Íslendingaþættir Tímans


Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Qupperneq 21

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Qupperneq 21
Eðvald Bóasson hafði m.a. þann elginlei'ka í ríkum mæli, — og þann eiginleika, sem því miður er oft vöntun á hjá íslenzfeuim bænd- um enn þann dag í dag, að hann var mjög natinn og hirðusamur hóndi. Efeki aðeins í allri umgengni inni sem úti við, heildur héft hann einnig nákivæma bú- reikninga — bókhald yfir búgrein- ar 'Sínar og vissi því gerla, hvað gaf h'onum beztan arð hverju sinni. Það var enginn slumpareikningur. — Nei, það var raunveruleigt reibn- ingshald, — fært jafnóðum og hlutirnir gerðust. — Það var bú- reikningafræðsla, sem kom að full- um notum við búrdksturinn í heild. Edv. Boasson, en þannig skrif- aði Eðvald sig í Noregi, var þekkt- ur stórbóndi víðsvegar um landið, og voru margir, sem sóttu dýrmæta búskaparreynslu til hans ekki sízt í hænsna- og svínarækt, sem vorú hans aðalbúgreinar lengst af á bú- garði hans og eru enn þá nú eftir hans dag. Heiimili og búrekstur þeirra hjóna að Daht-nyrðri í Nittedal bar augljóst vitni um vaxandd landbún aðarmenningu í hvívetna. Og þó að Eðvald hafi ekfci hlotnazt sá æsku- draumur að leggja hönd á plóg ís- lenzkrar ræktunarþróunar, þá má fullyrða að liann var landi sínu og þjóð til fyrirmyndar og sóma hjá frændum okkar Norðmönnum. Hans elja og ræktarsemi við góðan mátstað landbúnaðarins hefði ætíð orðið honum til virðingar og þar nreð landi ofckar og þjóð eins og hans ósk var heitust, hvar svo sem starfsvettvanigur hans hefði orðið. Eðvald Bóasson var því góður fulltrúi föðurlandsins, efcki aðeins 1 orðum heldur mikið fremur 1 veifcum, — þess ber hezt vitni „höfuðbólið“, er hann skilar til næsta ættliðs á Dahl 1 S.-Nittedal, bændabýlið sem hefur talizt tii fyr- irmyndar meðal norsfcs búskapar og víðar um lönd.' Þeirn hjónum, Eðvatd og Signe, en hún lézt 1965, varð þriggja sona auðið, sem allir eru fcvœntlr fjöliskyldumenn í heimalandi sínu. Elztur er Snord, tæknifræðing- ur, f. 25. sept. 1920, þá Tryggvi, skipamiðlari f. 8. marz 1922 og yngstur er Eðvald Bóasson, f. 28. jan. 1927. Hefur hann tekið við búrekstri foreldra sinna fyrir nokkrum árum og hioxifir vel með búskaparhæfil'eika hans svo ekki sé meira sagt. Aðeins einu sinni htotnaðist Eð- vald Bóassyni að heimsækja föður- Iand sitt, íslaud frá því hann fór tit mennta þaðan 1913. Hann kom ásarnt konu sinni og elzta syni hingað til lands sumarið 1948. Það var hrærður maður i hjarta sínu en glaður ferðalangur, sem þá var á ferð um bernskusveitir sín- ar. Vera hans í „Grine“-fangabúð- um „Kvislinga“ í síðasta stríði höfðu leikið hann hart, fremur heilsutæpan manninn. En því Fædd 8. október 1916. Dáin 29. septcniber 1969. Kveðja frá Karlakór Akureyrar. Nú læðist húm yfir landið og laufin af bjöifcunum falla. Loftið er lævi blandið, Ijósu sumri að halla. Því brátt er í vændum vetur, þiá vötnin og lindirnar frjósa. Hroll mér að hjarta setur í heimi hliknaðra rósa. 1 brjósti mér brostinn er strengur, það bifast af djúpsárum trega. Sólin ei laugar lengur landið mitt yndislega. Páll Helgason. meira gladdist hann yfir frelsi okk- ar hér heima og þeim mi'klu fram- förum, er orðið höfðu á öltum svið- um í fjarveru hans. „Bara að ég hefði nú gert eitt- hvað af þessu“, — sagði hann. En við sem þefektum til áræðis og framkvæmda Eðvalds Bóasson- ar, vitum svo sannarlega, að hann vann landi sínu og þjóð trúverðug- lega sem góður drengur og sannur sonur í frámandi landi. Blessuð sé minning hans. E.B. Malmquist. SÖNGKONA INGIBJÖRG STEINGRÍMSDÚTTIR ÍSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.