Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 9

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 9
Sölnað er Eiríks yndi, andinn þá fer í skyndi ininninga mijúkan lund. Aldingarð ljóðs og laga lifa mun þeirra saga óbrotgjörn alla stund. Broddkaldi banaljárinn blikaði síðustu árin þverrandi þrék og fjör. Vist er að vinir trega vinkonu (höfðinglega hennar við hinztu för. Mágkona: Guð þér geymi . góðvist í nýjum heimi handan við hel og stríð. Vermi Guð vini þína veiti þeim aðstoð sína blessun og bjarta tíð. Einar J. Eyjólfsson. f Frú Sigrún Kristjánsdóttir, Rétt arholti við Sogaveg, andaðist að toorgni þess 31. júlí sl. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hún var íædd 2. desember 1896 að Hóli á Bíldudal í Amarfirði, þriðja af 10 börnum þeirra hjónanna Rannveig ar Árnadóttur og Kristjáns Jóns- sonar, sem lengst af bjuggu að Bræðraminni á Bíldudal og þar ólst Sigrún upp. Þann 23. ágúst 1919 giftist hún eftirlifandi manni sinum Eiríki Einarssyni frá Suður- Hvammi í Mýrdal í Vestur-Skafta fellssýslu, en hann var þá raf stöðvarstjóri á Bíldudal. Hefðu þau hjónin þvi átt gullbrúðkaups- afmœli nú i ágúst sl. Frá Bíldu- dal fluttu þau hjónin til Reykja- Víkur árið 1921, en bjuggu síðan í 8 ár, frá 1927 til 1935, á Brunna Btöðum á Vatnsleysuströnd, en síð- an effir það í Réttarholti við Soga- Veg í Reykjavík. Eiríkur er nú orð tnn aldurhniginn og heilsutæpur, bann er listelskt prúðmenni óg landsþekktur hagyrðingur, auk þess sem hann undi sér löngum Við orgelleik og náttúruskoðun á Sieðan heilsan var betri. Þeim jónum varð fimmtán dætra auð- J®, sem allar eru uppkomnar og á bfi, nema sú næstelzta, er dó af 6lysförum 25 ára að aldri. Hópur ^arnabarna og þeirra afkomenda o-rðinn það stór, að of langt yrði *»ÞP að telja í stuttri minningar- ®rein. Slífcur er ytri ramminn í ævi- í*rli þessarar góðu frænku minn Segir hann næsta fátt um per- sónuleika hennar, þótt auðséð sé, hvílíkt þrekvirki það hefur verið að koma upp svo stórum barna hópi á kreppuárunum, þegar lífs- þægindi, sem þykja sjálfsögð í dag, þekktust ekki og fjárhagur oftast naumur hjá flestum. Með Sigrúnu er gengin góð og gagnmerk kona, sem andaði frá sér hlýju og mann- kærleik hvar sem hún fór. Ég var smádrengur, er ég man fyrst eftir henni, þegar þau hjónin bjuggu á Brunnastöðum. Er mér það í barns minni, hversu fríð kona hún var og hversu mikill góðleiki stafaði frá henni, þannig, að mér fannst strax að hún væri nokkurs konar önnur móðir mín, en þær voru ná- skyldar og mjög samrýmdar. Oft var þröngt í búi og fjölskyldan fór sístækkandi, en Sigrún var rík af Þeim auðæfum hjartans, sem aldrei þrutu. Hún miðlaði af þeim til allra, jafnt skyldra sem vandalausra, þannig að fólk hændist að henni, þvf öllum leið vel í návist hennar og gestrisnin kunni sér engin tak- mörk. Hún var mikil persóna, hógvær og lítiKát í þjóðfélaginu og barst ekki á en skilaði af hendi stór- felldu t/agsverki hins hljóða þegns. Allir, sem kynntust henni, dáðu hana, og þó er söknuðurinn mest- ur hjá Eiríki, er nú sér á bak lifs- förunaut sínum í hartnær hálfa öld. Ég þakka henni vináttuna við mig, móður mína og allt mitt fólk, og votta hinum fjölmörgu ástvin um samúð og hluttekningu við frá fall þessarar stóru ættmóður. Hvíl í friði. Jón K. Jóhannsson. ; f Ein barnsrödd getur um fold og f jörð fallið sem þruma af hamr- anna storð, eins getur eitt kærleikans almáttugt orð íshjartað kveðið frá dauðum. (E. Ben.) 31. júlí lézt hjartkær vinkona mín, Sigrún Kristjánsdóttir í Rétt- arholti, og mér fannst ég hafa misst móður, já, góða móður, sem ég sótti til skilning og huggun. Hún kunni og öllum betur að þerra tár og veita styrk. Hún var dásamlegur friðflytjandi. Hennar andlegu auðæfi voru takmarkalaus, hún bar allar dyggðir, sem ég, þekki, þó fannst anér tign hennar mest á erfiðustu stundum. Hjónin í Réttarholti áttu 15 dæt- ur. — Hver skilur það starf, það feikna afrek? — Ég sá hana oft svo örþreytta, en eftir stutta hvíld var 'hún aftur þessi ljómi. Ég hugs- aði stundum, hún hlýtur að bergja á einhverjum nægtarbrunni æðri heima, enda gátu draumsýnir henn ar bent til þess, og allt hennar, líferni. Maður hennar og dætur og öll fjölskyldan fundu styrk og frið við hennar kærleiksríka barm. En hvað skyldum við hin vera mörg, sem sóttum til hennar styrk og skiln- ing? Segði ég allt, sem ég man um þessa einstöku konu, yrði það langt anál, þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir, enda komst ég aldrei nær Guði en við hennar hné, og ég þakka Guði fyrir þau kynni. Þvílík þjónustulund og fórnfýsi, en þó þessi takmarkalausa reisn og stóri persónuleiki. Og nú, þegar ég kveð þig, dá- samlega kona, og þakka þér allt, þakka þér fyrir allar stundir, sem þú gafst mér á þessari kærleiks- vana, oft svo hnökróttu vegferð minni. Guð blessi þér endurfundina við fSLENDINGAÞÆTTIR 9 J

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.