Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 5
þar til ég sagði af mér sem slíkur opinberlega og með form- legum hætti fyrir nærri 30 árum síðan. Þetta þýðir að ég finn til fullkominnar og óskoraðrar ábyrgðar gagnvart sérhverju sem það unga (og eldra) fólk er tilheyrði þessari fjölbreytilegu og fjölskrúðugu hreyfingu hefur hugsað eða fundið eða sagt. Sp.: Hverjum augum lítur þú árangur þessarar baráttu nú 30 árum síðar? AS: Ég hef ekkert bókhaldsuppgjör á reiðum höndum, ekki síst vegna þess að mér finnst heldur leiðigjörn þessi tilhneiging til síendurtekins afmælisuppgjörs sem er svo vinsælt af mörg- um sem einhvers konar reikningsskil. Það eru hins vegar nokk- ur atriði sem eru alveg ljós í mínum huga. Í fyrsta lagi lít ég ekki svo á að þessi hreyfing hafi verið sigruð. Í dag má víða sjá leifar þessara hreyfinga – þar á ég ekki bara við Lotta Cont- inua, heldur alla 68-hreyfinguna í Evrópu – persónur sem reika um með depurðina uppmálaða og líta á sjálfar sig sem sigraða einstaklinga. Ég lít hins vegar svo á að við höfum beðið virðing- arverð gjaldþrot. Að við höfum viðurkennt þessi virðingarverðu gjaldþrot og lokað búðinni. Vinur minn Mauro Rostagno, sem var myrtur af mafíunni, orðaði þetta vel. Hann var mættur til eins konar minningarathafnar í Trentino og sagði þá við hina gömlu vini okkar frá ’68: „Okkur tókst að komast vel frá þessu, ef það er rétt að við höfum tapað, þá eigum við að þakka himn- unum fyrir það að við skyldum ekki sigra, því hefðum við unnið þá hefðum við bæði svikið og afneitað öllum þeim sannleika sem við stóðum fyrir.“ Annað atriði sem mér er í huga er að þótt þessar hreyfingar hafi verið óformlegar og margbreytilegar þá voru þær mótaðar bæði hugmyndafræðilega, skipulagslega og málfarslega af marxískri, og stundum einnig lenínískri hefð, og að þetta hefði orðið þessum hreyfingum afar þungur baggi að bera um leið og þessar hreyfingar þróuðust frá sjálfsprottnum aðgerðum til fastari skipulagsforma. En sem betur fer var þetta ekki höfuðatriðið, höfuðatriðið var eins konar ævintýri ef svo mætti segja, eins konar sameiginlegt og mjög mann- eskjulegt ferðalag sem blandaði saman ólíkum þjóðfélags- hópum og stéttum, ólíkum kynjum og kynslóðum og skapaði þannig stórbrotin tækifæri. Ég mundi ekki taka mér í munn eitt einasta slagorð, ekkert af því tungutaki sem við höfðum þá, en ég er hins vegar afar þakklátur og tilfinningalega mjög tengdur því tækifæri sem okkur bauðst. Sp.: Nafnið á hreyfingu ykkar, Lotta Continua (Samfelld barátta), gæti gefið manni tilefni til að álykta sem svo að bar- áttan hafi verið markmið í sjálfu sér, að hún hafi ekki átt sér skilgreind markmið ... AS.: Það er ekki bara eðlileg, heldur fullkomlega rétt álykt- un. Það á vel við að segja að baráttan hafi verið markmið í sjálfu sér. Það hefur verið ríkjandi hugmynd í allri okkar menningar- sögulegu arfleifð að baráttan sé göfug í sjálfu sér og það sem gefi manninum virðingu og reisn. Það á við um stéttabaráttuna og hvaða baráttu sem er. Hvað varðar samtökin Lotta Cont- inua þá stemmdi þessi sérstaka tilvísun í nafni samtakanna næstum fullkomlega við hina svokölluðu „endurskoðunarsinn- uðu“ sósíaldemókratísku hugmynd Bernsteins frá lokum 19. aldar um það að hreyfingin væri allt, og að takmarkið væri – ef alls ekki neitt – þá hefði það að minnsta kosti minna vægi, vegna þess að það væru engin endalok til. Þetta var stórbrotin hugmynd. Í þessu samhengi má kannski geta þess til gamans að nafnið á hreyfingu okkar varð til vegna einfaldrar málvillu. Eins konar prentvillu. Það voru námsmennirnir í París 1968 sem gerðu veggspjöld með áletruninni „La lutte continue!“. Þegar hin hörðu stéttaátök brutust út hjá Fiat-verksmiðjunum í Torino vorið 1969 gáfum við út dreifirit til verkamannanna sem höfðu þessa yfirskrift: „La lotta continua!“, þar sem continua var form sagnarinnar continuare (að halda áfram). Þegar á leið fóru verkamennirnir að bíða eftir þessum dreifiritum við verk- smiðjuhliðin og kölluðu til okkar: „continua! continua!