hvert, annaðhvort til að styrkja hann eða sem
fjárfestingu. „Eftir nokkur ár mætti vafalaust
fá miklu meira fyrir myndirnar en til þess
þyrfti að eignast þær nú fyrstu árin. Auðvitað
seljast myndirnar einhvern tíma. Þá fá þær
færri en vilja.“
1926:
VEGNA ÁHUGA
OG GÁFNA
„Þegar konur höfðu fengið
atkvæðisrétt í bæjarmálum
vildu þær að vonum nota
frelsið og settu upp sérstaka
lista með konum og komu
mörgum að,“ sagði Tíminn 29. maí 1926. „Að
konur kjósi konur í bæjarstjórn eða á þing að-
eins vegna kynsins er byrjendafálm. Hitt er
annað mál að konur eiga að komast til jafns
við karlmenn í allar trúnaðarstöður vegna
verðleika sinna. Kjósum konur og karla til
vandasamra starfa vegna áhugans, gáfnanna
og menntunarinnar, en spyrjum ekki um
kyn.“
1936:
HIN MESTA
FANNKOMA
Í Morgunblaðinu 29. maí
1936 var haft eftir Jóhannesi
Áskelssyni jarðfræðingi,
sem var nýkominn úr rann-
sóknaleiðangri á Vatnajökli,
að veðrið hefði verið svo vont „að hann hafi
ekki vitað fyrr hvað stórhríðar eru og snjó-
koma, og er hann þó ýmsu vanur. En á Vatna-
jökli mun vera einhver hin mesta fannkoma
sem til er í veröldinni. Veldur þar mestu um
að heitt loft upp af Golfstraumnum í Atlants-
hafi berst upp flóann á Skeiðarárjökli og upp
á Vatnajökul, þéttist smám saman og kólnar
og steypist svo niður fyrst sem ofsarigning á
Skeiðarárjökli en síðan sem öskukóf á Vatna-
jökli. Var snjókoman svo mikil fyrstu sólar-
hringana að svefntjald leiðangursmanna var
komið í kaf að morgni og urðu þeir að moka
sér leið út. Þá var ekki um annað að gera en
bíða þess að upp birti.“
1958:
EINS OG BEST
ERLENDIS
Þjóðviljinn sagði frá því 29.
maí 1958 að um hvítasunn-
una hefði verið opnuð kaffi-
stofa við Skólavörðustíg í
Reykjavík undir nafninu
Mokka. „Í Mokka geta menn fengið espresso
kaffi að ítölskum sið, capuccino kaffi og kaffi
latti,“ en ennfremur átti að laga kaffi upp á
gamla íslenska mátann. Blaðið sagði að eig-
andinn, Guðmundur Baldvinsson, hefði dvalist
á Ítalíu við söngnám, kynnt sér starfrækslu
kaffistofa og „einsett sér að framreiða hér
kaffi eins og það er best erlendis“. Þá voru
kaffihúsin í höfuðborginni teljandi á fingrum
annarrar handar, nú skipta þau mörgum tug-
um.
1971:
SPARA FÉ OG
FYRIRHÖFN
„Gíróþjónusta hefst eftir
helgi“, sagði í Morg-
unblaðinu 29. maí 1971.
„Gíróþjónusta er aðallega
fólgin í því að flytja fjár-
magn milli viðskiptaaðila, það er að taka við
skilgreindri greiðslu frá greiðanda og koma
henni til viðtakanda á þann hátt að ótvírætt
komi fram gagnvart báðum aðilum fyrir hvað
greiðslan er.“ Sagt var að Ísland væri fyrsta
landið þar sem bankar, sparisjóðir og pósthús
sameinuðust um slíka þjónustu. Í kynning-
arbæklingi kom fram að almenningur gæti
notfært sér gíróþjónustu „til þess að inn-
heimta skuldir, auðvelda bókhald, spara tíma
og fyrirhöfn, skapa öryggi í viðskiptum og
spara peninga og fleira“.
1989:
AÐ BÚA VIÐ
SÖMU KJÖR
Dagfari fjallaði um það í DV
29. maí 1989 að fjár-
málaráðherra hefði sett
reglugerð um „toll af inn-
fluttum matvörum sem bak-
pokalýður flytur með sér til landsins af því
hann tímir ekki að kaupa sér mat á Íslandi“.
Greinarhöfundur fagnaði því að ferðamenn
fengju ekki „að éta sinn eigin innflutta mat á
meðan okkar eigin framleiðsla hleðst upp óét-
in“ og taldi að „ef þetta fólk hefur áhuga á að
kynnast íslenskri náttúru, íslenskum lífs-
háttum og íslenskum lífsstandard verður það
að sjálfsögðu að borga það sem upp er sett og
búa við þau kjör sem Íslendingar sjálfir verða
að búa við“.
T ÍÐARANDINN Á TUTTUGUSTU ÖLD
„Ekkert setur jafn fagran og aðlaðandi svip á heimilið og fallegur bókaskápur, fullur af úrvals
bókum. Bókaeign er betri en peningaeign.“ Þannig auglýsti Helgafell, Garðastræti 17 í Reykja-
vík í Morgunblaðinu 29. maí 1947. Helgafellsskáparnir voru „með fjórum hurðum úr slípuðu
gleri“ og kostuðu 720 krónur, eða sama og dagblaðsáskrift í sex ár.
BETRI EN
PENINGAEIGN
J Ó N A S R A G N A R S S O N T Ó K S A M A N