Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Page 18

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Page 18
af lifandi áhuga með stormum sinn ar tíðar. Hann vissi að óhæfilegt strit er lamandi fyrir líkama og «61. Þess vegna fagnaði hann sig- . urgöngu vélanna, sem eiga að létta stritinu af manninum. Að vísu hafði stritið ekki náð að lama hann, heldur stælt, en þeir eru færri, sem sliku þr°ki eru gæddir. Ögmundur var sérstaklega heil- brigður maður með jákvæð lífsvið- horf. Hann átti til leiftrandi hú- mor, en húmorinn hefur verið nefndur „blóm mannlegs þroska“. ögmundur var ágætlega músík- alskur, enda gæddur fagurri söng- rödd, sem hann beitti af mýkt og smekkvísi. Það voru fagrar stund- ir sem ekki gleymast, þegar syst- kinin í Hólabrekku söfnuðust kringum orgelið og Ögmundur leiddi sönginn. Því að einmiít í faðmi hinnar stóru fjölskyldu sinn ar mun Ögmundur hafa lifað sín- ar beztu stundir. Hann var ættfað- irinn, sem allir dáðu og leituðu til með vandamál sín, yngri sem eldri. Enda var hann afkomendum sín- um allt í senn: Faðir, félagi og vinur. Á sinni löngu ævi, sem nálgað- ist öldina, hélt hann þeim eigin- leika að laða að sér æskuna og eiga barnabörnin hans og barna- barnabörnin margar ljúfar minn- ingar um afa sinn,- mildan og traustan. Þessar fáu línur eru aðeins hugs aðar sem þakkarkveðja, fátækleg- ur sveigur á kistu þess manns, sem ég hef dáð og virt meir en aðra menn. Á níræðisafmæli hans 24. apríl 1964, flutti ég honum kvæði. Þau erindi úr því, sem ekki eru bund- in deginum, læt ég enda þessar línur: Oott er að minnast góðra drengja, afrenndra íturmenna, þeirra, er hörðum höndum og anda fullveldi heimtu frjálsri þjóð. Bjart var um öðlinga aldar morguns, er harðhugaðir heimtu vorn rétt. Heitt var hjarta, hugsun snjöll, höndin hög, hvass vilji. 18 ÖH vor menning öld þessa stendur á herðum styrkra áa, sem á manndóms miðju skeiði voru brattgengir brautryðjendur. Gott er að una hjá öldungi með æskuhug og aldar vizku. Gott er að hlýða hollum ráðum, hlusta á rök horfins tíma. Stendur stofn sterkur að gerð skekinn af veðrum, skininn af sólu. En í hans skjóU Ungir dafna kjörviðir, — kjarnagróður. Það er bjart yfir minningu ög- mundar í Hólabrekku í hugum vina hans og vandamanna. Megi niðjar hans taka í arf drenglund hans og þrek. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn HaUdórsson. t Við lát Ögmundar Hanssonar er lokið löngum ævidegi. Hann fædd- ist þjóðhátíðarárið 1874 og lézt á 25. ári íslenzka lýðveldisins. MiHi þessara tveggja ártala eru ekki að- eins 95 ár, heldur einnig viðburða- ríkasta tímabil í aUri sögu þjóðar- innar. Helztu áfangar sjálfstæðis- baráttunnar eru á þessu tímabili og svo til aHar verklegar framfar- ir, sem orðið hafa frá landnámstíð. Á þessu árabiU breytist íslenzka þjóðfélagið frá þvi að vera frum- stætt bændaþjóðfélag til þess þjóð félags, sem við nú búum við, þar sem nútíma tækni og vísind'i skipa æ stærri sess. AHt þetta söguríka timabil Hfði Ögmundur og lengst af sem virkur þátttakandi í hinum miklu breytingum og framförum. Ögmundur var fæddur á Hlemmiskeiði á Skeiðum, en flutt- ist ungur með foreldrum sínum að Hurðarbaki í Kjós. Árið 1906 flutt- ist hann til Reykjavíkur og reisti bú sitt að Hólalbrekku á Gríms- staðaholti og bjó þar síðan alla tíð. Hólabrebka var byggð af mikl um myndarskap, eins og hún ber með sér enn í dag og Hólabrekku- heimHið hafði á sér sérstakan menningar- og myndarbrag. Eins og fleiri búendur á Gríms- staðaholtinu hafði Ögmundur tölu- verðan búrekstur framan af ár- um og um nokkurt árabil rak hann einnig verzlun. En aðalat- vinnu sína hafði hann af akstri, fyrst með hestvögnum en síðar með vörubifreiðum. Hann var í hópi þeirra, er fyrstir hófu hér at- vinnurekstur með vörubílum. Vöru bílar í þá daga, fyrir um það bil 50 árum, og vörubflar í dag, eiga fátt sameiginlegt nema nafnið og hið sama er að segja um vegakerf- ið. Það hefur áreiðanlega þurft áræði og stórhug til að festa 'kaup á vörubfl á þeim árum til atvinnu- rekstrar og stjórn á óyfirbyggðum bílum var karlmennskuverk. Með þessum fáu orðum var ekkl ætlunin að segja sögu Ögmundar í Hólabrekku, heldur aðeins að bera fram nokkur þakkarorð að leiðarlokum. Alla mína ævi hefi ég ótt Hólabrekkufólkið að næstu ná- grönnum, kynnin eru því orðin löng, margs^ að minnast og mikið að þakka. Ég held að foreldrar minir og við systkinin hefðum ekkl getað kosið okkur betri nágranna. Hjálpfýsi Ögmundar, hlýlegt við- mót, glettni hans og gamansemi gerðu lífið bjartara og betra. Grímsstaðaholtið er nú horfið 1 hina samfelldu byggð höfuðborg- arinnar, en eitt sinn var hér no'kk- uð sérstæð byggð og samfélag. Þeir, sem settu svip sinn á Holtið, eru nú flestir horfnir, Ögmundur í Hólabrekku er í hópi þeirra síð ustu. Gömlu Holtsbúarnir kveðja hann nú hinztu kveðju með kærri þökk fyrir samfylgdina. Kvæntur var Ögmundur Ingl- björgu Þorsteinsdóttur. Börn þeirra voru 6, tvær dætur og 4 synir. Elzti sonurinn er látinn fyr- ir nokkrum árum. Konu sína missti Ögmundur árið 1943. Dóttir hans, Sigríður, hélt síðan heimilið með honum og annaðist föður sinn af einstakri umhyggju. Hann naut einnig ástúðar annarra barna sinna og tengdabarna og fjölmenns af- komendahóps. Eðvarð Sigurðsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.