“ Við héldum áfram og smám saman gerðist það að þetta sagnorð breyttist í lýsingarorðið continua, sem þýðir samfelld, þannig varð til slagorðið „Hin samfellda barátta“, La lotta continua. Titillinn á blaði okkar og hreyfingu varð þannig til meðal verka- mannanna í Torino. Sp.: Hvernig heldur þú að fangavist þinni hér muni ljúka. Heldur þú að þú verðir náðaður eins og margir hafa farið fram á? Forsendur þessa dóms virðast með ólíkindum. AS.: Já, forsendur dómsins eru ótrúlegar, og einmitt þess vegna mun þetta mál að mínu viti aldrei fá neina lausn. Ég tel það afar ólíklegt að ég verði náðaður. Á Ítalíu er það yfirleitt ólíklegt að einhverjum takist að gera eitthvað, því á Ítalíu ganga málin aðeins á forsendum gagnkvæmra hagsmuna. Svo er þvermóðskan í mínu máli svo algjör að því mætti líkja við hugsjónamennsku á röngunni. Það fólk sem óskar mér mestrar ógæfu er kannski í minnihluta, en það er svo sannfært í sinni trú að það mun aldrei gefa eftir. Sp.: Þeir sem voru ákærðir og dæmdir með þér eru allir frjálsir? AS.: Já, Marino, sá sem kærði mig og hafði eftir mér að ég hefði gefið honum grænt ljós á morðið eftir fund hér í Pisa, hef- ur aldrei þurft að sitja inni. Ovidio Bompressi hefur setið inni, en er núna frjáls af heilsufarsástæðum. Ég vona að þeir veiti honum náðun, en hann var ákærður og dæmdur fyrir að hafa hleypt af skotinu. Pietrostefani fór til Parísar og býr þar. Hann var dæmdur fyrir að hafa gefið grænt ljós á morðið eins og ég og jafnframt fyrir að hafa skipulagt aðgerðina. Ég var ákærður fyrir að hafa gefið samþykki mitt í tveggja manna samtali og dæmdur á þeim forsendum. Það eru fáheyrðar forsendur, og það er einmitt þess vegna sem málið mun aldrei leysast. Það myndi leysast ef ég auðmýkti sjálfan mig og bæði um náðun, en ég hef enga löngun til þess. Ekki vegna þess að ég vilji leika hetju, heldur bókstaflega vegna leiðinda. Það væri ekki þess virði. Höfundur er listfræðingur. í Pisa Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004 | 5 É g borða Cheerios á morgnana enda er Cheerios holl og næringarrík fæða fyrir alla þá sem vilja ná góðum árangri og láta sér líða vel, eins og ritað er á bakhlið pakkanna sem nú standa á eldhúsborðum landsmanna, enda vinsæll morgunmatur. Morgun einn vaknaði ég snemma til að hjálpa syni mínum að bera út Moggann – og því hafði ég engin dagblöð til að lesa. Textinn sem ég las var skráður á Cheerios-pakkann minn með fyrirsögninni: Cheerios – bætir okkur á hverjum degi, og fyrstu línurnar hljóma svo: „Í gegnum tíðina hafa Íslendingar tekið upp á ýmsu til að sýna fram á hreysti þjóðarinnar. Bæta afrek hennar og huga almennt að heilsu og vellíðan. Af nógu er að taka og þegar litið er um öxl rifjast margt skemmtilegt upp.“ Umfjöllunarefni bakhliðarinnar er m.ö.o. brot úr hreystisögu þjóðarinnar. Plássinu er skipt nið- ur í nokkra fleti til að segja söguna: Í miðjunni er Cheerios- hringur og útfrá honum eru sex geislar og innan þeirra eru af- rekin tíunduð og skreytt með teikningum. Hreystisagan í hnotskurn Sagan hefst árið 1947 með því að minnast afreksmanns í knatt- spyrnu eða Alberts Guðmundssonar sem lék t.d. með Arsenal og AC Milan. Næst er árið 1951 nefnt til sögunnar, en þá sigr- aði íslenska knattspyrnulandsliðið Svía á Melavellinum. Þess er jafnframt minnst að frjálsíþróttahópur Íslands, með Gunnar Huseby, Torfa Bryngeirsson og Clausenbræður í broddi fylk- ingar, bar sigur úr býtum í landskeppni við Dani og Norðmenn. Í þriðja geislanum er greint frá afreki Reynis Péturs Ingv- arssonar, en hann gekk hringinn í kringum landið árið 1985 til að safna áheitum vegna byggingar á nýju íþróttahúsi á Sól- heimum í Grímsnesi. Teikning af pólska þjálfaranum Bogdan Kowalczyk prýðir fjórða fletinn, en hann þjálfaði íslenska landsliðið í handbolta. Helsta afrek Bogdans var að stjórna liðinu til sigurs