Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Síða 4
I fið segja alveg hreinskilnislega. að nú á ttaum er nálega óhugsandi, að slikir hiutir gætu gerzt. Þó að e.t.v. megi sitthvað að Framsókn arflokknum finna, sem ýmsu fleiru þá held ég að flestum þætti það meira en lítið skoplegt, ef per- sónulegir duttlungar ættu að leiða til opinbers klofnings i flokknum. En Bernharð Stefánsson stóð af sér þær persónuskærur, sem háð- ar voru í kringum hann á þessum árum og beindust sumpart gegn honum sjálfum, og lét í engu hlut sinn. Var það og löngum svo, að Bernharð fór sinna eigin ferða og eltist aidrei við vilja og skoðanir forystumanna flokksins í hverju máli. Þó að Bernharð væri allra manna öfgalausastur í hugsun og verki og lítt við byltingar kennd- up, var hann að eðlisfari nokkur andófsmaður, — í góðri merk- ingu þess orðs. Hann gleypti ekki við kenningum og rýndi fast ann arra skoðanir. Hann .vildi vera viss 1 sinni sök í hverju máli. Einkum á þetta við um einstök dægurmál og framkvæmdoatriði á líðandi stund, því að um grundvallarskoð- anir og meginviðhorf 1 stjórnmál- urn átti hann ætíð samleið með flokki sínum. Aldrei hef ég vitað til þess, að Bemharð Stefánsson reyndi að miklast af því, að hann væri „ó þægur“ flokksmaður, eða að hann „rækist illa í flokki“, enda sé ég ekki, að það sé á nokkurn hátt fenmdarefni. Yfirleitt er þátttaka í flokksstarfi ekki sú samvizku- raun né manndómur, sem ýmsir vilja vera láta. Það telst a.m.k. ekki til afreka lengur, hafi það ein hvern tíma verið það, að standa dá- lítið uppi í hárinu á flokksforingj- um sínum. A.m.k. er Það svo í Framsóknarflokknum, ekki sízt í þingflokknum, þar sem ég þekki bezftil, að þar hlusta forystumenn irnir fúslega á mál óbreyttra liðs manna og líta ekki á sig sem ein- ræðisherra. Hitt kann að vera rétt, að áhrifavald einstakra forystu- manna sé oft býsna mikið og í krafti' þess komi þeir sínum mál um gjarnan fram. Og einnig kem- ur það fyrir, að liðsmenn í stjórn- málasamtökum veigri sér við að ganga gegn tillögum forystumanna. Slíkt stafar þó ekki alltaf af ein urðarleysi, þótt ekki sé það dæma- laust. Ég hef áður sagt, að Bernharð Stefánsson hafi notið mikils trausts og álits samþingsmanna sinna, og sómt sér í hvívetna vel í þing- sölum og í þingstörfum. Kunnugt er, hve ágætur ræðumaður hann var, þegar honum tókst upp, hversu skýr hann var og gagnorð- ur og fundvís á snjallar samlík- ingar. Hann þótti þvi jafnan prýði legur framsögumaður fyrir nefnd arálitum og öðrum málum, sem vandasöm voru. Hann var einnig góður kappræðumaður, ef svo bar undir, en að upplagi óáleitinn og bjó ekki til deiluefni að óþörfu. En hlut sinn lét hann ekki, ef í bardaga sló. Ég held að Bernharð hafi ekki litið á Alþingi sem eins konar málfundafélag, þar sem framgjarnir menn iðka mælskulist mælskunnar vegna, eða kannski vegna blaðanna og Alþingistíðind- anna. Slík sýndarmennska var hon- um ákaflega fjarri. Hins vegar hafði hann að leiðarljósi þá gull- vægu reglu Hávamála að mæla þarft eða þegja. Á löngum þingmannsferli sínum sat hann lengur eða skemur í ýms- um fastanefndum þingsins, en þó langlengst í fjárhagsnefnd efri deildar, og kom þá oft í hlut hans, bæði sem formanns og framsögu- manns, að stjórna athugun á og mæla fyrir vandasömum fjárhags- málefnum, m.a. skatta og tolla- málum, einnig ýmsum banka og gjaldeyrismálum og öðrum efna hagsmálum. Oft var hann kvadd- ur til setu í milliþinganefndum, sem fjölluðu um mikilvæg löggjaf- armálefni. Hann var t.d. í milli- þinganefnd um landbúnaðarmál 1927, en frá þeirri nefnd voru runnin ýmis framfaramál, sem ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar beittist fyrir á árunum 1927—‘31. Einnig var hann í milliþinganefnd um tekjur bæjar og sveitafélaga og um bankamál. Hann var tölu- vert riðinn við samning kreppu- lánasjóðslaganna 1933, og kosinn var hann í stjórnarskrárnefnd A1 þingis sem einn af fulltrúum Fram sóknarflokksins, þegar átökin um kjördmamálið voru sem hörðust það ár, og 1944 sat hann í svo- nefndri skilnaðarnefnd, sem fjall- aði um skilnað íslands og Danmerk ur. Þá var hann í samninganefnd um stjórnarmyndun árið 1950, og fulltrúi í Norðurlandaráði um all mörg ár, og mun m.a. hafa tekið þátt í stofnfundi ráðsins. Lengst af þingsetu sinni var Bernharð 1 efri deild og var for- seti deildarinnar á árunum 1947— 1953 og íná 1956—1959. Auk þess mun hann hafa verið varaforseti deildarinnar á árabili og um eitt skeið varaforseti sameinaðs þings. Fórust honum forsetastörf ágæta vel úr hendi, svo sem fyrr er sagt. Af þvi, sem hér hefur verið rak- ið, er augljóst, að Bernharð Stef- ánsson átti merka starfsævi og fjöl breytilegan starfsferil, sem auðg aði lífsrefnslu hans og stælti and- lega krafta hans. Ávallt skipaði hann rúm sitt vel, hvort sem hann var foringi eða liðsmaður, hvort heldur sem hann sat við árina eða hélt um stjórnvölinn. Eyfirðingar minnast hans sem virðulegs fulltrúa síns á allsherj- arþingi þjóðarinnar. Öxndælingar minnast hans sem eins sinna beztu sona. Akureyringar minnast hans sem merks borgara. Samvinnumenn minnast hans sem heilsteypts og einarðs flokks- manns. Samþingismenn hans á Alþingl minnast hans sem hins hæfa og vitra þingmanns. Vinir hans, hvar í flokki sem er, minnast hans fyrir ókvikula vin- áttu. Stjórnmálaandstæðingar minn- ast hans fyrir drenglund hans. Þjóðin öll minnist hans sem mikils persónuleika, sérkennilegs manns, sem þegar í lifanda lifi var á vissan hátt þjóðsagnapersóna, en því segi ég þetta, að sagður er urmull sagna af Bernharði án þess að fyrir þeim sé nokkur stafur utan sá einn, að fólki finnst þær gætu verið sannar. En kærust verður minningin um hinn látna merkismann hjá vanda mönnum hans, ekki sízt eiginkon- unni, sem nú verður að sjá á bak sönnum ástvini og tryggum lífs- fötunauti. Ingvar Gíslason. A fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.