Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Page 10

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Page 10
rétt. Hann var glaðsinna í góðvina hópi og hafði gaman af að gleðj- ast með öðrum, þá varð hann frjálsmannlegur í framkomu og fasi, og Húnvetningurinn í honum varð aðsópsmeiri en annars. Ólafur var ágætur bridgespiiari og hafði af því mikla ánægju. Við félagar hans á B.S.R. sem nutum þess að eiga hann að sem spila- félaga gátum allir sem einn stað- ið saman um það að þar væri hann okkar fremstur í flokki. Hann átti létt með að gagnrýna spilamennsku, ekki með þótta, nema þá helzt ef hann átti sjálfur í hlut, heldur af skilningi og at- hygli, og benti þá á leiðir sem öðr- um tókst ekki að sjá. Hann var einn af meðlimum Bridgedeildar Húnvetningafélagsins í Reykjavík og tók flest árin virkan þátt í spila keppnum deildarinnar og átti hann frá þeim keppnisárum marga verðlaunagripi. Þá tók hann á hverju ári þátt í bridge- keppni sem bílstjórar á B.S.R. og Bæjarleiðum hafa staðið að, og var hann þar engu síður sigursæll. Þegar ég lít yfir liðin ár, er margs að minnast. En eitt af því sem aldrei fyrnist, eru endurminn ingar um ágæta samferðamenn. Ó1 afur var einn af þessum góðu sam- ferðamönnum, sem lagði ekki stein í götu nokkurs manns, en lagðj gott til allra mála. Hann var traustur stuðningsmaður samtaka okkar á stöðinni og eigum við nú að baki að sjá drengskapar- og heiðuiTímanni. Þungbær er sorgin og sár er söknuðurinn þegar heimilisfaðir- inn fellur í valinn langí fyrir ald- ur fram, og enn eru tvö börnin ung og þeirra er harmurinn þyngstur. Því felum við þau for- sjá guðs og góðrar móður. Við hjónin þökkum þér traust og góð kynni og óskum þér góðr- ar ferðar til fyrirheitna landsins. Vertu sæll sýslungi, starfsbróð- ir og vinur. Ég kveð þig svo hinztu kveðju með þessum alþekktu Ijóð- línum „listaskáldsins góða“: „Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geim“. Jakob Þorsteiusson. t ie Mann sítur hljóðan er sviplegir atburðir gerast, og svo fór mér er ég frétti lát Ólafs Ingimarssonar. Kynni okkar hófust fyrir um 30 árum og það fer ekki á milli mála að eftir því sem á árin leið urðu þau mér kærari Ég tengd'St mn í fjölskyldu hans og þó að þau tengsl slitnuðu mætti ég aldrei nema góðri og traustri vináttu. Ég minnist sérstæðra mannkosta í fari hans, þó að þeir verði ekki upptaldir hér nema að litlu leyti. Eitt af því sem kemur upp í hug- ann var hin sérstæða ráðvendni sem bar ofar öllu í fari Ólafs og að skulda engum neitt. Þetta var honum leiðarljós í umgengni hans við samfélagið. Vegna sinna traustu umgengnishátta varð hon- um gott. til vina, sem kunnu vel að meta góðan dreng. Hann var skyldurækinn heim- ilisfaðir, umhyggja hans fyrir eig- inkonu og börnum mun jafnan hafa verið honum efst í huga. Ólafur var gæfumaður i sinni stuttu jarðvist, fæddist 1921 og hefði því orðið fimmtugur 26. sept. nk. Honum hlotnaðist sú hamingja að eignast góðan og sam- hentan lífsförunaut, sem reyndist honum, þremur dætrum og ein- um syni framúrskarandi eiginkona og móðir. Börnin bera þess og vott að hafa alizt upp í traustu og góðu hjónabandi foreldra sinna. Þá koma mér í hug margar gleðistundir sem ég hef notið á heimili þeirra hjóna, Ólafur heit- inn var sérstakur gleðimaður og kunni manna bezt að fá aðra til að gleðjast. Er ég að leiðarlokum þakka Ólafi fyrir hans góðu vin- áttu og bið Guð að blessa minn- ingu hans, langar mig að færa eig- inkonu hans og börnum og öðrum aðstendendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorbjörn Ólafsson. f í Eikjuvogi 24 ríkir nú tómleiki. Húsbóndinn — Ólafur Ingimars- son — er horfinn af sjónarsviði okkar. Hann lézt óvænt og skyndi- lega 49 ára gamall laugardaginn 27. marz sl. og var jarðsunginn 2. apríl., Kynni okkur voru stutt. Þau hófust fyrir hálfu fjórða ári, er við hjónin fluttumst í sama hús og hann og fjölskylda hans hafði búið í um alllangt skeið. Fyrir ungt fólk er þaö sjálfsagt allmikil breyting að yfirgefa foreldrahús og hefja sjálfstætt líf. — Margs er vant. Þessi skil urðu okkur ekki svo ýkjaerfið, því að í Eikjuvogi eign- uðumst við „aðra góðviljaða foreldra“ — þau Ólaf og konu hans, Höllu Einarsdóttur. Ég gleymi aldrei fyrstu samskiptum okkar. Það var um haust. Barið var að dyrum og í gættinni birtist góðleg- ur maður og dálítið hikandi. Það var engu líkara, en hann vildi biðj- ast afsökunar á framkomu sinni. Erindi hans var að færa „nýgræð- ingunum“ á loftinu rjúkandi svið. Þetta var aðeins upphaf, en ekki endir. Sambýlið hefur síðan fært mér heim sanninn um það að þessi velgjörningur Ólafs var eng- in sýndarmennska, heldur lýsti innræti hans og velvilja. Glaðværð hans og snyrtimennska voru einn- ig ríkir þættir í að skapa mjög svo ánægjulega sambúð. Þannig hafa árin liðið og kom æ berlegar í ljós, að Ólafi þótti sælla að gefa en þiggja. En nú er þetta aðeins orðin minning, en hún er björt og eftir- minnileg. Síðustu vikurnar gekk hann ekki heill til skógar, og von- ir urðu að vonbrigðum og trega. Þótt hann hafi dáið langt um ald- ur fram, hafði líf hans þegar skil- að tilgangi. Þeim hjónum hafði fæðzt fjögur mannvænleg börn, þrjár stúlkur og einn drengur. Þar sem'ég þekkti ekki lífssketð Ólafs allt, þá hef ég aðeins gert að um- talsefni þessi fáu ár, sem kynni okkar spanna, en þau bregða nægj anlega skýru Ijósi á mannkosti hans. Ég veit, að það er fjölskyldu hans huggun harmi gegn, hversu ástúðlegt samband og einlægni rik ir og hefur ríkt meðal hennar. Við hjónin vottum Höllu, börn- um þeirra og ættingjum öllum innilega samúð okkar og verum þess minnug, að aldrei þverr minn ing góðs grengs. Ég vil að leiðarlokum þakka Ól- afi allt, sem við hjónin eigum hon- um upp að unna, og ekki sízt vil ég flytja honum þakkir dóttur okk ar, sem hann gladdi svo oft og sýndi margvíslegan sóma. Drottinn, gef þú dánum ró, hinum líkn, sem lifa. Kristján Guðmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.