Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 12
MINNINC
Minnzt tveggja
látinna Vatnsnesinga
„Betra er seint en aldrei“, herm
lr fornt spekimál, sem á prýðilega
við um meðfylgjandi, síðborna
minningaþanka um tvo látna sveit-
unga mína og æskunágranna.
Halldór L. Magnússon fæddist
á Vatnshól í Vestur-Húnaþingi 24.
júní 1890, sonur hjónanna Sigur
línu Jónsdóttur og Mdgnúsar Hail
dórssonar, er þar bjuggu lengi. Á
Vatnshóli ólst flalldór upp ásamt
systur sinni, Jónínu, og þar tók
hann svo við búi, að foreldrum
þeirra látnum. Framan af mun
Jónína hafa aðstoðað bróður sinn
við bústörfin, en síðar byggði hún
sér lítinn bæ utan við túnjaðarinn,
þar sem hún átti heima í mörg ár,
unz hún fluttist á elliheimiiið ó
Blöndósi, en þar endaði hún sitt
æviskeið.
Hvorugt þeirra systkinanna gift
ist, en bæði festu þau tryggð við
æskuheimili sitt og hérað. Þar sem
Halldór hafði aðeins fyrir sjáffum
sér að sjá, leigði hann oft góðum
mönnurn afnot af jörðinni og bjó
svo í sambýli við þá. Eftir að Jón
fna hætti að aðstoða hann og fiutt
ist í eigin húsakynni, varð Iíalldór
að jafnaði einn við búverkin, að
undanskilinni þeirri aðstoð, sem
góðviljaðir leiguliðar. hans veittu
honum. Síðar fluttist til hans Guð
rún Ebeneserdóttir, sem þá hafði
nýskeð misst mann sinn, Jósafat
afa síns. Öll er þessi fjölskylda af-
ar samrýmd og forsjá föðurins og
afans var alltaf til staðar, er á
reyndi, en það er þó mest um vert,
að dugnaðinn og myndarskapinn
hafa afkomendur Magnúsar og
Önnu erft í ríkum mæli. Kynni okk
ar Magnúsar Jóna'ssonar hófust
ekki fyrr en ég fluttist i Borgar-
nes fyrir fimmtán árum. Hann var
þá orðinn sextugur en dugnaðar
og lífsorkan slík, sem hjá ungum
væri. Kynni mín af Magnúsi Jón-
assyni voru í alla staði ánægjuleg.
Greiðvikni hans og úrræði, er til
hans var leitað, voru, svo sem áð-
ur er að vikið, með eindæmum.
Tvennt er mér minnisstæðast úr
þeim viðskiptum. Fátt er það, sem
skiptir meiru fyrir þá, er í starfi
sveitastjóra eru, sem ég gegndi í
Börgarnesi í tæp fjórtán ár, en að
innheimta á vegum sveitarfélagsins
gangi vel. Eins og að líkum lætur,
fellur þar margt atvikið til í þeim
viðskiptum, er ekki öll til ein-
tómrar ánægju. Þó ég geti sagt
með sanni, að skilvísi Borgnesinga
á gjöldum sínum til Borgarhrepps
hafi verið með eindæmum góð
þau ár, er ég bar þar ábyrgð á,
þá er það að jafnaði svo til alltaf
skera sig einhverjir úr, bæði til
hins betra og öfugt. Um innheimtu
á hendur Magnúsi Jónassyni þurfti
aldrei að hugsa, hún kom að sjálfu
sér. Hann brást aldrei því trausti,
S3
er til hans var borið, og mætti
með greiðslur sínar með gaman-
yrði á vör. Hitt atvikið sem mér
er minnisstætt frá skiptum mín-
um, sem sveitastjóra, við Magnús
og ekki var minna um vert en hið
fyrra, er frá þeim tíma, er við fór
um að steypa götur í Borgarnesi.
Magnús hafði benzínsölutank frá
Skeljungi h.f. f götugarðinum, sjáv
armegin fyrir framan hús sitt við
Borgarbraut. Með engu móti var
hægt að leggja götuna, svo sem
fyrirhugað var, og nú hún liggur,
nema tankurinn yrði fjarlægður,
og rými var ekki með góðu móti
til að koma honum fyrir það nærri
húsi Magnúsar, að afgreiðsia væri
honum framkvæmanleg.
Því er ekki að neita, að það oili
mér og þeim öðrum, er fyrir verk-
inu stóðu, áihyggjum að leysa þetta
mál, svo vel færi.
Ég tók mig þó til, fór heim til
Magnúsar og sagði erindi mitt.
Svarið, sem ég fékk er mér ógleym
anlegt, en það var á þessa leið. —
„Hafðu ekki áhyggjur af þessu, ég
hef áhuga á að fá götuna steypta.
Nú fæ ég tækifæri til að segja upp
benzinafgreiðslunni, ég er farinn
að hugsa um að gera það. Ég skal
sjá um, að benzíntankurinn og
skúrinn verði íjarlægður ykkur að
kostnaðarlausu, blessaðir drifið
ykkur svo að steypa götuna“.
Skipulagsmál eru oft i senn bæði
dýr og viðkvæm í framkvæmd,
ekki hvað sízt í kauptúnum, þar
sem breytt skipulag rekst oft á
lóðir og mannvirki íbúanna, Því
eru slíkar móttökur, er ég fékk
hjá Magnúsi Jónassyni, vegna
breikkunar á Borgarbrautinni
minnisstæðar.
Ég heimsótti Magnús Jónasson
og frú Önnu um það leyti, er ég
fór til þings s.l. haust. Ileilsa hans
hafði verið með verra móti síðast-
liðið sumar, svo hann sást sjaldn-
ar við að snyrta hús sitt eða í
kringum það en fyrr, eða lagfæra
bifreiðir sínar. — En svo ánægju
lega hafði tekizt til, að heilsan
hafði batnað síðla sumars. — Lífs-
gleðin og hreystin einkenndi allt
tal Magnúsar meðan ég dvaidi hjá
honum, trúin á landið, fólkið og
framtíðina ljómaði í orðum hans
og látbragði. Þessi heimsókn mín
á heimili Önnu og Magnúsar í okt.
s.l. var mér sönn gleðistund, ekki
sízt er mér hún hugleikin, þar
sem þetta urðu síðustu samfundir
okkar Magnúsar. Nú er leiðir
skllja, minnist ég hans persónu-
lega og stuðnings hans vlð sam-
eiginlega lifsskoðun og áhugaQnál
okkar með sérstöku þakklæti og
virðingu. Frú Önnu og börnum
þeirra og öðrum aðstandendum
Magnúsar færum við hjónin inni-
lega samúðarkveðjur.
Halidór E. Sigurðsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR