Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Qupperneq 3
gefinn, svo sem liann átti kyn til, snyrtimenni í framkomu og elju- maSur svo af bar. Félagsmaður góður og söngmaður ágætur. Hann las mikið af blöðum og bókum, þegar timi vannst til frá búsýslu og önnum dagsins. Skoðanir hans og félagsleg þáttaka mótaðist fyrst og fremst af félagshreyfingum aldamótaáranna. Hann var meðal beztu stuðningsmanna góðtempl- arastúkunnar Sigyn, enda bindind- ismaður allt sitt líf, Hann var einn af stofnendum Ungmennafélags Meðallendinga og léði því lið öll árin, sem hann var í Meðalland- inu. Hann tók mikinn þátt í fund- arstörfum þess, en á fundum fé- lagsins voru rædd mál, stundum af kappi, sem viðkomu framtíðar- verkefnum í búskaparháttum Með- allendinga. Margt af því, sem þar var rætt um, er nú orðið að veru- leika. Vist er að þetta litla félag var mörgum fyrsti skólinn í fé- lagslegri þáttöku. Markús vann að eflingu lestrar- félags sveitarinnar, sem átti mikið af góðum bókum, enda mikið lesn- ar. Um nokkurt skeið var hann bókavörður safnsins. Hann átti fastmótaðar skoðanir í félagsmál- um bænda, fylgdi þeim fast að málum, sem unnu að uppbyggingu Kaupfélags Skaftfellinga og Slátur félags Suðurlands, og fylgdi stefnu samvinnumanna sem hugsjón, og fór þar ekki dult með skoðanir sín ar. Hann var einn af föstum söng- mönnum Langholtskirkju, sem og aðrir bræður hans. Mér hefur oft fundizt, er ég minnist söngs hans, að hann hafi öðrum fremur sung- ið af innri þörf, en ekki til þess eins að fylla upp í sjálfsagðan þátt messunnar. Hann var einn af þeim, sem lagði hug sinn og hjarta í sönginn, þar sem hann vildi láta í ljósi gleði sína yfir að mega syngja Guði sínum lof á helgum stað, en hann var mikill trúmaður þótt hann hafi sennilega sjaldan rætt um þau mál. Meðan þau hjónin bjuggu að Rofabæ rækti hann fastar heimil- isvenjur með húslestrum á kvöld- um og helgidögum. Veit ég að þeirra stunda er nú minnzt með sérstöku þakklæti af hans nánustu. Á kvöldvökum las hann upphátt heilar bækur og ræddi um efnið við konu sína og börn. Mér kem- ur nú í hug sérstætt atvik í Prest- bakkakirkju fyrir nær 20 árum síð an. Hópur kennara úr Melaskólan- um í Reykjavík var staddur á Kirkjubæjarklaustri. Ferðinni var m.a. heitið að Prestbakka, en með í förinni var Jón ísleifsson kennari og söngstjóri. Markús slóst með 1 förina. Gengið var í kirkju. Söng- stjórinn sezt við orgelið og sungn- ir voru nokkrir sálmar, einmitt þeir, sem oftast voru sungnir við messugjörð í Langholtskirkju í tíð Markúsar. Meðal þeirra var sálm- urinn Þín miskunn, ó, Guð. En þeg ar sá sálmur var sunginn var eins og sérstök birta færi um svip Mark úsar og engu líkara en hann ætti þarna stund einhvers konar opin- berunar, sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Mér hefur stundum dottið í hug, að þarna hafi átt sér stað, það sem kannski mætti túlka með orðinu hugljómun. Eftir þessu tóku margir við- staddir. Markús var æðrulaus mað- ur, þrautseigur svo af bar. -Hann var fátækur maður allt sitt líf, þótt bjargálna teldist. En oft varð hann að gæta hagsýni og leggja hart að sér með aðdrætti fyrir heimili sitt. Síðla vetrar, líklega 1935, fór hann til fiskjar út í Mýrdal, og hafði aðeins einn hest. Hann afl- aði nægs fiskjar á hestinn, en varð að ganga austur. Svo vildi til að nóttina áður en hann fór heim snjóaði mikið á Mýrdalssandi, en hann lagði á sandinn þótt ófærð væri með klifjaðan hestinn. Þegar austur á sandinn kom var snjór- inn það mikill, að Markús varð að troða snjóinn undan hestinum alla leiðina austur í sæluhús, en þar skildi hann hestinn eftir en gekk áfram að Hraunbæ. En hvað tók þetta langan tíma? 36 stundir, — segi og skrifa 36 stundir. Nokkr- um árum síðar færði sonur hans þetta í tal við hann, og spurði hann hvort hann hefði ekki verið hræddur um sig og hestinn allan þennan langa tíma. „Nei ég var ekki hræddur, því ég var aldrei einn“. Hann var dulsýnn, eða eins og sumir vildu fremur segja: að hann sá fyrir ókomna atburði. Þannig mun mega segja, að hann hafi bjargað syni sínum, Óskari, frá því að lenda í sjóslysinu í Vík 6. marz 1941, en þá drukknuðu þar 6 Skaftfellingar. Snyrtilegri umgengni þeirra hjóna utan húss sem innan var viðbrugðið á Rofabæ. Þetta setti svip sinn á litla búið og þröng húsakynni þeirra. Hann gerði fyrst og fremst kröfur til sín sjálfs, trú- mennsku í starfi, vandaður til orða og umgengni við samferða- mennina og málleysingjana, sem honum var falið að annast, eða sem hann átti sjálfur, meðan hann bjó á Rofabæ. Jarðvist þessa hógværa merkis- manns er lokið. Síðustu stundirn- ar naut hann hlýju sinna nánustu og þeirrar umönnunar, sem þeir gátu veitt. Þróttur hans var lam- aður en handtakið hlýtt, er hann reyndi að láta í ljósi kveðjur sín- ar og þakkir. í dag, 15. maí, verður hann jarð- settur í Langholtskirkjugarði, hlýja moldu þeirrar sveitar, er hann unni öðrum sveitum fremur, og þar sem hann hafði sjálfur kos- ið sér legstað. Við, sem þekktum hann í starfi, minntumst hans með virðingu og hlýrri þökk, og blessum minning- ar hans frá liðnum árum. 15. maí 1971, Ingim. Ólafsson. BJÖRN MARKÚSSON Framhald af bls. 25 saman á Landakotsspítalanum í Reykjavík í febrúar og marz, vet- urinn 1970 er við lágum þar báðir sjúklingar, og þó að hann væri þá mikið lamaður í annari hliðinni, var lífsfjörið enn hið sama. Og síð- ast, er ég kom til hans, var hann farinn að ferðast um í hjólastól, fullur brennandi áhuga á því að öðlast fullan bata, svo hann gæti á ný farið að gera eitthvað að gagni. En sú von átti því miður ekki eftir að verða að veruleika nema skamma stund. Og nú, þegar Björn er horfinn, veit ég, að allir þeir, er honum kynntust og nutu samvista hans, munu minnast hans með söknuði og þakkar hug, á sama hátt og hann mundi allt vel er fyrir hann var gert um dagana, en það fannst honum hann aldrei geta greitt eða fullþakkað og mundi það allt frá því, að hann var barn að aldri. Blessuð sé minning hans. Hrólfur Kristbjörnsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.