Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 23

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 23
MINNING Stúdentsbræður kvaddir: Sr. Eggert Óiafsson og Guðmundur Magnússon Memento mori — mundu að' þú átt að deyja. Þetta mikla dómsorð hefur leitað mjög á hugann eftir að tveir félagar úr stúdentshópn um frá M.R. 1947 féllu með fárra daga millibili. Báðir féllu mitt í önn dagsins, fullir starfsgleði við þjóðþörf störf. Hví varð starfsdagur þeirra ekki lengri? Hvers vegna fengu fjöl- skyldur þeirra og vinir ekki að njóta samvista við þá lengur? Slíkum spurningum fæst ekki svarað og engum rökum verður komið að. í huganum verður hins vegar áleitnari en áður sú vissa, sem öllum mönnum er sameig- inleg, að hvert það líf, sem vakn- ar á eftir að deyja. Á skilnaðarstund sækja einnig á hugann minningar frá liðnum samvistarstundum, einkum þegar Ijúfra er að minnast. Fyrst minnist ég sr. Eggerts, að orð fór af honum fyrir að vera öðrum skólafélögum sínum í Gagn fræðaskóla Reyjkjavíkur snjallari i jakahlaupi á Tjörninni. Sú íþrótt var stunduð, hvenær sem færi gafst. Eggert hlaut virðingartitil inn „Kapteinninn“ meðal skólafé- iaga sinna fyrir fimi sína og áræði í þessum leik. Leiðir okkar lágu saman i M.R. Þar og síðar i starfi urðu kynni okkar náin. Sr. Eggert var farsæll námsmað nr, einkum góður tungumálamað- ur. Eftir stúdentspróf hóf hann fljót lega nám i guðfræði og gerðist strax að því loknu sóknarprestur að Kvennabrekku í Dölum. Hann kom að Kvennbarekku firrtur veraldlegum auði, en með góða konu, Ingibjörgu Sigurðar- dóttur, og börn á móðurarmi. Að Kvennabrekku starfaði hann til efsta dags, studdur starfi konu sinnar og barna, þegar þau uxu úr grasi. Auk kennimannsstarfsins vann sr. Eggert hörðum höndum að bú- störfum. Hann varð stritmaður akursins, sem átti jafnt og sóknarbörn hans sitt undir sól og regni. Lófi handar hans varð hrjúfur og sigggróinn, en handtakið var styrkt og traustvekjandi. Sr. Eggert vann mikil fram- kvæmdastörf að Kvennabrekku. Hann fullgerði íbúðarhús, reisti góðan útihúsakost, fegraði og bætti staðinn á alla lund. Ræktun _ mun hafa tífaidazt að flatarmáli í ábúðartíð hans. Sr. Eggert varð hrossaríkur og mikill hestamaður. Engan hest vissi ég svo harðaa eða hrekkjóttann, að sr. Eggert næði ekki samkomuia’! við hann. Fyrir nokkrum árum lét hann eitt sinn á sumardegi börn sín reka saman reiðhestakost heimilisins til að sýna mér. Voru það 21 hestur á járnum. Sr. Eggert fór gjarnan á sumrum þegar færi gafst frá starfsskyld- um, til fjalla á hestum með vin- um og félögum. Ég er einn í þeim liópi, sem varð þess aðnjótandi. Á minning ar með sr. Eggert, i sumardal í hópi góðra vina, glampar sem dýra perlu í safni minninganna. Sr. Eggert var eftirsóttur félagi og styrkur félagsmálamaður. Mun hann hafa unnið mikið og gott starf með Dalamönnum á því sviði. Vinsældir hans urðu miklar. Guðmundur Magnússon vakti strax i 1. bekk Menntaskóla á sér athygli kennara og nemenda fyrir ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.