Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004 | 9 ir á hús, innréttingu eða ga upp á, inn í eða í kring- m og rými sem staðbundin og skugga vegur þungt í Hann sækir rýmisskil- na, Le Corbusiers, Franks nista Niðurlanda. Hann irra um áhrif rýmisins á klingsins. Þá afneitar hann unum til þeirra Donalds módernismans er einnig Aguirres (f. 1972) og Leir- hafa einbeitt sér að því arf baskneskra lista- nahópinn GUAR á sjö- Hér draga þeir fram ción H, sem gerð var af Nestor Basterretxea í rann Jorge Oteiza árið ð á sínum tíma með það í averk, heldur var hún ð undirlagi iðnrekandans n óður um innviði vélar- ðslunnar í konstrúktífískri kjanna byggðar á töku- tækni Eisensteins og Dovzhenkos sýna ljóðrænan ofurraunveruleika sem sýnist sannari en sannur. Heillaðir af þessu opinbera myndmáli fortíðarinnar lögðust þeir Iliya Chichan (f. 1967) og Kyrill Prot- senko (f. 1967) í heimildaleit í Kvikmyndasafninu í Kiev, fyrir þrískipta vídeótöflu sína Spies Eyes (2003) sem byggist á sovéskum fréttamyndum frá sjöunda áratugnum, sem voru sýndar í kvikmynda- húsum landsins á sama hátt og auglýsingamyndir kvikmyndahúsanna í dag. Myndirnar sýna hvernig draumalönd Austurs og Vesturs mættust í goðsögu- legum myndum áratugarins af glæsikerrum, fegurð- ardrottningum, tískusýningum og flugvélum. Mynd- in varpar fram spurningum um sögu og sannleika, andstæður drauma og veruleika. Tónlist sovéska rafeindatónskáldsins Artemivs gerir verkið eitt af áhrifamestu myndverkum sýningarinnar. Verk portúgölsku listakonunnar Mariu Lusitano (f. 1971) fjalla um minningar. Í verkinu Nostalgia sækir hún í myndefni áttunda áratugar tuttugustu aldar til að setja saman ímyndaðar örsögur sínar um fjölskylduörlög sem afhjúpa blóðuga nýlendusögu Portúgals. Minningum, sendibréfum, fjölskyldu- albúmum og heimamyndum er fléttað saman við fréttamyndir og popplög tímans. Hún umturnar sjónarhorni og breytir merkingarmiði með náinni persónulegri frásögn, þannig að áhorfandinn sam- samar sig lífi nýlenduherranna á mjög einstaklings- bundinn og óviðeigandi hátt. La Cumbria (1999) er tregafullur, spaugilegur dans innflytjandans, einfarans, sem varðveitir upp- runa sinn í líkamlegu eintali við eigið skinn. Höfund- urinn, David Zink Yi (f. 1973 í Perú), veltir fyrir sér hvernig heilu menningarsvæðin, sögur og tungumál búa í líkama innflytjandans sem oft er í þeirri að- stöðu að verða að hefta hreyfingar sem honum eru eðlilegar, bæla niður eigið sjálf, og er nauðbeygður til að ganga í gegnum sársaukafulla endurskoðun og uppbyggingu nýrrar sjálfsmyndar sem er byggð á afneitun hins upprunalega og aðlögun hins tillærða í nýju umhverfi. Í verkinu La Cumbia sýnir hann lík- amann sem menningarheim sem geymir sögur, tón- list og dans, stað þar sem hann sviðsetur fingradans í leiktjöldum eigin líkama. Síbreytileg sjónarhorn sem sveiflast öfganna á milli Litháinn Darius Zivra (f. 1968) rannsakar líf lista- mannsins í evrópskri stórborg og margrætt sam- band hans við liststofnanirnar. Hann bendir á tví- skinnungshátt liststofnananna og óstöðugleika list- hugtaksins. Sjálfur vinnur hann fyrir sér með því að teikna portrett og býður ferðamönnum þjónustu sína fyrir framan Pompidou-menningarmiðstöðina í París, sem jafnframt hýsir eitt helsta nútímalista- safn Frakklands. Hann þekkir stöðu listamannsins frá mörgum sjónarhornum. Hann er bæði viður- kenndur austur-evrópskur nútímalistamaður og götumálari í París, þar sem hann segir þjóðfélags- stöðu sína vera einhvers staðar á milli gleðikon- unnar og eiturlyfjasalans. Verk og staða Darius Zivras vekja til umhugsunar um stöðu listamannsins í mislægu sambandi austurs og vesturs. Þá afhjúpa verk hans lítilsvirta stöðu handverksmannsins, hina „ógöfugu“ andlitsteikn- ingu, sem ferðamaðurinn lætur gera á hálftíma, á milli þess sem hann skoðar Notre Dame og Eiffel- turninn, andspænis „göfugri“ vídeótækni liststofn- ananna. Portrettstúdía hans, Gustoniai, sýnir hvern einasta íbúa safnnefnds fæðingarþorps hans og var hver einstaklingur myndaður í nákvæmlega 1 mn. Manifesta 5 hvetur til umhugsunar um horfnar andstæður, mótsagnir, brothætt mörk fortíðar og framtíðar, einsögu og stórsögu, heimilda og áróðurs, minninga, ímyndana og sannleika, skáldskapar, drauma og veruleika. Manifesta í San Sebastian lýk- ur 30. september. Næsta Manifesta verður á Kýpur árið 2006. staðgengill sögunnar Höfundur er listfræðingur. 99. Video.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.