Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 4
H
inn 1. júní síðastliðinn heimsótti ég ítalska
bókmenntafræðinginn Adriano Sofri í Don
Bosco fangelsið í Pisa. Ég var í félagsskap
Ásthildar Kjartansdóttur, sem vinnur nú að
gerð heimildarmyndar um listakonuna
Rósku, og Guðmundar Bjartmarssonar, kvik-
myndatökumanns og skólastjóra Kvikmyndaskólans. Erindi
okkar var að heimsækja fyrrverandi leiðtoga samtakanna
Lotta Continua, sem Róska starfaði fyrir á Ítalíu á meðan þessi
samtök voru virk á árunum 1969–76. Adriano Sofri var ekki
bara leiðtogi samtakanna Lotta Continua meðan þau störfuðu.
Hann var jafnframt einn helsti leiðtogi þeirrar fjölskrúðugu
hreyfingar sem stundum er kennd við námsmannauppreisnina
1968 á Ítalíu. Eftir að samtökin Lotta Continua
voru lögð niður hefur Sofri starfað sem blaða-
maður og helgað sig störfum að mannréttinda-
málum, meðal annars á Balkanskaga. En frá
27. janúar 1997 hefur Sofri setið í Don Bosco fangelsinu í Pisa
þar sem hann afplánar 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa gefið
út tilmæli um það í maímánuði 1972 að lögregluforinginn Luigi
Calabresi skyldi tekinn af lífi. Adriano Sofri skrifar enn reglu-
lega í ítölsk dagblöð um málefni líðandi stundar, og greinar
hans vekja jafnan athygli. Hann nýtur virðingar meðal ítalskra
menntamanna, og dómur hans er afar umdeildur á Ítalíu. Að
baki dómnum er ótrúleg saga, sem snertir suma myrkustu
þætti ítalskra stjórnmála á árunum 1970–85, þeim tíma sem
stundum er kenndur við ár blýsins.
Forsagan
Piazza Fontana. Hinn 12. desember 1969 springur sprengja
fyrir framan Búnaðarbankann við Piazza Fontana í Milano.
Sextán liggja í valnum og 87 eru særðir. Atburður þessi markar
upphafið að hryðjuverkaöldu sem átti eftir að standa í a.m.k. 15
ár á Ítalíu. Vikublaðið Lotta Continua lýsir hryðjuverkinu sem
„fjöldamorði ríkisvaldsins“ eða „Strage di stato“.
Stjórnleysingi ferst af slysförum. Strax á eftir handtekur
lögreglan 84 menn og konur úr röðum stjórnleysingja og svo-
kallaðra öfgahópa til vinstri. Meðal þeirra var járnbrautar-
starfsmaðurinn Giuseppe Pinelli, sem var fyrstur til að gangast
undir yfirheyrslu, sem var stjórnað af Luigi Calabresi lögreglu-
foringja. Hinn 15. desember fellur Pirelli út um glugga í yfir-
heyrsluherberginu, sem var á 5. hæð í lögreglustöðinni í Mil-
ano, og lætur lífið. Auk Calabresi voru 4 aðrir lögreglumenn
viðstaddir yfirheyrsluna. Þeir voru allir ákærðir fyrir að bera
ábyrgð á láti Pirelli, en sýknaðir á þeim forsendum að Pirelli
hefði látist af völdum „virks aðsvifs“ og fallið út um opinn
gluggann. Atburður þessi er efni leikritsins „Stjórnleysingi
ferst af slysförum“ eftir Dario Fo. Vikuritið Lotta Continua,
sem Adriano Sofri ritstýrði, var meðal þeirra sem gengu hvað
harðast fram í að gagnrýna Calabresi og sýknudóminn. Í
blaðinu var Calabresi kallaður „böðull Pirelli“.
Óupplýst hryðjuverk. Þeir sem stóðu að sprengjutilræðinu
við Piazza Fontana hafa aldrei verið dæmdir. Réttarhöld og
rannsóknir í málinu stóðu yfir í 20 ár. Fljótlega beindist rann-
sóknin að öfgahópum til hægri, einkum samtökunum Ordine
nuovo. Félagar úr þessum samtökum voru ákærðir, en hlutu
allir sýknudóma. Árið 1990 gerðist það hins vegar að Delfo
nokkur Zorzi, einn af foringjum Ordine nuovo í Feneyjum á
umræddum tíma, játaði á sig verknaðinn. Hann hafði þá hins
vegar lengi búið í Japan, þar sem hann lifir í vellystingum undir
dulnefninu Hagen Roi og hefur aldrei verið framseldur eða
dæmdur. Í ljós kom við réttarhöldin að samtökin Ordine nuovo
voru á þessum tíma í tengslum eða samstarfi við Leyniþjónustu
Bandaríkjanna, CIA.
