Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 2
bðmum, þá nýlega tekinn við búi
á Þverá. Oddvitastörfum hafði
hann gegnt í Öxnadalshreppi frá
stofnun hreppsfélagsins. Rannveig,
systir Rernharðs, varð ung ekkja
og varð ekki langlíf sjálf. Hún
andaðist 59 ára gömul árið 1935.
ÍPoreldrar Bernharðs náðu báðir há
um aldri. Móðir hans lézt 78 ára
gömul árið 1934, en faðir hans varð
84 ára, og andaðist hann árið 1938.
Brynjólfur í Efstalandskoti, sem
er jafnaldri Bernharðs og æskufé-
lagi, hefur sagt um Þveráiiheimil-
ið, að þar hafi verið ,jmiðstöð“ fé
lagslegra samtaka í öxnadal. Segir
jþað sína sögu um Stefán bónda og
syni hans.
Bæði voru þau hjón, Stefán og
Þorbjörg, eyfirzkrar ættar. Stefán
var fæddur og uppalinn á Efra
Bauðalæk á Þelamörk, kominn af
þekktum og velmegandi bændum,
sem þar bjuggu mann fram af
manni í meira en eina öld, a.m.k.
ef búskapartími Stefáns sjálfs er
talinn með, en hann bjó fyrstu bú-
skaparár sin á Rauðalæk. Þorbjörg
var bóndadóttir frá Syðra-Oili í
Eyjafirði, en missti ung föður sinn
og varð að skiljast við móður sína
og bróður á barnsaldri. Það varð
henni gæfa í umkomuleysi hennar,
i að hún var tekin til fósturs á
iBteinsstöðum, en þar bjuggu þá
mikil merkishjón, Stefán allþingis
maður Jónsson, fyrsti þing-
fulltrúi Eyfirðinga eftir endurreisn
Alþingis, og kona hans, Rannveig
Hallgrímsdóttir, systir Jónasar
Haillgrímssonar, skálds. Móðir
Bernharðs er sögð 'hafa verið
myndarkona og vel gefin.
Bernharð Stefánsson átti því for-
eldraláni að fagna og góðum upp-
eldisskilyrðum á bernskuheimili
sínu. Hversu mikils virði slíkt er,
verður ekki um deilt, og þó velst
hver maðurinn er, enda segir mál
tækið, að „fjórðungi bregði til fóst-
urs“, sem bendir á, að maðurinn
verði einnig að vera nokkuð af
ígjálfum sér. Tel ég ekki efamál fyr
ir mitt leyti, að svonefnd fullkom-
in uppeldisskilyrði nægja ekki ein
saman til þess að móta vænlegan
mann og nýtan þegn. Uppeldi er
aðhlynning eða ræktun eðliskosta
þess, sem 1 manninum býr. Ég er
j ekki i vafa um, að Bernharð hef-
j ur verið mikill af sjálfum sér, en
notið þeirrar gœfu að fá það upp-
i eldi, sem þroskaði gáfur hans og
: var til styrktar hæfileikum hans
| og hneigðum. Hærri knöfur getur
enginn gert tll foreldra sinna né
þess þjóðfélags, sem hann er fædd
ur í.
Þegar Bernharð Stefánsson var
að komast til vits og þroska, um
eða eftir aldamótin, fer að gæta
sterkrar umbótavakningar hér á
landi, sem sumir hafa kennt við
aldamótin og kallað aldamótahreyf
ingu og þá menn aldamótamenn,
sem fyrir henni stóðu eða fylgdu
fram til sigurs. í þeim skilningi
er Bernharð Stefánsson einn af
aldamótamönnunum. Hann skip-
aði sér kornungur í röð þeirra,
sem vildu andlega og efnalega
framför þjóðarinnar. Ellefu ára
var hann meðal stofnenda íþrótta-
og menningarfélags í Öxnadal, og
björinn formaður þess, þótt ung-
ur væri, en Steingrímur, bróðir
hans, þá á fermingaraldri, var
frumkvöðull að stofnun félagsins.
Ymsir telja, að þetta öxndælska
unglingafélag megi í rauninni telj
ast fyrsta ungmennafélag landsins,
og má það til sanns vegar færa.
