Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004 Við viljum ganga að vissum hlutum vísumþegar langþráð sumarið breiðir loksinsút faðminn. Fyrst og fremst mannsæm-andi veðri til útiveru, hagstæðu verði á grillmat og spennandi, skemmtilegum og heila- lausum sumarmyndum þar sem afþreyingargildið er sett á oddinn. Áhyggjur og alvara lífsins geta beðið haustsins ásamt útsynningi, soðningu og hríð. Sumarið er tími mynda á borð við Total Recall, Shrek, Speed, Die Hard, Armageddon og Indiana Jones en framleiðsla kvik- myndaiðnaðarins er því marki brennd að enginn veit neitt í sinn koll hvernig afurðirnar spjara sig fyrr en viðbrögð áhorfenda koma í ljós. Þá er engu breytt. Því hefur sumarið ekki síður verið tími vonbrigða og risavaxinna mistaka á borð við Pearl Harbor, A.I., Matrix 2 og 3, Star Wars Ep- isode II., Windtalkers, og allra hinna skellanna sem hafa fært okkur stærri skerf ef leiðindum en ánægju. Fyrrasumar var einstaklega slakt, hver sum- arstórmyndin var frumsýnd á eftir annarri sem stóð ekki undir væntingum; Hulk, League of the Extraordinary Gentlemen, lokakafli Matrix- þrennunnar, SWAT, svo nokkrar séu nefndar, framleiðendur og bíógestir í slæmum málum. Var Draumaverksmiðjan að missa tökin á viðskipt- unum? Svarið er sem betur fer neitandi. Sumarið 2004 hef- ur verið dæmalaust gott, sumarstórmyndirnar koma í röðum, hver annarri skemmtilegri. Fjörið byrj- aði í maí með Van Helsing, sem þó er hvað slökust þeirra trompa sem Hollywood hefur spilað út síð- ustu vikurnar. Trója, Ekki á morgun heldur hinn, Harry Potter 3., Shrek 2., Kóngulóarmaðurinn 2., Ég, vélmenni, allt eru þetta fisléttir sumarsmellir eins og þeir gerast bestir. Aðsóknin hefur slegið öll met hér sem annars staðar, það er aftur væn- legur kostur að skella sér í bíó á hlýju júlíkvöldi. Það er vissara að mæta tímanlega, í sumar hafa oftlega myndast langar biðraðir við miða- sölugötin, örugg vísbending um að eitthvað eftirsókn- arvert er á boðstólum. Veislunni er ekki lokið, nokkrar dæmigerðar sum- arstórmyndir eiga eftir að skjóta upp kollinum. M.a. endurgerð The Manchurian Candidate, sem fengið hef- ur góða dóma vestra; The Village, sem er nýjasta mynd hrollvekjusmiðsins M. Night Shyamalan (Sjötta skilningarvitið); Collateral, með Tom Cruise undir handleiðslu Michaels Mann og Alien vs Predator, enn ein brellumyndin sem sækir uppruna sinn í heim hasarblaðahetja. Við erum því í bestu málum í rökkvuðum sölum kvikmyndahúsanna sumarið 2004; kjúklingar, svína- og lambakjöt hefur ekki verið ódýrara í mannaminnum og þá er aðeins að biðja og vona að veðurguðirnir verði okkur líknsamir. Sumarsmellir snúa aftur Sjónarhorn Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Ég, vélmenni Will Smith á tali við vélmenni í einum af hinum funheitu smellum sumarsins. ’Aðsóknin hefur slegið öll met hér sem annars staðar, það eraftur vænlegur kostur að skella sér í bíó á júlíkvöldi. ‘ The Screen Actors Guild,stærsta bandalag leikara í Bandaríkjunum, tryggði sér á dög- unum rétt yfir sjö kvikmyndum og hyggst nú selja réttinn til að geta greitt útistandandi skuldir við nokkra leikara. