Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Side 6

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Side 6
NING SIGURJON OLAFSSON BRANDSTÖÐUM Þó að Sigurjón á Brandsstöðum væri enn á léttu skeiði, sé áratal- an ein lögð til grundvallar við ákvörðun um aldur manna, verður að játast, að vinir hans og sam ferðamenn höfðu alið um ára- bil þann ugg í brjósti, að leiðaskila yrði ekki langt að bíða. Þessi lífs- glaði og drenglyndi garpur var að- eins fjörutíu og tveggja ára hrifinn á sviplegan hátt frá draumum og önnum síns ágæta heimilis úr röð- um starfsbræðra sinna og félaga, frá öllum, sem áttu hann að vini, og lagður á sjúkrabeð sem öryrki. Þótt hann óneitanlega næði nokkr um bata, varð hann eftir það áfall aðeins skuggi þess dugmikla drengskaparmanns, sem allir kusu sér til fylgdar, er reynt höfðu hug- rekki hans og úrræði. Hann lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 13. jan. eftir stutta dvöl þar í það sinn. En þangað átti hann mörg erindi ár- um saman, þótt ekki dygðu þær ferðir honum til þess bata, sem all- ir er til þekktu kusu honum til handa. En þau erindi átti hann ekki aðeins til Blönduóss. En þeirra lausna var ekki aðeins leitað hérlendis. Hann var og sendur til hins fræga heilaskurðlæknis dr. med. E. A. V. Busch, sem þá var yfir- læknir við Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn. Sú för bar ekki þann árangur, er dygði til fulls bata. eru að góðu kunnir. Þeim þrem eftirlifandi ágætu bræðrum Kristj- áns Kristjánssonar, sem og tveim systrum, sendum við hjónin sam- úðarkveðjur. Og þér, Fríða mín, sendum við einnig samúðar- og vinarkveðju og ég vona, að þú, sem hafðir þrek til að dvelja öllum stundum við sjúkrabeðið, getir áfram haldið þinni ró, og að þú megir eflast 1 anda og ósk eigin- manns þíns oig vina þinna. . VinarkwSja. Sigríðuc Bjarnadóttir. Sigurjón sté því aldrei heilum fæti á jörð eftir að hann veiktist. Var þó, eins og bent hefur verið á, einskis látið ófreistað til þess að heimta hann úr þeim viðjum, sem þá voru á hann lagðar. Sigurjón fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal 8. okt. 1922. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónas- dóttir og Ólafur Sigurðsson. Guð- rún var dóttir Jónasar á Breiðavaði, Einarssonar s.st. Árnasonar. Móðir Jónasar var Kristjana Kristófers- dóttir í Enni, Sveinssonar. Móðir Guðrúnar á Bergsstöðum var Sig- ríður Stefanía Sveinsdóttir og kann ég fátt að greina um ættir hennar. Það, sem ég þekki af ætt- um Guðrúnar Jónasdóttur er af húnvetnskum stofnum. Ólafur, faðir Sigurjóns, var Sig- urðsson í Eyhildarholti, Sigfússon- ar þar og víðar, Péturssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðar- dóttir 1 Ási, Péturssonar. Móðir Soffíu var Valgerður Gunnarsdótt- ir í Geitagerði, Magnússonar. Ætt- ir Ólafs eru skagfirzkar og eru í þeim stofnum margt frábærra hag- leiksmanna. Þó þar beri Sigurð Guðmundsson málara hæst. Það átti Sigurjón og í fari sínu. Þó að hann legði ekki fyrir sig smíðar, var hann einn þeirra manna, sem hvert verk lék í höndum, enda flestum betri til fylgdar. Sigurjón ólst upp í föðurhúsum til þroskaára og fór lítt þaðan, naut engrar annarrar skóla- göngu en barnafræðslu og aðeins í fárskóla, en helgaði sig þegar frá æsku önn síns umhverfis og reynd ist í hvívetna hinn vaskasti þegn, enda varð hann ágætur bóndi. Hof hann búskap í Mjóadal vorið 1944 í félagi við Sigmar bróður sinn. Þar bjuggu þeir til 1949, er þeir keyptu Brandsstaði og fluttust þangað. Þar hafa þeir búið síðan. Sigurjón kvæntist 15. nóv. 1952 Maríu Steingrímsdóttur, frábærrl mannkostakonu og slíku hetju- kvendi, að hún hefur haldið búl þeirra áfram með fullri reisn, þótt svo soriglega félli um heilsuf»r hans, sem áður er lýst. Segir það meira um hugrekki hennar og dug, en mörg orð megna. Þeim varð auðið einnar dóttur. Þar á Brandsstöðum blómgaðist hagur þeiorra ágætlega, enda var samhugur þeirra, ráðdeild og at- orka frábær. Fylgdu þau samtíð sinni af heilum hug um framfarir í ræktun og húsabótum og er sá þáttur allur hinn fegursti. Það var því mjög sár harmur kveðinn að heimili hans, sveit og vinum, er honum var svo hankalega kippt úr fjölþættu og fullu starfi, að þangað átti hann ekki afturkvæmt nema sem áhorfandi. Og lífsglöðum manni, sem nautn er að glímu við erfiði og á yfir ærnu hugrekki að ráða til að msðta því sigurviss, er sú lausn mála sorgarefni. Og að okkur, sem árum saman sátum í Inágrenni þeirra hjóna, nutum hjálpfýsi þeirra og góðvildar, vin- áttu þeirra og dsnu, er sárari harmur kveðinn með fráfalli hans en svo, að hann verði að fullu túlkaður hér. Hinn létta gleði hans vakir sem sorgaróður í minningum okkar, er návistar hans og ná- igrenni nutum, hinn Iétti hlátur hans ymur sem undirleikur við önn og baráttu frjálsborins full- huga jafnvel svo, að hann ómar enn, þótt úr þeirri fjarlægð se, sem ekki verður mæld eða metin. Ég kveð hann, þakklátur fyrm að hafa átt þess svo ómælanleg^ oit kost að njóta þess. Að lokum sendi ég þeim, er um sárast eiga að binda, kveðju og þökk. Guðm. Jósafatsson frá Brandsstöðum ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.