Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
Spider-Man 2 (SV)
Háskólabíó
Shrek 2 (SV)
Divine Intervention
(HL)
The Chronicles of Riddick
(SV)
The Ladykillers (HJ)
Harry Potter & The Prison-
er… (HL)
Laugarásbíó
Shrek 2 (SV)
Spider-Man 2 (SV)
Regnboginn
Spider-Man 2 (SV)
Eternal Sunshine …
(HL)
The Day After Tomorrow
(SV)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
Around The World in 80 Days
(HJ)
The Chronicles of Riddick
(SV)
Harry Potter & The Prison-
er… (HL)
Mean Girls (HL)
Shrek 2 (SV)
Raising Helen (HJ)
Smárabíó
Norðurljósin (SV)
Walking Tall (SV)
Suddenly 30 (HL)
Eternal Sunshine (HL)
The Day After Tomorrow
(SV)
Pétur Pan (H.L.)
Myndlist
101 gallery, Hverfisgötu 18:
Hulda Hákon. Til 31. júlí.
Árbæjarsafn: Þjóðbúningar
og nærfatnaður kvenna frá
fyrri hluta 20. aldar. Til 31.
ágúst.
Gallerí Sævars Karls: Krist-
ín Reynisdóttir. Til 18. ágúst.
Gerðarsafn: Ný aðföng. Til
8. ágúst.
Hafnarborg: Samtímalist frá
Japan. Höggmyndaverkið
„Bið“. Til 2. ágúst.
Hallgrímskirkja: Steinunn
Þórarinsdóttir. Til 1. sept.
Handverk og hönnun, Að-
alstræti 12: Sumarsýningin.
Til 5. sept.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Kynjaverur, ný
leirlist frá Noregi. Til 1.
ágúst.
i8, Klapparstíg 33: Jeanine
Cohen. Til 21. ágúst.
Íslensk grafík, Hafnarhúsi:
Ólafur Þórðarson, Draum-
brot. Til 7. ágúst.
Kling og Bang gallerí,
Laugavegi: Paul McCarthy
og Jason Rhoades. Til 29.
ágúst.
Klink & Bank, Brautarholti
1: Draumar Dystópíu. Sam-
sýning listamanna sem út-
skrifast hafa frá Listahá-
skóla Íslands á árunum
1999–2001. Til 1. ágúst.
Listasafn ASÍ: Hafsteinn
Austmann. Til 15. ágúst.
Listasafnið á Akureyri:
Hagvirkni. Til 22. ágúst.
Listasafn Árnesinga: Bók-
verk – Bókalist. Samsýning
íslenskra myndlistarmanna:
Sumardagur. Til 8. ágúst.
Listasafn Ísafjarðar: Spessi.
Til 1. ágúst.
Listasafn Íslands: Umhverfi
og náttúra – Íslensk mynd-
list á 20. öld. Til 29. ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar:
Opið alla daga, nema mánu-
daga, kl. 14–17. Til 15. sept.
Listasafn Reykjavíkur – Ás-
mundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til
2006.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Þorvaldur Þor-
steinsson. Til 8. ágúst. Ný
safnsýning á verkum Errós.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir: Francesco
Clemente. Roni Horn. Til 22.
ágúst.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Listaverk Sigurjóns í
alfaraleið. Til 5. sept. Opið
alla daga, nema mánudaga,
kl. 14–17. Til 1. okt.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Erró – Fólk og frásagnir. Til
29. ágúst.
Ljósmyndasafn Reykjavík-
ur, Grófarhúsi: Finnsk sam-
tímaljósmyndun. Til 29.
ágúst.
Norræna húsið: Samsýn-
ingin 7 – Sýn úr norðri. Til
29. ágúst.
Safnasafnið, Svalbarðs-
strönd: 11 nýjar sýningar.
Safn – Laugavegi 37: Opið
mið.–sun. kl. 14–18. Sum-
arsýning úr safnaeign. Leið-
sögn alla laugardaga.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Skaftfell, Seyðisfirði: Að-
alheiður S. Eysteinsdóttir.
Til 8. ágúst. Hanna Christel
Sigurkarlsdóttir. Til 21. júlí.
Skálholt: Staðarlistamenn
eru Þórður Hall og Þorbjörg
Þórðardóttir. Til 31. sept.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Heimastjórn
1904. Þjóðminjasafnið –
svona var það. Eddukvæði.
Til 1. sept.
Landsbókasafn Íslands –
Háskólabókasafn: Hand-
band á Íslandi 1584–2004.
Kvennahreyfingar – inn-
blástur, íhlutun, irringar.
Söguleg útgáfa Guð-
brandsbiblíu 1584 til vorra
daga. Til 31. ágúst.
Leiklist
Vetrargarðurinn, Smára-
lind: Fame, fös., fim. lau.
„Dansar þeirra Björnsdætra
eru flottir og vel leystir af
leikhópnum.“ Þ.T.
Austurbær: Hárið, lau., sun.,
fös.
