Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Page 16

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Page 16
Stefán Jónsson námsstjóri Þann 9. desember s. 1. lézt Ihér í borg Stefán Jónsson, fyrrum námsstjóri og skólastjóri í Stykkis- hólmi. Með honum er horfinn mik- ilvirkur og farsæll skólamaður og félagsmálaforingi. Stefán Jónsson fæddist að Snorrastöðum í Kolbeinsstaða hreppi 10. marz 1893, sonur hjón- anna Jóns Guðrnundssonar, bónda þar, og konu hans, Sólveigar Magn úsdóttur. Snorrastaðaheimili hefur verið, frá því að ég fór að fylgj- ast með þar vestra, í fremstu röð í byggðarlaginu, og þeir Snorra- etaðabræður, en svo voru þeir jafn an nefndir, Stefán og bræður hans, allir í forystusveit á sviði félags- imála í héraðinu. Stefán hóf namsoraui sína með námi í Hvtárbakk skóla 18 áva gamall. Þaðm la leftm í Kennara skóla íslands. Kenna.aprófi lauk hann árið 1917 Efíir bað fór hann námsferð til Norðurlandansa 1923 og aftur 1916 Stefán var dugleguv vjð nám, og var sívakandi um að bæta við þekkingu si.na o^ nám. til að hafa meira að mið'.a öðrum. Stefán Jónsso.n hó: starfssöga sína í heimabyggð sinni, en þó er raunverulegt upphaf hennar er hann verður skó'.a'í’ó'í j Stykkis- Ihóimi árið 1919, þá aðeins tuttugu og sex ára að aidri. Ég þekkti nokk uð til í StykKÍshó.mi á síðari hl-uta þess tímabils, er Síefán var þar skólastjóri. Enginn mun verða til þess að draga það i efa að rett er með farið, þegar sagt er að Ste 'án Jónsson hafi reynzt mikilhæfur og farsæll skólastjóri, sem var ekki eingöngu góður stjórnandi heldur engu að síður mikill uppalandi, og leyfi ég mér að halda því fram, að reglusemi og góður námsárangur hafi einkennt barna- og unglinga- skóla Stykkishólms frá stjórnardög um Stefáns til dagsins í dag, enda hefur það lán fylgt þeirri stofnun, að þráður heftir ekki slitnað. þvd að úr röðum kennara skólans hafa Vs skólastjórar komið hver af öðrum, allt góðir stjórnendur. Meðan Stefán var skólastjóri í Stykkishólmi voru reistar þar skóla stofur, sem skólinn býr við enn í dag. Sannar það framsýni hans og fyrirhyggju. Heimavistarhús Gagn fræðaskólans í Stykkishólmi var hins vegar byggt síðar. Eftir 25 ára skólastjórn í Stykk- ishólmi hætti Stefán henni, og gerð ist þá námstjóri á Austurlandi í næstu fjögur ár. Síðar var hann námsstjóri á Mið-Vesturlandi um 8 ára skeið og loks hafði hann verið námsstjóri á Norðurlandi í 9 ár, er hann varð að láta af störf- um fyrir aldurssakir. Af þessu yfir iiti sést, að Stefán hefur komið mjög við sögu skólamála. Alls stað- ar sjást þar merki forystu- og um bótamannsins, sem skyldi þarfir fólksins og hafði löngun og hæfi leika til að verða því að liði. Enda þótt skóla og uppeldismálin verði talin sterkasti þátturinn í starfssögu Stefáns námsstjóra, þá eru fleiri þættir sterkir í þeirri starfssögu. Félagsmálin áttu þar góðan mann að verki, þar sem Stefán var. Hann starfaði í ungmennafélögum. Hann starfaði í stúku með nemend- um sínum i Stykkishólmi. Hann starfaði í átthagafélagi Breiðfirð- inga eftir að hann fluttist til Reykjavikur. AUs staðar var hann til forystu kjörinn, og alls staðar starfaði hann að félagsmálum jafnt og skólamálum af lífi og sál. Mest mun þó starf Stefáns í fé lagsmálum hafa verið á sviði sam- vinnumála. Hann sat í stjórn Kaup- félags Stykkishólms í 20 ár, og þar af var hann í fjögur ár formaður. Saga Kaupíélags Stykkishólms hef ur ekki orðið þeim, er að málum þar hafa staðið og viljað hafa veg þess fyrirtækis sem mestan, til þeirrar ánægju, sem vonazt var til og að var stefnt, en út í það skal ekki farið hér. Hitt orkar ekki tvímælis, ef rétt er metið, að blómaskeið þess fyrirtækis eru þau ár, er Sigurður Steinþórsson var þar kaupfélagsstjóri og Stefán Jóns son sat í stjórn þess. Ýmsir hlutir, er síðan hafa gerzt, hafa leitt í ljós þann sannleika, þó að hann virðist áður hafa verið hulinn, að verzlunarsvæði Kaupfélags Stykkis- hólms, eins og það var, var erfitt, og árangurinn verður að miða við það, þó að þuð væri þá ekKi gert. Það var már Ijóst á stjórnarárum Stefáns og er það ekki síður ljóst nú, að hann vann Kaupfélagi Stykkishólms mikið starf og af ein lægni, enda var ham sannur ^sm- vinnumaður. Síefán tók rnikinn þátt í störfum FramsóknarfloKks ins af áhuga og einlægni. Auk þeir',a þátta úr starfssögu Stefáns, er að framan er getið, er það ótalið, að Stetán var góður ræðumaður og flutti mikið af ræð um og ermdum, m.a. í úlvarp. Hann var eianig vei r'.tfær og vann á því sviði mikið verk bæði fruir- samið og að þýðiugum. Öll sannar starfssaga Stefáns, að þar var að verki vel gefinn dugn aðarmaður, er nýtti starfsdag sinn vel. Stefán Jónsson var geðfelldur maður í útliti og umgengni. Ilann var snyrtimaður hinn mesti, hlýr í viðmóti, ræðinn og skemmtilegur hvar og hvenær sem til hans var náð. Hann hélt vel heilsu sinni og útliti til hinztu stundar og lét ald- urinn ná litlum tökum á sér. Stefán Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Þórð ardóttir kennara á Skeiði í Selár- dal. Þeirra börn eru frú Bjarg hildur, búsett í Reykjavík, og Davíð menntaskólakennari í ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.