Íslendingaþættir Tímans


Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Qupperneq 3
Guðmundsdóttur fná MfnavöUum, sem lifir mann sinn. Reistu þau bú á parti af Þverá sama ár, en tóku við jörðinni allri árið 1920. Ráku þau búskap á Þverá til ársins 1935, en þá seldi Bernharð jörð sína og settist alfarið að á Akureyri. Hafði hann tekið að sér forstöðu útibús Búnaðarbanka íslands á Akureyri nokkrum árum fyrr, og hlaut það að taka tíma hans óskiptan ásamt þingmennsku, sem bæði er óreglu bundið starf og ónæðissamt. Hrefna og Bernharð l'ifðu í ást- ríku hjónabandi, svo að ekki varð á betra kosið, full 52 ár. Þau voru í öllu samhent og samstæð. Á sam- búð þeirra bar engan skugga. Þau eignuðust 3 börn, eina dóttur misstu þau í frumbernskú. en eft- ir lifa: Steingrímur, útibússtjóri Búnaðarbanka íslands á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Friðriksdóttur frá Efri-Hólum, og Berghildur, gift frænda sínum, Guðmundi Eiðs syni, bónda á Þúfuvöllum. Bernharð hlaut að erfðum stjórn málaáhuga föður síns og hefur sjálfur kannazt við, að hann hafi ungan dreymt um að verða alþing- ismaður. Sá draumur rættist fyrr en hann hafði búizt við og heldur óvænt. Framan af árum var Bern- harð fylgjandi Heimastjórnar- flokknum. Hann var Hannesarmað ur. En eftir að Framsóknarflokk- urinn kom til sögunnar og Hannes Hafstein hvarf af stjórnmálasvið inu, gerðist Bernharð eindreginn framsóknarmaður. Á þessum árum var flokkaskipu lag allt laust í reipum, flokkarnir voru fyrst og fremst þingflokkar, flokksfélög voru yfirleitt ekki til og ekkert miðstjórnarvaid í okkar skilningi, engin formieg landssam- tök eins og nú gerist. Þá var ekki til neitt, sem hét Framsóknarfélag Eyjafjarðarsýslu. Frambjóðendur buðu sig ekki fram í flokksnafni, að öðru leyti en því, sem þeir gáfu yf- irlýsingar á fundum og í blöðum um það, hvaða flokk þeir styddu, ef þeir þá tóku ákveðna afstöðu. Kosningar áttu að fara fram haustið 1923. Framsóknarflokkur- inn átti tvímælalaust miklu fylgi að fagna í Eyjafjarðarsýslu, og báð- ir þingmenn kjördæmisins, Einar á Eyrarlandi og Stefán eldri í Fagraskógi, töldust framsóknar- menn. Einar hafði verið þingmað- ur í 7 ár og var einn af stofnend- um Framsóknarflokksins, en Stef án hafði verið á þlngi yfir 20 ár, þar af aðeins stuttan tima sem fylg ismaður Framsóknarflokksins. Virðist hann ekki hafa átt að öllu óskorað fylgi meðal framsóknar manna í sýslunni, a.m.k. vildu ýms ir fá nýjan mann til framboðs, og margir höfðu augastað á hinum unga oddvita á Þverá í Öxnadal. Var á hann skorað að gefa kost á sér til framboðs, og lét hann til leiðast. Kosningin varð all söguleg, en svo fóru leikar, að Bernharð var kjörinn þingmaður og bar sigurorð af Stefáni í Fagraskógi, hinum gamalreynda þingmanni, með næsta litlum atkvæðamun að vísu, svo að Stefáni fannst ástæða til að kæra kosninguna sem vafasama. Alþingi samþykkti þó kjörbréf Bernharðs einróma og taldi hann kjörinn með eins atkvæðis mun. Er óhætt að fullyrða, að þetta var í fyrsta og eina skiptið sem nokk- ur vafi gat leikið á um kosningu Bernharðs Stefánssonar. Alls sat hann á þingi í 35 ár, samtals á 44 þingum, og var 11 sinnum endur- kosinn með miklum yfirburðum alla tíð. Mjög fáir eiga lengri þing- setu að baki og ekki margir, sem notið hafa tryggara kjörfylgis en