Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 5
Bjarnheiður Jóhannsdóttir, húsfreyja í Hreggsgerði. Þann tíunda ágúst síðastliðinn Sndaðist Bjarnheiður Jóhannsdótt ir, húsfreyja í Hreggsgerði, þrjá- tíu og tveggja ára að aldri. Var hún ein af yngstu húsfreyjum í Suðursveit Fólkið i sveitinni hennar setti hljótt við þessa andlátsfregn. Hún Bjarnheiður dáin, sagði maður við tnann, það var eins og fólkið vildi ekki trúa þessu, þó var það svo, hún Bjarnheiður var dáin. . Það var hér eins og oft áður, dauðinn gerði ekki boð á undan sér, kaldur og miskunnarlaus kom hann, án alls fyrirvara eða tillits til ungs eiginmanns og tveggja ungra barna. Bjarnheiður veiktist skyndilega, var flutt til flugs á flugvöllinn í Mesjum, átti að fara til Reykjavík- Ur á sjúkrahús til rannsóknar, en Var dáin áður en flugvélin komst á loft. Þannig lauk ævi þessarar Ungu konu Bjarnheiður var fædd í Mjóa- nesi í Múlasýslu 10.1. 1937. For- eldrar hennar voru Ragnheiður Ketilsdóttir og Jóhann Jóhannes- son frá Skjögrastöðum, hagyrðing Ur og fróðleiksmaður. Móðir Ket- ils, föður Ragnhildar, var Oddný Sveinsdóttir á Gerði, sú mikla fróð leikskona, en faðir hans var Jón Steingrímsson, hæggerður en greindur talinn. Bjuggu þau sinn búskap á Gerði. Móðir Ragnhild- ar var Bjarnheiður Þorsteinsdótt- ir frá Borgarhöfn, en lengi vinnu- kona á efri bænum á Reynivöll- Um og þaðan giftist hún Katli vor- ið 1905, og hófu þau búskap á Gerði. Þorsteinn þótti ágætur verk Utaður og sjómaður góður hér við brimsandinn, þar sem reyndi á kjark og áræði. Bjarnheiður Þorsteinsdóttir var komin af Þorsteini tól, sem bjó á Hofi l Öræfum og andaðist þar 1843. Þorsteinn tól var talinn mik- ill hagleiksmaður, og hagyrðingur góður. Mun Bjarnheiður hafa verið Priðjl afkomandl frá Þorsteini. Af ÍSIENDINGAÞÆTTIR þessu má sjá að Bjarnheiður Jó- hannsdótt'r var af góðu fólki kom- in í móðurætt og máski ekki lakari í föðurætt þótt ég kunni ekki nógu vel að rekja hana, en hagyrðingar eru þar á næstu grösum. Frá Mjóanesi munu foreldrar Bjarnheiðar hafa flutzt að Valla- nesi og síðan að Kolstaðagerði. Uppeldisárin á Ragnhildur í Suð- ursvsit, en ung fluttist hún þaðan austur á Hérað. Hún fékk góða húsfreyjumenntun, því vel undir húsmóðurstarfið búin, og góð greind styður þar lika að. Ragn- hildur ber nafn fyrri konu Ketils, Ragnhildar Stefánsd. frá Breiða- bólstað, sem hann missti eftir um árssambúð á Gerði. Bjarnheiður Jóhannsdóttir var vel gefin kona bæði til munns og handa. Hún var bókhneigð og las eftir því sem henni gafst tími til frá daglegum störfum. Því miður kynntist ég Bjarnheiði lítið, dvalarár hennar voru fá í Suðursveit, en ég gamall og hættur að sækja mannfundi þar sem fólk á þó helzt kost á að kynnast, þó held ég að hún hafi ekki kosið annað fremur en vera húsfreyja í sveit, frjáls og óháð, og sjá lífið gróa í ki-ingum sig og mega veita því styrk. Hún var skepnuvinur mikill og vildi að þeim liði vel, þannig breyta þeir sem lífinu unna. Tvo vetur var Bjarnheiður í Hall ormsstaðaskóla og útskrifaðist það- an með ágætiseinkunn. Það var með hana eins og margt annað ungt fólk, sem hugsar fyrir fram- tíðina og þarf að afla sér fjár til náms. Hún sótti vinnu á ýmsa staði. í tvö ár vann hún við skóg- rækt á Hallormsstað, tvö misseri vann hún hjá Kaupfélagi Héraðs- búa, einn vetur á frystihúsi 1 Reykjavki og tvo vetur við sama í Vestmannaeyjum. Á þessu má sjá að Bjarnheiður kannaði fleira en hin venjulegu sveitastörf. Sumarið 1965 kom Bjarnheiður í heimsókn í Suðursveit til þess að hitta fræudfólk og skoða gamlar { feðraslóðn. Meðal annars kom hún ) að Hala til að reyna að fræðast um j langömmu sína, Oddnýju Sveins- / dóttur, sem kom með menninguna j 1 Suðursveit, segir Þórbergur Þórð- ; arson. Ég gekk með henni til að ; sýna henni rústirnar af gamla bæn- j um á Gerði, sem þá hafði verið fluttur á annan stað fyrir nokkr- , um árum, stutt frá þar sem gamli ' bærinn stóð. Ég benti henni á hvar baðstofan ’ hennar Oddnýjar hefði verið, og ) búrið sem ég mundi svo vel eft- ir. Innst í baðstofunni vestan meg- in var rúmið hennar, við rúmstokk ■ inn sátum við krakkarnir hér af 1 bænum þegar hún sagði okkur sög- ur, og fór með þulur og ljóð. Það voru dýrleg kvöld sagði ég við j Bjarnheiði. Sitthvað spjölluðum við fleira um Oddnýju á leiðinni heim að Hala. Ég vonaði að heimsókn- inni hefði lokið þannig að Bjarn- heiður hafi orðið aðeins fróðari um þessa merku langömmu sína. Á þessu stutta samtali okkar fann ég, að Bjarnheiður var greind kona og hafði löngun til að fræðast. í þessari ferð kynntist Bjarn- heiður bóndanum í Heggsgerði, Birni Ólafssyni. Var stutt um ald- ursmun þeirra. Þessi kynni leiddu til þess að þau gengu í hjóna-' band 25. júlí 1966, fluttist hún þá að Heggsgerði og tók við búsfor- ráðum með bónda sínum. Bæði eru þau Bjarnheiður og Björn komin af Þorsteini tól, af seinni dóttur hans hvort. Björn er vel gerður maður, greindur og verkhagur. Að þess- um tíma höfðu þau systkinin þrjú Björn og systur hans tvær, Jó- hanna og Torfhildur rekið búið í Heggsgerði, fyrst með Ólafi föður sinum, sem missti konu sína, Sig- ríði Björnsdóttur, árið 1946, þá á bezta aldn, velgefin kona og ágæt húsfreyja. Margan góðan kaffi- sopann drakk ég og ferðafélagar mínir hjá henni, þegar við hvíld- 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.