Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 11
í
MINNING
MAGNÚS JÓNASSON,
BIFREIÐASTJÓRI, BORGARNESI.
Laugardaginn, 18. des. s.l. fór
fram fná Borgarneskirkju útför
iMagnúsar Jónassonar, bifreiða-
Stjóra í BorgarnesL Fj'ölmenni var.
Utförin fór virðulega fram, svo
■ sem venja er, um prestverk þau
er pröfasturinn sr. Leó Júlíusson
6 Borg framkvæmir. Magnús Jón-
flsson varð bráðkvaddur að heim-
111 sínu að morgni dags hinn 5.
þessa mánaðar.
Með Magnúsi Jónassyni er hnig
in-n til foldar mikill dugnaðar-
Og atorkumaður. Maður, sem ekld
Var borinn til erfðar, en hlaut í
Vöggugjöf óvenjumikla starfsorku,
bjartsýni og hreysti, og varð virk-
iur þátttakandi í mesta framfara-
skeiði hóraðs síns og þjóðar og
skapaði sér og sínum farsæla lífs
daga.
Magnús Jónasson fæddist 2. maí
1894 að Galtarhöfða í Norðárdal í
Mýrasýslu. Foreldrar hans voru
hjónin Ingibjörg Loftsdóttir og
Jónas Jónasson, smiður og bóndi
þar og síðar að Litla-Skarði í Staf-
holtstungum. Börn þeirra Ingi
bjargar og Jónasar voru 7, af þeim
eru þrjú á lifi.
, Magnús Jónasson var þegar á
Unga aldri atorkumaður. Hann
, Vann að búi föður síns, þegar hann
, Var bundinn við smíðar að heim-
, an og einnig i vinnumennsku hjá
borgfirzkum bændum.
Árið 1916 fer Magnús til Reykja-
Víkur til náms í húsgagnasmiði
hjá Jónatan Þorsteinssyni. Þar
i kynntist hann bifreið fyrst. Jóna-
tah flutti þær til landsins þá. Magn
ús Jónasson hafði þau hyggindi
til að bera, að gera sér grein fyrir
frví, að bifreiðin væri tæki, sem
tandsmenn mundu taka í þjónustu
®ina í ríknm mæli. Þó vegi skorti
H í landinu á árunum 1916—1918
Þá dró þa« «>Vki kjark úr honum.
^ar réði bíartsýni hans og áræði
hieira um.
Fljótlega upp úr áramótum
1918 fór hann að læra á bíl hjá
fSLEND!NGAÞÆTTIR
Jóni Ólafssyni, er síðar var for-
stjóri bifreiðaeftulits riksjns, og
þann 20. febr. 1918 fékk Magnús
útgefið ökuskírteini sér til handa,
skírteini nr. 1. Það var íyrsta öku-
skírteinið, er út var gefið af sýslu-
manni Mýra og Borgarfjarðar-
sýslu, þar með var lífsstarf hans
ráðið. Keypti hann sér bil í fram-
haldi af prófinu. Hlaut sá bíll ein
kennisstafina M.B 1. og síðar eign-
aðist hann M.B. 2. Og nú, er hann
er allur, á fjölskylda hans M1 og
M-2. Það hefði verið fjarlægt skap-
höfn Magnúsar, ef þessi happanúm
er hefðu gengið úr eigu hans, enda
hefði engum, er Magnús þekktu
komið til hugar að leita eftir þeim.
Saga Magnúsar Jónassonar, sem
bifreiðastjóra. er ekki venjuleg.
Hún er saga brautryðjanda, sem
varð að brjótast áfram um lélega
vegi og torfærur á bílum sem nú
væru ekki taldir til þess hæfir.
Hún er saga hins úrræðagóða og
duglega manns, sem sá leið þar
sem aðrir sáu ófærur einar, en er
þó fyrst og fremst saga hins
hyggna og aðgætna farsæla bif-
reiðastjóra, er sat undir stýri í
meira en hálfa öld, og ekkert
óhapp henti. Segir það meira en
allt annað, hver Magnús Jónasson
var.
Það má með sanni segja, að
Magnús hafi notið þess trausts í
atvinnurekstri sínum, sem hann
var verður. Sem dæmi um það má
geta þess, að hann og félagar hans
í Bifreiðastöð Borgarness, en þá
stöð stofnaði hann ásamt Friðriki
Þórðarsyni árið 1926, voru fengnir
til að flytja Kristján konung X
og fylgdarlið Alþingishátíðarsum-
arið 1930 úr Hvalfirði að Norðurá.
Allar torfærur á leið hans, þá sem
endranær ,urðu að þoka fyrir úr-
ræðum hans. Traustinu var hann
verðugur.
Dugnaður Magnúsar kom fram
víðar en í atvinnurekstri hans. Ár-
ið 1919 byggði hann sér hús við
aðalgötu Borgarness. Hús, sem er
byggt af framsýni og reisn, er sóm .
ir sér með prýði, þótt hálfa öld eigi <
það að baki, enda hefur viðhald ■
þess og lóðarinnar alla tíð verið í
fullu samræmi við reisn þess og
myndarskap. Ekki hvað sízt er
dugnaður Magnúsar lofsverður,
þegar það er haft í huga, að hann ]
gekk aldrei heill til skógar, þar
sem báðir fætumir voru honum
ekki jafn heilir.
Árið 1933 kvæntist Magnús eft-
irlifandi konu sinni, önnu Agnes-
dóttur, er ættuð er úr Austur
Húnavatnssýslu.
Frú Anna er mikil myndarkona
í sjón og raun. Heimili þeirra
hjóna var I alla staði mjög til fyr
irmyndar um umgengni og gest-
risni. Verk húsmóðurinnar, hvort
sem eru á sviði hússtjórnar eða
handavinnu, eru mjög rómuð, og
í dugnaði og forsjálni voru þau
hjónin mjög samhent. Tvö börn
áttu þau Ánna og Magnús, Skiöld
bifreiðastjóra, og Ingibjörgu, gifta
Vigni Norðdahl, flugmanni, búsett
i Reykjavík. Auk barna þeirra
hjónanna, ólst sonur Önnu, Reyn-
ir, upp hjá þeim ásamt tveim
barnabörnum þeirra, er báru nafn
H