Lögregluforingi myrtur. Hinn 17. maí 1972, tæpum tveim
árum eftir lát stjórnleysingjans Pirelli, er Calabresi lögreglu-
foringi skotinn til bana með tveim byssukúlum þar sem hann er
að fara til vinnu sinnar. Morðinginn kemst undan á bíl, og
morðið er óupplýst. Böndin berast að þeim sem höfðu ásakað
Calabresi fyrir morð á Pirelli. En þeir voru fjölmargir.
Óvænt játning. Fimmtán árum eftir morðið á Calabresi, eða í
desember 1987, gerist það óvænta að Leonardo Marino, gamall
félagi í Lotta Continua, verkamaður hjá Fiat-verksmiðjunum
og samstarfsmaður Sofri, gerir þá játningu eftir að hafa verið í
17 daga „meðferð“ hjá lögreglunni vegna ráns, að hann hafi átt
aðild að morðinu á Calabresi sem bílstjóri morðingjans. Morð-
inginn var sagður Ovidio Bompressi, en þeir sem lögðu á ráðin
um morðið voru tveir leiðtogar Lotta Continua og fyrrverandi
vinir Marinos, Adriano Sofri og Giorgio Pietrostefani. Marino
þessi var ógæfumaður sem hafði leiðst út á braut afbrota og
sagðist nú vilja gera iðrun fyrir allar syndir sínar. Hann sagði
að Adriano Sofri hefði gefið sér fyrirmæli um þátttöku í morð-
inu í samtali þeirra eftir útifund í Pisa að kvöldi 13. maí 1972.
Tólf ára réttarhöld. Hinn 28 júlí 1988 voru Adriano Sofri,
Giorgio Pietrostefani og Ovidio Bompressi handteknir og
ákærðir á forsendum framburðar Marinos. Það var upphafið að
réttarhöldum sem stóðu í 12 ár þar sem felldir voru 15
dómsúrskurðir. Fyrsti dómurinn féll 1990, þar sem þeir þrír
hlutu 22 ára fangelsisdóm, en Marino 11 ár. Í kjölfarið fylgdu
15 dómsúrskurðir, þar af einn sýknudómur sem var síðan ógilt-
ur. Lokadómur féll 24. janúar árið 2000, þar sem upphaflegur
dómur var staðfestur. Á þessum langa ferli varð Marino marg-
saga í framburði sínum, en forsendur dómsins byggja engu að
síður einvörðungu á framburði hans. Engin handbær sönn-
unargögn hafa fundist.
Framkvæmd refsingar. Marino afplánaði aldrei dóm sinn og
í 6. dómsúrskurði málsins er sök hans sögð fyrnd á grundvelli
laga um iðrunarfanga. Sofri og Bompressi hófu afplánun í jan-
úar 1997, en Bompressi var látinn laus af heilsufarsástæðum
1998. Giorgio Pietrostefani hefur verið búsettur í Frakklandi
og hefur ekki verið framseldur. Í dag er Adriano Sofri sá eini
sem situr inni fyrir morðið á Luigi Calabresi.
Forsetinn tekur upp málið. Hinn 2. apríl síðastliðinn fer
Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, fram á það við dóms-
málaráðherrann að settur verði undirbúningsréttur með það
markmið að undirbúa náðun Adriano Sofri. Dómsmálaráðherr-
ann hafnaði beiðninni á þeim forsendum að ekki væri hægt að
framkvæma svo sértæka náðun, og að náðun verði að koma í
kjölfar beiðni frá hinum sakfellda. Adriano Sofri, sem ávallt
hefur haldið fram sakleysi sínu, hefur neitað að biðja um náðun
fyrir glæp sem hann hafi aldrei framið. Samkvæmt núgildandi
reglum er náðunarvald forseta háð samþykki dómsmálaráð-
herra. Framtaki forsetans var fagnað af stjórnarandstöðunni,
en fékk misjafnar undirtektir innan stjórnarflokkanna, þar
sem hægri flokkurinn, Alleanza nazionale og Norðurbanda-
lagið hafa staðið fastast gegn náðun.
Viðtalið
Adriano Sofri tók málaleitan okkar um viðtal strax vel, en það
tók á annan mánuð að fá leyfi til viðtals hjá Dómsmálaráðu-
neytinu í Róm. Við fórum til Pisa og hringdum dyrabjöllunni í
Don Bosco fangelsinu kl. 9 að morgni 1. júní. Þetta er ramm-
gert fangelsi umlukt háum múrum og varðturnum, steinsnar
frá miðborginni. Verðir í eins konar hermannabúningum með
þungar lyklakippur vísuðu okkur inn.Við vorum leidd í gegnum
nokkrar harðlæstar járnhurðir, fyrst í biðsal og svo í viðtalssal
fanganna. Þar var eitt borð og 4 stólar og gluggi út í fangels-
isgarðinn. Veggir eru lakkaðir með fölgrænu lakki, allar dyr
eru úr grænlökkuðu járni og gluggar eru með þykkum rimlum.