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirmenn banda- lagsins hafa nýtt sér réttinn sem þeir hafa til að leggja kvikmyndir undir að þessum hætti eigi enn eftir að greiða leik- urum laun. Rétthafi kvik- myndar hefur meðal annars val um það hvar hún er tekin til sýningar. Meðal þeirra leikara sem greiða á laun fyrir ágóðann eru James Coburn, David Bowie, Mark Wahl- berg og Rosanna Arquette.    Breski kvikmyndaiðnaðurinnvelti hærri peningaupphæðum en nokkru sinni fyrr á síðasta ári. Breska kvik- myndaráðið birti fyrr í vikunni lista yfir 10 tekjuhæstu myndir síðasta árs og náðu myndirnar í heild að hala inn tæplega 200 milljarða ís- lenskra króna. Bresku myndirnar Love Act- ually, Johnny English og Tomb Raider 2 áttu stóran þátt í vel- gengninni og áttu þær jafnframt 5,7 % af allri miðasölu í Bandaríkj- unum. Breska kvikmyndaráðið birti einnig upplýsingar um aukningu í breskri kvikmyndagerð en árið 2003 voru 173 kvikmyndir gerðar þar í landi, meira en helmingi fleiri en árið áður. 57 þúsund ein- staklingar höfðu atvinnu af breska kvikmyndaiðnaðinum á síðsta ári og nemur sú aukning um 77% frá árinu áður.    Nú hafa verið mönnuð flesthlutverk kvikmyndarinnar Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice) eftir sögu Jane Aust- en sem leikstjór- inn Joe Wright er með í bígerð. Breska leik- konan Keira Knightley mun fara með hlut- verk Elísabetar Bennet en Knightley hefur að undanförnu verið að festa sig í sessi sem kvikmyndastjarna og á að baki myndir á borð við Love Actually, Pirates of the Caribbean og King Arthur. Matthew MacFadyen fer með hlutverk hins sjarmerandi en hrokafulla Herra Darcy. Þau Don- ald Sutherland, Judy Dench og Brenda Blethyn fara jafnframt með hlutverk í myndinni sem áformað er að frumsýna á næsta ári.    Leikarinn Tommy Lee Jonesundirbýr nú frumraun sína sem leikstjóri. Kvikmyndin nefnist The Three Burials of Melquiades Estrada og segir frá Pete nokkr- um Perkins sem berst fyrir því að verða við hinstu ósk vinar síns um að verða grafinn í Mexíkó. Jones fer jafnframt með aðal- hlutverk myndarinnar. Handritshöfundur myndarinnar er Gullermo Arriaga sem á að baki myndir á borð við 21 Grams og Amores Perros. Erlendar kvikmyndir Keira Knightley David Bowie Love Actually Tommy Lee Jones E f stórfyrirtæki væru raunverulegar persónur teldust þau án efa skóla- bókardæmi um hinn sjúklega sið- blinda einstakling. Þetta er nið- urstaða og útgangspunktur kana- dísku kvikmyndagerðarmannanna Marks Achbars, Jennifer Abbott og Joels Bakans í nýrri heimildarmynd sem hefur vakið mikla athygli þar sem hún hefur verið sýnd í Kanada og Banda- ríkjunum að undanförnu. Myndin ber einfaldlega heitið Fyrirtækið (The Corporation) en þar er sjón- um beint að þeirri grundvallarstofnun í kapítalísku hagkerfi sem titillinn vísar til. Dregin er upp allt að því hrollvekjandi mynd af því ofurvaldi sem stórfyr- irtæki hafa í alþjóðasamfélaginu, og hvaða áhrif grundvallarstefna þeirra um hámörkun gróða hefur á umhverfi, menn og önnur dýr jarðarkringlunnar. Fyrirtækið var sýnd á kvik- myndahátíðum beggja vegna Atlantshafs áður en hún fór í dreifingu í fyrstu stór- borgum Bandaríkjanna nú í júlí. Gagnrýnendur helstu dagblaða og kvikmyndatímarita hafa gefið myndinni góðar umsagnir en segja má að hún hringi ekki ósvipuðum bjöllum heimildarmynd Michaels Moores, Farenheit 9/11, sem nýtur gríð- arlegra vinsælda um þessar mundir. Fyrirtækið sver sig í hefð pólitískra heimildarmynda sem eiga sér nokkra