í heims- meistarakeppni B-liða í Frakklandi árið 1989. Alfreð Gíslason var valinn leikmaður mótsins og Þorgils Óttar Mathiesen var valinn í heimsliðið. Það stirnir á Gauja litla í fimmta geislanum, en hann sagði offitu stríð á hendur árið 1996 og tók upp hollari lífsstíl. Hann léttist um 53 kg í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Dags- ljósi. Sjötti og síðasti geislinn er helgaður árinu 2000 og því má segja að geislasaga afrekanna spanni 53 ár. Enginn afreks- maður er þó nefndur á nafn í þessum geisla, heldur er birt mynd af sveittri kvenveru með fjólublátt hár á spinning-hjóli á líkamsræktarstöð. Hún virðist vera fulltrúi almennings sem heldur sér í formi með því að sprikla í keyptum tímum í rækt- inni. Í geislunum sex eru ellefu karlar nafngreindir en engin kona. Teikningar sem fylgja sýna sjö karla og eina ókunna konu. Karlarnir vinna allir söguleg afrek, en konan er á hjóli sem boltað er við gólf og kemst ekki langt. Ég hef lokið við morgunhringina mína og velti um stund fyr- ir mér hvaða ályktanir ég eigi að draga af þessari fræðslu á Cheerios-pakkanum. Eftir íþróttasögunni á Cheerios- pakkanum að dæma, virðast afrek karlanna margfalt meira metin en kvenna. Ójafnvægið milli kynjanna á Cheerios- pakkanum er svo mikið að mig furðar að pakkinn falli ekki bara á aðra hliðina. Vala Flosadóttir Rannsóknir í kynjafræðum hafa greint að tilhneigingin er að ofmeta afrek karla og gera þau persónuleg: Þeir eru snillingar og sérfræðingar. Tilhneigingin er hins vegar að draga úr verk- um kvenna og gera þau almenn án tengingar við persónur. Cheerios-pakkinn á eldhúsborðinu er lýsandi dæmi um þetta. Í nýlegum fréttum úr íþróttaheiminum kom t.d. fram að Ís- landsmeistarar kvenna í knattspyrnu fá aðeins einn fimmta þeirrar upphæðar í verðlaunafé sem Íslandsmeistarar karla fá. Karlarnir fá eina og hálfa milljón í verðlaun, en kvenfólkið þrjú hundruð þúsund. Nýjasta fréttin er þó í blaðinu sem ég ber út. Hún er um að kynin sitji loks við sama borð: „Knattspyrnusamband Íslands hefur fyrir tilstuðlan Landsbanka Íslands ákveðið að jafna verðlaunafé í Landsbankadeildum karla og kvenna.“ (Mbl. 20.07.04). Íþróttasagan á Cheerios-pakkanum er þó ennþá skökk. Helsta afrekið árið 2000 var þegar „Vala Flosadóttir, frjáls- íþróttakona úr ÍR, vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney [á mánudaginn] þegar hún stökk yfir 4,50 metra í stangarstökki. Hún bætti með því árangur sinn utanhúss um 14 sentímetra og setti Íslands- og Norðurlandamet. Með afreki sínu varð Vala þriðji Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum.“ (Morgunblaðið, 01.10.00). Vala vann afrekið árið 2000 og hefði því getað leyst ókunnu konuna með fjólubláa hárið af með miklum sóma. Helsta íþróttaafrekið árið 1992, svo annað dæmi sé tekið, var þegar Sigrún Huld Hrafnsdóttir sundkona tók þátt í Ólympíu- leikum þroskaheftra í Madríd sumarið 1992 og hlaut þar níu gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Hún var einnig kjörinn maður ársins af hlustendum Rásar 2 og Bylgjunnar það ár, en komst ekki á Cheerios-pakkann. Af nógu er að taka þegar litið er um öxl, en svo virðist sem karlarnir hafi yfirfyllt (geisla)minni skrásetjara Cheerios og að nöfn kvenna hafi hreinlega flotið í gleymskunnar dá. Nöfn karl- anna hreiðra um sig í langtímaminninu. Ég ætla ekki að skipta yfir í aðra morgunhringi. Heldur að að fylgjast betur með konunni á niðurboltaða hjólinu. Hvetja hana áfram - og jafnvel að spyrja hana hvort hún vilji ekki bara skipta um háralit, til dæmis yfir í appelsínugulann … Konur í geislaminni Nöfn afrekskarla festast í langtímaminninu, en svo virðist sem nöfn afrekskvenna falli strax úr geislaminninu ef marka má íþróttasöguna á Cheerios-pakkanum. Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is Cheerios Mynd af bakhlið Cheerios-pakka með brotum úr hreystisögu íslensku þjóðarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.