Svo birtist Adriano, glaður, sólbrúnn og hress að sjá, eins og
hann væri nýkominn úr líkamsrækt. Hann var íklæddur brún-
um buxum og köflóttri skyrtu. Hann lýsti yfir ánægju sinni að
sjá okkur og tjáði okkur áhuga sinn á íslenskum málefnum,
einkum þeim er varða persónuvernd og skráningu gagna-
grunns á heilbrigðissviði, sem honum fannst áhyggjuefni er
ekki hefði hlotið nægilega umfjöllun. Það var engan bilbug að
finna á Adriano Sofri, og hann svaraði hverri spurningu okkar
fumlaust og skorinort. Hér á eftir fer samtal okkar.
Sp.: Hvers vegna situr þú hér inni?
AS: Ég er hér vegna þess að ég var fyrst ásakaður og síðan
eftir firnalöng réttarhöld dæmdur fyrir að hafa verið sá er gaf
fyrirmæli um morð á lögregluforingja fyrir 32 árum síðan, en
lögregluforingi þessi var drepinn 1972 í kjölfar langrar og harð-
orðrar herferðar af hálfu Lotta Continua og margra annarra,
sem töldu hann ábyrgan fyrir gluggafalli og dauða stjórnleys-
ingja sem var handtekinn saklaus 1969 ákærður um sprengju-
tilræði. Ég hef ekki fleiri orð um þetta hér, því þetta er of flókin
og löng saga til að skýra í fáum orðum.
Sp.: Þú varst dæmdur sem sá er gaf fyrirmæli um morðið.
Þegar maður les blaðið Lotta Continua frá þessum tíma má sjá
að þar er „hið verkalýðssinnaða ofbeldi“ og „ofbeldi framvarð-
arsveitarinnar“ og „ofbeldi götunnar“ oft hafið til vegs sem lög-
mætt tæki í stéttabaráttunni. Hvaða augum lítur þú þetta
tungutak og þessar hugmyndir nú í dag?
AS: Ég held að við höfum verið hinir síðustu til að halda á
lofti mjög gamalli hefð í sérstökum skilningi á sögunni og
mannlegri baráttu í sögunnar rás. Við vorum læstir fastir í
þessari hefð sem var ennþá fangin af hugmyndinni um valdbeit-
ingu. Það er langt síðan ég breytti um skoðun og í dag hugsa ég
með allt öðrum hætti um þessa hluti. Þessi reynsla tók enda
með formlegri upplausn Lotta Continua 1976, og hvert og eitt
okkar fór sína leið. En þótt ég hugsi nú með allt öðrum hætti,
þá geri ég mér engar grillur um þann auðvelda valkost að hafna
öllu ofbeldi. Margir þeir sem höfðu með röngu trú á ofbeldinu
sem lausn, litu á það sem eina mögulega meðalið þegar óvin-
urinn þvingar þá til að verja sig á vígvelli sem þeir höfðu ekki
kosið sér sjálfir, eða þá vegna þess að þeir litu á það sem um-
breytingarferli er myndi leiða af sér nýtt mannkyn, en það er
kannski versta hugmyndin um ofbeldi sem hægt er að hafa. Í
dag er ég staðfastur stuðningsmaður afneitunar á ofbeldi, en
geri mér þó ekki neinar gyllivonir um að það sé einföld lausn
allra vandamála. Ég lít ekki svo á að það séu heillavænleg
sinnaskipti að snúa frá hugmyndafræðilegri og hugsanlegra
fanatískri hyllingu ofbeldis til hugmyndafræðilegrar og hugs-
anlega einnig fanatískrar fordæmingar allrar valdbeitingar.
Sp.: Þú varst leiðtogi Lotta Continua á þessum ofbeldisfullu
árum á Ítalíu. Finnur þú ekki til ábyrgðar gagnvart því fjöl-
marga unga fólki sem snerist til liðs við samtökin og málstað
þeirra, einnig hvað varðaði beitingu ofbeldis?
AS.: Að sjálfsögðu finn ég til fortakslausrar ábyrgðar gagn-
vart því sem gerðist á þessum tíma. Á þessum tíma var um að
ræða óformlega og að mörgu leyti ómótaða hreyfingu og sam-
tök án alls stigveldisskipulags, en ég var bæði opinberlega og í
hugum og hjörtum fólksins leiðtogi þessarar hreyfingar, allt
Adriano Sofri er réttnefndur samviskufangi 68-kynslóðar-
innar á Ítalíu. Hann afplánar nú 22 ára refsidóm fyrir orð sem
hann á að hafa sagt í tveggja manna tali að kvöldi 13. maí
1972. Hér er birt viðtal við hann sem fram fór í fangelsinu í
Pisa fyrr í sumar.
Eftir Ólaf
Gíslason
olg@simnet.is
Fangelsisheimsókn
Ljósmynd/Davide Guadagni
„Á Ítalíu er það yfirleitt ólíklegt að einhverjum takist að gera eitthvað, því á Ítalíu ganga málin aðeins á forsendum gagnkvæmra hags-
muna,“ segir Sofri en hann telur litlar líkur á að dómi hans verði snúið. Sjálfur neitar hann að biðja um náðun.
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004