Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 28

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 28
til valda í heimi hér frið og rétt- læti svo að lokum megi með sanni segja um mannkyn allt: Samerf- ingjar jarðar. Honum ofbauð ekki fjarJægð þessa markmiðs, hann sótti að því. Hann lagði í það stór virki á seinni hluta starfsævinnar í knöppum og stopulum tómstund- um að læra alþjóðamálið Esper- anto og að loknu ævistarfi skipar hann sér í framlínu fámennrar sveitar esperantista hér, er vissu lega á sinn hátt sækja að þessu háleita fjarlæga markmiði. Mýrdalnum, æskubyggð sinni unni Kristófer fölskvalaust alla tíð, batt þar ævilangt tryggð og vin- áttu við fólk og land. Aldrei heyrði ég hann orða að hér hefði hann helzt kosið að eyða starfsdegi og kröftum, en mér býður í grun að honum hafi verið það álög þung að verða vegna lífsafkomu og launa að flytjast burtu héðan. Hafi svo verið, þá voru það vissulega ill örlög þessari sveit að hún fékk eigi notið starfskrafta þessa hug- umstóra drenglundaða sonar síns. Kristófer, kæri vinur, við glugga mínum og auga blasir Hlíðin þín, ekki nemur augað lengur stjörn- una, vonarstjömu friðflytjandans sem þú skópst þar í sumar, fölvi vetrar hefur séð fyrir því um sinn. Skógarlundurinn upp í Svínhól er dökkur til að sjá en bryddur snævi. Ég minnist þess að þar unnum við saman í sumar og veit nú að það var í seinasta sinn. Hafir þú þá búið yfir banagrun lézt þú ekki uppvaxandann gjalda þess, því að enn vannst þú þar eins og ungur maður, er eigi lætur sér hlífa við átök og erfiði — unnið svo til stanzlaust með odi og eggju, enn var þá eldlegur áhugi þinn hvað sem öðru leið. Huggunar bið ég Guðnýju þinni og ástvinum þínum öllum við auða sætið þitt. Þér flyt ég hjartans kveðju átthaganna, kveðju mina og minna og þökk. Gunnar Stefánsson. f Helja reiddi höggið þunga hitti þig í starfi glaðan. Þróttur brast — og þögnuð tunga, þannig breytist mannlífs staðan. Féllstu hlaðinn hugðarmálum, himinbornum ieiftursýnum. Leiðarmerki í lífsins álum lýstu fyrlr sjónum þínum. Gróðri andans — Gróðri Jarðar gafstu alla krafta þína. Handa þinna vígðir varðar, víða hér um byggðir skina. Löngum varstu í lyndi glaður, léttum hreyfðir gaman málum. Lífs og starfa Landnámsmaður, lagðir grunn að friðarmálum. Allt hið bjarta, háa, hreina, hugur þinn og málfar leiddi. — Kjarni þinna gáfna greina. Gjalli úr lífsins málmum eyddi. Lærdómsþorsta barstu í blóði, beindir för um akra sána. Þar sem axið gullna glóði, glófext undir Sól og Mána. Líf út springa, loftin blána, Mfið allt í himin gleði. Hvar sem sástu Jaufblað liggja lúð og velkt á mannlífs akri. Vildurðu að þess högum hyggja hlúa því af elju stakri. Vegfarendum vildir greiða, vegu fram — á göngu sinni. Loftið tæra hugans heiða hafðirðu með í Skreppu þinni. Við munum aftur hittast heilir himinlindir Þorsta svala. Ekki hálfir eða veilir Englamál við blómin hjala. Þar mun allífs mál og myndir mótað allt af Guðdóms snilli opnast sýn — og engir blindir anda friði þjóða milli. Hafðu þakkir allra okkar ektamaka, barna og vina. Samstarfenda — fjölda flokkar farna þakka samleiðina. Frímann Einarsson. Eflaust sérðu akra sána, ungur þegar ríst af beði. SJOTUG: KARÚLÍNA KRISTJÁNSDÚTTIR Víghólsstöðum Karólina fæddist að Kverngrjóti í Saurbæ 10. okt. 1899, dóttir hjónanna Hólmfríðar Benjamíns- dóttur og Kristjáns Benjamínsson ar frá Hróbjargarstöðum í Hnappa dal, bróðir Guðmundar á Grund og þeirra systkina. Hólmfríður var sonardóttir Bólu-Hjálmars, enda brá henni í þá ætt með margt, vel gefin og hagorð, og mun svo vera um marga afkomendur hennar, þótt ekki sé því flíkað eða skáldalaun þegin. Karólína fluttist ung með for- eldrum sínum og systkinum að Stóra Múla í Saurbæ og ólst þar upp. Alls voru systkinin 7. Á lífi eru aðeins tvö, Karólína og Bene- dikt, bóndi á Ármúla í Saurbæ. Hin voru: Margrét, átti Jón Helga- son í Litla-Saurbæ Ölfusi, Björg, bústýra hjá Kristjáni Markússyni frá Belgsdal, Anna Ragna, dó ógift, Herdís Andrea, dó um tvítugt, og hálfbróðir þeirra, Hjálmar Jakobs- 28 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.