sögu í bandarískri kvikmyndagerð, en Michael Moore hefur með velgengni sinni gert sýni- legri á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði. Þannig hafa margir líkt Fyrirtækinu við harðvít- uga gagnrýni Michaels Moores á stjórnarhætti og utanríkisstefnu bandarískra stjórnvalda í Faren- heit 9/11 en aðrir hafa bent á að efnistök og stíl- brögð myndanna séu gjörólík. Enda má með réttu segja að á meðan Moore beinir gagnrýni sinni að miklu leyti að áhrifum eins manns, þ.e. George W. Bush, leitast höfundar Fyrirtækisins við að greina það kerfi sem vestrænt hagkerfi lýtur í grunn- atriðum. Frá Chomsky til Friedmans Í myndinni er lagt út af samnefndri bók handrits- höfundarins Joels Bakans, sem er prófessor í lög- fræði við háskólann í British Columbia, og rætt við um fjörutíu málsmetandi aðila í bandarísku og kan- adísku þjóðlífi. Enda er Fyrirtækið um þrír klukku- tímar á lengd í óstyttri útgáfu og öðlast gildi sitt ekki síst af þeim sjónarhornum og upplýsingum sem safnað er saman til að bregða upp mynd af þeim veruleika sem við búum við. Álitsgjafahóp- urinn kemur úr ólíkum áttum í pólitísku og fé- lagslegu landslagi, en þar er rætt við allt frá vinstri- sinnuðum menntamönnum, til hægrisinnaðra fyrirtækjastjórnenda, auk hagfræðinga, sagnfræð- inga, sálfræðinga og heimspekinga. Meðal þekktra viðmælenda eru málvísindaprófessorinn og sam- félagslegi ummælandinn Noam Chomsky, fræði- konan Naomi Klein, sagnfræðingurinn Howard Zinn, kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore og hagfræðingurinn Milton Friedman. Þá er rætt við áhrifafólk í fyrirtækjaheiminum, s.s. forstjóra Shell og Ray Sheldon, framkvæmdastjóra stærsta teppaframleiðanda heims, sem „snerist“ nýlega til umhverfisvænni framleiðsluhátta. Einnig koma fram í myndinni aðilar sem orðið hafa fyrir barðinu á alræði stórfyrirtækja, líkt og Jane Akre og Steve Wilson, rannsóknarblaðamenn hjá Fox-sjónvarps- fréttastöðinni, sem voru rekin úr starfi eftir að þau neituðu að lúta ritskoðunarkröfum í framsetningu fréttar sem þau höfðu unnið um heilsuspillandi áhrif vaxtarhormóna í bandarískum landbúnaði. Rétturinn til lífs, frelsis og athafna „Ef þér er annt um umhverfið, atvinnuréttindi, heilsu þína og framtíð barna þinna, verðurðu að sjá þessa mynd,“ segir gagnrýnandi Washington Post m.a. um Fyrirtækið jafnframt því sem hann lýsir þungum áhyggjum yfir framtíð þar sem allt frá regnvatni til genamengja mannsins eru komin í einkaeign. Í myndinni eru rakin ýmis dæmi um takmarkað siðferði stórfyrirtækja heimsins, allt frá barna- þrælkun í þriðja heiminum til markaðssetningar til barna í „nýja“ heiminum. Í gegnum ótal dæmi um ómannúðlega meðferð dýra, skeytingarleysi gagn- vart atvinnuréttindum, spillingu umhverfisins og vísvitandi framleiðslu skaðlegra og heilsuspillandi vara eru áhrif ákveðinna grundvallartilhneiginga fyrirtækja áréttuð. Og þá greiningu má heyra úr munni bæði vinstrisinnaða sagnfræðingsins How- ards Zinns og hins hægrisinnaða Miltons Fried- mans. Þ.e.: hámörkun gróða fer ekki saman við svæðisbundna og félagslega hagsmuni. Þetta eru svo sem ekki ný tíðindi, en þau Achbar, Abbott og Bakan setja þessar staðreyndir í áhugavert sam- hengi. Þannig er ekki einungis brugðið upp mynd af ástandinu eins og það birtist í samtímanum, heldur leitað aftur