EINN er sá geiri myndlistar sem kenndur er
við vatn, tærleiki vatnsinshin ómissandi uppi-
staða, alfa og ómega. Nefnist á alþjóðamáli
akvarella og tími komin til að festa heitið í ís-
lenzku til aðgreiningar almennri og þekjandi
vatnsmálningu en slíkum hefur fjölgað umtals-
vert á nýrri tímum, forða þar með öllum rugl-
ingi. Sérstaða akvarellunnar er borðleggjandi,
byggist í höfuðatriðum á þeim eigindum vatns-
ins sem hefur með hreinleikann og gagnsæið
að gera. Að viðhalda þessum tærleika inniber
mjög ströng lögmál í sinni sígildustu útfærslu,
en sjálfa upprunalegu tæknina má rekja allt til
forn Egypta og veggmálverka þeirra.
Gagnsæið þannig öðru fremur aðal akvarell-
unnar, helstu eiginleikar hennar aðrir að hún
byggist á formrænni uppbyggingu mál-
unargrunnsins en í öllu minna mælilínum og-
beinni teikningu, einnig hefur hún fyrir
gagnsæi sitt iðulega verið notuð til að mála í og
yfir riss og grafík. Engin aðferð inniber í þá
veru viðlíka tærleika og gagnsæi og allt frá
endurreisn hafa málarar hagnýtt sér hana
óspart í gerð frumrissa, jafnframt myndgerð
sem ætluð er að höndla ferskleika núsins og
sjónhendingarinnar, anda á skoðandann.
Akvarellan tengist mikið til nafni Þýðverj-
ans Albrects Dürer og ferð hans yfir Alpafjöll-
in, enskri erfðavenju með þá Girtin og Turner
í forgrunni, loks expressjónismanum á nýrri
tímum. Thomas Girtinsem varð aðeins tuttugu
og sjö ára, skilaði af sér umfangsmiklum rann-
sóknum er leiddu til nýrrar aðferðar sem
byggðist á því að hafna undirmálningu í einum
tón, en mála í staðinn beint á gulleitan pappír
sem hafði þá eiginleika að soga litinn í sig. Að-
ferð sem Turner greip fagnandi og þróaði til
mikilla afreka eins og heimurinn veit, hagnýtti
sér jafnframt í olíumálverkinu með því að stíla
á örþunnt gagnsæi lagskiptra litbrigða. Sagði
sjálfur að án Girtins hefði ekki orðið neinn
Turner, og þetta er einmitt aðferðin sem öll
hin hreina og ómengaða akvarella seinni tíma
gengur út á.
Framanskráð gott að hafa í huga þá menn
nálgast sýningar á vatnslitamyndum, ekki síst
þegar í hlut á mikilsháttar úttekt á æviverki
myndlistarmanns líkt og nú sér stað í Lista-
safni ASÍ.
Um að ræða nær hálfrar aldar yfirlit á akv-
arellum Hafsteins Austmanns, eins okkar virt-
ustu málara af eldri kynslóð, tilefnið sjötugs-
afmæli hans 19. júlí. Skipulagðar
yfirlitssýningar er skara stórafmæli lista-
manna því miður fátítt fyrirbæri er svo er
komið, af sem áður var er Listasafn Íslands
ræktaði hér hlutverk sitt af stakri prýði. Er
svo er komið oftast um frumkvæði listamann-
anna sjálfra að ræða, en í þessu tilviki mun
Listasafn ASÍ hafa boðið listamanninum afnot
af öllu húsnæðinu á Freyjugötunni. Erum hér
mjög aftarlega í hópi nágrannaþjóðanna um að
rækta eigin garð að ekki sé meira sagt, mál að
beina kastljósinu að þeim málum öllum …
Hefð að skrifa ekki almenna dóma þegar
slíkar sýningar eru settar upp heldur líta yfir
farinn veg og rýna í feril viðkomandi lista-
manna. Hér hefur Hafsteinn Austmann
nokkra sérstöðu, þar sem um er að ræða mód-
ernista út í fingurgóma og af þeirri gerð er
grasseruðu á eftirstríðsárunum og voru mest
áberandi á sjötta áratugnum. Geirarnir nokkr-
ir til að mynda flata- og strangflatalist, þ.e.
geometría, ljóðræn abstraksjónart lyrique,
óformleg list, art informel og slettulist, tass-
ismi.
Ungir í dag gera sér trauðla grein fyrir hin-
um miklu umskiptum í íslenzkri myndlist er
abstraktgeiri módernismans ruddi sér rúms
hérlendis, landsmenn alls óviðbúnir slíkri kú-
vendingu myndmáls sem lengi hafði verið í
föstum skorðum. Sjónmenntir afgagnsstærð í
kennslukerfinu og hinir fáfróðu sem fyrri dag-
inn háværastir í samræðunni, jafnvel var lík-
ast sem það innibæri listvit að vera sigldur,
þótt viðkomandi hefði verið fullkomlega
áhugalaus um þennan sérstaka mannlífsgrunn
meðan hann dvaldi ytra.
