Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Síða 4
MINNING MÁLFRlÐUR GÍSLADÓTTIR F. 31. marz 1915. D. 10. sept. 1970. Til moldar var borin, 25. sept. 1970, Málfríður Gísladóttir, Gógó, eins og við kölluðum hana. Hún fæddist á Bræðraminni, Bíldudal, 31.3. 1915 og var næst yngst 6 systkina. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Ólafsdóttur og Gísla Jóns- sonar. Föður sinn missti hún 11 ára og ólst upp hjá móður sinni eftir það. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Jens Víborg, giftist hún 14.9. 1940 og var því nærri búin að vera 30 ár í hjónabandi er hún lézt. Þau eignuðust þrjá syni: Ómar, 29 ára, Ikvæntan Unni Kristjánsdóttur og tvíburana Gísla, kvæntan Þórunni Elsabetu Stefánsdóttur, og Ólaf, ókvæntan, tvítuga. Árið 1948 fluttu þau hingað suð- ur til Reykjavkur og hafa átt heima í Barmahlíð 36 æ síðan. í fyrra gekk Gógó undir mik- inn nýrnauppskurð og tókst hann giftusamlega. Þann sjúkdm hafði hún gengið með í mörg ár. Núna hafði hún aðeins kennt sér meins í rúmar tvær vikur. Gógó var afskaplega góð og hjartahlý kona. Ég hef þekkt hana í 15 ár og hún hefur verið mér mjög góð og mér Jinnst sárt að sjá á bak svo góðri konu. Gógó var ein af þeim, sem vildi öllum mönn- um vel. Fátt eða ekkert illt beit á hana og hún sagði jafnan: Við skul um lofa honum eða henni, að ja-fna sig. Eitt af því, sem einkenndi Gógó, var starfsorka og vinnugleði. Til sanninda um þá miklu starfs- löngun, sem hún hafði, má geta þess, að eftir þá miklu aðgerð, sem hún gekk undir fyrir ári, gat hún ekki unað sér tilskilinnar hvíldar, eins og henni var ráðlagt, heldur byrjaði hún strax að starfa, þegar henni fannst hún vera manneslkja til þess og var það stuttu á eftir. Já, það má segja, að hún lægi aldrei á liði sínu. Hvár sem hún kom og henni fannst þurfa hjálpar við, gat hún aldrei séð án þess að grípa til hendi. Hennar mottó í lífinu var að starfa. Og aldrei var hún ánægðari en þegar hún gat rétt öðrum hjálparhönd. Nú, þegar Gógó er horfin af sjónarsviðinu, þá veit ég, að það eru margir, sem þakka henni fyr- ir hjálpsemi og fómfýsi í þeirra garð, þvf að hún var einstaklega vinamörg. Ef sagt var við hana: Gógó mín, þú vinnur of mikið, var ævinlega svar hennar: Ég vinn á meðan ég stend. Og það gerði hún svo sannarlega. Ættingjar, vinir og kunningjar horfa nú í stórt skarð, sem seint mun verða fyllt. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga.. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Ég votta ættingjum hennar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Vinkona. Elsku Góigó mín. Aðeins nokkrar línur að skiln- aði. Mig langar að þakka þér fyrir allt, sem þú varst mér og gerðir fyrir mdg, því þú varst mér mikið meira en frænka. Ég á bágt með að trúa því, að þú sért horfin sjón- um okkar, en minning þín lif>r í hjörtum ökkar. Minning um góða konu. Það hefði enginn getað sann- fært mig um að þú myndir verða dáin svo stuttu eftir að þú talaðir við mig hjá ömmu og afa og minntist á það, að svo kænvrðu inn eftir til okkar. En þetta er víst vegurinn okkar allra, Gógó mín. Allir, sem þig þekktu, eru nú hljóð ir og í senn hryggir, því að þeir horfa í stórt skarð, sem seint mun verða fyllt. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Þegar þú varst skorin upp stóra skurðinum í fyrra, var það öðru vísi en núna. Ég veit að þú fmnst til og varst búin að finna til í nokkra daga, en núna, því he'ði enginn trúað fyrirfram. Núna var þinn tími kominn, þinni göngu lokið hérna á meðal okkar. Ég veit, að þú ert nú í hópi 'T vina og vandamanna, en aðeins í öðrum og æðri heimi. Ég segi því aðeins: Góða ferð og líði þér alltaf sem bezt, Gógó mín. Það er sárt að sjá á bak þér núna, og þó að ég og aðrir sakni þín mikið, verða dásamlegir endurfundir þegar okkar tími kemur. Drottinn gefðu dánum ró, en hinum líkn, sem lifa. Blessuð sé minning þín. Systurdóttir. t SY STKINAKVEÐ JA. En hvað hér oft í heimi atburðir gerast fljótt. Blíður^og bjartur dagur breytist í kalda nótt. Óvænt mig yfir þyrmdi andlát þitt, systir góð. Læt ég nú hrelldan huga hjala þér kveðjuljóð. 4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.