Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Page 22

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Page 22
MINNING SR. EGGERT ÓLAFSSON PRÓFASTUR Fæddur 24. nóv. 1926 Dáinn 10. des. 1969 Séra Eggert prófastur á Kvenna- brekku var kvaddur hinztu kveðju 19. des. aðeins 43 ára, að aldri. Sár astur er viðskilnaðurinn ástvina- hópnum stóra, en við skólafélag arnir og allir þeir, sem nutu þjón ustu hans og vináttu erum harmi lostnir. Við vorum sífellt að vona, að hann væri að ná fyrri styrk eftir mikið áfall, sem hann hlaut í bifreiðaslysi fyrir nokkrum ár- um. Nú hefur sú von brugðizt. Frá- fall hans kemur sem reiðarslag, þvi hann leyndi okkur líðan sinni imeð því að sinna öllum skyldu störfunum af sömu árvekni og karlmennsku og fyrr. Hann var mikið hraustmenni i sjón og raun, og því var það andstætt eðli hans að hlífa sér við störfin meðan verk var að vinna, þótt hann tæki ekki á heilum sér. Með sr. Eggert á Þjóðkirkja fs- lands á bak að sjá einum síðasta fulltrúa rveitapresta, sem jafn- framt erfiðri þjónustu hafði á hendi umsvifamikinn búrekstur. Þegar á háskólaárum mátti heyra að hann hreifst af þeim aldamóta prestum, sem sátu jarðirnar með sæmd, voru hinir mestu framfara- menn í uppbyggingu sveitanna og bættu með því stórum kjör sókn- arbarna sinna. Sjálfsagt hefur hann þegar ásett sér að reyna að feta í fótspor þessara dyggu þjóna, þegár hann fékk veitingu fyrir embættinu vestur í Dölum að prófi loknu árið 1952. Þá fluvtist hann úr foreldrahúsum af Skólavörðu- stígnum, bar sem hann var uppal- inn og vTia’Sí hvergi fyrir sér erfið leika fr”'Tv’v'->'dingsins i sveitinni enda haf*: hann þá begar valið sér míkilv'r'ran lífsförunaut, sem reyndist manni sínum samboðin í atorku og dugnaði. Skemmst er frá þvi að segja, að "»2 sr. Eggert reyndist hinum gömlu embœttisbræðrum fullkominn jafnoki að öllu atgerfi í störfum fyrir kirkjuna, sóknina og heimil ið. Hann vann hörðum höndum með bamahópnum að bústörfun- um og gerðist traustur liðsmaður í félagsmálum sveitunganna. En þau störf færðu hann nær þeim og auðvelduðu honum prestþjón ustuna fyrir þau. Okkur búhokrurunum 1 presta- stétt var hann þarfur fræðari um búskaparmál og tamningu hrossa, en mestur fræðari var hann þó með þyi að sanna okkur það sem við áttum að vita, að þeir sveita prestar, sem stunda sömu störf og sóknarbörnin, eiga greiðari leið að hjörtum þeirra en aðrir. Með því að gerast stéttarbróðir sóknar- barna sinna skilur presturinn bet ur aðstöðu þeirra og þarfir. Hann situr að sama borði og þau en slikt eykur á gagnkvæmt traust. Prófasturinn á Kvennabrekku var höfðingi I beztu merkingu þess orðs, án allrar sýndarmennsku og ofríkis. Heimilið var gestrisið og veitult og húsbóndinn gaf hverj um sem að garði bar stund til við- ræðna, glaður og ljúfur. Hann hafði óvenrjulega hæfileika til þess að vinna traust manna, áttaði sig fljótt á vandamálum þeirra og veitti þeim úppörvun. Þessir eíginleikar hans fcomu einnig skýit fram á fundum með prestum og öðrum starfsmönnum kirkjunnar. Þar smitaði hann aðra tneð leiftrandi gleði sinni, var óvenju hreinskilinn og hreinskipt inn í málflutningi og svo skiln- ingsríkur og umtalsfrómur að ein- stakt mátti heita, Vantaði hann á fund, voru þeir daufari en annars, og kæmi hann i seinna lagi, mátti sjá gleðina lýsa af andlitum fund armanna við komu hans. Það er dapurlegt að þurfa að kveðja slíkan mann á bezta aldri og vita hann horfinn úr hópnum flrá blómlegu starfi, en jafnframt er sælt að vita að í hvert skipti sem við minnumst hans, þá mun lýsa af andlitum okkar. Við hjónin sendum Ingibjörgu, barnahópnum og öldruðum foreldr um, sem hafa mátt þola tíðan ástvinamissi, hjartanlegar samúðar kveðjur og biðjum guð að þau fái að finna nú, að styrkur trúarinn- ar sannprófast á reynslustundun um. „Guð koml sjálfur nú með náð, nú sjái Guð mitt efni og ráð. Nú er mér, Jesú, þörf á þér, þér hef ég treyst í heimi hér“. 19.12.‘69. Árni Pálsson. Kveðja frá Lionsfélögum í Dölum. Nú, þegar sr. Eggert Ólafsson, prófastur á Kvennabrekku, er kvaddur hinztu kveðju, viljum við félagar hans f Lionsklúbbi Búðar dals minnast hins góða félaga okk ar. Sr. Eggert tók mikinn þátt í félagsmálum í héraði og var einn af stofnendum klúbbs okkar og stóð þar jafnan í fylkingarbrjósti. Hann var ætíð fús til stuðnings við öll góð málefni, úrræðagóður og hugmyndaríkur, og hrókur alls fagnaðar á samkomum og i vina- hópi. Okkur var kunnugt um, að hann átti við vanheilsu að stríða nú í seinni tið, en áttum ekki von á. að hann yrði svo skyndilega á brott kallaður. Það er þvi sár harmur vandamönnum og vinum, þegar slíkur maður er kallaður burt í blóma lífsins. Það skarð. sem orð ið hefur f félagi okkar, er vand- fyllt. Við sendum eiginkonu hans, börnum, foreldrum og öðrum að standendum innilegar samúðar- kveðjur. Lfonsfélagar f Dölum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR J

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.