Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 1
Laugardagur 24.7. | 2004 [ ] LesbókMorgunblaðsins H öfundur Albatrossins hafði rétt fyr- ir sér: við, fólkið hér í neðra, vesæl- ir „áhafnarmeðlimir“ sem sitjum með „líkkistunagla“ á vörum þrátt fyrir alkunna óhollustu tóbaksins við „borðstokkinn“ á bát sem „sigl- ir á beiskum bárum“, höfum engan áhuga á ljóðlist. Við höfum fyrst og fremst áhuga á ljóðskáldinu. Eða öllu heldur á Ljóðskáldinu. Og skáldkonunum, að sjálfsögðu. Enda þótt við þekkjum nokkuð vel sálarlíf og hátterni viðfangsefnisins ljóðskálds, nokkuð sem einkum Milan Kundera hefur kannað af einstakri skarpskyggni í skáldsögunni Lífið er annars staðar, verðum við nú að greina viðfangsefnið á annan hátt, ekki frá sjónarmiði ein- staklingsins heldur frá félagslegum eða mannfræðilegum sjónarhóli svo að hægt sé að taka með í reikninginn afar mikilvæga breytingu – sem þó hefur lítið verið skráð fram til þessa – sem hefur nýverið átt sér stað á samsetningu og hegðan tegundarinnar ljóðskáld. Þar sem ekki er til betri lýsing og nánari upplýsingar skortir mætti lýsa breyting- unni sem vaxandi tilhneigingu til hóphegðunar, eða réttara sagt: tilhneigingu nútímaskálda til að safna persónu ljóð- skáldsins og það sem það aðhefst saman í hjörð. Ljóð- skáldin eru nánast hætt að koma fram sem einstakir og af- markaðir einstaklingar eins og áður var (skáld eins og René eða Chatteron) og því koma þau nú varla fram nema mörg saman, í hópum, það er að segja í hópi þar sem nafn og tilvera hvers sýnishorns rennur meira og meira saman. Það þýðir aftur á móti að hegðun ljóðskáldsins og það sem það hefur „fram að færa“ verður að undirgangast almennar reglur og venjur sem, eins og fram kemur í grundvall- arfræðum félags- og mannfræða, miða ekki fyrst og fremst að því að viðhalda sérkennum, heldur öllu fremur að því að samhæfa og laga að hópnum, enda er það eina leiðin til að hann virki sem slíkur og stækki án afláts. Í stuttu máli sagt, þá er á okkar tímum varla lengur hægt að notast við þetta gamla hugtak, „ljóðskáld“, í ein- tölu; það er að verða eitt af þessum orðum sem eingöngu er hægt að nota í fleirtölu. Vissulega er líklegt að einhverjir haldi áfram að segja „Ég er ljóðskáld“ eða „Hér er stór- skáld“. En það er þá bara af gömlum vana (eða vegna leti eða hégóma) sem þeir taka svona til máls. Í rauninni er skáldið (eða réttara sagt: Skáldið) nú aðeins minning ein, steingervingur, einhvers konar frummaður frá því fyrir tíma lýðræðisins, svona eins og Guð, Konungurinn eða Maðurinn með stóru M-i. Þess í stað er komin margþætt vera, hjörð, þetta fyrirbæri: ljóðskáldin. Þetta er það sem manni kemur í hug við það að fylgjast með því hvernig ljóðlistin birtist nú á tímum, hún kemur nánast ævinlega fram í margvíslegu formi, sameiginlega, svo ég segi nú ekki eins og hjörð af rolum, en skýrasta dæmið um þetta er auðvitað hin eina sanna nútímalega uppfinning: ljóðahátíðin, en um hana snýst allt líf og starf ljóðskáldsins á okkar tímum. Í hverju einasta landi, hverri einustu borg sem vill láta taka sig alvarlega, nánast hverju einasta þorpi á jörðinni, eru haldnar ljóðahátíðir einhvern tíma ársins. Sumar þeirra eru tröllvaxnar að umfangi (al- þjóðlega Þriggja áa ljóðahátíðin í Québec dregur árlega til sín tvö eða þrú hundruð ljóðmælendur frá öllum heims- álfum), aðrar eru umfangsminni (þess vegna er ekki hægt að nefna þær hér). Sumar þeirra hafa almennt hlutverk, ef svo má segja, aðrar eru sérhæfðari, eins og heimsráðstefna Alþjóðasamtaka hækuskálda í Nara (Japan) þar sem hundrað og fimmtíu skáld voru samankomin nýverið og sendu frá sér tilkynningu þess efnis að þetta einfalda og knappa ljóðform „væri í ótrúlega mikilli útbreiðslu um heim allan“, enda hentaði það vel hnattvæðingunni og Net- inu.1 Sumar hátíðir veðja frekar á að halda sig á hefð- bundnum slóðum, það er að segja við skáld sem hafa þegar getið sér gott orð (og láta raunar ekki ganga á eftir sér til að fara þangað), en aðrar, eins og Ljóðskáldatvíæringurinn í Val-de-Marne, hafa meiri áhuga á „lifandi“ ljóðlist, það er að segja, uppgötva og kynna nýtt hæfileikafólk (árið 2001 voru það ljóðskáld frá Suður-Ameríku sem skrifa á tungu- málum sem töluð voru áður en Kolumbus kom þangað, síð- an, árið 2003, var hátíðin helguð sautján ára skáldkonu sem tjáir sig á túvamáli, sem er af ætt mongólsku tungumál- anna2). Einhverjar þessara hátíða skila tekjuafgangi, aðrar ekki; sumar þeirra laða til sín blaðamenn, aðrar ekki; en all- ar njóta þær opinbers stuðnings. Og allar eru þær skipu- lagðar á sama hátt, með aðferð sem sótt er til tónlistarsýn- inga og stjórnmálasamkomna hér á árum áður: stefna saman á sama stað og tíma eins mörgum ljóð- Vinir okkar, ljóðskáldin  3 Eftir Fançois Ricard Eru ljóðskáld hænsn? Eru ljóðskáld kvakandi hópsálir? Hvað eru ljóðskáld annars alltaf að gera á ljóðahátíðum út um allan heim? Hvers vegna öll þessi áhersla á ljóðskáldið? Er ljóðið hugsanlega að hverfa í skuggann af ljóðskáldinu? Hér er fjallað um ljóðskáld á vorum tímum. Adriano Sofri | Samviskufangi 68-kynslóðarinnar afplánar dóm en heldur baráttunni áfram | 4 Cheerios | Hver eru skilaboðin aftan á Cheerios-pökkunum í raun og veru? | 5 The Shins | Ein umtalaðasta nýbylgjusveitin um þessar mundir á Iceland Airwaves | 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.