Íslendingaþættir Tímans


Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Qupperneq 10

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Qupperneq 10
. — . -. ' dóttur þlna og a’ðra ástvini. Dætur þlnar 14 halda uppi merki þínu | áfram hér á jörðu og annast þinn hjartkæra, sjúka eiginmann. Ljósið sigrar myrkrið og enn i fetum við áfram. Hjartans þökk fyrir allt. Helga 6 Engi. f Hún andaðist 31. júlí s.l. að Víf- ilsstöðum, en fædd var hún á .Bíldudai 2. desember 1896. Þá komu i hugann ógleymanlegar minningar um þessa iátnu merkis- konu. A þeim degi (afmælisdegi hennar) var jafnan fjölmennt á heimili Sigrúnar að Réttarholti við Sogaveg í Reykjavík. Hún kunni vel að fagna gestum og eiginmað- ur hennar, Eiríkur Einarsson, engu síður. Timinn leið áður en gestur- inn áttaði sig, því að margt gat bor ið á góma. Þau hjón höfðu tekið þátt í hópferðum víðs vegar um land og Eiríkur er fróðari flestum mönnum um byggðir þess og ó- byggðir. Sigrún var jafnan glöð og skemmtileg. Hún hafði næmt skop skyn, en hafði á því örugga stjórn, svo að engan sakaði. Kona mín og ég eigum margar góðar minningar frá þeim árum, er við vorum tíðir gestir þeirra Sig- rúnar og Eiríks í Réttarholti og minnumst þess með þakklátum •huga. Ung að árum giftist Sigrún Eiríki Einarssyni frá Hvamrni í Mýrdal. Hér verðux ekki gerð grein fyrir ævi hennar nema að litlu leyti, en ljóst má vera, að erfiðislaust hef- ur hún ekki verið. Þau hjón eign- uðust 15 dætur og komust þær all ar til góðs þroska. Þá voru ekki greiddar neinar fjölskyldubætur, hver og einn varð að bjargast af eigin rammleik. Með samhentni og dugnaði þeirra hjóna var heim ' ilið jafnan fremur veitandi en þiggj andi. Eiríkur var hagsýnn aflamað- ur og þó að áföll yrðu einatt af van heilsu innan þessarar stóru fjöl- skyldu, sá hann alltaf úrræði til að i leysa vandann. i Sigrún ólst upp á Bíldudal I Arn J arfirði og átti þar heima fyrstu 3 | árin eftir giftinguna. Eiríkur, mað | ur hennar, var gæzlumaður raf- 1 stöðvar þar á ntaðnum. Frá Bíldu- | dal fluttust þavv til Reykjavíkur og . voru þar nokkur ér. Sfðan fiuttust þau suður á Vatnsleysuströnd og bjuggu Þar í 8 ár. Þaðan fóru þau að Réttarholti við Sogaveg i Reykja vík, þar sem þau ráku kúabú af miklum dugnaði um mörg ár. Ifey vinnutækin voru þá að sjálfsögðu önnur en nú gerist og heimilistæk- in á sama hátt frumstæðari og af Skornum skammti að þeirrar tíðar hætti. Má nærri geta, að starfs- dagur Sigrúnar var oft iangur og strangur. Auk hinna óumflýjan- legu heimilisstarfa innanbæjar og barnagæzlu voru mjaltir kvölds og morgna. Síðari árin, eftir að túnin voru hernumin, fyrst af Bretanum og síðar af bæjaryfirvöldum, iagðist kúabúskapurinn niður, hófu þau að reka umfangsmikið hænsnabú. Þó að hænsnabúið hvíldi að mestu leyti á herðum húsbóndans, hafði það í för aneð sér mikil aukin um- svif fyrir húsmóðurina. Sigrún var myndarleg í störfum og tók höndum til verka þar sem þörf kallaði hverju sinni. Hún var laus við tepru- og hégómaskap, en hélt eigi að síður heimili sínu fínu og fáguðu eins og útliti sjálfrar sín. Störf hennar voru að sjálfsögðu hversdagsleg — eða hvenær átti henni að gefast tóm til að sinna hugðarefnum sínum utan lögmáls trúverðugrar skyldurækni húsmóð urinnar? En hversdagsleg kona var Sigrún sízt af öllu sjálf, hvorki að útliti né innræti. Hún var í með- allagi há vexti, grönn og frekar holdskörp á yngri árum, fagurvax- in og fríð sýnum. Djúpa samúð hafði hún með öllum, sem áttu við bágan hag að búa. Hún var mild í dómum og fundvís á málsbætur, en hafði eigi að síður ágæta dóm greind. Ég er þess algerlega full- viss, að enginn sem kynntist Sig- rúnu að ráði, komist hjá því að þykja vænt um hana, virða og meta mikils. Hún var sjálfstæð í skoð unum og næm á fegurð lífsins í öllum þess breytilegu myndum. Ánægjulegast er til þess að hugsa, að síðari árin gáfust henni tæki- færi til ferðalaga með manni sín- um og ýmiss fagnaðar, sem hún kunni vel að njóta. Við fráfall Sigrúnar hefur öll fjölskyldan misst mikla forsjá og þó að sjálfsögðu eiginmaðurinn mest, en hann dvelur nú að Vífils stöðum, farinn mjög að heilsu og slitinn af erfiði lífsbaráttunnar. En innra lifir enn í glæðum hugsjóna, og skáldskapargáfa hans er siðuir en svo gengin fyrir ætternisstapa. Hefur sá lengi nokkuð meðan hennar nýtur. Sigrún var sjúklingur að meira og minna leyti hin síðari ár. Sjúkra húsdvalir námu þó aldrei úr fari hennar glaðlyndi og reisn. Síðast sáum við hjónin hana (hún var mágkona konu minnar) helsjúka á Vífilsstöðum. Svipur hennar var enn heiður og bjartur og augun lýstu enn sömu ró og æðruleysi, sem henni var eiginleg í blíðu og stríðu. Og segja má, að hún hyrfl héðan úr heimi sem ung væri að árum. Látin mun hún lifa áfram í hug- um þeirra, er hana þekktu, og koma þeim í snertingu við hið göfga og góða á vegferðinni hérna megin. Þykkvabæ í Landbroti 15. nóvember 1969, Þórarinn Helgason. Leiörétting Hr. ritstjóri! í afmælisgrein um Björn Jón*. son frá Starmýri, segir að móðir Björns hafi heitið Ragnhildur JónS- dóttir, en hennar rétta helti var Vilborg Jónsdóttir. — Vel var mér kunnugt um þetta atriði, þá er éa skrifaði greinina, þótt svona hafl til tekizt og ég verði sekur fund- inn. Væri nú vel að hlutunum yrðj snúið við og hennar rétta heitt kæmi í Ijós, hverjum svo sern um er að kenna, en nafnið er Vilborg Jónsdóttir. Með þakklæti fyrir birtinguna. Óskar Guðlaugsson. fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.