í söguna og rýnt í sögu fyrirtækisins, eða öllu heldur „réttindasögu“ þess. Á nítjándu öldinni voru fyrirtækjum nefnilega tryggð stjórnarskrárbundin réttindi á við raun- verulegar manneskjur. Um það var úrskurðað í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1886, þegar staðfest var að kröfu snjallra lögfræðinga að líta bæri á rétt fyrirtækja á sama hátt og manneskja sem nytu frelsis til lífs og athafna samkvæmt 14. stjórn- arskrárbreytingunni. Ef áhrif og vald stórfyr- irtækja eru borin saman við réttindi barnungra verkamanna í þriðja heiminum má glöggt sjá að hin fræga stjórnarskrárbreyting sem gerð var til þess að tryggja réttindi fyrrum þræla í Bandaríkjunum, hafi orðið fyrirtækjum til meiri hagsbóta en fólkinu sem þau voru ætluð. Og enn halda aðstandendur Fyrirtækisins rök- leiðslunni áfram: En ef litið er á fyrirtækið að miklu leyti sem raunverulega persónu, hvernig stenst hún þá þær siðferðiskröfur sem almennt eru gerðar til fólks? Við athugunina kemur m.a. í ljós að eðli sínu sam- kvæmt ber fyrirtækið öll einkenni sjúklegrar sið- blindu, samkvæmt alþjóðastöðlum um einkenni geðraskana. Meðal einkennanna sem fyrirtækin sýna af sér eru „harðsvírað skeytingarleysi um vel- ferð annarra“, þau eru „ófær um að mynda var- anleg sambönd við fólk“, „beita blekkingum“, og eru „ófær um að sýna iðrun“. Fyrirtækið er sem sagt skepna sem lýtur sams konar réttinda til frels- is og athafna og manneskja, en virðist að mestu leyti undanskilin þeirri samfélagslegu og siðferð- islegu ábyrgð sem slíkum réttindum fylgja. Vinsæl meðal almennings Ólíkt því sem t.d. má um segja um kvikmynd Mich- aels Moores, Roger and Me, er gagnrýni myndar þeirra Achbar og félaga ekki beint að lyk- ilpersónum í fyrirtækjaheiminum, heldur að kerf- inu sem þær starfa innan (og eru því óhjákvæmi- lega hlekkur í vexti og viðhaldi þess). Þannig komast höfundar að hluta til að niðurstöðu sem kall- ast á við samfélagsgreiningu félagsfræðinga á borð við Max Weber og má því segja að almennar og yf- irvegaðar röksemdir einkenni myndina, þó svo hún eigi það til að hrella líftóruna úr áhorfandanum á stundum. Enda virðist sem Fyrirtækið hafi vakið athygli þeirra sem fjallað hafa um það, jafnt úr herbúðum róttæklinga sem innanbúðarmanna í fyrirtækja- heiminum en jákvæðir og ígrundaðir dómar hafa t.d. birst í The Village Voice, The Economist og Wall Street Journal. En líkt og reyndin hefur verið með pólitískar heimildarmyndir Michaels Moores, virðist Fyrirtækið ekki síður falla í kramið hjá hin- um almenna áhorfanda en hún var valin besta myndin af áhorfendum á Sundance- og Toronto- kvikmyndahátíðinni svo dæmi séu nefnd. Sálarmein stórfyrirtækja Kanadíska heimildarmyndin Fyrirtækið (The Corporation) er enn eitt dæmið um aukinn sýni- leika pólitískra heimildarmynda á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði. Þar velta höfundar fyrir sér grunneinkennum stórfyrirtækja nútímans og líkja þeim við siðblindusjúklinga. Fyrirtækjaréttindi Svo virðist sem fyrirtæki njóti sams konar réttinda og manneskjur en deili engan veginn sömu ábyrgð. Mark Achbar, Jennifer Abbott og Joel Bakan fjalla um ofurvald stórfyrirtækja í heimildarmynd- inni Fyrirtækið (The Corporation) sem vakið hefur athygli vestan hafs. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.