Þetta félag náði um skeið yfir all-
an Skriðuhrepp, en öxnadalur til-
heyrði þá Skriðuhreppi, og ekki
þurfti miklu að breyta í féiagssam
þykktum til þess að þetta fullmót-
aða félag félli að ungmennafélags-
hreyfingunni, eftir að hún fékk
fast svipmót og skipulag. Nefndist
þetta félag um skeið Ungmenna
félag Skriðuhrepps, eða svo lengi
sem hreppurinn var óskiptur. Enn
er starfandi Ungmennafélag Öxn-
dæla, og var Bernharð Stefánsson
þar heiðursfélagi, enda einn þeirra,
sem mest og bezt störfuðu fyrir
það fyrr á árum. Sumarið 1907 var
Ungmennafélag íslands stofnað á
Þingvöllum. Var Bernharð þá full-
trúi síns ungmennafélags og einn
þeirra, sem á'kvörðun tók um stofn
un þessa merka félagsskapar, sem
festi rætur víða um land og mót-
aði íslenzkt þjóðlíf ýmsu öðru frem
ur á fyrra hluta þessarar aldar. Þá
var Bernharð Stefánsson 18 ára.
Stefán á Þverá vildi mennta
börn sín svo sem kostur var og
vænlegt þótti góðum húsfreyjum
og fyrirmyndarbændum. Rannveig
Stefánsdóttir lærði hannyrðir og
matreiðslu á Akureyri og víðar,
Steingrímur gekk á Hólaskóla og
Bemharð settist í Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri, sem áður var á
Möðruvöllum. Alvarleg veikindi
komu í veg fyrir það, að hann lyki
þar námi. Mun þó hafa staðið til,
að hann gengi langskólaveg, sem
kallað var 1 þá daga. Síðar innrit-
aðist hann 1 kennaradeild Flens-
borgarskólans í Hafnarfirði og lauk
þar kennaraprófi 1908. Enn síðar
sótti hann framhaldsnámskeið í
Kennaraskóla íslands. Að loknu
kennaraprófi i Flensborg gerðist
hann kennari í heimasveit sinni.
Kenndi fyrst og fremst börnum,
en einnig unglingum endrum og
eins, og stundaði kennslustörf, þar
til hann var kosinn til setu á A1
þingi árið 1923.
Við skyndilegt fráfall Steingríms
bróður síns árið 1915, var Bern-
harð kosinn í hreppsnefnd og þeg-
ar valinn til þess að vera oddviti,
þá 26 ára gamall. Sýnir það ljós
lega, að hann var í á-liti og þótti
vænlegur til forystu í félagsmál-
itm. Oddvitastörfum gegndi hann
í 13 ár.
Þegar hér var komið sögu, var
ekki um að villast, að Bernharð
Stefánsson var helzti forystumað-
ur sveitar sinnar inn á við og út á
við og varð fljótlega vel kunnur um
allt Eyjafjarðarhérað. Að því
studdi m.a. þátttaka hans í aðal-
fundarstörfum Kaupfélags Eyfirð-
inga, en þar var hann fulltrúi
Öxndælinga og lét talsvert til sín
taka, enda mun snemma hafa kom
ið í ljós, að hann var mikill fund-
armaður, vel máli farinn og jafn-
vígur á sókn og vörn. Margir hafa
dáðst að rökfestu Bernharðs Stein
grímssonar og ekki að ófyrirsynju.
Hefur margur æðikollur orðið að
gjaiti fyrir beinskeyttum tilsvörum
hans.
Árið 1916 var haldið samvinnu-
námskeið á Akureyri, og var Bern-
harð þar nemandi. Kennarar voru
Hallgrímur Kristinsson og Sigurð
ur í Ystafelli. Þykist ég hafa orð
Bern-harðs sjálfs fyrir því, að ver-
an á þessu námskeiði hafi haft
varanleg á-hrif á þjóðmálaafstöðu
hans og lífsskoðun. Kemur þetta
raunar einnig fram í prentuðum
endurminningum hans. Ekki er því
að undra, þótt Bernharði væri
ungum sýndur mikill trúnaður
innan eyfirzkrar saimvinnuhreyfing
ar. Hann var flestum bændum bet-
ur menntaður á bóklega vísu, for-
ystumaður í sveit sinni, ágætur
málflytjandi og virðulegur í allri
framgöngu. Aðeins 32ja ára gam
all var hann kosi-nn í stjórn Kaup-
félags Eyfirðinga og sat þar óslit-
lð á fimmta tug ára.
Bernharð Stefánsson kvæntist ár
ið 1917 sinni ágætu konu, Hrefnu
ÍSLENDINGAÞÆTTIR