Enn eimir af þeirri fáfræði að óhlutlæg
myndlist byggist öðru fremur á því að setja
fallega liti hlið við hlið, sem er fullkomlega á
skjön við það viðtekna mat bókmenntaþjóð-
arinnar, að hlutvakið minni og frásagnargildi
séu meginásar myndsköpunar. Menn eru þá
að einblína á myndefnið og frásögnina en sést
yfir sjálf grunnatriði listarinnar, sjálfan mynd-
flötinn.
Það er nú einmitt þessi myndflötur sem
mörgum var og er svo spennandi viðfang,
ásamt glímunni við liti form og línur, gerendur
hafa þá ekki áhyggjur af neinni annarri frá-
sögn en allir þessir samanlögðu þættir sam-
eina í sér. Þeir eru raunar vel sýnilegir í öllum
hlutlægum málverkum, en leikurinn gengur
hér út á að gera samspil þeirra að aðalatriði í
myndsköpuninni, kraftbirtingur tjáning-
arinnar jafnaðarlega huglægs eðlis. Tónarnir
sem koma út úr hljóðfærunum eða manns-
barkanum eru ekki áþreifanlegir, ei heldur
skynjanir okkar á því sem að auganu snýr.
Með fræðilegri rökvísi jók vísindamaðurinn
Newton skilning manna á ljósi og litum en
skáldið Goethe nálgaðist sömu fyrirbæri á
skynrænan hátt, með náttúruvísindin eðl-
isfræðina, hið innra auga og sálina í fartesk-
inu.
Abstrakt er samkvæmt orðabókinni óhlut-
stætt hugtak og þó um að ræða eina af und-
irstöðum verundarinnar, því ekkert getur þrif-
ist án andstæðu sinnar, maðurinn þannig vel
sýnilegur á berangri síður loftið í kringum
hann, andvarinn eða rokið, hvorttveggja þó
hluti af einni heild …
Hafsteinn Austmann hefur alla tíð verið
vígður hinu óáþreifanlega og sértæka í listinni
eins og öll sýningin á listasafni ASÍ er til vitn-
is, aldrei látið sér detta í hug að leita á náðir
hins hlutvakta. Verið trúr listheimspeki sem
hann sótti til Parísarskólans um miðjan sjötta
áratuginn og hefur byggt allan samanlagðan
listferil sinn á þeim grunni. Að myndflöturinn
væri heimur út af fyrir sig og byggi yfir eigin
lögmálum, í senn ströngum sem sveigj-
anlegum. Olíumálverkið var lengstum í for-
grunni, þótt listamaðurinn sýndi strax úrsker-
andi hæfileika í meðferð vatnslita eins og elsta
myndin frá 1956 ber með sér. En á seinni ár-
um hefur listamaðurinn í vaxandi mæli snúið
sér að akvarellunni, numið þar ný lönd og mót-
að stíl- og tæknibrögð sem eru meira hans eig-
in en flest annað sem hann hefur skapað um
dagana. Myndmálið fjölþættara, blæbrigðin og
ljósbrigðin mettaðri, glíman við slagkraft ein-
faldra gegnumgangandi forma og formana
meira sannfærandi.
Öll ber sýningin einlægum og traustum
listamanni vitni sem hvergi fer í akkorð við
sannfæringu sína, hefur mjakast fet fyrir fet
fram veginn eins og iðulega gerist í málara-
listinni. Alveg á því hreina frá mínum bæj-
ardyrum séð, að nýjustu myndir hans búi yfir
jafnmiklum ef ekki meiri lífsmögnum og æsku-
þrótti og þær elstu.
Sýningunni er vel fyrir komið og tekur sig
prýðilega út í húsakynnum safnsins og ég er á
því að þetta sé eitt heildstæðasta framtak sem
í þau hefur ratað og öllum til mikils sóma er
hér komu að verki. Þónokkurt spursmál hvort
Listasafn Íslands hefði ekki verið rétta um-
gerðin.
Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin
út bók er spannar allan ferið akvarellunnar í
listsköpun Hafsteins Austmanns. Um prýði-
lega hönnun og frágang að ræða, Aðalsteinn
Ingólfsson listsögufræðingur sá um textagerð
og skrifar fræðilegan inngang en Litróf prent-
aði. Ennfremur er stutt myndband í gangi sem
sýnir listamanninn að verki á vinnustofu sinni.
Brigði tærleikans
Ein af akvarellum Hafsteins Austmanns í Listasafni ASÍ
MYNDLIST
LISTASAFN ASÍ
Hafsteinn Austmann Opið alla daga frá 13–17. Lok-
að mánudaga. Til 15. ágúst.
Aðgangur ókeypis. Bók 4.000 kr., áritað veggspjald
2.000 krónur.
LITBRIGÐI VATNSINS
Bragi Ásgeirsson