Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Qupperneq 27
KRISTÓFER GRÍMSSON
FRÁ SKEIÐFLÖT
Fæddur 12. apríl 1893.
Dáinn 13. nóvember 1969.
„Hann Kristófer er dáinn“,
þessi harmafregn barst mér að
kvöldi dánardægurs hans,
og ég vissi að hún var óum'breyt-
anleg staðreynd, samt fannst mér
hún óraunveruleg og það finnst
mér raunar enn, er ég skrifa þessi
flátæklegu orð. Ég vissi að Krístó-
fer dvaldi á sjúkrahúsi af völdum
sjúkdóms er í byrjun gekk mjög
nærri lifi hans, en nú höfðu bata-
horfur verið góðar um sinn, og
við þær batt ég ósjálfrátt ugglaus-
ar vonir um endurfundi, hérna
megin, að sumri og að þess sumar
auka sem koma hans hingað aust-
ur hefur verið mér og mínum á
liðnum árum mætti enn vænta.
Þær vonir hafa brugðizt en ein-
hvernveginn þrátt fyrir það, býr
Kristófer nú látinn í huga mínuna
eins og hann gerði í lifanda lífi:
svipprúður og bjartur, fuUhugi og.
fulltrúi ljóss og lífs, víðsfjarri gröf
og dauða.
Frá því fyrst að ég man Kristó-.
fer þótti mér meiri birta yfir hon-
um en öðrum mönnum, yfirbragð
ið og röddin átti e.t.v. upphaflega
nokkurn þátt í því, en við frekari
kynni af manninum varð mér ljóst,
að birtugjafinn var innræti hans,
hjartalag, hugsanir og hugsjónir
er var svo trútt göfgi sinni eða
vökulli betri vitund að aldrei bar
skugga á, að því ég bezt veit.
Sem bóndi og jarðræktarráðu-
nautur vann Kristófer lengstan
hluta starfsævinnar, oftast hörð-
um höndum og langan og strang-
an vinnudag, að ég hygg, en þeim
þætti lífs hans eru þó aðrir en ég
kunnugri, en þeir, sem lengst nutu
starfskrafta hans og atorku að
ræktunarmálum og framkvæmd
um, hafa gert skil og vitnað um
ágæti þess, að vonum, og vel sé
þeim. Starf Kristófers að ræktun-
armálum var vissulega ekki í hans
huga neitt þurt brauðstrit, ég
heyrði hann aldrei nefna laun sín,
hugsjónin að bæta græða og klæða
Jandið var þar bæði í bak og fyrir.
Oftast er við ræddum þau mál var
horft fram, hvað gera þurfti og
gera mœtti til að auka og tryggja
irœktun og byggð í sveitum lands-
ins, létta starfið og kjörin þar og
auðga félagslíf, menningu og
menntir, slíkt var honum alltaf
hugleikið umræðuefni. Hann hafði
rún samhent um að styðja börn
sín og síðar tengdabörn með ráð
um og dáð, svo lengi sem kraftar
hans leyfðu.
Kristján frá Eiði kynntist ungur
kröppum kjörum. Honum tókst
með dugnaði að sigrast á erfiðleik-
um þeirrar fátæktar, er hann
þekkti vel í bernsku og æsku.
Hann fór leiðina frá fátækt til
bjargálna á enda, og naut þeirra
sigurlauna, að sjá sér og sínum
Vel farborða á lífsleiðinni. En hann
mundi upphaf sitt, og skipaði sér
í lið með þeim, er miður máttu
sín í lífsbaráttunni. Mun Kristjáni
hafa verið það lagið, að láta slíka
aðstoð í té án auglýsingar.
Ævisaga Kristjáns Jónssonar frá
Eiði er saga þeirrar kynslóðar, er
fæddist í upphafi þessarar aldar.
Fæddist að því er þá varð séð til
fátæktar og úrræðaleysis, en tókst
með dugnaði og þrautseigju að
verða virkur þátttakandi í mesta
framfaraskeiði íslenzku þjóðarinn-
ar. Ein skýringin á þeirri sögu er,
að í þessari kynslóð var mikið af
þvl liði, sem vann verk sitt með
dugnaði og samvizkusemi, svo sem
Kristján Jónsson, fyrrum bóndi á
Eiði, leysti sitt hlutverk af hendi
á lífsleiðinni.
Blessuð sé minning hans.
Halldór E. Sigurðsson.
þar líka margt til mála að leggja
og að mínu viti væri flest það,
þeim sem á annað borð unna sveit-
unum enn nokkurrar framtíðar
sæmd að vinna að, bæði fljótt og
veL
Orðræður okkar Kristófers um
þessar og aðrar hugsjónir hans
verða ekki frekar raktar hér, en
æ gáfu þær mér gott veganesti og
urðu mér ný og ný sönnun þess
að hjá Kristófer átti eigingirnin
ekki sjö dagana sæla, hún á það
aldrei þar sem hugsað er „ekki
í árum en öldum“.
í félagsmálahyggju Kristófers
var engin klíkusmíð, hún var
bæði víðfeðm og djúp og opin
til allra átta, náði til alls mann-
kyns með það að markmiði að
leysa af því fjötra skilningsleysis,
rangsleitni og kúgunar og hefja
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
27