Bernharð Stefánsson. Er þingsaga hans hin merkasta og töluvert lærdómsrík að minni skoðun. Það getur engum dulizt, sem kynnir sér þingmennskuferil Bernharðs, að hann var áfallalaus og farsæll. Hann naut trausts kjósenda í Eyja fjarðarsýslu, tiltrúar meðal félaga sinna á alþingi og óvenjulegrar virðingar þeirra, sem honum kynnt ust, jafnt stjórnmálaandstæðinga sem samherja. Farsæld í þingmálastörfum Bernharðs í 35 ár fólst ekki í mælgi hans á mannfundum og í þingsölum, en tæki hann til máls, var orðum hans gaumur gefinn. Ekki var hann heldur kunnur að neinni framhleypni né íhlutunar- semi um hugsun og hegðun sam- starfsmanna sinna, ekki kænlegum undirróðri og klóklegri ýtni i mála fylgju, oft á annarra kostnað, hvað þá frekjublandinni tilætlunarsemi. Bernharð Stefánsson smíðaði stjórnmálagæfu sína úr þeim efni við, sem hann hafði að heimanbún- aði og ekki var svikin vara: Heið- arleika, heilbrigðri skynsemi og dómgreind. í stuttu máli sagt: Vit urs manns æði. Víst hafa ýmsir ver ið aðsópsmeiri og ýtnari en Bern harð Stefánsson. Ég held það sé áreiðanlegt, að hann hafi aldrei tranað sér fram tll metorða, og vS> hann þó ebki metnaðarlaus mað- ur. E.t.v. hefur hógværð hans stað- ið í vegi fyrir því, að hann skipaði störf og stöðirr, sem hann var vel fallinn til að gegna og sízt lakar en ýmsir aðrir, ef á það hefði reynt. Þannig varð Bernharð aldrei ráðherra og ekki forseti sameinaðs þings. Hann varð jafnvel ekki deild arforseti fyrr en hann hafði setið yfir 20 ár á þingi. Slíkt má okkur nú þykja undarlegt, því að fáir hafa setið forsetastól á Alþingi með meiri ágætum en Bernharð Stefánsson. Hann var þingforseti af guðs náð, ef svo má til orða taka, en þá á ég auðvitað við það, að hann hafði alla þá kosti, sem þingforseti þarf að vera búinn: Formfastur og þó ekki smémuna samur, stjórnsamur og þó sam- vinnuþýður, skyldurækinn án siða vendni, virðulegur en laus við tild- ur, gagnorður, skýr í hugsun, ein arður og sjálfstæður í hugsun og athöfnum. Hygg ég raunar, að hið síðast- nefnda, einurð og sjáYistæði í hugs un og athöfnum, hafi sett skýrara mark á persónu Bernharðs Stef- ánssonar en sumra annarra. Þessir eiginleikar voru honum áreiðanlega meðfæddir, en ekki er ég í vafa um það og tel fyllilega heimilt nú að hafa orð á því, að þessir eigin- leikar hlutu eldskírn í sambúð Bernharðs við ráðamesta mann Framsóknarflokksins á sinni tíð, Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas var ekki einasta ráðamesti maður flokksins, heldur og ráðríkastur. Er skemmst frá því að segja, að Bernharð var ekki ætíð í náðinni hjá Jónasi. Þykir mér líklegt, að Bernharð hafi andæft ráðríki hans, — og er það engin furða í augum minna jafnaldra, — og vafalaust hefur Bernharð ekki þolað afskipta semi annarra af persónulegum hög um sínum. Svo sem kunnugt er, klofnaði Framsóknarflokkurinn árið 1933. E.t.v. eru skiptar skoðanir um or- sök þess klofnings, og verður hver og einn að hafa á því þá skoðun, sem honum finnst sennilegust. Bernharð Stefánsson ræðir þetta efni í endurminningum sínum, og kemst að þeirri niðurstöðu, að skoð anamunur hafi ekki valdið klofn- ingnum, heldur persónulegar á- stæður. Rökstyður hann skoðun sína, og sé ég enga ástæðu til að véfengja orð hans. En það verð ég ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.